Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 14
14 FRA MORGNI... Þriðjudagur 6. júli 1976 Útvarp Þriðjudagur 6. júli 7.00 Morgunútvarp Veöurfregn- ir kl. 7.00, 8.15 og 10.110. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgun- bænkl. 7.55 Morgunstund barn- annakl. 8.45: Sigrún Valbergs- dóttir helduc áfram sögunni ..Leynigarðinum” eftir Francis Hodgson Bumett (14). Tonleik- ar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00 : Stuyvesant strengja- kvartettinn leikur Sjakonnu i g-moll eftir Henry Purcell / Kathleen Ferrier syngur ariur úr óratoriunni Elia eftir Mendelssohn og ariu úr óper- unni Orfeus og Evredíke eftir Gluck, Boyd Meel hljómsveitin leikur með / Pierre Fournier leikur á selló og Ernest Lush leikur á pianó ítalska svitu eftir Igor Stravinski við stef eftir Giovanni Pergolesi / Gwydion Brook leikur með Konunglegu Filharmoniusveitinni i Lundúnum Konsert i B-dúr (K 191) fyrir fagott og hljómsveit eftir Mozart, Sir Thomas Beecham stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Farðu burt, skuggi” eftir Steinar Sig- urjónsson Karl Guðmundsson leikari les (4). 15.00 Miðdegistónleikar Jean Fournier, Antonio Janigro og Paul Badura-Skoda leika Trió nr. 2 i g-moll op. 26 fyrir fiðlu, selló og pianó eftir Antónin Dvorák. Pro Arte pianó- kvartettinn leikur Kvartett i c-moll op. 60 fyrir pianó og strengi eftir Johannes Brahms. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Sagan: „Ljónið, nornin og skápurinn” eftir C.S. Lewis Rögnvaldur Finnbogason les (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Aldarminning Hailgrims Kristinssonar forstjóra Páll H. Jónsson frá Laugum flytur er- indi. 20.00 Lög unga fólksins Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 Bjargvættur Skaftfellinga i tvo áratugi. Brot úr sögu vél- skipsins Skaftfellings frá 1918-1963. Gisli Helgason tekur saman. Lesari með honum: Jón Múli Arnason. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrlingurinn” eftir Georges Simenon Asmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (5). 22.40 Hamonikulög Andrés Nib- stad og féíagar leika. 23.00 A hljóðbergi Mannsröddin: Mónódrama eftir Jean Cocteau. Ingrid Bergman flyt- ur. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Leiguf iug—Neyéarffug HVERT SEAA ER HVENÆR SEAA ER FLUGSTÖÐIN HE Símar 27122-11422 Barnaskapur Nafn: Sameinumst bræður (To- gether, brothers) Sýningarstaður: Nýja bíó Leikstjóri: Wiliiam A. Graham Tónlist: Berry White Aðalhiutverk : Ahmed Nuraddin og Anthony Wilson. „Þettaerkvikmynd umbarni heimi þar sem barnaskapur er ekki leyfbur”. Þessa klausu gaf að lita áeinu auglýsingaspjáld- inu, þegar undirritaður lagöi leið sina i Nýja bió. Samvizku minnar vegna hefði ég getað bætt við fyrir neðan þegar ég gekk þar fram hjá eftir mynd- ina: „en i myndinni er hann leyfður”. Þvi satt bezt að segja voru þær forsendur sem myndin er byggð á frekar barnalegar. Það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða manni vitlaust lögregluliö, jafn- vel þó það eigi að vera i Kana- mannalandi. Imynd þessari koma nær ein- göngu viðsögu svertingjar nema náttúrulega getulausa löggan, hann er að sjálfsögðu hvitur! Sögusvið myndarinnar er fátækrahverfi i borg einni i Texas. Einn lögregluþjónn (svartur og réttsýnn) er myrtur. Vitni að þeim atburði verður fimm ára drengur Tommi(Anthony Wilson). Við þetta missir Tommi málið. Bróður átti Tommi litli sem hafði það litt fjörlega nafn H.J. (Ahmed Nuraddin). Hann var og foringi strákaflokks sem hafði smáhnupl sér til dundurs. Löggan sáluga hafði verið frekar blið við þá félaga, frekar reynt að tala um fyrir þeim heldur en refsa piltunum. Akvað nú flokkurinn að hefna hans. I hinni miklu leit sem á eftir fylg- irer m.a. brotizt inn á lögreglu- stöðina. Leitin berst um víg- velli mellna og kynvillinga en undir lokin æsist leikurinn þegar morðinginn eltist viö Tommi litla. Heldur fannst nú undir- rituðum efnið þunnt og væskils- legt. Þetta er sæmilegasta afþreyingarmynd en heldur ekki meira. Það var gaman að heyra Berry raula með Love Unlimited i upphafslagi myndarinnar og hefði mátt að ósekju vera mun . meira af sliku. jeg- Gjöf til Kjarvals- staða Hailbjörg Bjarnadóttir listmáiari færði 2. júli sl. Kjarvals- stöðum að gjöf teikningu eftir Jóhannes S. Kjarvai. Teikningin er af Hallbjörgu sjálfri, gerð þarið 1957. Viðstaddir afhendinguna v o r u a u k Hallbjargar Alfreð Guðmundsson forstöðumaður Kjarvalsstaða, Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri og Fischer Nielsen listmálari. Plöntur njóta ekki verðugrar athygli! Plönturíkið eftir Ian Tribe Þýðandi: Jón O. Edwald. Júni -bókin i Bókaklúbbi AB er sjötta Fjölfræðibók AB, PLÖNTURIKIÐ eftir Ian Tribe i þýðingu Jóns O. Edwalds lyfjafræðings. Bókin er eina rit sinnar gerðar á islenzkum bókamarkaði: yfirlit um plönturikið, allt frá bakterium tij, blómplantna. Hér er plönturikið kynnt á nýstárlegan hátt frá ýmsum sjónar- hornum — fjallað um margvislega nyt- semi plantnanna og um skaðsemi sumra þeirra. Þessari bók er ætlað að leiða tvennt i ljós: annars vegar fjölbreytnina i likams- gerð innan lifveruhóps sem telur að minnsta kosti 300.000 tegundir og hins vegar hversu plöntur hafa leyst ýmis sömu undirstöðuvandamálin á margvis- legan máta. Þessi tvenn viðhorf til plantnanna eru skoðuð hvort fyrir sig i bókinni og er sinn helmingurinn helgaður hvoru efni. „Plöntur njóta ekki verðugrar athygli”, segir höfundurinn i formála bókarinnar. „Þegar frá eru taldir áhugamenn um ræktun garðagróðurs og skrautblóma veitir almenningur þeim takmarkaðan gaum og hlutur þeirra er harla lftill ef miðaðer við þann órafjölda fróðleiksbóka og kvikmynda sem völ er á um dýrin. Þetta misræmi má eflaust rekja til þess að mannskepnan sjálf er hluti dýrarikis- ins. Vonandi verður þessi litla bók tilþess að draga eitthvað úr þessu misræmi.’*” Höfundurinn dr. Ian Tribe er visinda- maður og kennari við Háskólann i Liver- pool. Plönturikið er 159 blaðsiður og prýdd fjölda litmynda. Setningu annaðist Prentsmiðja G. Benediktssonar. Prentun og band er unnið hjá Arnoldo Mondadori i Verona. — Verð kr. 1500.00. I KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Sillli 71200 — 74201 PÖSTSENDUM TR0L0FUNARHRINGA Jöftiinucs ItitSBon Inugalitgi 30 Smiiu 19 209 dúiia Síðumúla 23 /ími 64200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Sfmar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gðmul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.