Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 24. JULI Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG JÉ 3LJUUC 'Ai'/l'.MI Reykingahósti foreldra veldur sjúkdómum hjá börnum Þegar reykingamenn hefja daginn með áköfum hósta, sem flestir þeirra kannast sjálfsagt við, þá berast slimdropar og bakteriur um allt og valda stóraukinni sýkingarhættu hjá börnum. Sjá bls. 5 «ÍL lc acr jcncmo^ UTLÖND Stefnumál forsetaframbjóðendanna 2. nóvember næstkomandi velur banda- riska þjóðin sér forseta til næstu 4 ára. Mörgum mun leika forvitni á að vita hver eru helztu stefnumál tilvonandi frambjóð- enda og birtist tafla yfir þau inni i blaðinu. Sjá opnu 'Sr ZZD <==9\ j d a □ ncmcn1 FRÉTTIR Tugmilljónir í vasann „Spekulantarnir”, sem leggja fyrir sig sjávarútveghafaá undanförnum árum á fullkomlega löglegan hátt stungið skatt- frjálst i vasa sinn milljónatugum vegna þessara furðulegu ákvæða”. Segir Bergur Guðnason lögfræðingur skattstofunnar, i viðtali við Alþýðublaðið um fyrningará- kvæði skattlaganna. Sjá baksíðu í[ sac 3 JQ[ Ql oan V Ríkislögreglan og íhaldið Alþýðublaðið birtir hér i heild grein, sem Héðinn Valdemarsson ritaði i blaðið 2. desember 1932, eftir „Gúttóslaginn” sem eflaust einhverjir lesendur kunna að muna eftir. Sá slagur gaf hugmyndum um rikislögreglu, eins konar varalið, byr und- ir báða vængi. Sjá b|s> 10 t^rrr* ZZD EU ra ÍC3S ■rariTJMnS □5 Mesta óréttlætið Óánægja stafar af þeirri staðreynd, að stjórnendum landsins hefur aldrei tekizt að koma á skattakerfi, sem nálgast það jafnrétti og réttlæti, sem er undirstaða þess, að einstaklingarnir uni hver viö sinn hlut. Sjá bls. 2 acz: ===oc ;[ 3 =3Q na ICOC ggggl 'L_. ’-'r _!LJLJaC3r IP- 71—’: C ' c1 □ <=> CT I—Irif ira c=j q OCg CZ3 cpq GRJOTJOTUNS- MENN JATA Forráðamenn Sandskips h.f. hafa við yfirheyrslur i sakadómi játað á sig brot á gjaldeyrislög- gjöfinni. Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá óskaði Seðla- bankinn eftir þvi við saksóknara að rannsókn færi fram á kaup- um skipsins Grjótjötuns frá Noregi. Saksóknari afhenti þeg- ar sakadómi málið og hafa yfir- heyrslur farið fram svo til dag- lega að undanförnu. Erla Jónsdóttir fulltrúi, sem stjórnar rannsókninni sagði i samtali við Alþýðublaðið i gær, að málinu væri að ljúka af hálfu sakadóms og það lægi fyrir að þarna hefði átt sér stað brot á gjaldeyrislöggjöfinni. Málið yrði siðan sent aftur til saksókn- ara og tæki hann ákvörðun um framhaldið. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið eða staðfesta fyrri fréttir Alþýðu- blaðsins um að 13 milljónum muri i á raunverulegu sölu- verði og uppgefnu kaupverði forráðamanna Sandskips. Blað- ið telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að hér hafi verið um að ræða 400 þúsund norskar krónur sem lagt var of- an á rétt verð og hefur þeiri tölu ekki verið neitað. 1 stjórn Sandskips sitja þrir menn sem jafnframt bera þá á- byrgð á hvernig staðið var að kaupunum. —SG Um skeið hefur staðið yfir rannsókn út af föls- uðum tékkum sem not- aðir hafa verið í við- skiptum í bönkum og verzlunum hér i borg og viðar/ og likur þóttu benda til að sami maður hefði staðið að. í morgun handtók rannsóknarlög- reglumaður mann sem var að selja i Háaleitis- útibúi Iðnaðarbankans tékka að fjárhæð 150.000 krónur með fölsuðum nafnritunum. Maður þessi reyndist vera Matthias Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður, Byggðarholti 29, Mosfellssveit. Hann hefur i skýrslu, sem tekin var af honum i dag, kannazt við, að hann hafi notað i viðskiptum nokkra falsaða tékka auk tékka sem hann var með er hann var staðinn að verki, Matthias hefur starfað i rannsóknarlögreglunni i Reykjavik siðan i febrúar 1975, en áður var hann i lögregluliði Reykjavikur. Matthias var færður i varð- hald, og hefur málinu siðan verið visað til sýslumannsins i Kjósarsýslu, en þar á Matthias heimilisvarnarþing. Tugmilljóna skipalyfta í reyðileysi Um nokkurra ára skeið hefur skipalyfta, sem lyft getur skip- um, sem vega alltað 500 tonnum legið ónotuð i fórum Vita- og hafnamálastjórnar i Fossvogi við Reykjavik. Lyfta þessi var fengin til landsins haustið 1972 og var þá i ráði aö hún yrði sett upp i Hafn- arfirði. Meðan hún var i pöntun misstu Hafnfiröingar áhugann á þvi að þetta mannfirki risi þar i bæ og þvi var ákveðið að skipa- lyftan skyldi risa i Vestmanna- eyjum. Var þvi brugðið á það ráð að senda hluta lyftunnar frá Reykjavik til Vestmannaeyja og var hann þangað kominn þegar gosið hófst þar i janúar árið 1973. Hann var þvi fluttur aftur i skyndingu til Reykjavik- ur og hefur ekki verið aðhafzt i málinu siðan. Þótti lítil Það var m.a. vegna þess að lyftan þótti of litil að Hafnfirð- ingar misstu áhugann á lyftunni enda var þá fyrirsjáanlegt að breytingar voru i vændum á skipastóli landsmanna. Lyftan getur eins og áður sagði lyft 500 tonna þunga, en skip sem eru þetta þung eru frá 250 — 400 brúttórúmlestir að stærð. Skuttogararnir sem komu i tugavis til landsins um þetta leyti og siðar eru hinsveg- ar nokkru stærri. Það var þvi ljóst að fjárfesting i skipalyftu af þessari stærð var ekki likleg . til þess að vera jafn arðbær eins og verið hefði ef skipastólsaukn- ingin hefði verið i þeim stærðar- flokki, sem lyftan ræður við. Þetta er m.a. ástæðan til þess að þegar lyftan verður loks sett upp i Vestmannaeyjum þá verð- ur vindum i henni fjölgað úr þeim átta sem gert var ráö fyrir til þess að hún geti fengizt við stærri verkefni. Breytingin er sem sagt ekki flókin Rannsóknarlögreglu- maður handtekinn - vegna ávísanafölsunar Kostnaði 60 milljónir króna 1972 1 megindráttum er lyftan þannig gerð að vindur eru not- aðar til þess að lyfta skipinu upp á sérstakan pall sem siðan má renna fram og aftur þannig að hægt er að koma skipinu á ann- an pall sem færir skipið til hlið- anna og rennir þvi þannig inn i dráttarbraut sem byggja þarf til þess að hún nýtist. Þegar lyfta þessi var keypt mun hún hafa kostað milli 60 og 70 milljónir króna og eru þá ekki meðtalinn kostnaður við að reisa þau mannvirki sem nauð- synleg eru til þess að nota lyft- una sjálfa. Þess skal gætt að verðið hefur hækkað verulega siðan. Að sögn Aðalsteins Júliusson- ar Vita- og hafnarmálastjóra er liklegt að framkvæmdum verði hrundið af stað innan fárra ára. — EB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.