Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 5
tssr Laugardagur 24. júlí 1976. VETTVANGUR 5 Reykingahósti foreldra veldur sjúkdómum hjá börnum Enginn sem vill telj- ast sæmilega skynsam- ur og hugsandi getur lengur verið i vafa um að sigarettan er skað- vænlegasta uppfinn- ingin til þessa, sem notuð hefur verið á friðsamlegan hátt. Er mönnum farinn að standa slikur stuggur af hinni miklu tóbaksnotkun I heimin- um, að komið hefur til tals að stofna alþjóða- nefnd sem berjast skuli gegn reykingum. Þetta kom m.a. fram á 3. al- þjóöaráðstefnu um reykingar.og skaðsemi þeirra sem haldin var i Bandarikjunum á siðasta ári. Þá hefur einnig komið fram til- laga þess efnis að gera árið 1980 að alþjóðlegu baráttuári fyrir „Lifi i hreinu lofti” auk þess sem ráðamenn margra landa taka nú virkan þátt í baráttunni gegn tóbaksmenguninni. Dýrt spaug. Það er staðreynd að sá skaði sem tóbaksreykingar valda kosta hvert samfélag gifurlegar upphæðir, og raunar mikið meira en það sem rennur í rikis- kassann vegna sölu og skatta af tóbaksvörum. Skaðsemi tóbaksnotkunar gætir þegar i móðurkviði, ef móðirin reykir um meðgöngu- timann. Þaðeru um það bii 20 ár siðan læknar uppgötvuðu að reykingarum meðgöngutimann hafa neikvæð áhrif á fæðinga- þyngd barna. Siðan hefur margt komið i ljós sem bendir til þess að samband sé milli reykinga vanfærra kvenna og þeirra kvilla sem hrjá þær og fóstrin um með- göngutimann. Til dæmis auka reykingar mjög likur á fóstur- eitrun- en allir vita hvað af henni getur hlotizt. Aukin hætta á andvana fæðingu. Þá er aukin hætta á að fóstrið látistf móðurkviði-auk þess sem barnið er miklu viðkvæmara á meðan á fæðingu stendur og eins eftir hana, ef móðirin hefur reykt um meðgöngutimann. Reykingar virðast, gagnstætt öðrum skaðlegum efnum — einkum hafa skaðvænleg áhrif siðari helming meðgöngutim- ans. Með þessu er þó alls ekki verið að gefa i skyn, að það sé i lagi að nota tóbak fyrri hluta hans. En það er skoðun lækna að kolmónoxiðið sem binzt i blóði móðurinnar, berist til barnsins, og magnið i blóði þeirra sem reykja er mörgum sinnum meira, heldur en hjá þeim sem ekki nota tóbak. Það er þvi mikil hætta á SÚREFNISSKORTI hjá fóstr- inu, ef móðirin reykir, meðan hún gengur með það. Áhrif eftir fæðingu. En það hefur einnig áhrif á heilsu barnsins löngu eftir fæð- ingu ef foreldrarnir reykja. Nýjustu rannsóknir á þessari hlið málsins sýna að börn þeirra foreldra sem reykja er miklu hættara við að fá bronkitis og lungnabólgu, en þeim börnum sem ekki eru i reykmettuðu lofti. Vilja margir halda þvi fram að þetta eigi ekki aðeins við um frumbernskuna heldur allt til unglingaára. Börnin liða sem sagt fyrir gjörðir fullorðna fólksins og eru einskonar „óvirkir” reykinga- menn. Nú er náið samband milli barnasjúkdóma (og reykinga) og félagslegra aðstæðna. Það væri þvi hægt að imynda sér að lélegt fæði og húsnæði væri i flestum tilvikum undirrót veik- inda barna. En rannsóknir hafa sýnt að þetta tvennt á ekki stærstan þátt i tiðni barnasjúk- dóma, heldur eru það reykingar foreldranna sem eiga þar stærstan hlut að máli. Reykingahósti mjög hættulegur. Reykingar hafa ekki einungis i för með sér, að börnin séu stöð- ugti reykmettuðu andrúmslofti á heimilum sinum. Margt bend- ir nú til þess að reykingarhósti foreldranna sé enn hættulegri. Þegar reykingamenn hefja daginn með áköfum hósta, sem flestir þeirra kannast sjálfsagt við, þá berast slimdropar og bakteriur um allt og valda stór- aukinni sýkingarhættu hjá börnum. En reykingarhóstinn er fljöt- ur að hverfa þegar sigarettunni hefur verið fleygt fyrir fullt og allt. A aðeins fáeinum vikum hverfur hann alveg- og það er ekki bara merki um að þér iiði betur reykingamaður góður — heldur einnig barninu þinu. JSS Kaupfélag Fdskrúðsfjarðar FASKRUÐSFIRÐI FERÐAMENN Hjá okkur fáið þið flest er þér þarfnist á ferðalaginu HÓTEL VALHÖLL býður yður gistingu og mat (opið'allt érið) Verið velkomin á félagssvæði okkar Tilkynning Samkvæmt ákvörðun aðalfundar meistarasambands byggingarmanna munu byggingarverktakar frá og með 1. ágúst nk. reikna löglega vixilvexti á alla vinnu og efnisreikninga, sem ekki eru greiddir innan eins mánaðar frá framvis- un. Fyrir hönd félagsmanna Meistarasamband byggingarmanna Reykjavfk liðinna daga Óskar Gislason opnar i dag laugardag, ljósmyndasýningu að Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru myndir frá Reykjavik allt frá aldamótum til vorra daga. Sýning- in verður opin um helgina frá kl. 16—22 og alla virka daga frá kl. 16—18. Óskar Gíslason Takið eftir Farið verður i sumarferðalag Verka- kvennafélagsins Framsóknar 6. ágúst nk. til ísafjarðar. Gisting tvær nætur. Áriðandi að tilkynna þátttöku fljótt til skrifstofunnar. Góð þátttaka nauðsynleg. Simar: 26930 — 26931. Verkakvennafélagið Framsókn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.