Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÚTTIR Laugardagur 24. júií 1976. biaSui1 Ekki aðalatriðið að vinna. Við náðum i Kristinn Hallsson i Stjórnarráðinu. Við lögöum fyrst fyrir hann spurninguna: Með hverju fylgist þú á Ólympiuleikunum? „Ég reyni nú að fylgjast með öllu sem ég get á auöveldan hátt. Ég hef einstaklega mikinn áhuga á iþróttum almennt og hlusta, horfi og les allt sem ég get i sambandi við iþróttir. Þannig fylgist ég ekki með neinni sérstakri keppnisgrein framar öðrum en hef að sjálf- sögðu mikinn áhuga á islenzku keppendunum” Finnst þér stjórnmálum hafa verið blandaö of mikið saman við iþróttirnar á ólympiuleik- unum? „Alveg tvimælalaust. Mér finnst það hreint til skammar. Þessar stórþjóðir gætu lært mikið af Islendingunum i þvi efni. Eins gætu þeir lært af tslendingunum, að hægt er að tapa og vera samt ánægður. Það er gamli ólympiuandinn, að vera ekki alltaf að strögglast við fyrstu sætin. Það er ekki aðalatriðið að vinna, heldur að vera með. tslendingarnir hafa fylgt þessu og tapa meira að segja með miklum glæsibrag.” m F y 1 g i s t fimleikunum Gunnar Eyjólfsson, leikari: Ég fylgist með fréttum frá ólympiuleikunum sem koma i blöðunum og i útvarpi. Ég hef gaman af að fylgjast með fimleikakeppninni hjá stúlkunum. Þá bið ég eftir að fari að reyna á kúluvarparann okkar sterka, Hrein Halldórs- son. Það var viöbúið að aldrei tækist að halda pólitik aðskildri frá svo stóru iþróttamóti sem þessu, það hlaut að koma upp. Það heföi mátt koma upp fyrir, 1936hefðuþjóðir átt að„stræka” á að keppa undir nasizmanum. A ólympiuleikunum keppa þjóðir með ólik hagkerfi það er þvi ofureðlilegt að til árekstra komi. íslendingar eiga skilyrðis- laust að taka þátt i þessum leik- um. Þaö er okkur nauðsynlegt að sjá aðra og fylgjast með. Okkur er ekki aðalatriði að sig- ra heldur að vera með. Verðum að fylgjast með þvi bezta. Á skattstofunni hittum við Hermann Gunnarsson, knattspyrnu- manninn góðkunna úr Val. Spurðum við hann eins og hina fyrst að þvi, meðhverju hann ætlaði að fylgjastá Ólympiuleikjunum. „Ég hef i sjálfu sér áhuga á öllu. Ég reyni að lesa allt sem ég get frá leikjunum. Einkum reyni ég aö fylgjast vel með Islendingunum. En aðallega hef ég áhuga á frjálsiþróttum, sundi og boltaleikjunum. Eiga íslendingar að taka þátt i ólympiuleikunum? Alveg tvimælalaust. Það er alveg sjálfsagt að vera með, og fylgj- ast meö þvi bezta. Að visu getum við ekki búizt við að vinna i neinni grein. Hér er aðstaðan ekki nærri þvi eins góð og gerist hjá stórþjóö- unum. Þetta er orðið að algerri atvinnumennsku og það eru bara riku þjóðirnar sem geta staðið undir þvi. Hvað með ólympiuhugsjónina? . „Ég tel, að hún hafi liðið undir lok. Þetta er orðin eins konar heimsmeistarakeppni. Einnig hafa stjórnmálin blandazt heldur mikið inn i málið og er þetta orðinn einn heljar mikill pólitiskur vettvangur, þarsem ýmsir stjórnmálamenn geta komið skoðunum sinum á framfæri, með friðsömum eða ófriðsömum hætti.” sögðu fyrst fyrir hann spurninguna, með hverju hann fylgdist helzt á Ólympiuleikun- um. „Ég legg mig nú ekki neitt i lima við að fylgjast með þessum leikum. Þó reyni ég að lesa mest af þvi, sem um þá er skrif- að og eins, ef frá þeim er skýrt I útvarpi. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum leikum, vegna mikilvægis þeirra til forna. Þá boðuðu þeir friö. Þó aö strið væri milli rikjanna, var samið um vopnahlé meðan leikirnir stóðu. Þess vegna reyni ég að fylgjast með leikjunum. Þeir báru vott um einingu þjóðanna. Nú aftur á móti finnst mér Ólympiuandinn tendraður við aðra glóð. Þessir leikar bera miklu fremur vott um sundrung þjóöanna en einingu. Leikir sem áttu fyrst og fremst að vera menningarlegir og skemmtileg- ir, eru orðnir rammpólitiskir. Við Vesturlandabúar veröum að læra að skilja Afrikubúa. Hungraðfólk.sem um aldaraðir hefur verið beitt ofbeldi, hlýtur að risa upp einhvern veginn, og þá gjarnan með ofbeldi lika. En með tilliti til ólympiuleika, þá er þessi hreyfing þeirra ha;ttu- leg”. //Tilgangsleysið uppmálað" Markús örn Antonsson Ég mun ekki fylgjast svo náiö með einstökum atriðum leik- anna. Ég geri hinsvegar ráð fyrir að fylgjast með, eins og flestir islendingar, árangri islenzku keppendanna. Varðandi spurninguna um hinn sanna ólympiuanda vildi ég segja þetta: Ég hef fylgzt með þeim pólitisku deilum sem fram hafa fariö á vettvangi Ólympiuleikanna. Manni finnst það ógnvekjandi hvernig póli- tisk þrætumál ganga þar á milli þjóða. Það fer litið fyr ir hinum sanna Ólympiu anda. Vettvangur leikanna er orðin vigvöllur millirikjadeilna. Sagan sýnir okkur að slikt endar oft með meiriháttar átökum. Þegar svo er komið að hafa þurfi stranga öryggisgæzlu, til að gæta nokkurra Gyðinga, þá get ég ekki betur séð • en Ólympiuandinn sé viös fjarri. Mér finnst grundvöllur leik- anna brostinn ef menn geta ekki komiö saman i friði til að keppa undir merki Ólympiuleikanna. Annað er tilgangsleysið upp- málað. Finnst þér ástæða til að senda íslenzka pátttakendur á Ólym- piuleika ? „Að sjálfsögðu. Þeir hafa lika staðið sig ágætlega, það sem af er. í flestum stundgreinunum hafa þeir sett Islandsmet og það er varla hægt að heimta meira, er bað?” Nauðsynlegt að fylgjast með Björgvin Schram, stórkaupm. Ég mun fylgjast með sem flestu. Þó auðvitaö sérstaklega okkar fólki. Hvað varðar einstakar greinar þá hef ég áhuga á þvi öllu. Maður hlustar og les fréttir frá Montreal eins og maöur hefur tima til. Mér finnst það afar sorglegt hvernig allt i sambandi við ólympiuandann er að fara úr reipunum. Ég fæ ekki betur séö en 01. sé I stórri hættu þegar farið er að blanda pólitik svona I stórum stil i þetta. Það er sjálfsagt fyrir smáþjóð eins og okkur að taka þátt I þessum leikum. Nauðsynlegt fyrir okkur aö sjá aöra og fylgjast með. Nú er XXI. Ólympiuleikarnir u.þ.b. hálfnaðir. Þá daga sem þessir leikar standa eru fjölmiðlar uppfullir af efni frá Montreal. Erlendis er fólki gefin kostur á að fylgjast með leikunum i beinum sjónvarpssendingun , en þvi miður mun nokkuð langt i að við verðum þess „munaðar” aðnjót- andi. En með hverju fylgist fólk, hvað les það og á hvað hlustar það? Okkur hér á Alþ. bl. lék forvitni á að vita það og höfðum þvi tal af nokkrum borgur- um. Jafnframt þvi spurðum við þá hvort rétt væri að blanda stjórnmálum og iþróttum saman á 01. Og hvort smáþjóð, sem íslendingar, ættu eitt- hvert erindi á Olympiuleika. Eiga íslendingar að taka þátt i Ólympíu- leikum? „Ef maður Htur bara á verö- laun og afrek, gæti maður freistast til að svara þessu neit- andi. En ef tekiö er tillit til, að hér búa aðeins rúm 200 þúsund manns, og þar ef er ekki nema helmingur fullorðinn, þá er árangur íslendinga stórkost- legur og mikil og góð auglýsing fyrir land og þjóö. Við erum hlutgengir i iþróttum sem öðru og það eru fáir útlendingar sem trúa þvi hvað við erum fáir. Ég er hræddur um, að ef Ólympiuleikar eiga að halda áfram að vera Ólympiuleikar, þá verði að stokka þá alveg upp. Það á að byggja þá á sama grundvallarsjónarmiði og þeir voru upphaflega byggðir á. Að þeim fylgdi friður og eining þjóðanna”. tendraður við aðra glóð. Við ræddum við séra Árelíus Nielsson, og lögðum að sjálf- ® montreol7Ó MEÐ HVERJU FYLGJAST ÞEIR FRA MONTREAL?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.