Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL alþýðu- blaðið Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, slmi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Áskriftarvperð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur í lausasölu.__________________ MESTA ÓRÉTTLÆTIÐ Óvinsælasta útgáfa ársins, sem er drefing skatt- seöla, stendur yfir þessa daga. Ekki stafa óvinsæld- irnar af því, að Islendingar vilji ekki greiða hver sinn hlut til samfélagsins. Þeim er yf irleitt Ijóst, að í þessu litla þjóðfélagi verðuraðgera margt sameiginlega, og því hljóta opinber gjöld að vera há. óánægjan stafar af þeirri staðreynd, að stjórnendum landsins hefur aldrei tekizt að koma á skattakerfi, sem nálgast það jafnrétti og réttlæti, sem er undirstaða þess, að ein- staklingarnir uni hver við sinn hlut. Það hefur ríkt og ríkir hrópandi óréttlæti í skattakerfinu, og hver ein- asti maður sér dæmi þess umhverfis sjálfan sig. Fjöl- skyldur lifa við nauðalík lískjör í sams konar húsnæði en mismunur á opinberum gjöldum þeirra getur num- ið mörg hundruð þúsund krónum. Þetta skilur venju- legt fólk ekki. Það eru raunar fleiri en almennir borgarar, sem gengur illa að skilja þessi mál. Sjálfur skattstjórinn í Reykjavík, gagnmerkur og virtur embættismaður, sagði við blaðamenn í tilefni af skattskránni í Reykja- vík: ,,Ég er nú ekki búinn að vera í skattamálunum nema 46 ára, svo ég er ekki farinn að skilja þau al- mennilega ennþá, sízt nú orðið. Að fást við framtölin og leggja skattana á fer að verða álika f lókið útreikn- ingsf yrirbrigði eins og að lenda á Mars." Þetta voru ummæli skattstjórans í Reykjavík, en síðan hann tók til starfa 1934 hafa heildargjöldin í Reykjavfk hækkað yfir eina milljón prósent. Það er venja f réttamiðla að segja þjóðinni frá því, hverjir beri mest gjöld á hverjum stað. Þetta er skilj- anleg fréttamennska, en því miður ristir hún ekki djúpt. Mest þykir um vert að segja frá því, hvaða ein- staklingar greiði hæst opinber gjöld, en aldrei er það skýrt fyrir almenningi, að sumir einstaklingar greiða um leið af miklum atvinnurekstri, sem þeir hafa á eigin snærum, en aðrir greiða aðeins af venjulegum launatekjum. Þetta er fáránlegt kerfi, sem hefði átt að afnema fyrir löngu. Samkvæmt þessum kokkabókum fær þjóðin að heyra um nokkra einstaklinga, sem eru duglegir at- hafnamenn og greiða mikil gjöld. Þeir eiga alla jafna þakkir skyldar fyrir dugnað og skyldurækni við sam- félagið. Hitter aldrei minnzt á í fréttum, að f jöldi ein- staklinga, sem hefur atvinnurekstur í eigin nafni, greiðir engan tekjuskatt, af því að þeir telja fram tap á rekstrinum. Þrátt fyrir þetta tap er venjulega um að ræða menn, sém virðast hafa dágóðar persónulegar tekjur og reka heimili sín af rausn og spara ekki alltaf i persónulegri eyðslu. Árið 1975 höfðu um 7500 einstaklingar aðaltekjur sinar af eigin atvinnurekstri, en rúmur helmingur þeirra, 3-4.000 manns, greiddu alls engan tekjuskatt! Auðvitað hefði fyrir löngu átt að skilja á milli at- vinnurekstrar einstaklinga og. einkabúskapar þeirra. Ekki er ástæða til að útiloka, að f járhagslegt tap ein- staklinga vegna atvinnurekstrar komi við skatta þeirra sjálfra, en það er alltof nærtækt að blanda þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið og skattalög ennþá gera. Þarna verður að skilja á milli. Margt á eftir að koma í Ijós varðandi skattlagningu þessa árs, og er rétt að víðtækar álytkanir bíði, þar til tími hefur gefizt til aö fá heildarmynd af útkomu kerfisins. Eitt versta og veikasta einkenni skattamála á íslandi, er, að hver einasta rikisstjórn hefur staðið fyrir sífelldum breytingum, og kerfið breytist frá ári til árs, án þess að það verði i heild réttlátara. Þessar sifelldu breytingar eru ósækilegar og rugla einstak- linga svo, að sjálfur skattstjórinn í höfuðborginni tel- ur eðlilegt, að hann sé varla byrjaður að skilja í kerf- inu eftir 46 ár! Alvarlegt stórátak þyrfti^ að gera í skattamálum, siðan stórbreytingu sem látin yrði standa nokkurn tima, áður en lögin væru opnuð á nýjan leik. Það verð- ur enginn friður og engin þjóðarsamstaöa, fyrr en meira réttlæti næst í þessum málum. B.Gr. Laugardagur 24. júlí 1976. MaSiö'' HULDUÖFLIN í FJÁRMÁLA- RÁÐUNEYTINU Málgagn fyrrverandi fjármáiaráðherra sendir starfsmönnum fjármálaráðuneytisins kaldar kveðjur i for- ystugrein i gær, þar sem rætt er um misnot- aðar undanþágur. Þar ritar leiðarahöf- undur mjög réttilega um hvernig skulda- kóngum er umbunað með skattafrádrætti og hvernig mjög tekjuháir menn komast hjá þvi að greiða tekjuskatt. Það er hverju orði sannara hjá Timanum, að þarna er á ferðinni mjög alvarlegt ranglæti i þjóðfélaginu. En hvernig stendur á þvi að fjármálaráð- herra, sem æðsti yfirmaður skattheimtu rikisins, hefur ekki stöðvaö þennan leka? Til dæmis meðan Halldór E. Sigurðsson fór með embætti fjármálaráð- herra á árunum 1971-1974? Þviersvarað að nokkru leyti i fyrrnefndri forystugrein. þar segir að „einhverjum hulduöfl- um”hafi jafnan tekiztað koma i veg fyrir réttmætar endurbæt- ur. Og ennfremur að ekki sé auðunnið að herða eftirlit með tekjum ýmissa manna, sem berist á. Þar segir i sömu grein, að sé „viö ramman reip að draga.” Þetta eru mjög athyglisverð- ar ásakanir, og þær geta ekki án frekari skýringa beinzt að öðr- um en embættismönnum og starfsmönnum fjármálaráðu- neytisins. Þar er, samkvæmt leiðara Timans , unnið undir Undanþága eins og sú, aö menn megi draga tap j frá skattskyldum tekjum, getur i fljótu bragöi/ virzt eölileg, en hún gefur einnig óvönduBuml mönnum möguleika til misnotkunar á hinnJ grófasta hátt. Sama gildir um frádrátt á vaxta-/ greiBslum frá skattskyldum tekjum. Hún veitir j skuldakóngum mikil sérréttindi umfram þá, sem/ lifa eyBslulitlu llfi, og á verBbólgutimum er hún» raunar stórhættuleg, þar sem hún ýtir undir\ skuldasöfnun. Oft hefur veriö taiaö um, aB svo-f kallaB þak yrBi sett á þessa undanþágu, þ.e. aöl hún næBi ekki til nema vissrar hámarksupp-/ hæöar, en einhverium hiilriunflum hefur jafnanS tekizt aö koma i veg fyrir þaö. Ýmsar aörar I undanþágur mætti nefna, sem skapa stórfelltí misrétti og valda þvi, aö lágtekjumenn veröa ofts aö greiöa hærri skatt en menn, sem hafa jafnvelj fjórfalt til fimmfalt meiri tekjur. I Þegar menn sjá þannig mörg dæmi þess, hvernig tekjuháir menn komast undan skatt-1 greiöslum, vaknar hjá mörgum e&lilega sú spurning, livort ekki eigi alveg aö hverfa frá tekjuskattinum og hækka söluskattinn, sem þvl' svarar. Þessu er þvi aö svara, aö hækkaBur sölu- | skattur I staö niöurfellingar á tekjuskatti, myndi1 \ bitna þyngst á tekjulágu fólki, en vera til hags J hinum tekjuhærri, og þá sérstaklega hinum< I tekjuhæstu. Eölilegri leiB væri þaö, aö hækka, [ hinn almenna frádrátt, en felia niöur undan- l þágurnar eöa draga stórlega úr þeim, og þrengja j þær. Jafnframt veröur aö heröa eftirlitiö, en bar. er viö ramman reip aö draga, nema skattayfirA völd fái aukiö svigrúm til aö áætla skatta á þeim .• mönnum sem telja fram óeölilega lágar tekjur mi&aö viö lifnaöarhætti þeirra. Aö sjálfsögöu á aö gefa viökomandi skattgreiöendum fulla aöstööu til aö hnekkja slikum áætlunum skattayfirvalda, hætt er viö aö ýmsum gengi þaö erfiölega. < þrýstingi „einhverra huldij- afla” sem virðast svomáttug að þau komi I veg fyrir brýnar leið- réttingar á skattamálum i rétt- lætisátt. Fjármálaráðherra getur vart skorast undan þvi að láta rann- saka hvort þessi hulduöfl séu innan ráðuneytisins, eða hvaða þrýstihópur sé svo sterkur að geta kippt þar i spotta að vild. Nema ástandið sé svo slæmt, að viðleitni til að upplýsa þessi mál eigi við ramman reip að draga. —BS Tryggingastofnun-já Innheimtudeild-nei Nokkuð hefur borið á þvi að elli- og örorkulifeyrisþegar sem einnig njóta tekjutryggingar hafa komið I Innheimtudeild rikisútvarpsins og látið I Ijós efasemdir um að þeim beri að greiða afnotagjöld útvarps og sjónvarps. Innheimtudeildin hefur jafnan visað þessu fólki frá og ekki veitt þvi úrlausn mala i samræmi við fram- bornar óskir. Fólkið hefur þvi að vonum verið óánægt og talið að ekki séu allir jafnir fyrir þessari heim- ild. Þetta álit er á misskiiningi byggt vegna þess að undan- þágan frá greiðslu afnotagjalda útvarps og sjónvarps er alfarið bundin þvi skilyrði að viðkom- andi lifeyrisþegi njóti að auki svokallaðrar uppbótar á lif- eyrinn. Slika uppbót fá þeir einir sem eru tekjulausir, eru sjúkir og þurfa umönnunnar við eða verða að greiða umtalsverðar fjárhæðir vegna nauðsynlegra lyfja. Fólki sem hyggst leita þess- arar undanþágu er hér með bent á þetta atriði til þess að ekki hljótist af misskilningur. Blaðið hefur hinsvegar fregnað að Tryggingastofnun rikisins hafi gefið út vottorð til aldraðra um að þeir skuli njóta undanþágunnar, án þess að þeir uppfylli framangreind skilyrði. Þessu fólki hefur verið visað bónieiðu til búðar frá Innheimtudeild rikisútvarpsins og verið óánægt að vonum Virðist þvi þörf á að kynna þessi mál nánar og e.t.v. lag- færa eitthvað i samskiptum þessara tveggja rikisstofnanna. Eh. Samræmdar mennt- unarkröfur kokka og þjóna Dagana 14.-16. júni var haldið i Helsingfors ársþing Nordisk Hofel og restaurantforbund. Þingið sóttu þrir full- trúar Sambands veit- inga- og gistihúsaeig- enda, þau Þorvaldur Guðmundsson for- stjóri, Erling Asper- lund hótelstjóri og Hólmfriður Árnadóttir framkvæmdastjóri S.V.G. Var Þorvaldur Guðmundsson kjörinn forseti norræna sam- bandsins fyrir starfstimabilið 1976/1977. Á þinginu var rætt um þau mál sem snerta hagsmuni veit- inga-og gistihúsa á Norðurlönd- um, svo og þjónusta við ferða- menn. Þá var á þinginu af- greidd áskorun til Norðurlanda- ráðs þess efnis, að ráðið beitti sér fyrir þvi að leiguflug milli hinna einstöku Norðurlanda yrðu gerð frjálsari og þannig stuðlaðað auknum félagslegum tengslum milli Norðurlanda- búa. Þá var einnig rætt um nauðsyn þess að mennlunar- kröfur matreiðslu og fram- leiðslumanna á Norðurlöndum yrðu samræmdar. Ráðgert er að'æita ársþing Nordisk Hotel og restaurantfor- bund verði haldið á Islandi dag- ana 13.-15. júni 1977. 46 erlendir togarar að veiðum Nú eru að veiðum 46 erlendir togarar innan 200 milna mark- anna. Brezku togararnir eru 26 talsins og fjórir á heimleið, þá eru 13 v-þýzkir að veiðum og tveir að fara og einn að koma og síðan eru tveir belgiskir og fimm íæreyskir að veiðum. Erlendu togararnir eru drefíðir frá Vestfjörðum norður fyrír land og út af Austuriandi. Landhelgis- gæzlan fylgist vel með ferðum togaranna auk þess sem þeir senda sjálfir tiikynningar um hvar þeir halda sig. Ekki hefur orðið vart tilrauna til að brjóta gerða samninga um veiðar innan 200 milna markanna að sögn La nd hel gisgæ zlunna r. —SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.