Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 7
alþýðu- blaðið Laugardagur 24. júlí 1976. 11 Er Jónatan skuttogari eða forstjóri? Vegna smæðar islenzku dagblaðanna og fámennis á rit- stjórnum er verka- skipting blaðamanna mjög takmörkuð. Sami maður þarf að skrifa um fiskveiðar einn daginn og sauðburð- annan jafnframt þvi sem hann ritar grein um hin flóknu orkumál og kannar nýjustu fréttir úr undirheimum höfuðborgarinnar. bessi fjölbreytileiki hefur bæði kosti og galla i för með sér. Kostirnir eru þeir, að með tið og tima öðlast þeir blaðamenn sem leggja sig fram miklaþekkingu á hinum ýmsu þáttum þjóðmála kynnast fólki i mörgum starfs- greinum úr öllum landshlutum og verða sifellt hæfari i starfi. En gallarnir eru lika margir. Það er erfitt fyrir blaðamenn sem t.d. hefur hvorki migið i saltan sjó eða komið i sveit nema i skemmtireisu að skrifa greinargóðar fréttir um það, sem er að gerast i þessum atvinnugreinum. Árangurinn fer þá mikið eftir viömælanda blaðamanns. beir sem hefja störf i blaða- mennsku verða að bjarga sér aö mestu á eigin spýtur og láta sem ekkert sé, þegar þeir eru settir i hin og þessi verk. Nýliða er ef til vill sagt að hringja vestur á land og afla frétta og frekari skýr- ingar fær hann ekki. NU hefur viðkomandi kannski aldrei á Vestfirðina komið og er litt kunnugur staðháttum þar eða við hvað fólk er að fást i þessum landshluta nema hvað flestum er Ijóst að fast þeir sækja sjóinn vestur þar. Ef ekki er sérstakur fréttaritari á staðnum er ein- hver liklegur fundinn með þvi að spyrja „kollega” eða fletta simaskrá. SU aðferð getur reynzt hæpin og ef blaðamaður er óheppinn getur samtalið orð- ið eitthvað á þessa leið eftir að fréttasnatinn hefur kynnt sig. — Ég ætlaði að vita hvort eitthvað væri að frétta. — NU. —- Já, er ekki eitthvað i fréttum? — Það er nú litið. — Eru ekki bátar alltaf á sjó? Hvernig er aflinn? — Þeir hafa verið að róa jU, en gæftir eru slæmar og afli enginn. Svo er „biliri” h já Geir- mundi Jóhannssyni og ómögu- legt að segja hvenær hann kemst afturá stað. Þetta er allt i kalda koli blessaður vertu. Þegar hér er komið sögu er svitinn farinn að brjótast Ur á enni blaðamanns. Það er ekki nóg með að hann þurfi að hrópa i simann eins og raddböndin leyfa vegna þess hve simasam- bandið er slæmt (nU hlusta auö- vitaö allir á ritstjórninni) held- ur eru einnig erfiðleikar á að halda þessu samtali áfram. Þessi Geirmundur er annaö hvort bátur, skuttogari eða þá forstjóri vélsmiðju staðarins, ef hUn er þá til. Nú svo er enginn afli og er þá nokkur frétt, eða er aflaleysið frétt? Það er bezt að reyna áfram. — Það er nefnilega það já. Er þetta slæmt hjá honum Geir- mundi? — Ég vil ekkert um það segja. Þeir sem hafa litið á hann hafa bara hrist hausinn og sagt að það þurfi sennilega að senda hann út. Var það nokkuð fleira góði? Enn versnar það. Hefur vél- smiðjuforstjórinn veikst illa og læknar skoðað hann, eða er þetta skip? Hvað heita þessir skuttogarar aftur þarna á Vest- fjörðum? — betta er bara svona já. Svo Geirmundur er orðinn bilaður segirðu og enginn afli. Það er nefnilega það já, jahá. Jæja það er nefnilega það. Hvað hérna er þá að gera fyrir fólk? — Gera? Nú það er ekkert aö gera. HUsið fær varla kóð. Það er ekkert að fá á linunni og Jónatan ætlar vfst að sigla. — NU er það svoleiöis. Hann ætlar að sigla segirðu. Þakka þér fyrir spjallið. Fréttasnapinn leggur simtólið á skjálfandi hendi. Hver er Jónatan? Sennilega forstjóri frystihUssins sem ætlar til ítaliu með fjölskylduna fyrst það er ekkert að gera. Eða er Jónatan skuttogari? Ekki er hægt að skrifa frétt um þetta. Bezt að segja fréttastjóranum að það hafi enginn verið við. Allir veikir, inflúensa að ganga og þorpið allt i rúminu og tekur ekki sima. En þá vill hann nátt- úrlega frétt um það og... Þetta dæmi sýnir að það er ekki alltaf tekið út með sældinni að stiga fyrstu sporin i blaöa- mennsku en með áhuga og dugnaði gleymast svona byrjunaröröugleikar fljótt. En þótt aukinn reynsla verði til að blaðamenn geta auðveldlega skrifað um hin ólfkustu mál i fréttaformi er viss sérhæfing orðin nauðsynleg i islenzkri blaðamennsku. Flókin og yfir- gripsmikil mál eru afgreidd á siðum dagblaðanna á yfirborðs- kenndan hátt. Reynt er að tina til upplýsingar Ur hinum og þessum áttum til að fá uppi- stöðu i frétt eða grein. En oft veit almenningur hvorki upp né niður þegar blöðunum ber alls ekkisaman i stórum málum. Ef orkumálin eru tekin sem dæmi, þá held ég að fáir geri sér grein fyrir þvi hvort Kröfluvirkjun er stærstu mistök sem gerð hafa verið i orkumálunum eða hvort hér er um að ræða hagkvæm- ustu virkjun sem um getur. Þó er bUið að skrifa um þetta blaðagreinar sem myndu fylla margar bækur. Ef vinna ætti fullkomna frétt um Kröfluvirkjun, svo ég haldi mig við hana, þar sem öll aðal- atriöi málsins komu fram, væri um að ræða verkefni sem tæki góðan blaðamann nokkrar vikur að vinna. Þaö er langt i frá að það sé nokkur einn aðili sem getur gefið allar upplýsingar um málið. Að visu eru margir sem eru reiðubúnir að fullyrða hitt og þetta og sannfæra fólk um að þær fuUyrðingar séu rétt- ar. En ef leitað er til nokkurra manna stangast fuUyrðingar þeirra á i mjög veigamiklum atriðum og fer það ekki sizt eftir þvi hvar i flokki menn standa hvort virkjunin er hagkvæm eöa ekki. Blaðamaður sem hefur haft tækifæri til að sérhæfa sig i orkumálum gæti rannsakað þetta mál ofan í kjöUnn og birt ómetanlegar upplýsingar. En dagblöðin virðastekkitelja þörf á sliku eða segjast vera of Uðfá. Sérfroðir blaöamenn um fjármál rikisins eru heldur ekki til og þannig mætti lengi telja. Einu sérfræðingarnir sem eru fastráðnir að blööunum eru i- þróttafréttamenn. Flest dag- blöðin hafa á að skipa mönnum sem gera ekkertannað en skrifa um iþróttir og hafa aflað sér viðtækrar kunnáttu og reynslu i þeim efnum. Enda eru iþrótta fréttir rúmfrekar á siðum blaðanna. fþróttafréttamenn ruglast aldrei á þvi hvort Jonni Kalla er kUIuvarpari eða hlaup- ari eða hvort Gugga P. er sund- kona ellegar handboltakona. Þar er sérfræðin allsráðandi og skal það ekki lastað. örfáir is- lenzkir fréttamenn geta fjallað um erlend málefni af þekkingu. Aðrir skilja greinilega takmarkað það sem þeir eru að burðast við að þýða. En hvað varðar okkur um hvað gerist erlendis eða við Kröflu? Sæmundur Guðvinsson. V ^ Ein umferð af þessari frábæru utanhúss- málningu frá Málningu h/f jafngildir 3 til 4 umferðum af venjulegri plastmálningu. Hraun hefur ótrúlega góða viðloðun við flest byggingarefni og frábært veðrunarþol. Hraun fæst með tvennskonar áferð, — fínni eða grófri. (O c cn HRAUN SENDIN PLASTMÁLNING málningbf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.