Alþýðublaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 7
blaSfö1 Miðvikudag ur 1. september 1976 OTLÖND 7 Spánn Spánverjar reyna að koma auga á Jóhann Karl I við krýninguna og Vesturlönd fylgjast einnig með honum. Þegar Jóhann Karl I settist i hásæti á Spáni, eftir að Fransisco Franco hafði ráðið þar lögum og lofum i 44 ár, eða allt frá lokum borgarastyrjaldar- innar 1936-39, vonuðust margir til þess, að lýð- ræði myndi aftur rikja á Spáni. Franco er horfinn, en konung- urinn er fórnarlamb stofnana og kenninga Francos, og stjórn- málamanna þeirra, sem þurftu að sverja konunginum hollustu sina, en voru aldir upp i anda Francos. Konungurinn varð við hásætistökuna að heita að hylla „grundvallar- stefnuna” og semja við Francóista til að stofna fyrstu ríkisstjórnina. Eftir MIGUEL ACOCA, fréttaritara Newsweek í Madrid Konungurinn reyndi á marg vislegan hátt aö fjarlægjast stefnu Francós eins og meö þakkargjöröarmessu i Madrid, þegar þjóöarleiötoginn var jarösettur i Dali hinnar fóllnu, en þar er stórt minnismerki um fallna hermenn, og atburöurinn var einskonar krýning og sjálf- stæöisyfirlýsing. Vestur-evrópskir þjóöar- leiötogar, sem höföu látiö Franco og Utför hans lönd og leiö, voru viöstaddir messuna. Franski forsetinn Valéry Gis- card d’Estaing naut fagnaöar- hrópa almennings á strætum Madrids,en þar varkallaö „Lifi Jóhann Karl”. Vestur-þýzki for- setinn, Walter Scheel, fékk ámóta kveðjur. Filuppus prins, drottningamaðurinn enski fékk þær einnig. Nærvist tveggja vestur-evrópskra leiðtoga, og Filippusar drottningarmanns, nægöi til þess aö nágranna- löndin styddu Spán og teldu, aö hann yrði loksins tækur i Norður-Atlantshafsbandalagiö (NATO) og efnahagsbandalag Evrópu, en á þvi hefur staðið vegna samvinnu Francós viö nazista og fasista i heimsstyrj- öldinni siðari. Það var eftirtektarvert við þessa konunglegu messu, að þar messaöi Enrique Tarancon kardináli, sem hefur barizt af hálfu kaþólsku kirkjunnar fyrir mannréttindum, málfrelsi og kosningafrelsi, en hann aðvaraði konung og sagði, að spænska kirkjan vonaðisttil ,,aö hann rikti án banna og boða, án þess að brjóta einstaklings- frélsið og yrði frumkvööull freísis fyrir alla..Kárdinálinn lagði á það aðaláherzlu, að spænska þjööin yrði aö veröa aðnjótandi aukinnar þátttöku i vandamálum og ákvörðunum rikisstjórnarinnar,” en þvi hafnaði Francó og samstarfs- menn hans. Þó að konungurinn hafi látið það greinilega i ljósi við vini sina og stjórnmálamenn, að hann sé hlynntur lýðræðislegri framþróun landsins og þvi, sem hann kallaði i ræðu sinni „miklar framfarir” leggur hann einnig áherzlu á að breyt- ingin frá einræði i þingbundna konungsstjórn sé tveggja ára verk. Hann lét i ljósi ótta við hægri væng stjórnarinnar, sem stóð með Francó og afturhalds- stefnu hans, Falangista en það nefnist fasistaflokkurinn á Spáni, og Þjóðemissinna, en þeir spanna alla þá hópa, sem studdu Francó á striðsárunum og veldistfmabils hans. Það er annaö, sem ógnar kon- unginum og endurreisn konungsveldisins, sem Francó kom á aftur, en það eru hin út- lægu vinstri öfl á Spáni, en þau hafa tekið aftur til starfa, þrátt fyrir stöðugar ofsóknir stjórn- valda. Það er vist óþarfi að segja, að kommúnistaflokk- urinn sé sterkastur þessara afla, en honum hefur ekki aðeins tekizt að tóra, heldur hefur hann sifellt haldið fylgi sinu, sem hefúr verið 10-15% fullorðinna undanfarin fimm ár. Það voru hægrisinnar, sem ollu fyrsta stórtapi konungsins meðþvi að koma i veg fyrir val hans á forsætisráðherra. Hann hafði látið það fréttast, að hann vildi annað hvort Manuel Fraga, dugmikinn hægfara- sinna, sem var upplýsinga- málaráðherra Francós og sendiherra i London, eða Jose Maria Areilza, ihaldssaman konungssinna og fyrrum sendi- herra i Washington ogParls Báðir þessir menn hafa rekið áróður til að auðvelda Spáni inngöngu i Efnahagsbandalag Evrópu og NATO. Hægrimenn höfnuðu þeim á þinginu, stofnun, sem Francó notaöi til að þrengja valið á forsætis- ráðherra eftir lát sitt. Eftir að konungi hafði mis- heppnazt sitt fyrsta frumvkæði i stjórnmálum landsins dró hann sig ihlé og ákvað að hafa Carlos Arias sem forsætisráöherra. Með þvi að halda Arias, sem Francó útnefndi sem forsætis- ráðherra 1973 til fimm ára vék konungur fyrir fortiðinni. Þetta gaf konunginum möguleika á að hafa Fraga á þingi sem varafor- sætis- og innanrikisráðherra og Areilza sem utanrikisráðherra. Fraga er fulltrúi framfara- sinna, Areiiza er rödd konungs- ins i Evrópu og Bandarikjunum, glöggur maður, sem getur var- að konunginn viö leynigröfum, sem blasa við honum bæöi heima og heiman. En næst æðsti maður þingsins var herforingi, Fernando de Santiago, sem varð fyrsti vara- forsætisráðherra, sem fór með varnarmál. Skömmu áður en hann var útnefndur hélt hann ræðu þar, sem hann sagði, að „bylting” væri mesta hætta Spánar, og þegar hann tók við embætti sagði hann, aðspænska þjóðin vildi, að lif sitt væri „án snöggra breytinga” og „án ævintýra”. Herforinginn lýsti vandamáli konungsins — og Spánar — i fá- um orðum. Hvernig á að veita spönsku þjóðinni það, sem hún vill, án þess að ganga i berhögg við hægrisinna, sem er meinilla við ihaldssama konungsinna eins og Areilza og dugmikla hægfarasinna eins og Fraga og ánþessað gjöreyðileggja arfinn eftir Frankó. Herforinginn er varðhundur hersins, sem þó að hann skipti sér af stjórnmálum, er tviskiptur milli ungra her- foringja, sem vilja breytingu og eldri herforingja úr borgara- styrjöldinni, sem vilja eldra fyrirkomulagið bætt og endur- nýjað. Otlagarnir fóru, þeim fannst þeir rændir aftur, og þeir fóru út á göturnar til að benda heimin- um á, að konungur væri fangi kerfisins. Náðun konungs fyrir fanga var sögð „takmörkuð” og „einskorðuð”. Þegar Marcelino Camacho, kommúnistaleiðtog- inn og formaður öflugasta verkalýðsflokks Spánar, var látinn laus með náðun kaliaði hann þessar aðgerðir konungs- ins „móðgun” vegna þess, að allir pólitiskir fangar, en þeir munu vera um 2 þúsund, voru ekki náðaðir, og vegna þess, að pólitiskir flóttamenn i útlegð fengu ekki leyfi til að halda heim, en margir þeirra hafa verið landflótta frá lokum borgarastriðsins. Vinstrisinnar — undir forystu kommúnista — stjórnuðu mót- mælaaðgerðum.en heróp þeirra var uppgjöf saka. Einn tals- maður þeirra sagði: „Við höld- um þessum aðgerðum áfram þangað til að eilthvað lætur sig. Uppgjöf saka er hornsteinn stjórnmálafrelsis á Spáni. An þess gróa aldrei sár borgara- striðsins og Francóismans.” Uppgjöf saka er hornsteinn stjórn- málafrelsis á Spáni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.