Alþýðublaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 12
1692 laxar úr Eiliðaánum ÁNUM STAFAR HÆnA AF VAX- ANDI BYGGÐ OG ILLRI UMGENGNI Laxveiði i Elliðaán- um lauk i fyrradag, og í tilefni af þvi átti blaðið stutt viðtal við Garðar Þórhallsson, aðalfé- hirði, sem hefur á und- anfórnum árum ann- ast, f.h. Stangaveiðifé- lags Rvikur, hreinsun ánna og unnið sitt starf með sérstakri prýði, að dómi kunnugra. „Hvað er helzt að frétta, Garðar, af laxveiði I Elliðaán- um á þessu sumri?" ,,Vi6 getum sagt, að veiðin hafi veriö vel yfir meðallag. Veiðzt hafa 1692 laxar, en okkur virðist að fiskurinn hafi verið heldur I smærra lagi". „Ber mikið á ágengni áhorf- enda við veiðimenn?" „Dálltið ber á, að fólk sé ekki nægilega tillitssamt. Þetta er iþrótt, sem er viðkvæm að þvi leyti, að ráp á árbökkunum styggir fiskinn og getur valdið talsverðum óþægindum, jafnvel leiðindum. Við höfun reynt að fara sem vægilegast I sakirnar um afskipti af áhorfendum. En þess ber að gæta, að mjög er fjölfarið um svæðið, og svo er byggðin sifellt að færast nær án- um". „Hvernig er umgengni fólks um árnar?" „Satt að segja er hiln heldur slæm. Unglingar og krakkar bera allskonar rusl I árnar, og reyna að fleyta þessu niður þær, auk þess sem þvi fylgja nokkur ærsl." „Hafið þið varðmenn við árn- ar á veiðitlmanum?" „Já, viö höfum varðmann all- an sólarhringinn, en svæðið er stórt og litill vegur að komast yfir það svo vel sé." „Ber nokkuð á tilraunum til veiðihnupls?" „Reyndar er ekki laust við það, og við höfum rekizt á ótrú- legustu veiðarfæri, sem hnupl- arar hafa misst, allt frá stórum krækjum til Indlánaspjóta." „Er nokkuð að frétta af fiskN rækt?" „Já, allmiklu var sleppt I árn- ar I fyrra af niðurgönguseiðum, sem merkt voru, og þau hafa skilað sér ótrúlega vel, að okkar dómi, vaxið og vel dafnað I sjón- um." „Er vitað um laxgengd I árn- ar I sumar?" „Þvi miður biluðu teljarar. EUiðaárvogur svo við höfum ekki yfirlit yfir laxgengdina, sem unnt er. að byggja á:" „Hvað er að segja um báta- höfnina?" „Bátahöfnin er okkur sannar- lega þyrnir I augum og ber fleira en eitt til. Það er mikið ónæði af vélaskrölti, og þó er verra, að hætt er við oliumeng- un. Það er niðurgönguseiðunum mjög hættulegt að lenda I ollu- brák. Þau synda I yfirborðinu, og blindast af olíubrákinni, með skiljanlegum afleiðingum, ann- ars voru merktu seiðin, sem ég minntist á og sleppt var I fyrra, einskonar tilraunastarfsemi, sem Veiðimálastofnunin annað- ist. Það má rekja til þeirrar sér- stöðu, sem Elliðaárnar hafa. En Stangaveiðifélagið hefur um árabil annazt klak I ánurn og hefur á leigu klakhús, sem Raf- magnsveitan á. Við höfum lagt metnað okkar i, að halda stofn- inum vel við, sem ég telað hafi tekizt sómasamlega,, lauk Garðar Þórhallsson máli sínu. Iþróttanefnd fatlaðra á Norðurlöndum þingar Nú um helgina mun íþróttanefnd fatlaðra á Norðurlöndum halda fund sinn hér á landi. Fundinn sitja 19 fulltrúar frá Dan- Leitarmaður bíður bana Það hörmulega slys varð i gær, inn við Hofsjökul skammt frá Arnarfelli hinu mikla, að Sigurgeir Runólfs- son i Skáldabúðum, fjall- kóngur Gnúpverja drukknaði, Slysið vildi til með þeim hætti, að Sigurgeir sem var i fjárleitum, skrikaði fótur er hann gekk á isskæni við jökul- röndina og féll hann i hyldjúpt vatnið. Félagi Sigurgeirs sem var með honum er slysið varð, reyndi allt hvað hann gat til björgunar en án árangurs. Sigurgeir Runólfsson I Skáldabúðum var 70 ára aö aldri og var f jallkóngur'Gnúp- verja hátt á annan áratug. GEK I mörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóðog islandi. Þetta er í fyrsta skipti, sem slíkur fundur er haldinn hér á landi. Fyrir fundinum liggja mörg mál er varða norrænt samstarf á þessum vett- vangi, t.d. tillögur að lög- um fyrir (þróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum, reglugerðir fyrir keppni í íþróttum fatlaðra, tíma- setning norðurlandameist- aramóta, skýrsla um Ölympíuleika fatlaðra í Torontoog Vetrar-leikana í Ornskjoldsvik í Svíþjóð auk almennra skýrslna um íþróttir fatlaðra í hverju landanna fyrir sig. íþróttasamband Islands annast um undirbúning og framkvæmd fundarins að þessu sinni, en þeir eru haldnir til skiptis árlega í aðildarlöndunum. Fundurinn verður hald- inn að Hótel Loftleiðum. ÍSLENZK FÖT '76 K0MIÐAÐL0KUM SÝNINGARINNAR Sýningunni ISLENZK FOT '76 lýkur á sunnudagskvöld. Fyrstu tvo sýningardagana heimsóttu 3400 gestir sýninguna. 1 gær, föstudag, heimsótti for- seti Islands , dr. Kristján Eld- járn og frú sýninguna. Eftir að forsetahjónin höfðu skoðað sýningardeildirnar voxu þau viðstödd tlskusýningu. Aður en tiskusýningin hófst fór fram stutt athöfn á sýningarsvæðinu. Pétur Sveinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar iðn- kynningar, afhenti þremur fyrirtækjum viðurkenningar- skjal frá islenskri iðnkynningu fyrir góðar og vel hannaöar sýningardeildir. * Fyrirtæki þessi eru: Gráfeldur hf. Sýningardeildina hannaði Agnar Svanbjörnsson, framkvæmdastjóri Gráfelds hf. Iðnaðardeild SIS, hönnuður Þröstur Magnússon, Tízku- verzlun unga fólksins — Karna- bær, hönnuður Gunnar Bjarna- son. Dómnefnd skipuðu Gerður Hjörleifsdóttir, verzlunarstjóri, Guðmundur Þ. Jónsson, starfs- maöur Iðju og Gisli B. Björnsson, auglýsingateiknari. Auk þeirra þriggja fyrirtækja sem viðurkenningu hlutu vekur dómnefnd sérstaka athygli á sýningardeildum Peysunnar sf. og Sportvers hf. Skipulagningu og skreytingu sýningarsvæðisins á sýningunni ÍSLENZK FOT '76 annaðist Auglýsingastofan hf., Gisli B. Björnsson, ásamt Magnúsi Axelssyni og Jóni Þórissyni. Merki sýningarinnar teiknaði Fanney Valgarðsdóttir, Auglýsingastofunni hf. 1 dag og á morgun opnar sýningin ISLENZK FÖT '76 kl. 14.00 og báða þessa daga verða þrjár tizkusýningar, kl. 15.30, kl. 17:30 og kl. 21.00. Alþýðusamband Vestf jarða og Vélstjórar á Akranesi MÓTMÆLA SETNINGU BRÁÐA- BIRGÐALAGANNA Samþykkt vegna settra bráðabirgðalaga Fundur stjórnar Alþýöu- sambands Vestfjarða og full- trúa sjómannafélaga á sam- bandssvæðinu haldinn á Isaf irði 8. sept. 1976 mótmælir harðlega setningu bráðabirðgalaganna um kaup og kjör sjómanna og fordæmir það gerræöi sjávarút- vegsmálaráðherra og rlkis- stjórnar að ráðast á þennan hátt á óskoraðan rétt sjómanna til frjálsrar samningagerðar um kaup og kjör. Fundurinn bendir sérstaklega á þá staðreynd að i gildi eru samningar um kaup og kjör sjómanna milli samtaka þeirra og samtaka vestfirskra útvegs- manna undirritaðir 13. april 1975. 1 ljósi þessa geta bráða- birgðalögin á engan hátt gilt hvað varðar kjör vestfirskra sjómanna fram að setningu laga þessara. Þá skal vakin sérstök athygli á þvi, að lögfestur er með lögunum vilji útvegsmanna, þar sem með þeim eru knúðir fram samningar, sem þeir hafa sam- þykkt en sjómenn fellt. Furðuleg er sú þröngsýni sjávarútvegsráðherra að stofna á þennan hátt atvinnulifi sjávarplássa á Vestfjörðum I voða, þar sem fyrirsjáanlegt er aö aðgerðir þessar leiða til uppsagnar sjómanna og hafa þegar gert það. Fundurinn samþykkir að fela lögfræðingi að kanna stöðu aðildarfélaga Alþýðusambands Vestfjarða gagnvart lögum þessum og leita réttar fyrir dómstólum ef þurfa þykir. Aðalfundur Vélstjóradeildar verkaiýðsfélags Akraness, haldinn 9.9 1976, mótmælir harðtega þvl gerræði sem sjó- menn eru beittir með setningu laga um kaup og kjör þeirra, að ástæðulausu. Fundurinn lýsir ennfremur yfir undrun sinni á þvl að æðsti maður is- lenzka lýöveldisins skuli nú sjá ástæðu til að staðfesta slfk lög I nafni lýðræðisins. LAUGARDAGUR 1 1. SEPTEMBER 1976 alþýðu blaðið Tekið eftir: Að það hefur vakiö mikla athygli, að rit- stjórar Þjóðviljans skrif- uðu ekki leiðara vegna andláts Maós, formanns. Ástæðan mun vera sú, að þeir óttist að styggja yfir- boðarana i Moskvu, sem ekki bera neina elsku i brjósti til Kinverja. En heldur er það fúlt, að blað, sem kennir sig við sósíal- isma og kommúnisma, skuli ekki sjá sér fært að skrifa um mesta leiðtoga kommúnista, sem uppi hef- ur verið vegna þjónkunar við Moskvuvaldið. Annað var upp á teningnum, þeg- ar Stalin dó. Þá skorti hvorki leiðara né lofgjörð um hinn „mikla' foringja. o Heyrt: Að Matthías Jo- hannessen, ritstjóri Morg- unblaðsins, hafi farið I sumarleyfi til Svisslands. Skömmu eftir komu hans þangað bárust þær fréttir til Islands, að sovézki rit- höfundurinn Solchenytzin hefði beðið um hæli I Bandarikjunum og hyggist fara þangað eins fljótt og unnt er. o Hlerað: Að afbrotamenn, sem dveljast að Kvia- bryggju hafi litið fyrir stafni. Astæðan sé fyrst og fremst sú, að ekki fáist neitt fé til kaupa á ein- hverskonar hráefni, sem fullvinna mætti á staðnum. Einnig að vanti áhöld og tæki. Þarna geta dvalizt allt að 15 manns samtimis. o Frétt: Að Islenzkir ráða- menn eigi erfiða daga fyrir höndum, þegar pólski utan- rikisráðherrann kemur til Islands i opinbera heim- sókn á næstunni. Hann hyggist þjarma að ráða- mönnum um að semja við Pólverja um veiðar pólskra skipa innan 200 milna markanna. Pólverjar jtelja, að Islendingar hafi komið illa fram við sig, þeir hafi samið við þær þjóðir, sem mest ógnuðu þeim þ.e. Breta og Vestur-Þjóðverja, en ekkert viljað tala við t.d. Pólverja og Austur-Þjóð- verja, sem virt hafi út- færslu landhelginnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.