Alþýðublaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 6
6 VIDHORF
Laugardagur 11. september 1976. ssssr
IIIIÍDR. THEOL. SR. JAKOB JÓNSSON:
SKRIFTIR OG AFLAUSN
Sálgæzlustarfiö var aöal-efni
prestastefnunnar i sumar. Þar
er um að ræöa einn hinn
þýöingarmesta þátt prests-
þjónustunnar. 1 sambandi við
þetta mál, minnistég þess, aö i
einhverjum fjölmiðli var á þaö
minnzt, hvort ekki væri rétt aö
„taka aö nýju upp” skriftir og
aflausn i islenzku kirkjunni.
Oröalagiö stakk mig, þvi að ég
hygg, aö flestir starfsbræöur
minir hafi variö ærnum tima til
aö hlýða á skriftamál og veita
aflausn.
Ég myndi álita aö eitthvaö
væri bogiö við þann mann, sem
aldrei á ævi sinni heföifundiö til
þess, að hann hefði breytt illa,
og hiö margumtalaöa „stress”
eöa streita er ekki sizt bæöi bein
og óbein afleiöing af samvizku-
biti, meövituöu eöa ómeövituöu
(i undirvitundinni). Þúsundum
manna er ekki meiri þörf á
neinu en þvi aö sættast viö Guö.
Hiö svonefnda „trúleysi” er oft
og tiöum einskonar tilraun til aö
þrýsta Guöi niöur i undir-
vitundina — en hann segir þar
til sin engu aö siöur meö ein-
hverjum hætti, öllum er
nauösyn aö komast i sátt viö
Guö, i fullri vitund um sekt
sjálfs sin og náö Guös (sbr.
dæmisöguna um týnda soninn,
Lúk.15).
Lúther talaöi eitt sinn i
prédikun um þrennskonar
skriftir trúarinnar, þegar
einstaklingurinn játar syndir
sinar i einrúmi fyrir Guöi og
biöur um fyrirgefningu, þ.e.
sátt. Skriftir kærleikans er
játning gagnvart þeim, sem
maöurinn hefir gert rangt til, og
bón um fyrirgefningu hans.
Þriðja tegundin er loks sú, aö
skrifta fyrir umboösmanni
kirkjunnar og veita viðtöku af-
lausninni, sem aökjarnanum til
er boðun fyrirgefningar I Guös
eigin nafni.
í kaþólsku kirkjunni er af-
lausnin sérstök athöfn. Hún
þykir svo sjálfsögö, að enginn
þarf að fara i launkofa með þaö,
aö hann ætli að skrifta. Ég hefi
oft öfundað mina kaþólsku
starfsbræður af þvi, aö sóknar-
börn þeirra eiga vegna
venjunnar rudda braut til prest-
sins. Sjálfsagt skrifta margir,
sem ekki finna hjá sér
brennandi þörf til synda-
játningar, en venjan hefir rutt
brautina, svo aö enginn þarf aö
efa sig á þvi, hvort hann á aö
skrifta, þegar að þvi kemur, aö
hann finnur hjá sér löngun og
brýna þörf. Hins vegar er þvi
ekki aö leyna aö skriftirnar geta
orðiö tæki til valdbeitingar, og
skammsýnir prestar geta notaö
skriftirnar sem harövitugt tæki
til aö halda uppi svonefndum
kirkjuaga. Ég vissi t.d. dæmi
þess i Kanada, aö kaþólskur
prestur neitaði að syngja sálu-
messu fyrir dána konu, af þvi aö
hún hafði ekki komið til skrifta i
eitt ár. Likið var grafiö án yfir-
söngs og án prestsþjónustu.
Þegar rætt er um aö „taka
upp skriftir” I okkar kirkju, er i
rauninni átt við þaö að gera
skriftirnar að fastri athöfii, og
sizt hefi ég á móti þvi, ef jarö-
vegurinn hefir veriö vel og rétt
undirbúinn. En hitt vil ég leggja
áherzlu á, að í sálgæzlu
prestanna fara fram skriftir og
aflausn, þótt ekki sé þaö venja
aö nefna þaö þvi nafni manna á
meöal.
A seinni árum hafa sál-
fræöingar og geðlæknar stutt aö
nýjum skilningi á nauösyn
skrifta. Geölæknar telja, aö
sumir sjúkdómar eigi öörum
þræði rót sina aö rekja til
þess, sem dulið er i undirvitund
mannsins. Þeir álita, aö skriftir
geti veriö heilsusamlegar. Þaö
er vafalaust rétt og náin sam-
vinna prests og lækna er
ómetanleg. En hér veröum viö
þó aögera okkur grein fyrir þvi,
að presturinn er ekki sama sem
geölæknir, og skriftir eru ekki
aöeins iþvi fólgnar aö „opna sig
fyrir einhverjum, til aö létta á
huga sinum,” heldur játning á-
kveöinna synda frammi fyrir
Guöi, og aflausnin af hendi
kirkjunnar fyrstog fremst i þvi
fólgin, að presturinn þrýsti þvi
inn i huga syndarans, að Guö
taki hann i sátt, hvað sem honum
Dr. Jakob Jónsson:
kunni aö hafa oröiö á. Oröalag
skriftabarnsins og prestsins
getur auövitaö veriö meö ýmsu
móti, stundum meö föstu oröa-
lagi helgisiöanna.
Margt væri ennþá nauösyn á
aösegja i þessu sambandi, og ef
til vill gefst tækifæri til að skýra
ýmsa þætti málsins. Vilji ein-
hver lesandi senda fyrirspurnir,
er það veikomið, en þá þykir
kurteislegast, aö skrifaö sé
undir nafni.
oliuelti
skolaritvelar
olivelli
SKRIFSTOFUTÆKNI hf. Tryggvagötu - Box 454 - Sími 28511
olivetti
Gátan
Skýringarnar
f lokkast ekki eftir láréttu
og lóðréttu NEMA við
tölustafína sem eru i
reitum í gátunni sjálfri
(6,7 g 9). Lárettu skýring-
arnar eru aðrar merktar
bókstöfum, en lóðréttu
tölustöf um.
D: fléttað ilát E: sleipara F:
drykkur G: látna L: kraftur 2:
tvirætt tal 3: leikur 4: virða 5:
döggin 6 lá: veisla 6 ló: rölt 7 lá:
þýfi 7 ló: útlimur 8: heila 9 lá: 2
eins 9 ló: end 10: gljúfur.
► Sýningin „ÍSLENZK
OKKAR BÁS 1R
nr. 21
Náttkjólar, náttföt, undirkjólar,
sloppar, blússur.
ARTEMIS
Grensásvegi 3 —
Sími: 83333/83335
FÖT" í Laugardalshöll
Þar sýnum við framleiðslu
okkar m.a. allan algengan
vinnufatnað á börn og
fullorðna, skyrtur, úlpur
og sportfatnað.
VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS