Alþýðublaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 7
alþýöu- biaóíó iFimmtudagur 16. september 1976. ÚTLÚND 7 Carter í viðtali við Pierre Salinger: kvæði annarra rikja, svo sem Bretlands. Utanrikisstefna okkar verður einnig á allan hátt að vera i samræmi við vilja viðkomandi þjóðabandalaga, svo sem Ein- ingarsamtaka Afrikurikja, og ég vil álita að við eigum i lengstu lög að hagnýta okkur milligöngu vinveittra rikja. Eining Salinger: Snúum okkur nú að Evrópu. Það hafa verið vissar mótsagnir i ameriskum stjórn- málum að þvi er varðar viðhorf in til Evrópu. Hver á að Vera stefna Bandarikjanna gagnvart óskum um stjórnmálalega ein- ingu Evrópurikja? Carter: Evrópurikin eiga að taka sjálf sinar ákvarðanir þar að lútandi. Við eigum ekki að blanda okkur i viðleitni Evrópu- rikja til að bindast nánari bönd- um efnalega og stjórnmálalega. Sjálfur er ég hlynntur slikum böndum og mun stuðla að fram- gangi þeirra fjárhagslega eða með yfirlýsingum eftir því sem leiðtogar Evrópurikja munu óska eftir að ég geri. Ég fæ ekki séðað okkurséneinnhaguriþvi að þvinga Evrópurikin til að ræða m.a. gjaldeyris og við- skiptasamninga við okkur hvert fyrirsig. Óski Evrópurikin eftir þvi að koma fram sem ein heild i slikum viðræðum eigum við að virða þá ósk. Sameiginleg markmið Salinger: Margir þeirra, sem hlynntir eru pólitiskri einingu Evrópu, telja það óhjákvæmi- legt skref á þeirri leið að losna undan bandariskum áhrifum. Hversu langt getur Evrópa gengið i sjálfstseðisátt án þess að verða Bandarikjunum vandamál, sem krefst beinnar i- hlutunar Bandarikjanna? Carter: Evrópurikin og Bandarikin eiga svo mörg sam- eiginleg markmið, að það verð- ur aldrei um það að ræða að þau verði hvort öðru óháð. Við er- um hvor öðrum bundin vegna friðar, öryggismála, viðskipta og menningararfleifðar. Ég el ekki með mér neinar vonir um að rikja á neinn hátt yfir einstökum Evrópurikjum né Evrópusem heild. Það er álit mitt að sterk, rik og þróttmikil Evrópa sé okkur ávinningur. Ég held að það séu til ýmis svið þar sem við getum unnið enn nánar saman, svo sem varðandi sam- skiptin við rikin i suðurálfum, við að eignast nægilegar korn- birgðir, við hagnýtingu auðlinda hafsins, gegn fólksfjölgunar- vandanum, til að verða siður háð kjarnavopnum og til að draga úr vopnasölu Frakka og Bandarikjamanna. Ógnir Salinger: Hvernig eiga Bandarikin að bregðast við vax- andi áhrifum kommúnista i Evrópu? Carter: Ég hef áhyggjur af vaxandi fylgi kommúnista og á- lit að i mörgum tilfellum sé sak- ar að leita i undanlátssemi lýð- ræðisaflanna eða getuleysis þeirra til að stjórna af festu, þar sem um er að ræða. Sums staðar á spilling nokkra sök á, annars staðar höfum við orðið vitni breikkandi bils milli ráðamanna og fólksins. Bezta leiðin til að hefta vöxt kommúnismans er að beita lýð- ræðinu sem vfðast i stjórnmála- og athafnali'finu. Ég tel það ekki þjóna neinum tilgangi að blanda sér i kosn- ingabaráttu i hinum einstöku rikjum. Það mun reynast tvi- eggjað sverð ef við förum að beita aðrar þjóðir ógnunum um efnahagslegar eða hernaðarleg- ar refsiaðgerðir ef það kjósi ekki eins og við vildum. Min von er sú að Nato-rikin leiði kjósendur i Frakklandi og á Italiu fyrir sjónir, að tryggð kommúnista er fyrst við Sovét- rikin og bandalög Aust- KOMMONISMANS ER AÐ BEITA LÝÐRÆÐ- INU SEM VfÐAST ur-Evrópuþjóða, og að þeir séu ógnun við frið og öryggi þessara landa. Renni það upp fyrir kjósend- um, mun það geta haft áhrif á á- kvarðanatöku allra frjálsra rikja. Það gerðist i Portúgal. An þess að beita óþarfa þrýstingi á portúgalska kjósendur sáu þeir sjálfir og komu i veg fyrir hugs- anlega valdatöku kommúnista. Salinger: Þér hafið sagt að þér sem forseti mynduð standa fastar gagnvart Sovétrikjun- um.... Carter: Ég vil ekki að það hljómi ruddalega, en ég vil sjá að útflutningur verðmikilla af- urða til Sovétrikjanna, svo sem kornvöru og háþróaðra visinda- tækja, skiii okkur og heims- friðnum arði. Við verðum að sjá til þess að Sovétstjórnin viröi skuldbindingar sinar i mann- réttindamáium, eins og þeir hafa undirritað með Hel- sinki-sáttmálanum, og viðhljót- um að óska þess að viðhorf hennar til heimsvandamálanna sé ekki jafn herskátt. Gagnvart rikjum Aust- ur-Evrópu er það hlutverk okk- ar að sjá til þess að halda opn- um leiðum þeirra til að losna undan áhrifavaldi Sovétrikj- anna, en við munum ekki reyna með neinni leynd að kollvarpa stjórnum þeirra. Við munum reyna að hafa eins mikil við- skiptasambönd og annan sam- gang við riki Austur-Evrópu og framast er mögulegt. Viðhorf okkar til þeirra á að mótast af vináttu og gagnkvæmri virö- ingu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.