Alþýðublaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 3
SB5S- Fimmtudagur 16. september 1976. FRÉTTIR 3 Fjöl- brautar skóli Suður- nesja -settur í fyrsta sinn Laugardaginn 22. september, kl. 14.00 var setning hins nýja Fjölbrautarskóla á Suöur- nesjum i Félagsheimilinu Stapa, Ytri-Njarðvtk. Við setninguna fluttu ávörp Gunnar Sveinsson formaður skóla- nefndar, Haraldur Gislason formaður Samstarfsnefndar sveitarfélaga á Suðurnesjum og Guðmundur Arnlaugsson rektor Menntaskólans við Hamrahlið. Einnig talaði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra, en aðalræðumaður var nýskipaður skólameistari Fjölbrautarskólans, Jón Böðvarsson. Við setninguna var einni flutt tónlist: þau Lára Rafnsdóttir og Óskar Ingólfsson léku samleik á pianó og klarinett. Forsaga F jölbrautar skólans. Arið 1973 tók til starfa 1. bekkur menntaskóla, við Gagnfræðaskóla Keflavikur, i tengslum við Menntaskólann i Hamrahlið, en árið eftir sótti fræðsluráð Keflavikur um leyfi til starfrækslu annars bekkjar menntaskóla, en varsynjað, þar sem talið var að rannsaka þyrfti betur skipulag framhaldsnáms á Suðurnesjum. Þann 11. okt. 1974 var svo skipuö nefnd til að athuga skólamál á Suðurnesjum, með stofnun fjölbrautarskóla i huga. Þessi nefnd gerði tillögur um náms- brautir og húsnæði fyrstu ár væntanlegs skóla, en siöan var stofnuð önnur nefnd sem kallaðist Samstarfsnefnd um stofnun fjölbrautarskola á Suðurnesjum. Fyrsti fundur hennar var haldinn i desember 1975 og form, kjörinn Gunnar Sveinsson Keflavik. Þegar á þessum fyrsta fundi var samþykkt álit þess efnis að stofnaöur yrði fjölbrautarákóli á Suðurnesjum sem tæki til starfa haustið 1976. Undir þetta álit tóku bæjar- og sveitarstjórnar- menn á Suðurnesjum. Mennta- málaráðuneytinu var sent bréf um málið, og kom i ljós jákvæð afstaða ráðuneytisins til stofn- unar Fjölbrautarskóla, en tals- menn þess voru hins vegar and- vigir hugmyndum um mennta- skóla á Suðurnesjum. Slöan hélt Samstarfsnefndin sérstakan fund snemma árs 1976. Var þar ákveðið að vinna meö öllum ráðum aö stofnun skólans og eftirtaldar námsbrautir ákveðnar við hann: menntaskólabr., viðskiptabr., uppeldis- og hjúkrunarbr., iðn- og tæknibr. Skólinn var formlega stofnaður með samningi 11. júni 1976 milli Menntamálaráðuneytis annars vegar og fulltrúa sveitar- félaganna sjö, sem að honum standa, hins vegar. Ráðningu starfsliðs lokið. Jón Böðvarsson hefur verið settur skólameistari hins nýja fjölbrautarskóla til eins árs, frá 1. ágúst að telja. Yfirkennari verður Ingólfur Halldórsson fyrrv. skólastjóri Iðnskóla Suðurnesja, en Iðnskólinn hefur nú verið lagður undir Fjölbrautarskólann. Ráðningu annarra kennara er lokið og hafa flestir kennararnir tekiðtil starfa við ýmiss konar skipulagsstörf, enda i mörg horn að lita. 1 BEOSYSTEM 901 Maósformannsminnst á Hafréttarráðstefnu Á allsherjarfundi Hafréttarráðstefn- unnar i New York sl. mánudag hélt Hans G. Andersen sendiherra eftirfarandi ræðu, sem formaður svæðahóps V-Evrópu og annarra rikja, við minningarat- höfn um Mao Tse-tung: ,,Herra forseti, Mao Tse-tung formaður var mikilmenni i sögur Kina og i mannkynssögu þessarar aldar — á timum sem margir miklir menn hafa lifað. Störf hans fyrir Kina og hug- sjónir hans um bætt h'fskjör fyr- ir hina miklu kinversku þjóð eru merkir minnisvarðar, sem hafa veriðmörgum hvatning viða um veröld. Fráfall hans mótar timamörk og skilur eftit’ vandfyllt skarð I röðum þjóðarleiðtoga. Vissu- lega er þar um að ræða merkan, sögulegan viðburð Vér skiljum og höfum samúð með þeim missi sem kinverska þjóðin hefur orðið fyrir. Það er mjög viðeigandi að vér frestum um stund viöleitni vorri til að koma á skipulagi á eitt þýð- ingarmesta svið heimsmálanna i þvi skyni að votta minningu þessa mikla leiðtoga virðingu vora. Ég vil þvi, ásamt öðrum full- trúum hér, og fyrir hönd svæða- hóps Vestur-Evrópu og annarra rikja, votta starfsbræörum vorum i sendinefnd Alþýðulýð- veldisins Kina einlæga hluttekn- ingu vora . Vér biöjum þá um að flytja rikisstjórn sinni og þjóð samúðarkveðjur vorar.” HLJÓAATÆKI ÞESS VIRÐI AÐ HLUSTA Á jafnvel eftir að þér hafið kynnt yður verðið lyiEÐ BEOMASTER 901 FÁIÐ ÞÉR UTVARP/ SEM ER MIKLU BETRA EN HIFI STAÐALLINN BEOSYSTEM 901 frá BANG&OLUFSEN er sjálfstætt sett. Þegar BEOSYSTEM 901 var hannað var mark- miðið að einbeita sér að tóngæðum, en prjál látið sitja á hillunni. Þetta er ástæðan fyrir því að tækin eru hljómgóð jafnvel á fullum krafti Ekki mun verðið fæla yður. Þér borgið einungis fyrir gæði í hæsta flokki. BEOSYSTEM 901 er í einingum. BEOMASTER 901 hjarta kerfisins útvarp og magnari (2X20 sin. wött). Tæknilegar upplýsingar eru f jölþættar og veitum vér yður aðstoð til glöggvunar og samanburðar. BEOGRAM 1203: Algerlega sjálfvirkur plötu- spilari hlaðinn gæðum. öll stjórn í einum takka. Sjálfvirk mótskautun, uppfinning sem ein- ungis B&O má nota. Auk þess er BEOSYSTEM 901 skynsamlegt HiFi tæki, vegna þess að einstaka einingar eru tæknilega full- komnar ásamt þvf að hönnun tækisins er lista- verk, sem finnst í nútíma listasafni New York borgar. BEOVOZ P-30 eða S-30 Þetta eru hátalarar framtíðar- innar. Þeir kallast ,,Uni-Phase" þ.e. þeir vinna saman í stað þess að eyðileggja hvor fyrir öðrum. B&O hefur einkaleyfi yfir ,,Uni- Phase „hátalarakerf ið. KYNNIST TÆKJUNUM OG HEYRIÐ MUNINN. Verð 227.267,- BANG & OLUFSEN NÓATÚNI, SÍMI 23800 KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.