Alþýðublaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 9
8 OB YIWISUIWI ATTUIWI alþýóu- Fimmtudagur 16'. september 1976. biaðiö aaar- ’|Fimmtudagur 16. september 1976. tf ETTWANGUR 9 „íslenzkar bókmenntir til 1550” Bókaútgáfan Iöunn hefúr sent frá sér bókina „Islenskar bókmenntir til 1550”>saga þeirra i ágripi i samantekt Baldurs Jónssonar, Indriða Gislason- ar og Ingólfs P41masonar. I bókinni eru sögö stutt deili á helztu bókmenntagreinum timabilsins. Er þá tekiö miö af þvi aö nemendur leiti sjálfir til fyllri rita. Viöa hefur verið leitað efnisfanga i rit þetta. Er vitnaö til slikra heimiida þar sem við á. Helztu bakhjarlar samantektarmanna eru prófessorarnir Sigurður Nordal, Einar Ölafur Sveinsson og Jón Helga- son. Indriöi Gislason hefur séð um samræmingu efnis, rööun og uppsetn- ingu. Hann hefur og að öllu leyti búiö handritið undir prentun. Bókin skiptist i eftirfarandi megin- kafla: I. Kveöskaparöld — Eddukvæöi — Dróttkvæöi. II. Sagnritunaröld — Timabil hinna fróöu manna — Sagna- bókmenntir — Heilagramannasögur —■ Konungasögur — Biskupasögur — Is- lendingasögur — Veraldlegar sam- timasögur — Fornaldarsögur — Ridd- arasögur — Annálar. III. Miðöld — Helgikvæði — Dansar — Rimur —• Heimsádeila — Skáld-Sveinn. Bdkin er einkum ætluö menntaskól- um og öðrum framhaldsskólum, jafn- framtþvisem hún er aögengileg öllum almenningi. 1 bókinni eru nokkrar teikningar og myndir úr handritum. I aöfararorðum segir meðal annars, að þessi bæklingur sé til orðinn hjá is- lenzkukennurum viö Kennaraskóla Is- lands. Samning hans hafi tekið mörg ár. Megi segja aö hann hafi upphafizt i minnispunktum sem nemendum var ætlað aö skrifa niður i kennslustund- um. Siðan hafi verið fariö að fjölrita slik drög og smátt og smátt hafi þau fengiðþaö form sem nú sé orðið. Upp- hafsmaður þessastarfshafi verið Ósk- ar Halldórsson, lektor,meðan hann var islenzkukennari skólans. Sé skylt að geta þess að arftakar hans hafi I mörgu byggt á þeim grunni, sem hann lagði. Kosningarnar í Svíþjóð á sunnudag A sunnudag eru kosningar i Sviþjóð. Enn er ógjörningur aö segja nokkuð um likur á kosningaúrslitum, en bar- áttan snýst um það hvort jafnaðar- menn muni áfram halda völdum eftir 44 ára stjórn á landsmálum eða hvort mikill meirihlutisænsku þjóðarinnar á eftir að lúta stjórn borgaraflokkanna næstu árin. Jafnaðarmenn með Olof Palme i broddi fylkingar takast nú á við Cent- erpartiet (miðflokkinn) og Thorbjörn FSlldin, Fqlkpartiet og Par Ahlmark ogModeraterna (hægri flokkurinn) og Gösta Bohman. Þessir þrir flokkar hafa heitið þvi að mynda samsteypu- stjórn, fái þeir meirihluta i kosningun- um á sunnudag. Hins vegar er óljóst hvaða stefnu þessir flokkar muni taka i þjóðmálum, nái þeir völdum. Þeir hafa ekki birt sameiginlega stefnu- skrá. Það hefur þó komið i ljós i' kosn- ingabaráttunni, aö þessir þrir flokkar eru ósammála um veigamikil atriöi. Þarmánefna afstöðuna til kjarnorku- mála, skattamála og um greiðslur at- vinnuveganna til almannatrygginga. Jafnaðarmenn i Sviþjóð segja, að það eina sem þessir flokkar séu raun- verulega sammála um, sé,að jafnað- armenn skuli reknir út úr ráðherra- skrifstofunum. Það sé það mikilvæg- asta: um annað verði rætt eftir kosn- ingar. Samvinna flokkanna þriggja er ekki komin lengra en svo, aö Falldin og Ahlmark hafa neitað að láta taka ljósmynd af sér með „hægri” foringj- anum Bohman. Jafnaðarmenn i Sviþjóð hafa á sín- um langa stjórnarferli lagt grundvöll aðmerkilegu velferðarþjóðfélagi, sem fyrir margra hluta sakir er nú skóla- bókardæmi fyrir margar þjóðir heims. Þó er það einmitt sú staðreynd, að jafnaðarmenn hafa verið við völd i 44 ár sem er veikasti þátturinn i þeirri kosningabaráttu, sem nú er háð i Svi- þjóð. Fullyrðingar um að það geti ver- ið heppilegt og raunar nauðsynlegt fyrir sænskt þjóðfélag að skipta um stjórn hafa náð eyrum margra. And- stæðingarnir hafa hamrað á þvi, aö það sé óeðlilegt að samiflokkurinn fari með völd i nærfellt hálfa öld. Þessi áróöur virðist hafa áhrif, þótt almenn- ingur búi viö góð kjör og öryggi. Jafnaðarmenn hafa hins vegar bent á það, að mannaskipti innan fl. hafi verið ör og þar með endurnýjun i flokksstarfinu. Þeir segja, að valda- skipti séu i raun og veru ekki nein trygging i lýðræðisþjóðfélagi. Hægri flokkarnir hafi gifurleg áhrif og sterka aðstöðu, sem komi fram utan þeirra stofnana, sem kosið er til. Pólitiska valdið þurfi aö vera I höndum fólksins og verkalýðshreyfingarinnar. Það sé bæði eðlilegt og rétt. — Sigri jafnaðar- menn i Sviþjóð á sunnudag megi lita á það sem mikinn sigur hreyfingar þeirra, sem áhrif muni hafa langt út fyrir landamæri Sviþjóöar. Hér er nuddaö með hitageisium. Matsalur Náttúrulækningahælisins. Mynd úr Syndinni. Hér er syndgaö á fuilum krafti. Samkomusalur hæiisins. Fyrsta álma nýja hælisins Laugardaginn 18. september, er Náttúru- lækningadagurinn. Þá halda náttúrulækninga- menn annan hátíðisdag sinn í Hveragerði. Verður sérstök hátíðadagskrá og fyrsta álman af nýja hæl- inu skoðuð, en hún var tek- in í notkun í júlí í sumar og Pillur og sprautur gera ekki sama gagn Reynt er að bæta skortinn með þvi að taka inn alls kyns vitamin- pillur og sprautur, en það kemur ekki að sama gagni og náttúruleg vitamin. Þessar matarvenjur valda of- fitu, sem orska of háan blóðþrýst-. ing, æðakölkun og fleira. Það er sem sagt of mikil .neyzla kol- Margvísleg meðferð Meðferð, sem sjúklingar fá, er mjög margvisleg. Má þar nefna nudd, bæði með gömlu aðferðinni, með hitageislum og vatnsnudd. Ennfremur er geislun með út- fjólubláu ljósi, leirböð og margt fleira. Á staðnum er einnig sund- laug sem vistmenn nota óspart. Þá er ótalið mataræðið. Vistmenn eru oftast settir á sérstaka mat- arkúra, þá oft megrunarkúra. 0F MIKIL SYKUR- 0G HVEITINEYZLÁ Orsök margra hrörnunarsjúkdóma rúmar 40 manns. Á boð- stólum verður veizlumatur að hætti náttúrulækninga- manna. Slíkur dagur var fyrst haldinn í fyrra, 20. septem- ber, en sá dagur er af- mælisdagur Jónasar Krist jánssonar, læknis, upphafsmanns náttúru- lækninga á íslandi, en í leiðinni var haldið upp á 20 ára starfsafmæli heilsu- hælisins í Hveragerði. Rangt mataræði Við ræddum við yfirlækninn á heilsuhælinu, Björn L. Jónsson, en hann er mikill áhugamaður um náttúrulækningar. Björn sagði, að öll þau næring- arefni, sem við þörfnumst væru i jurtunum. Galdurinn við mat- reiðslu væri aðallega sá, að mat- reiða sem allra minnst. Menn ættu að neyta matarins eins og hann kæmi fyrir frá náttúrunnar hendi. Þegar tii dæmis kál er soö- iö', missir það alls kyns efni, sem nauðsynieg eru fyrir likamann með þvi að borða ávexti og græn- meti hrátt auk mjólkurmatar fá- um við öll þau efni, sem likaminn þarfnast. Fiskur og kjöt eru þess vegna ó- þörf. En það, sem náttúrulækn- ingamenn leggja áherzlu á, er aö ekki sé blandað saman neyzlu náttúrufæðis og neyzlu kjöts og fisks. Aðalgallinn við matarvenjur Islendinga, eru hvaö við neytum mikils af sykri og hveiti Að með altali eru 20% af þeim mat, sem við neytum, sykur og önnur 20% hveiti. Það skortir svo mikið upp á, að með slikum matarvenjum fáist nægilegt magn af vitamin- um og öðrum nauösynlegum efn- um, að ekki er hægt að bæta það upp á nokkurn hátt. Brjóstmynd af Jónasi Kristjánssyni, lækni, upphafs- manni náttúrulækninga á Is- iandi. vetnis, sem orsakar ýmsa hrörnunarsjúkdóma. Rúmar 160-170 manns Við gengum um heilsuhælið og skoðuðum starfsemina. Með okk- ur gengu forstöðumaöur hælisins, Árni Asbjarnarson og formaður undirbúningsnefndar Náttúru- lækningadagsins, Egill Ferdi- nandsson. Þeir fræddu okkur um starfsemi hælisins. Það eru 20 ár siðan hælið tók til starfa. Náttúruiækningafélagið rekur heilsuhæiið, með örlitlum rikisstyrk. Einnig tekur sjúkra- samlagið þátt i greiðslu dag- gjalda vistmanna. Alls rúmar hæliö 160-170 manns. Er þar meötalin ein álma nýja hælisins, sem tekur 40 manns. Hún var tekin i ntokun 1. júli en alls verða álmurnar i nýja hælinu fjórar. Yfirleitt er vistfólk fjórar til fimm vikur á hælinu, en annars ræður læknirinn þvi. Þaö er þó sjaldgæft, að fólk, sé skemmri tima en þrjár vikur. Hver vistmaður fer i meðferð tvisvar á dag. Það skal tekið fram, að enginn sjúklingur fer i neina meðferð, án þess að læknir hafi gefið fyrirmæli um hana. Smá setustofur fyrir vistmenn- ina eru á mörgum stöðum á göng- unum þar sem fólk getur komið og rabbað saman, slegið i spil.Stór samkomusalur er einnig i hælinu. Þar kemur fólk saman og heldur skemmtikvöld ' einu sinni í viku, þar eru fluttir fyrir- lestrar og vikulega er þar messa. Einnig er litið herbergi þar sem fólk getur farið, vilji það vera út af fyrir sig, herbergi ihugunar og sáluhjálpar. Syndin Svo er það Syndin. A Syndina kemur fólk, þegar það vill reykja. Reykingar eru nefnilega bannaðar á herbergjum. Við lit- um inn á Syndina og röbbuðum við nokkraar konur, sem voru að syndga i grið og erg. Þær létu vel yfir vistinni og kváðu alla meöferð afskaplega góöa. Ein sagöi: „Hér er dásam- legt að vera”, og bætti svo við lágróma ,,en mætti vera örlitið fjölbreyttari matur”. Um Syndina sögðu stöllurnar: Syndin þarf nauðsynlega að vera til, annars myndi fólk ekki kynn- ast eins vel. Hér hittist fólk meira og það skapar betra jafnvægi á staðnum. Þær segjast reykja mun sjaldn- ar, þvi þær nenna ekki að fara alla leið i Syndina þegar þær vilja „smók”, en gallinn á gjöf Njarðar er sá, að þegar þær eru komnar þangað, reykja þær stundum tvo til þrjá vindlinga i einu”. Annars er löngunin i vindlinga minni, þegar grænmeti er borðað. Við það yfirgáfum við Syndina. Annaö hæli í undirbúningi Stöðugt er verið að ýta áfram byggingu hins nýja hælis, sem Leirbað Og hér er vatnsnudd, veröur við hlið þess gamla. Sem fyrr segir er fyrsta álman þegar komin i notkun, en fjárhagurinn er þröngur nú sem fyrr, samt standa vonir til, aö fleiri álmur verði teknar i notkun sem allra fyrst. Eftirspurnin efir plássi er svo mikil, að nokkur hundruö manns eru stöðugt á biðlista. Þess má geta að náttúrulækningamenn fyrir noröan eru að vinna að þvi, að koma á fót heilsuhæli i Eyja- firöi. Hátið náttúrulækningamanna á laugardaginn hefst með matar- veizlu á heilsuhælinu klukkan 13 á hádegi, og er það von manna þar austur frá, að náttúrulækninga- menn og áhugamenn um þessi málefni fjölmenni i Hverageröi. Myndir og texti ATA Björn L.Jónsson, yfirlæknir, Arni Asbjarnarson, forstöðumaður og Egill Ferdinandsson, formaður undirbúningsnefndar fyrir utan heilsuhælið. Hér er nuddað á venjulegan hátt, þ.e. meö handafli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.