Alþýðublaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 13
bía&ið1' Fimmtudagur 16. september 1976. / ...TIL KVOLDS 13 FlokksstarfM Frá FUJ í Reykjavík Aöalfundur félagsins veröur haldinn mánudaginn 20. sept. n.k. í Ingólfskaffi uppi. Hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.30. Dagskrá fundarins veröur sem hér segir: 1. Formaður gefur skýrslu um störf félagsins á liönu starfsári. 2 Gjaldkeri leggur fram endurskoöaða reikninga. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar og varastjórnar. 5. Kosnir veröa tveir endurskoðendur og einn til vara, 6. Onnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Guðmundur Bjarnason formaður Alþýðuflokksfélagiö Gumi efnir til fundar að Hótel Esju fimmtudaginn 16. september Umræðuefni: Vetrarstarfið. Stjórnin 3. landsfundur Sambands Alþýðuflokks- kvenna verður haldinn i Kristalsal hótei Loftleiða dagana 24. og 25. september n.k. Þingið verður sett föstudaginn 24. sept. kl. 20. Nánar auglýst siðar. F.h. stjórnarinnar Kristín Guðmundsdóttir formaður Guðrún Helga Jónsdóttir ritari. Frá F.U.J. i Reykjavik: Aðalfundur félagsinsverður haldinn 20. sept næstkomandi. Dag- skrá verður auglýst síðar. „ . , D. Guðmundur Bjarnason formaður FUJ i Reykjavik. Tillögur um framboö I stjórn FUJ I Reykjavlk, svo og um framboð á SUJ þing skulu hafa borizt fyrir 20. sept. n.k. á skrifstofu félagsins. Uppstillingarnefnd. 37. þing Alþýðuf lokksins verðurhaldið dagana 22. til 24. október n.k. að Hótel Loftleiðum. Dagskrá þingsins veröur nánar auglýst siðar. Benedikt Gröndal formaöur Björn Jónsson, ritari Ráðstefna S.U.J. um utanrikismál verður haldin laugardaginn 25. september 1976. öllum F.U.J.- urum er heimil þátttaka. Dagskrá: Kl. 10.00f.h. Skýrsla utanrikismálanefndar S.U.J. og umræður um starf og stefnu nefndarinnar, svo og framtiðarhorfur. Fram- sögumaður: Gunnlaugur "Stefánsson. Kl. 13.00 e.h. Barátta S.U.J. fyfir alþjóðamálum, innanlands sem utan. Framsögumaður Jónas Guðmundsson. Kl. 14.00 Umræðuhópar taka til starfa: I. Starf og stefna S.U.J. á alþjóðavettvangi. II. Alyktanir um utanrikismál. Kl. 17.00 Afgreiðsla ályktana. Allir F.U.J.-arar eru hvattir til að mæta og taka þátt i mótun stefnu S.U.J. i utanrikismálum. Utanrikismálanefnd S.U.J. Alþýðuflokksfólk Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i Suðurlandskjör- dæmi verður haldinn i Vestmannaeyjum 18. og 19. september og hefst fundurinn kl.20.00 á laugardagipn. Gestir fundarins veröa þeir Finnur Torfi Stefánsson, lögfr. og Árni Gunnarsson, ritstjóri. f.h. stjórnar Kjördæmisráðs Þorbjörn Pálsson. Bilanavakt borgarstofnana. Simi 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. ’ Hitaveitubilanir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabilanir simi 05. Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. Tekið við tilkynningum um bilan- irá veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borg- arstofnana. berja í haust? Ragnar ölafsson nemi: Nei, ég hef aldrei farið i berjamó, og langar ekkert. Þóra Þórarinsdóttir húsmóðir: Nei, alls ekki. Berin hafa eflaust frosið, og mig langar ekkert i frosin ber. Bréf til Alþýðublaðsins Hr. ritstjóri, Aldrei hefur það þótt nein sérstök dyggð að vega að mönnum úr launsátri og fáir munu af því vaxa. Likt mun farið um þann verknað að skrifa í dagblöð rætnar og illkynjaðar greinar um tiltekna menn, en þora ekki sjálfur að koma f ram í dagsljósið og skýla sér undir dulnefni. ástæðan skyldi þó aldrei vera sú að þeir sem ákafast kasta steinum að öðrum, búi sjálfir í gler- húsi? t Alþýöublaðinu hafa nýverið birst slikar greinar undir dul- nefni, þar sem þrálátlega er leitast við aö gera undirritaðan tortryggilegan fyrir störf sin sem fræöslustjóri i Suðurlands- umdæmi. 1 fyrra tilvikinu nefndist maðurinn X-9, en i þvi siðara kallast hann Sunnlend- ingur. Ekki er óliklegt að um einn og sama mann sé að ræða aö baki ritsmiöum þessum og að minnsta kosti sýnist hugarfarið talsvert svipaö hjá báðum. Satt að segja undrast ég, að gott og vandað blað sem Alþýðublaðið skuli ljá rúm undir nafnlausar rógsgreinar af þvi tagi, sem X-9 og Sunn- lendingur láta frá sér fara. Vona ég fastlega að þeir ágætu menn, sem Alþýðublaðinu stjórna, sjái til þess, að huldu- maður þessi eða huldumenn setji nafn sitt undir, ef framhald verður á slikum skrifum. Það er þó aldrei nema lágmarkskurt- eisi og auk þess er mér ekki grunlaust um að sumir bendli alsaklausa menn viö þessi ljótu skrif. Svo var nefnilega mál með vexti, að sl. sumar sóttu auk min nokkrir aðrir menn um embætti fræðslustjóra i Suður- landsumdæmi.----- Ég gerði grein fyrir viöhorf- um minum gagnvart ásökunum i grein X-9 i viðtali við blaða- mann Alþýðublaðsins nýverið, en get samt rakið þau sjónarmiö aftur, úr þvi að skrif þessi halda áfram. Það sem þessi Skugga- Sveinn finnur mér hvað ákafast til foráttu, er það að ég skyldi lausráða Helga Geirsson, fyrr- verandi skólastjóra, sem að stoðarmann minn við tiltekin verkefni um skamman tima. Þessar upphrópanir mannsins eru næsta óskiljanlegar, þvi að vert getur slikt talizt alvarlegra en að kaupa út vélritun, ljósrit- un eða hver önnur störf, sem til falla, enda hreyfði enginn fræösluráösmaöur viö þvi and- mælum, er ég ræddi þetta á fundi með þeim.Til skýringar vil ég geta þess, aö ég þurfti af sérstökum ástæðum aö taka hluta sumarleyfis mins það snemma, aö það rakst á vinnu við áætlanagerð skólanna að nokkru leyti. Þess vegna var það, sem ég leitaði til Helga Geirssonar um að annast hluta þessa verkefnis, meðan ég væri fjarverandi. Gerði hann það af mestu prýði, svo sem hans var von og visa. Harma ég mjög að nafn hans skuli óveröskuldað hafa verið dregiö inn I þessi ófögru skrif nafnleysingja Alþýðublaðsins. Þá reynir skriffinnur þessi að sverta mig fyrir það, að dveljast áfram i Skógum eftir að ég var settur fræðslustjóri s.l. haust. Svo er mál meö v.exti, að em- bætti fræðslustjóra fylgir engin þjónustuibúð. Þess vegna var það eðlilegt að ég sækti um að dveljast áfram i þeirri ibúð, sem ég hafði haft i Skógum, meöan ég var að afla mér hús- næöis á Selfossi, en þar hafði veriö ákveöið að fræösluskrif- stofan skyldi vera. Þetta kom og ekki að sök I starfi, þar sem mikill hluti þess s.l. vetur var að feröast um, heimsækja skóla, kynnast aðstæðum þeirra og ræöa við ráðamenn fræðslu- mála á hverjum staö. Skipti þvi litlu máli, hvar ég var búsettur þennan tima. Loks telur þessi pennaglaði huldumaður að akstursreikn- ingar minir séu mjög háir. Nú vita allir, sem til þekkja, aö þaö er óhjákvéemilegt aö þessu starfi fylgi mikil ferðalög og þá alveg sérstaklega i byrjun. Vel má samt vera að þennan kostn- að megi eitthvað lækka, þegar fram i sækir, en i svo viölendu fræösluumdæmi sem Suðurland er, hlýtur hann alltaf að vera talsverður. Geri ég ráð fyrir að X-9 og Sunnlendingur mundu illa þykja rækja starf þetta, ef þeir gengdu þvi, og ætluðu ekki aö láta sjá sig annars staðar en á fræðsluskrifstofunni á Sel- fossi. Jón R. Hjálmarsson. ÁTVR flytur inn ónvtar eldspýtur Tóbakskarl sendi blaðinu eftirfarandi bréf: „Afengis og tóbaksverzlun rikisins er eitt af stóru inn- flutningsfyrirtækjum okkar ís- lendinga. Yfirleitt veit al- menningur það eitt, að þetta fyrirtæki flytur inn og selur landsmönnum áfengi og tóbak. Löggjöf um þessimál er úrelt og hefur stuðlað að þvi vandræða- ástandi sem rikir f þessum efn- um. Sú hlið málsins verður ekki rædd að þessu sinni heldur vikið að einu atriði sérstaklega, en það eru eldspýturnar. Ef til vill finnst ýmsum ástæðulaust að vera að kvarta út af slæmum eldspýtum i þjóð- félagi þar sem efnahags- ástandið er slikt sem það er hér á landi. Rikisstjórnin hefur séð fyrir þvi að menn eru hætti að taka eftir minniháttar vand- ræðum vegna þess að stóru vandamálin eru oðin svo yfir- ganganleg. Þar sem ég nota mikið af eld- spýtum get ég þó ekki lengur orða bundizt. Ég þekki eldspýt- ur frá því ég byrjaði að reykja en það eru nú orðin milli 40 og fimmtiu ár siðan. Ég þekki þvi vel eldspýtur enda er mér illa vö kveikjara. Staðreyndin er sú að ATVR hefur flutt inn stórgallaðar eldspýtur að undanförnu. Hér þarf varla vitnanna við. Það væri kannski nóg ef forstjóri og annað pumpulið hjá ATVR reyndi að kveikja sér i sigarettu eða vindli. Hvað er svo að þessum eld- spýtum ? í fyrsta lagi eru þær svo ónýtar að þær brotna, jafn- vel þótt varlega séu með- höldaðar. 1 öðru lagi loga þær illa og i mörgum tilfellum alls ekki og slokna þótt menn reyni allar mögulegar kúnstir viö að fá þær til að loga. I þriðja lagi eru sumar þeirra þannig aö endu likara er en maður sé meö kmverja i höndunum. Brenni- steinninn frussar, spýtan fuðrar UPP og glóandi askan dettur niður á gólf, ofan á skyrtuna eða buxurnar. Þetta veit fólk um en gefur sér ekki tima til að kvarta út af, enda mun almenningur sennilega hafa yfir ýmsu öðru og meiru að kvarta. Fyrir mig er þetta þó stórmál, sem ég vil hér með koma á framfæri. Með þökk fyrir birtinguna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.