Alþýðublaðið - 05.10.1976, Page 5
‘5
$bi&Mlti Þriðjudagur 5. október 1976
i m»^®
bvertW
ipWtt1'
vervb ol
o» nvunn-
S»2-ia
idi nftnvs-
aubvWab
nb er 8' „imtUnunv
'^•sfi&43&£
Ulfar Bragason:
í hreinskilni
- nokkur orð af gefnu tilefni
sagt
Þann 14. september sl.
birti Oddur A. Sigurjóns-
son í dálki sínum hér í
blaðinu grein, sem bar
yfirskriftina Var það
„Unga Island", sem
talaði? Þar sem grein
þessi flytur svo furðuleg-
ar skoðanir um lánamál
námsmanna verður varla
hjá því komist að gera at-
hugasemdir. Ekki síst
vegna þess að Aiþýðu-
blaðið, eftir því sem ég
best veit, hef ur ekki gef ið
rúm annars konar áliti á
námsaðstoð, áliti, sem
væri boðlegra yfirlýstri
félagshyggju Alþýðu-
flokksins en einstaklings-
hyggja Odds.
Þegar rikið stendur undir
skólahaldi, hlýtur það að
helgast af, að samfélagið telur
sér hag i almennri menntun. Að
baki námsstyrkja liggur sama
hugsun (og ósk um að bæta úr
aðstöðumun). Siik aðstoð er þvi
veitt skólafólki sem þegnum, en
ekki sem einstaklingum. Aftur á
móti er hægt að segja að endur-
kræf lán séu veitt einstakling-
um. Þó er eðlilegt að lita svo á,
að námslán séu til af þvi að
námið sem stundað er, muni
koma heildinni að gagni. En þar
sem skólafólk gegnir sköttum
og skyldum sem sjálfstæðir
þegnar, er það eðlileg krafa, að
þvi sé reiknað námslán án tillits
til tekna foreldra.
Það getur vel verið að Oddur
ekki einstaklingurinn. Það er
einnig ljóst, að t.a.m. læknir
hefur drjúgum meiru úr að spila
að námi loknu en t.d. islensku-
fræðingur eftir jafnlangt nám.
En oft hefur langskólamenntaö
fólk ekki meiri laun en iðnaðar-
maður með mun minna nám að
baki. Enda hverfa margir
námsmenn viö námslok i þjón-
ustu hins opinbera. Þannig fá
þeir ekki aðeins illa launuð
störf, heldur verða lika skatta-
þrælar, þvi að skattabyrðin
i\nöals\aotf»soio
ingu,»cmer *
n*rri g<
b*n<u'
mVnn*
iiiiii mm
yttsuve** verb»ndi er
hug*rh«n** „ gero m*>*
m»nn* E‘1 ‘wkt búib »b
m tvltugter e , -tavlu *éf.
ouiat brot *» ivv. hve-
Vvt* hv»b V>*° . r ger-
^‘r rouÍuþ*^U ^
hVe***b **0» vv»»ui«S* jjjív£rn»r*
v‘.rtT*rtS£&e«iV'5 ,
a*6*m ■msmn $»£«*£ ^-s-ís??
-«• n ° ^ ,r m»b nokkub m» gero »jat
,“ivar eru «r» »- Veggur xy Iyr*t <*
#á£ésö?9r5s, *- sðSSStE-I '
■3K-S*
yy,;ru»»*°L.
Br.u‘»^"*'“““s
A. Sigurjónsson hafi gengið i
Kennaraskólann og orðið skóla-
stjóri sin vegna. Einstaklings-
hyggjan er lika vafalaust jafn-
rik hjá mörgu skólafólki enn.
Þvi er heldur ekki að neita að
námið eykur möguleika margra
til „að hafa uþp úr sér”. En
langskólagengnir hafa á móti
skemmra launaskeið en hinir,
þurfa að koma sér fyrir á
skemmri tima og við skulum
ekki gleyma, að umhverfið
skapar lifsþægindakröfurnar,
hvilir þyngst á fastlauna fólki,
eins og sköttum er nú háttað.
Oddur lætur ekki nægja að
brigsla námsfólki um eigin-
girni. Það er heimtufrekt og
leggur þó litiö á sig að hans áliti.
Þessi heimtufrekja bitnar á
skattborgurunum, sem mega
sin margir litils. En hiö rang-
láta skattakerfi er ekki sök
námsmanna. Það er skapað af
mönnum af kynslóð Odds, og ef
yfirsýn þeirra, sem hafa snefil
af réttlætiskennd er álika og
hans, er skiljanlegt, að það sé
ranglátt. Þeir hafa i raun stutt
„hina góðu tslendinga” við arö-
ránið.
En þyturinn kringum náms-
lánin er ekki heimtufrekja,
heldur hefur námsfólk verið i
vörn um þau réttindi sem það
hafði náð. Ég efast um, að
nokkrum námsmanni hefði þótt
óeðlilegt að minnka kröfurnar,
ef ekki væri augljóst, að
sparnaðaraðgerðir (!) rikis-
stjórnarinnar bitna allar á
þeim, sem minnst hafa að bita
og brenna. Tryggingar eru
skornar niður. Engir peningar
eru til að lána námsfólki. A
meðan sólunda stjórnarherr-
arnir fjármunum og telja sér til
ágætis að hafa komið i veg fyrir
stórfelt atvinnuleysi (með óarð-
bærum framkvæmdum, sem
koma ekki almenningi til
heilla). En ætli atvinnuleysiö
ykist ekki nokkuð^ef langskóla-
fólk yrði að hætta námi unn-
vörpum og kæmi út i atvinnulif-
ið? Og hversu marga náms-
menn væri unnt að brauðfæða
fyrir gjaldið vegna nota þeirra
Kröflunga á bilaleigubilum,
svo að ekki sé á annað minnst
við þær lokleysu framkvæmdir
eða t.d. fyrir bronshausinn af
Sigurði Nordal, sem Seðlabank-
inn var að skenkja Háskólan-
um? Námslán, ef þau fást, eru
verötryggð, en hefur nokkrum
dottið i hug að verðtryggja 5.7
milljón kr. ián utanrikisráð-
herra? Ég spyr.
Það væri vonandi, að Oddur
A. Sigurjónsson reyndi að sjá
lánamál námsfólks i samhengi
við stjórnmálaástandið i land-
inu á liðandi stundu. Alla vega
ætti forysta Alþýðuflokksins að
gera það, þvi að lánin skipta þá
mestu, sem eiga til lágtekju-
manna að rekja. Eða er nokkurs
frá forystunni að vænta? Ég
spyr enn og legg áherslu á, að
mér stendur ekki á sama um
svarið.
Heimspeki eymdarinnar
Á hvaða bylgjulengd?
Skyldi ekki fleirum en
mér verða það á við að
lesa ritverk Úlfars
Bragasonar, sem birt er
hér í blaðinu, að spyrja,
að loknum lestri. A hvaða
bylgjulengd er þessi
maður?
Hann hefur mál sitt á,
að lýsa furðu sinni á
skoðunum mínum um
lánamál námsmanna, og
þykir óhjákvæmilegt að
gera við þær athuga-
semdir!
Gott og vel. Ekki firrtist ég af
þvi, þó menn séu mér ekki allir
sammála. Ætla hefði mátt
eftir inngang hans, að nú kæmu
skarplegar athugasemdir, sem
sýndu með ljósum rökum i
hverju mér hefði mest skjátlast.
En hvað skeður? Alit og sumt,
sem hann hefur fram að færa,
virðist mér vera að staöhæfa, að
ég sé einstaklingshyggjumað-
ur! Þetta var þá allur smellur-
inn!
Ekki skal ég ræða i löngu máli
tilraunir hans til að koma á
framfæri frumspekinni um
skýrgreiningu á þegnum og ein-
staklingum. Ég hefi lifað nógu
lengi, til þess að sjá fleiri en
hann verða vinglaða á slikum
refilstigum. Aðeins vii ég leyfa
mér að benda úlfari Bragasyni
á, að þó samfélagið telji það
ómaksins vert aö auka við
kunnáttu ungs fólks, hygg ég að
það helgist fyrst og fremst af
þvi, að sýna vilja til að ala upp
hugsandi einstaklinga, fremur
en einhvern formlausan massa,
sem hreyfðist að sið amöbunnar
meö þvi að renna ýmist I þennan
gervifótinn eða hinn.
Viðhorfin til lífsins.
Vel má vera, að til sé I hópi
námsmanna einhver slatti af
Olfurum Bragasonum, sem
stunda nám einugnis til þess að
það komi heildinni að gagni. En
samt hefi ég lúmskan grun um,
að velflestir námsmanna stundi
námið sjálfs sin vegna, og þá
fyrst og fremst i þeirri veru, aö
bæta möguleika sina I glimunni
við afkomuna i framtiðinni.
Samt er nú min einstaklings-
hyggja ekki rikari en svo, að ég
benti á, að fyrir sumum kynni
að vaka sérstakur áhugi á ein-
hverju tilteknu sviði. A hvorugt
þetta dytti mér i hug að deila, þó
ekki væri!
En þaö er sitthvað annaö, sem
fram kemur I ritverki Olfars,
sem ég vildi ræða. Þá er fyrst
staðhæfingin um „að langskóla-
menn hafi skemmra launaskeið
en hinir og þurfi aö koma sér
fyrir á skemmri tima”.
Skoðað i þvi ljósi, að þeir gera
kröfur til að fá aðstoð við að
mynda heimili meðan á námi
stendur, með tilhéýrandi
hjónagöröum, dagvistarheimil-
um og riflegum framfærslueyri,
verður þessi fullyrðing hans
ekki trúverðug.
Þvl er siður, að staðhæfingin
um, að „umhverfið skapi lifs-
þægindakröfurnar en ekki ein-
staklingurinn”, sé ályktun, sem
á er litandi, sem rétta.
Umhverfið fer vist ekki að ein-
hverjum náttúrulögmálum,
sem óbreytanleg séu. Það er
einmitt maðurinn-einstakling-
urinn, sem lagar umhverfið að
vild sinni og getu, nema þá ef
vera skyldi „massamennið”!
Mér er engin iaunung á, að hafa
ömun á tilkomu slíkra og má
hver lá, sem vill.
Lánakröfur og stjórn-
mála-
ástandið nú.
Þvi miður, fyrir Oifar Braga-
son, hafi hann ætlaö að koma
einhverju höggi á mig og mina
lika, vegna stjórnmálaástands-
ins hér á voru landi, verð ég að
hryggja hann með þvi, að það er
algert vindhögg.
Hvort sem mér er það ljúft
eða leitt, verð ég að játa, að
minn máttur er ekki slikur, að
hann geri mér fært að ráða
stórum hlutum i þvi. Þegar það
svo bætist við, að ég hefi reynt
að verja þvi, sem ég hefi af að
má, til þess að deila á núverandi
ástand, verður öll „fllósófia”
hans að hjáleitari.
En einmitt vegna þess, að
ég sé lánamál námsmanna i
samhengi við almenn lifskjör
fólksins, verður mér það fyrir
að benda á kröfuhörku þess, að
heimta tii sin stærri hlut en öðr-
um er ætlaður. Ef það er félags-
hyggja, að gefa skit i hin al-
mennu lifkjör fóiksins á þessu
landi, aðeins ef námsmenn geti
komið vilja sinum og kröfum
fram, verð ég að játa, að ég hefi
þá misskilið hugtakið!
Þið kalliö ykkur menntafólk.
Það er stórt orð Hákot. Gæti nú
ekki skeð, að einhverjum dytti i
hug að lita á hvert er hið æva-
forna inntak þess, að vera
menntur, nú menntaður? I
reynd er það nú ekki annaö en
það, sem tengt er við hugtakið
að vera maður. Svo einfalt er nú
það.
Auðvitað má fara ýmsar leið-
ir að þvi marki, og þar er lær-
dómsleiðin ein. En svo bezt
gagnar hún, að hún næri jafn-
framt manndóm og mannslund
og lyfti fólki þannig á hærra
stig.
Mistakist þaö hinsvegar, kann
Iærdómshraflið aö sitja eftir, en
aldrei verður gerður silkipoki úr
asnaeyrum.
Það er einlæg von min, að sem
fæstir námsmanna á erlendri
grund séu og hafi verið riðnir við
leiðinlegar fréttir, sem þaðan
hafa borizt. Óeirðir við sendiráð
landsins og niöstangabrask
bera ekki hlutaðeigendum fag-
urt vitni. En þvi miður er fólki
oft lausara i munni þaö, sem
I HREINSKILNI SAGT
misjafnt er en hitt, sem er lof-
legt.
Islenzkt æskufólk er ekki fyrst
nú um þessar mundir að leggja
á námsbrattann. Margir hafa
áður klifið þritugan hamarinn i
þvi skyni og mannast af, þó
ýmsum hafi fatazt.
Allar góðar óskir fylgja þeim,
sem nýta áraunina, til þess að
láta sér vaxa ásmegin. Við h ina,
sem kunna aö hafa þá skoöun,
að lærdómstitlar einir séu eftir-
sóttasta markið, hvernig sem
þeir eru fengnir, vildi ég segja
þetta, af þvi mér er sanngirni
eðlislæg, þó ég harðneiti að gera
sattmála við það, sem ég álit
rangt.
Gangið þið ykkar götur I friði.
En það er trúa min, að sá timi
eigi eftir aö koma, að þið finnið
að lif og lærdómur er ekki ætið
samstiga. Þá kynni svo að fara,
að ykkur óraði fyrir þvi, að jafn-
vel hinir lærðustu menn, sem
skortir manndóminn, eiga ó-
endanlega mikið ólært.
Oddur A. Sigurjónsson