Alþýðublaðið - 05.10.1976, Side 16
KEYPTU MALVERK
MILLJÓNIR KRÓNA
FYRIR 7,8
ASUNNUDAG
9-
i í;' • - • "" Ji'c f
Sl?
;<
, •>'; - > • • . v> - <v.
Mp'X* !&'■** >****’*&'W'* '•■ v->'
»•-.rárth'• i
Á sunnudag hélt
Guðmundur Axelson i
Klausturhólum mál-
verkauppboð i Hótel
Sögu. Þar voru seldar
85 myndir fyrir 6,5
milljónir króna, eða 7,8
milljónir, ef söluskatt-
ur er reiknaður með.
Meðalverð myndanna,
án söluskatts, var lið-
lega 76 þúsund krónur,
en með söluskatti 91
þúsund krónur hver
mynd.
A þessu málverkauppboði
voru margar góðar og jafnvel
nafnkunnar myndir. Má þar
nefna mynd eftir Gunnlaug
Blöndal „model”. stór mynd
merkt. Allmargir buðu f hana i
byrjun, en þegar boðin voru
komin yfir 400 þúsund voru að-
eins tveir eftir. Kepptu þeir um
myndina, og var hún slegin
konu á 580 þúsund krónur. Með
söluskatti er verð myndarinnar
rétt um 700 þúsund krónur. Að-
eins einu sinni áður hefur Guð-
mundur Axelson selt svo dýra
mynd, en það var stór Kjarvals-
mynd, sem fór á 732 þúsund
krónur með söluskatti.
Auppboðinu á sunnudag seld-
ist mynd eftir Kjarval úr
Borgarfirði eystra, Dyrfjöll, á
530 þúsund krónur, eða 636
þúsund með söluskatti. Yfirleitt
fóru myndir Kjarvals fyrir
mjög hátt verð. önnur
Kjarvalsmynd, Vordans, var
slegin á 290 þúsund krónur, og
ein „Landslagsverur” á 310
þúsund, og er söluskattur þá
ekki talinn með.
Lítil mynd eftir Ninu
Tryggvadóttur, 24x30 senti-
metrar fór fyrir 150 þúsund
krónur, eða 180 þúsund með
söluskatti. Fremur litil mynd
eftir Þórarinn B. Þorláksson frá
1911, „Við Breiöaf jörð,'' var
slegin á 300 þúsund krónur.
Tvær litlar myndir eftir
Kristinu Jónsdóttur fóru á 105
og 110 þúsund krónur, sem þótti
fremur lágt verð. Mynd af
Hafnarfjalli eftir Snorra Arin-
bjarnar, 46x40 sentimetrar var
slegin á 145 þúsund krónur.
A uppboðinu vakti talsverða
athygli hve myndir eftir Alfreð
Flóka voru seldar fyrir hátt
verð. Ný mynd eftir hann,
„Óvænt heimsókn” seldist á 170
þúsund' krónur og önnur ný,
50x70 sentimetrar fór á 120
þúsund krónur. Þá fór litil mynd
eftir Sverri Haraldsson frá 1951
fyrir 60 þúsund krónur. Mjög
stór mynd eftir Kristján
Daviðsson liðlega 2x2 metrar
var slegin á 180 þúsund krónur.
Jóhannes heitinn Kjarval.
vinsælda listunnenda.
Þá má geta þess, að mynd eftir
Gunnlaug Blöndal „Frá
Snæfellsnesi” seldist á 310
þúsund krónur.
Ljóst er af þessu, að gömlu
meistararnir eiga langmestum
Myndir hans njóta ávallt sömu
vinsældum aö fagna. — A
sunnudaginn kemur heldur
Guðmundur Axelsson listmuna-
uppboð I Tjarnarbúð og verður
forvitnilegt að fylgjast með
sölu þar. —AG.
Siglfirðingar hafa
litla trú á olíumöl
Á Siglufirði hefur ver-
ið næg atvinna i sumar,
en þar eru nú búsettir
2052 ibúar. Hefur þar
vaiitað fólk til starfa
enda verkefnin næg. Þar
eru starfrækt tvö frysti-
hús auk loðnubræðslu,
þá eru þar tvær
niðurlagningarverk-
smiðjur, Sigló síld og
Egils sild. Af öðrum fyr-
irtækjum má nefna hús-
einingarfyrirtæki og
þrjú trésmiðafyrirtæki.
1 viðtali við bæjarstjórann,
Bjarna Þór Jónsson kom fram, að
i sumar hefur verið unnið að hita-
veitu framdvæmdum þar auk
þess sem bæjarfélagið stendur i
virkjunarframkvæmdum við
Skeiðsfoss.
Þá hefur verið unnið að undir-
búningi fyrir lagningu varanlegs
slitlags á nokkrar götur á Siglu-
firði og er áætlað að það verði lagt
næsta sumar. Ekki verður það
oliumöl heldur munu Siglfirð-
ingar steypa og malbika sinar
götur og sagði bæjarstjórinn að
þeirtreystu ekki oliumölinni fyrir
þvi álagi sem hvildi á þessum
götum auk þess væru þær snjó-
þungar á vetrum og teldu þeir að
betri árangurs væri að vænta ef
notuð væri steypa og malbik.
I gær var verið að salta sild á
Siglufirði og var Reykjaborgin þá
nýkominn með annan farm sinn
af sild. Sagði Bjarni að nú væri
Reykjaborgin langt kominn með
að fylla þann kvóta sem skipiö
mætti veiða og myndi hann trú-
lega verða fylltur i næstu ferð.
A þessu ári hafa veriö bræddar
um 50 þúsund lestir af loðnu á
Siglufirði og hafa um 37 þúsund
lestir af þvi magni veriö bræddar
á sumarvertiöinni. Hafði
bæjarstjórinn orð á þvi að það
væri von þeirra Siglfirðinga sem
annarra að i framtiðinni næðu
sumar- og vetrar- loðnuveiðar
saman. —GEK.
Á Grundarfirði byggja menn
nær eingöngu einbýlishús
í kauptúninu i Grundarfirði og
i sveitinni i kring, bjuggu sam-
kvæmt siðasta manntali 801 ibúi.
Þaðan eru gerðir út á milli 12 og
15 bátar auk skuttogarans Run-
ólfs. Að sögn sveitarstjórans
Ama Emilssonar, hefur atvinna
þar verið næg og ef eitthvað er þá
vantar þar fólk til vinnu. Til
dæmis er þar skortur á iðnaðar-
mönnum, enda mikið byggt.
1 sumar og haust hefur verið
unnið að hafnarframkvæmdum
innan hins nýja hafnargarðs sem
byggður var i fyrra. Hefur nú
verið rekið niður 45 metra langt
stálþil sem klæðir nýjan viðlegu-
kant sem áætlað er að verði i
fullri lengd 100 metra langur.
1 sumar hefur verið unnið að
þvi aðskipta um jarðveg I nokkr-
um helztu umferöargötunum og
verður lögð oliumöl á þær næsta
sumar. Hefur Grundarfjörður i
samvinnu við fleiri sveitarfélög á
Snæfellsnesi fest kaup á 30.000
tonnum af oliumöl sem lögð verð-
ur i viðkomandi sveitarfélögum
þegar nauðsynlegri undirbún-
ingsvinnu er lokið.
í sumar var leitað eftir heitu
vatni i Grundarfirðiog bar sú leit
jákvæðan árangur og vonaðist
sveitarstjórinn eftir þvi að ekki
þyrfti að liða allt of langur timi
þar til hægt yrði að hita upp hús
þar á staðnum með jarðvarma.
Það kom fram i viðtalinu við
Ama Emilsson, að mikiö hefur
verið byggt i Grundarfirði und-
anfarin ár og eru þar nú um tutt-
ugu hús i smíöum. Þess má geta
að i Grundarfirði byggja menn
nær eingöngu einbýlishús og eru
nú liðin ein þrjú ár frá þvi sfðast
var reist sambýlishús þar á
staðnum.
—GEK
ÞRIÐJUDAGUR
5. OKTÓBER 1976
alþýðu
blaðið
Heyrt: Að tilraunir með
ýmsar nýjungar i slátur-
gerð og geymslu sláturs
fari nú viða fram á heimil-
um i borginni. Fólk hefur
komiztað raun um, að hægt
er að viðhafa ýmsar aðrar
aðferðir við að matbúa
slátur heldur en hinar hefð-
bundnu.
o
Frétt: Að nú sé unnið við að
koma upp fleiri biðskýlum
á vegum Strætisvagnanna
og er ekki vafi á að slíkt
verður vel þegið, enda oft
kulsamt að biða eftir vagni
án þess að geta leitað
skjóls. Rætt hefur verið um
að minnsta kosti 10 ný
skýli.
o
Tekiö eftir: Að i næsta
mánuði mun Sjúkraliða-
skólinn halda kjarnanám-
skeið fyrir Sóknarkonur.
Námskeið þetta er haldið
samkvæmt samningi Sókn-
ar við vinnuveitendur i
febrúar og mun fara fram á
vegum heilbrigðis- og
tryggingarráðuneytisins.
Námsskeiðið mun standa
yfir i 7-8 vikur.
o
Lesið: 1 Suðurnesjatiðind-
um i viðtali við blaðafull-
trúa Varnarliðsins, aö um
miðjan þennan mánuð
verði 66 ibúðir teknar i
notkun á Keflavikurflug-
velli. En þetta þýðir samt
ekki það, að 66 ibúðir muni
losna úr leigu i Keflavik og *
nágrenni. Sennilega munu
margir varnarliðsmenn
sem búa i einstaklingsher-
bergjum á flugvellinum fá
fjölskyldur sinar hingað.
Þó segist blaðafulltrúinn
reikna með að nokkuð af
fólki sem býr i Keflavik
flytji uppá völlinn.
o
Tekið eftir: Að um siðustu
áramót reyndist félags-
mannafjöldi i BSRB vera
12.131. Þar af voru konur
6.247 eða 51,5%. Er þetta i
fyrsta sinn sem konur eru
fjölmennari en karlar inn-
an samtakanna.
o
Hierað: Að Timinn sé enn
að ihuga að birta mynd af
sumarbústað Lúðviks
Jósepssonar á Þingvöllum,
en þó séu vaxandi likur á að
það blað kæri sig ekki um
frekari skrif um eigendur
sumarbústaða á þessum
stað.