Alþýðublaðið - 12.10.1976, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 12.10.1976, Qupperneq 7
7 Þriðjudagur 12. október 1976 Gjaldheimtustjóri almennt hlynntur upplýsingaskyldu stjórnvalda - en með fyrirvara: ,,Frábið mér aö leggja til efni í skítkast dagblaðanna” Reglur um upplýsinga skyldu stjórnvalda er eitt af áhugamálum blaða- manna. Gjaldheimtan er fyrirtæki, sem hefur með höndum náin afskipti af fjárhag almennings. Al- Lögberg-Heimskringla Lifandi tengi- liður við ís- lendinga vestan hafs Talsveröur áhugi hefur vaknaö meöal Islendinga hér heima á aö efla tengslin viö þá landa, sem fluttu vestur um haf fyrr á árum og afkomendur þeirra. Hafa ýmsir oröið fastir kaupendur blaösins Lögberg.Heimskringla, sem gefið er út i Winnepeg. Svo hljóöandi frétt barst Alþýöu- blaöinu frá aðstandendum blaösins: Asiðustu árum hafa mjög færzt I aukana öll samskipti Islendinga við landana i Vesturheimi eins og kunnugt er meö hinum marg- vislegustu tengslum. M.a. vegna hinna vaxandi tengsla aukinna ferðalaga o.fl. hafa æ fleiri islendingar gerzt áskrifendur aö blaöinu Lögberg-Heimskringlu, sem Ut er gefið i Winnipeg, til aö fylgjast með málefnum V- Islendinga um leið og á þann hátt er á raunhæfan hátt stutt aö eflingu blaösins, sem mjög hefur átt i vök aö verjast fjárhagslega. Allir þeir sem til þekkja eru ein- róma þeirrar skoöunar, aö blaöiö megi ekki hætta aö koma út og reyna veröi aö styöja útgáfu þess á allan hátt, en aukinn fjöldi áskrifenda hér og i Vesturheimi er ein bezta leiðin til eflingar út- gáfunni. í haust verða nokkur þáttaskil I sambandi við blaðið. Eins og fram hefur komiö hefur islenzk blaðakona veriö ráðin til starfa hjá blaðinu og eins hefur oröiö aö ráöi, m.a. i hagræöingarskyni og til að tryggja sem greiöasta sendingu blaösins til isl. áskrif- enda, aö flytja afgreiöslu blaðsins, spjaldskrá o.fl. er varðar út- sendingu til isl. áskrifenda, hingaö heim, þannig aö hver blaðasending veröur stimpluö og afgreidd héöan til innlendra áskrifenda, en fram aö þessu hefur þessi afgreiðsla veriö i Kanada og af ýmsum ástæöum oröiö i nokkrum tilvikum mis- brestur á þvi, aö islenzkir áskrif- endur blaðsins fengju blaöiö nægilega fljótt og reglulega. Er þaö von útgáfustjórnar blaösins, aö þessi nýja tilhögun veröi til þess aö leysa meö öllu þá erfiöleika. Askrift að Lögberg-Heims- kringlu kostar nú kr. 2.500,- á ári og er þaö von aöstandenda blaösins hér heima og vestan hafs, aö sem flestir áhugamenn um' málefni Islendinga i Vestur- heimi gerist nú áskrifendur aö blaðinu, nýtt blað eftir sumarfri er nú um þaö bil aö berast hingaö og áskriftarbeiðni er hægt aö senda i pósthólf 1238, merkt Lög- berg-Heimskringla eöa sima til afgreiöslunnar c/o Birna Magnúsdóttir, Dúfnahólum 4, simi 74153. Æskilegt væri, en ekki skilyröi, aö greiösla fylgi pöntun. Útgáfan býöur hugsanlegum áskrifendum ókeypis kynnis- eintak til athugunar, ef þess er óskaö. þýðublaðið leitaði til for- stjóra hennar, Guðmundar Vignis Jósefssonar, og spurði hann um viðhorf hans til upplýsingaskyldu í fyrirtæki hans og almennt. Fara svör hans hér á eftir: „Hvert er viðhorf þitt, Guö- mundur, til upplýsingaskyldu stjórnvalda?” „Almennt séð er ég hlynntur upplýsingaskyldu. Mér þykir sem það sé eölilegur réttur borgar- anna, að fá upplýsingar um þaö, sem er að gerast i þjóðfélaginu. Um þetta þarf aö setja fastar reglur og nokkuð ótviræöar.” „Telurðu þörf á, ð opinberir aðilar hafi einhvers\onar upplýs- ingafulltrúa, sem fóik almennt og fjölmiðlar geti snúiö sér til?” „Nei, Ég tel ekki þörf á þvi.” „Hvert er viðhorf þitt til spurn- inga um einkaskuldir manna eöa skuldir fyrirtækja hjá gjald- heimtunni? „Mér þykir rétt áður en þessari spurningu er svarað, að vitna i 49. grein skattalaga.en hún er svo- hljóðandi: „Skattstjórum, umboðsmönn- um skattstjóra, rikisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra, rikis- skattanefnd og nefnd samkvæmt 6 mgr. 48. gr. er bannað, að við- lagðri ábyrgð eftir ákvæðum al- mennra hegningarlaga um brot i opinberu starfi, að skýra óvið- komandi mönnum frá þvl, er þeir komast að i sýslan sinni um tekj- ur og efnahag gjaldþegna. Hið sama gildir um þá, er veita aðilum samkvæmt 1. mgr. aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um framtalsskýrslur manna’,’ Ef við hjá gjaldheimtunni föll- um undir þessa grein, varðaði það refsiábyrgð að svara slikum spurningum. Væri beiðzt úrskurðar og hann felldur á þann veg, að við heföum ekki þagnarskyldu, er það per- sónuleg skoðun min, að skatt- greiðendur eigi þá kröfu, að starfsmenn greini ekki frá greiðslustöðu hvers og eins hjá gjaldheimtunni. Ég álit það heyra undir sæmi- lega háttvisi i samskiptum opin- berra stofnana og borgaranna. Þegar öllu er á botninn hvolft, ber ekki aö lita á skattgreiðendur, þó þeir skuldi opinber gjöld, sem ótinda sakamenn. Þeir ættu þvi ekki aö þurfa að gera ráð fyrir þvi, að sjá nöfn sin, eða fyrirtækja sinna birt i ein- hverju dagblaði af þvi einu tilefni, að þeir hafi ekki staðið i fullum skilum með gjöld sin hér utan auglýsingadálka. Að öðru leyti, vil ég frábiðja mér og mínu starfsfólki, aö þurfa að leggja til efni i þaö sérkenni- lega skítkast, sem lesendur blaða hafa orðið vitni að þessa dag- ana.” „Nú hafa ýmsir réttarlegan að- gang að upplýsingum hjá gjald- heimtunni. Hverjir eru þeir?” „Að sjálfsögðu eru . það allir aðilar, sem að gjaldheimtunni standa og þá fyrst og fremst riki, borg og Tryggingarstofnun, og réttmætir fulltrúar þeirra svo og endurskoðendur.” „En telur þú þá ekki, að sömu reglur ættu að gilda um þá og starfsmenn gjaldheimtunnar?” „Séum við bundnir þagnar- skyldu, starfsfólkið hér, þykir mér liklegt, að hún ætti einnig að ná til þeirra. Ef við hinsvegar höfum ekki þagnarskylduna, yrði það að fara eftir geðslagi hvers og eins, hvernig hann færi með vitneskju sina, hvaða reglur, sem við hér höfum, eða temjum okk- ur”, lauk Guðmundur Vignir Jósefson, forstjóri gjaldheimt- unnar, máli sinu. Höfum opnað nýju stöðina við Álfabakka. Verið velkomin. OLÍUVERZLUN ÍSIANDS HE

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.