Alþýðublaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 9
8 UR YMSUM ATTUM Fimmtudagur 14. október 1976 Iþýöu-/ laöiö ’ al blái Fimmtudagur 14. október 1976 VETTVANGUR 9 Matreitt fyrir nýja markaði Þarna er réttilega vikiö að einni hlið málsins, sem ekki hefur verið mikið rædd — a.m.k. ekki eins mikið og ástæða er til. Jafnhliða þvi, sem aukin er sókn i aðra stofna, sem ekki eru til jafn góðir markaðir fyrir, þá þarf að leita allra leiða til að auka verðmæti þeirra fiskafuröa. Þar kemur til samstarfa allra kunn- áttusamra manna á sviði fiskifræði, sölumennsku og matvælafræði. Fyrr á árum lögðu menn sér ekki til munns ýmsar fisktegundir, sem i dag þykja lostæti séu þær rétt matreiddar. Þannig er til dæmis djúpsteiktur skötuselur seldur á veit- ingastöðum sem „humar- liki” og er afbragð. Enn eru gerðar tilraunir með vinnslu kolmunna og margarhugmyndireru til um frekari vinnslu ým- issa fisktegunda svo auka megi verðmæti þeirra til muna. Það er liðin tiö að bræða allan fisk, sem á land er dreginn, i lýsi og mjöl. —BS linuveiðarnar, rætt er um möguleika á veiðum á langhala og gulllaxi og þannig blasa nú við fjöldi verkefna fyrir fiskiflot- , ann til aukinnar dreifing- Afram í þessa átt! ar á sókninni. Með þessari fyrirsögn hefst ritstjórnargrein i siðasta tölublaö timarits- ins Ægis, rits Fiskifélags tslands, en ritstjórn þess annast Már Elisson, og Jónas Blöndal. Forystu- greinin er svohljóðandi: Þegar það lá ljóst fyrir að minnka þyrfti sóknina i þorskinn, brugðust menn mjög misjafnlega við. Æði margir einbeittu hugsun sinni að þvi með hvaða hætti flotinn yrði sem bezt stöðvaður i Gerum sóknina fjölbreytilegri En kálið er ekki sopið þótt i ausuna sé komið. Þessum tilraunum til nýrra veiða og vinnslu þarf að fylgja eftir af krafti. Við megum með engu móti láta deigan siga i þvi efni að gera sóknina fjölbreyttari en hún hefur verið. Hún hef- ur alla tið verið alltof ein- hæf. Við höfum einhvern veginn tekið þeirri órjúf- andi tryggð við veiðar á þorskfiskinum, að það er ! ekki langt siöan að fólk svalt heldur en að leggja sér til munns krækling eða annan átfisk, sem auðvelt var að fanga. Hin mikla þorskgengd og hið háa verðlag miðað við ýmsan annan fisk, hefur vissulega valdið þvi hin siðari ár, að menn hafa ekki talið neina gilda á stæðu til að þreifa fyrir sér á öðrum sviðum. Þetta hefur nú breytzt. Þorskgengdin hefur minnkað og sá möguleiki er nú fyrir hendi, sem ekki var áður, að hægt er með réttri vinnslu að gera annan fisk, sem minna á- lits hefur notið mönnum ætilegan, ekki siður en þorsk. sókninni og virtust álita að með minnkandi þorsk- sókn væru okkur öll önnur sund lokuð en stöðva sókn flotans um skeið. Aörir voru þeir, sem leiddu ekki hugann að þeirri aðferð, heldur vildu aö útgerðarmenn og rikisvaldið einbeittu sér að breyttri sókn, og minnkaði með þeim hætti smám saman sóknina i þorskinn. Athafnasamir einstaklingar og ýmsir ráðamenn, svo sem sjávarútvegsráðherrann, vildu ákveðið einbeita sér að siðari aðferðinni. öll- um er sagan kunn. Loðnuleit og loðnuveiðar voru hafnar af krafti fyrir Norðurlandi og hafa nú skilað yfir milljarð i verð- mæti, kolmunnaleit var hafin samfara veiöitil- raunum, sem hafa lukk- ast vel, svo og vinnsla kolmunnans, þótt annir i vinnslustöðvunum hafi valdið nokkrum örðug leikum, spærlingsveiöar hafa gefið góða raun, þeim sem hófu þær, aukin rækjuleit hefur borið góð- an árangur og möguleik- ar til að auka rækjusókn- ina eru miklir, ekki sizt vegna hækkandi mark- aðsverðs á meginlandinu, aukin karfaleit á djúp- miðum lofar einnig góðu, hin aukna tækni við linu- veiðar getur átt eftir aö færa sóknina frá afkasta- meiriþorskveiðarfærum i HVAÐ ERU MÚTUR? Óendanleg dæmi mætti nefna um mútur. Sumt hefur þó lengi talizt sjálfsögð greiðasemi. Eins og til dæmis þegar erlendir auðkýfingar bjóða áhrifamiklum stjórnmálamönnum með sér i lax hingað til íslands Gjaldeyrir. Þótt peningagreiðslur opni margar dyr, þá á erlendur gjald- eyrir oft greiðari aðgang. Fyrirgreiðsla í bönkum hefur lengi talizt tengjast mútustarfsemi. Yfir- mönnum banka berast góðar gjafir — og stjórnmálamönnum hefur verið veitt lánsfjárfyrirgreiðsla, sem óeðlileg getur talizt. Beinharðar greiðslur eru sýnilegasta formið. Bjórkassi vinsæll... ..eða flaska i vasann. Hvað þá um sólarlanda- ferð? ER ÞÖRF A LÖGUM SEM^ BANNA MÚTUGREIÐSLUR - í fyrradag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um samningu afdráttarlausari lagaákvæða er banni opinberum starfsmönnum, alþingis- mönnum, ráðherrum, sveitarstjórnarmönnum, starfsfólki sveitarfélaga og öðrum þeim er gegna opinberum störfum að veita viðtöku umtalsverðum gjöfum, endurgjaldslausri þjónustu eða óvenjulegri fyrirgreiðslu er meta má til peningaverðs umfram það, sem starfsréttindi kveða á um. Flutningsmenn tillögunnar eru: Sighvatur Björgvinsson, Benedikt Gröndal, Eggert G. Þorsteinsson, Gylfi Þ. Gislason og Jón Ármann Héöinsson. Endurskoðun á starfsreglum opinberra starfsmanna Tillaga þingmanna Alþýðu- flokksins um þetta mál er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að óska eftir þvi við dómsmálaráðherra, að hann feli þeim aðilum, sem starfa við endurskoðun á lögum um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna, að þeir geri sérstaklega tillögur um ný og afdráttarlaus- ari fyrirmæli, en nú er að finna i lögum, er banni opinberum starfsmönnum aö veita viðtöku umtalsverðum gjöfum, endur- gjaldslausri þjónustu, sérstökum friðindum eða óvenjulegri fyrir- greiðslu umfram starfsréttindi, er meta má til peningaverös, frá opinberum aöilum, einstakling- um eða fyrirtækjum, sem við- komandi starfsmaður hefur starfsleg samskipti viö. Auk þess skal i tillögunum kveöið á um skyldu opinbers starfsmanns til þess að upplýsa til réttra aðila um þau friðindi, gjafir, endurgjalds- iausa þjónustu o.s.frv., er hann kynni að hafa þegið svo og um viðurlög viö brotum. Aukið aðhald með starfsháttum ráðherra, þingmanna og svei tars tj órnar- manna Jafnframt verði þeim aðilum, ~ er þessa endurskoðun á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hafa meö höndum, falið að gera tillögur um sam- ' bærilegar reglur varðandi ráð- herra og alþingismenn, sveitar- stjórnarmenn og starfsfólk sveitarstjórna svo og um aðra þá, sem ráðnir eru eöa kjörnir til opinberra starfa, og þá um sér- staka lagasetningu þar um, ef þurfa þykir, svo og að gera tillög- ur um þær breytingar á öðrum lögum, s.s. eins og almennum hegningarlögum, sem gera þyrfti þessu samfara.” Mútur í efnahagslífinu 1 greinargerð með tillögunni segir svo: „Það er kunnara, en frá þurfi að segja, að þróunin hefur orðið sú bæði hérlendis og erlendis, að hið opinbera og stofnanir þess ásamt ýmsum hálf-opinberum stofnunum, fyrirtækjum og sjóðum hafa stöðugt eflzt að áhrifum og itökum — þá ekki hvað sizt á sviöi efnahags- og fjármála. Hvort heldur er um ein- stakling eða atvinnufyrirtæki að ræða er vart til sú framkvæmd, sem hann eða það þarf ekki að sækja undir a.m.k. einn slikan opinberan aðila og viðtökurnar, sem umleitunin hlýtur, ráða oftar en ekki algerum úrslitum um hvort af hinni ráðgerðu framkvæmd getur orðið. Þekk- ing, dugnaður og hæfni einstak- lingsins ásamt eiginfjárhagsgetu hans o.s.frv. skipta að visu máli i slikum tilvikum, en undirtektir opinberra stofnana og ráða- manna við erindinu eru þó mjög oft þyngri á metunum. Undir slik- um kringumstæðum gera menn sér að sjálfsögðu fulla grein fyrir þvi, að hætta er á að önnur atriði, en að framan voru talin — s.s. þjóöfélagsstaöa einstaklings, „aðstaða” hans eða fyrirtækis, sem hann veitir forstöðu, eða enn önnur atriði, ráði erindislokum. Það er alkunna, að slik aðstaða t.d. atvinnufyrirtækis er iðulega metin til peningaverðs t.d. við eigendaskipti (good-will) og ýmis alkunn siðari tima dæmi úr heimsfréttum sanna, svo ekki verður um villst, að menn eru reiðubúnir til þess aö verja nokkrum fjármunum til þess að skapa sér eða fyrirtæki sinu sllka góðvild með ýmsum hætti, og þá ekki einvöröungu með þvi að verja fé til aö kynna hugsanleg- um viðskiptavinum framleiðsl- una og fyrirtækið i auglýsingum. Umboðsmenn fjármagns í áhrifastöðum þjóðfélagsins Jafnframt þvi, sem opinberar stofnanir og sjóðir vaxa með þessum hætti að áhrifum og Itök- um aukast að sjálfsögðu völd þeirra einstaklinga, sem fara eiga með forsjá þessara mála i umboði almennings — hvort held- ur sem þeir eru ráðnir eða valdir i kosningum. í raun og veru hefur þróunin orðið sú, að gifurleg völd, fjárhagslegs og stjórnmálalegs eöiis, hafa safnast i hendur til- tölulega mjög fárra einstaklinga, sem gegna ábyrgðarmestu störf- unum i efnahags- og stjórnmála- lifi þjóöarinnar. Aldrei i sögu islenzka lýðveldisins hafa jafn fá- ir ráöið jafn miklu um jafn margra hag og nú og það liggur mikið við að allur almenningur geti treyst þvi, að engin óeðlileg og óæskileg atriði hafi áhrif á hvernig þessu mikla valdi er beitt. Hvar eru mörkin ? Að sjálfsögðu er ekki nema mannlegt, að aðili — einstakling- ur eða fyrirtæki — sem á allan sinn hag undir þvi kominn, hverj- ar viðtökur erindi hans fær hjá forráðamönnum eða umsjár- mönnum þessara stofnana al- mannavalds, leiti ýmissra leiöa til þess að tryggja sér velvild þess eöa þeirra, sem málum ráða. E.t.v. smávægilegur jólaglaön- ingur til forstöðumanns lána- stofnunar? Kannski boð um sér- staka „kynnisferö” til forstöðu- manns opinberra framkvæmda frá fyrirtæki, erlendu eöa innlendu, sem viðkomandi for- stööumaður stendur i samningum við um stórframkvæmdir fyrir hönd islenzkra skattborgara? Ellegar þá kurteislegt og velvilj- að tilboð frá aðila, sem þarf á sér- stakri fyrirgreiðslu fjárveitinga- valdsins að halda, að það væri e.t.v. ekki úr vegi fyrir þá, sem um eiga að fjalla, að kynna sér starfsemina þeim að kostnaöar- lausu? Allt þetta og ýmislegt fleira getur verið fyrir hendi. Allt kann þetta að vera ósköp saklaust og eðlilegt. En hvenær er svo ekki lengur? Hvar eru mörkin? Víða erlendis eru lög sem banna mútur 1 sumum rikjum eru þau dregin isérstakri löggjöf. Sem dæmi má nefna, að i Bandarikjunum gilda þau lög að opinber starfsmaður hvort heldur hann er ráðinn eöa kjörinn til starfans má ekki taka við persónulegum gjöfum, eöa ókeypis þjónustu frá erlendum eða innlendum aðila i sambandi við starfa hans, sem er meira virði, en 50 $. Þá má hann heldur ekki þiggja sérstakan greiða eða umtalsverða fyrirgreiöslu s.s. eins og ókeypis boðsferöir frá aðilum, sem hann hefur starfsleg smskipti við og ætla má, aö hann þurfi að fjalla um erindi frá, sem viðkomandi aðili hefði fjárhags- legan ávinning af hverfa afgreiöslu hlyti. 1 öörum rikjum eru ákvæði um þessi efni ekki jafn afdráttarlaus, en þess i stað stuðzt við trausta hefð, sem er svo sterk, að hverjum þeim opinber- um starfsmanni, sem uppvis yröi að þvi að þiggja álika greiða, gjöf eða fyrirgreiöslu og refsiverð er skv. bandariskum lögum, væri ekki stætt á öðru en greiða gjöf- ina, gjalda greiðann eða jafnvel að hverfa úr starfi. Svo eru auð- vitaö til enn önnur riki þar sem samskipti eins og hér um ræöír eru talinn sjálfsagður þáttur i opinberri þjónustu. Tímabært umhugsunaref ni á íslandi Hér á landi eru aðeins mjög lausleg og almennt orðuö ákvæði I lögum, er banna slikt framferði opinbers starfsmanns, sem hér er gert að umtalsefni. Þau er að finna i almennum hegningarlög- um og i lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá virðist heldur engin sérstök hefö hafa skapast hér á landi um hvaö megi teljast eðlilegt og hvað ekki i þessum efnum heldur er matið i þvi efni algerlega persónubundið — það, sem einum þykir allt i lagi finnst öðrum óhæft. Markalinan hefur ekki verið dregin i lögum né heldur skapast fyrir siðgæðishefð. En að sjálfsögðu verður slik markalina aö vera til meö þjóð, sem vill telja sig siðmenntaða, og flm. hafa þá trú, að þvi fyrr, sem hún verður dregin, þvi betra. Eölilegast og öruggast er að það sé gert i löggjöf, þar sem mörk séu dregin á milli eðlilegrar kynningastarfsemi, vináttu? og virðingarvottar við opinberan starfsmann, ráðinn eða kjörinn, annars vegar og óeðlilega og óæskilega „góðvildarkaupa” hins vegar. Einmitt nú um þessar mundir vill svo til, að yfir stendur endurskoöun á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og flm. hafa frétt af þvi, að fyrir dyrum standi að hraöa þeirri endurskoöun. Þingsálykt- unartillaga þessi gerir ráð fyrir þvi, að Alþingi óski eftir þvi við dómsrr.álaráðherra að þau vandamái, sem aö framan hefur verið rætt um, verði sérstaklega tekin til meðferðar við þá endur- skoðun og geröar tillögur um skynsamlega lagasetningu um, hvað sé eðlilegt og hvað óeðlilegt i þvi sambandi. Að sjálfsögðu eiga slik ákvæði um hvað sé siölegt og hvað ósiðlegt i opinberri stjórn- sýslu ekki að ná einungis til ráð- inna starfsmanna rikisins heldur einnig kjörinna svo sem alþingis- manna og ráðherra og sömu leiðis til sveitarstjórnarmanna og starfsfólks sveitarfélaga svo og annara þeirra, sem gegna opin- berum störfum. E.t.v. er ekki hægt aö koma þvi viö að láta lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna ná yfir allar þessar stéttir I þjónustu hins opinbera, en þá gerir þingsályktunartil- lagan ráð fyrir þvi, að sérstök lög meö sambærilegum lagaákvæð- um og hér hafa verið gerð að um- talsefni, verði sett varðandi þess- ar starfsstéttir. Einnig er gert ráð fyrirþvi I tillögunni, að önnur lög, s.s. almenn hegningarlög, verði endurskoöuö meö tilliti til þeirra nýju og afdráttarlausu reglna um siðgæði i almennri stjórnsýslu, sem óskað er að sett verði.” —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.