Alþýðublaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 4
4 SJÖNARMIÐ
Fimmtudagur 14. október 1976
SSSr
RAUNIR KAUPANDA
NOTAÐRAR BIFREIÐAR
Fyrir nokkuö mörgum árum
þótti þaö munaður að eiga bít
reið. Þóttþað sé ennþá flokkað,
sem munaður i tollskrá, þá er
það orðin staðreynd, að það
getur verið nauðsynlegt að eiga
bll, eða: Bill er ill nauösyn.
Reykjavik er oröin þaö stór og
allar vegalengdir innanlands
eru svo miklar.
Strætisvagnar
Af hverju ekki nota strætis-
vagna? Ef maður er ekki svo
heppinn að búa á þannig stað, að
vagninn aki beint frá heimili að
vinnustað, getur timinn sem fer
i strætisvagnaferðir verið býsna
langur, og þar sem sumir eiga
ekki gott með að vakna á
morgnanna, gæti það þýtt
óstundvisi á vinnustað, sem að
sjálfsögðu dregst af kaupi. Og
þar sem strætisvagnafargjaldið
er orðin álitleg summa, má
segja að þaö borgi sig að kaupa
bil (ef litið er á málið sem lang-
timaáætlun), eöa þannig reikn-
aðist undirrituöum það.
Illa við bilakaup
Þar sem starfiö krefst mikilla
ferðalaga um bæinn, var liöur-
inn „strætisvagnakort”, orðinn
langur i reikningshaldinu og
greinilegt að þessi liður gæti
stefnt fjárhagnum i voða. Þess
vegna varð að koma til breyt-
ing. Þar sem fyrri reynsla i
bilakaupum var vægast sagt
ekki uppörvandi, kom lengi til
greina að kaupa reiðhjól. Slikt
fyrirtæki myndi þýða mikla
hreyfingu hinna ýmsu likams-
hluta I morgunsárið og koll-
varpaöi eðlislæg morgunværð
(leti) þvi þeirri fyrirætlan. Það
varð þvi að vera bill.
Ekkert gólf
Fyrri reynsla 1 bilakaupum
geröi mig tortryggilegan I garð
bilasala.
Fyrir mörgum árum keypti
ég bil á kr. 20.000. Nokkuð ryð
var i öðru frambrettinu og
hugðist ég gera þennan bil upp.
Þar sem frambrettið var að
niðurlotum komið vegna ryðs,
var fyrsta verkið að skipta um
bretti. Þarsem launin voru lág i
þá daga, engu siöur en nU, þýddi
viðgerð þessi, aö leggja varö
bilnum fram til næstu mánaða-
móta. Og þar sem undirritaður
var auk þess i skóla, þýddi allt
fyrirtaékið efnahagshrun, hvorki
meira né minna.
Var nU blessaður billinn
málaður hátt og lágt. Að þvi
bUnu (einhver vildi e.t.v. halda
þvi fram, að þetta séu furðu-
legar bilaviðgeröir) var
ákveðið, að það þyrfti aö skipta
um teppi á gólfinu. Gamla
teppið, sem virtist sterklegt en
ljótt, var skrUfað niður á undar-
legan hátt. Þegar bUiö var að
losa það, kom i ljós af hverju
það hafði verið fest. Ef það hefði
ekki veriö skrúfað niður, hefði
það hreinlega dottið á götuna,
þvi ekkert gólf var undir þvi.
Enn voru ekki komin
mánaðamót, og þess vegna var
slegið lán fyrir tveimur dunkum
af trefjaplasti og bUið til gólf Ur
þvi. Af fjárhagsástæðum var
ekki hægt aö halda Uti bilnum
um veturinn. Um vorið var hann
tekinn fram og nú skyldi heldur
betur „tryllt um strætin”. Ein-
hver vorkrankieiki var þó í bíln-
um og var hann þvi settur á
verkstæði.
Til aö gera langa sorgarsögu
stutta, þá var það eina, sem
billinn var ekinn, á milli verk-
stæðisins og heimilis mins og til
baka aftur, allt sumarið. 1 þess-
ar vikulegu ferðir fór sumar-
hýran öll og þvi eina ráðiö að
selja bilinn. Það endaði meö
þvi, að Vaka aumkaði sig yfir
mig og keypti greyið á krónur
12.000. A þeim peningum þurfti
fátækur námsmaðurinn að lifa
'allan veturinn.
Aldrei aftur
Þarna lærði undirritaður sina
lexiu. Hann sór og sárt við lagði,
að aldrei skyldi hann kaupa bil
oftar, nema hann væri nýr (sem
þýðir það sama og aldrei).
Það eru liðin sex ár, sfðan
þetta loforð var gefið. Það grær
yfirstærri sár á færri árum, svo
að þetta loforð var löngu
gleymt, daginn sem ég álpaðist
inn á bilasölu fyrir mánuöi
siðan, en það hefur rifjast
óþyrmilega upp fyrir mér aftur
siöan.
Litur vel út
Er undirritaður kom inn á
bllasöluna hreifst hann strax af
bil, sem leit einkar vel Ut. Hann
var innst i hUsinu, svo þegar ég
bað um aö fá aö reynsluaka
bilnum, tók það þrjá sölumenn
hálftima að ná bilnum Ut og
annan eins tima að koma öllu
fyrir aftur (eftir á að hugsa er
minningin um þessa áreynslu
sölumannanna mikil huggun i
raunum minum).
Ég ók bilnum nokkra hringi
og leizt ágætlega á, nema hvað
þungt átak þurfti til aö láta
tengslin rjUfa (kUpla). Var nU
spurzt fyrir um það, hvað aö
væri og var svarið, að aðeins
þyrfti að stilla tengslin.
Mérfannstóliklegt, aö nokkur
maður gæti sagt ósatt svona upp
i opið geðið á manni,en fór samt
fram á, að fá að skoða bilinn.
Ekkert var sjálfsagðara og
mér meira aö segja bent á verk-
stæði. Þangað fór ég og fékk
sömu svör.
Tengslin stillt
Voru nU tengslin stillt. Þar
sem billinn hafði kostað himin-
háa upphæð (við eigum nU
bilinn i sameiningu, bankinn og
ég og á bankinn mun hærri hlut i
honum), var nU ráðgert að nota
sér það ærlega að vera kominn á
bil. Atti nU að fara ferð eina
mikla eina helgina. Ekki var
búið aö aka lengi, þegar tók að
braka i girkassanum í hvert
sinn, sem skipt var um gir. Hló
ég aö þessu og sagði það minn
klaufaskap (sem var að gera
litið úr hlutunum, þvi sá, sem
trúir þvi að það sé aðeins
stillingaratriði á tengslum,
þegar verið er að reyna aö selja
bil, er ekki einungis klaufi
heldur hreinn asni).
Ástandiö versnaði jafnt og
þétt. Ekki var lengur hægt að
skipta i fyrsta gir eða bakk-gir,
nema með þvi að stöðva vélina.
Það þurfti að stiga tengslin svo
langt niður, að fóturinn fór
næstum gegnum gólfið, einnig
þurfti aö beita girstönginni
miklu afli til að hreyfa hana Ur
stað.
Þegar komið var Ur öku-
ferðinni, var bilstjórinn kominn
meö sinaskeiðabólguverki i
hægri Ulnliðinn og sinadrátt i
vinstri fótinn. Fór mig nU að
gruna, að ekki væri allt meö
felldu.
Aftur á verkstæði
Akvað ég nU, að viö svona
búiö gæti ekki staðiö til lengdar.
Fór ég þvi með bílinn á sama
verkstæði aftur. Þar var vesa-
lings billinn f viku, tengslin voru
gersamlega endurnýjuð (allt
Heimafenginn baggi
Ok, enn kvað hann!
Eins og vænta mátti kennir
margra grasa i nýframlögöu
fjárlagafrumvarpi, þótt ekki
geti allt flokkast beint undir
iimgresi. Landslýður fær nU að
heyra og sjá, aö ætlunin sé að
hækka Utflutningsuppbætur á
landbUnaðarvörur upp i 1800
milljónir, og auk þess eru svo
menn „hresstir” með þeirri
liklegu tilgátu, að á næsta ári
muni 2000 milijóna markinu
verða náð!
Löngum hefur verið sagt, aö
margt væri skri tið i kýrhöfðinu,
og er vist orð að sönnu. En
liklega er þetta bUskaparlag
okkar, að greiða niður matvæli
fyrir Utlendinga i jafnstórum
stil og hér er áætlað, eitt af þvi
furöulegasta.
Ef til vill heföi mátt segja, aö
þetta bæri loflegan vott um
hjartagæzku okkar, ef mat-
vælunum væri beint til sveitandi
þjóöa. Það heföi veriö I stil viö
alkunna, islenzka rausn. En þvi
er nU alls ekki fyrir að fara. Ef
til vill má segja, að kónginn
muni ekki um einn sláturkepp i
sjálfri sláturtiöinni, en vist væri
vert aö hugleiða um hriö hvort
ekki yrði unnt að verja þeim
„keppi” á einhvern hátt betur
fyrir land og lýð.
Gjaldeyrir — geldeyrir!
Það er nokkurnveginn vitað,
aö einn þátturinn I þessum
furðulegu bUskaparháttum
okkar hefur spunnizt af þvi
metnaöarmáli aö gera land-
bUnaöinn gjaldeyrisskapandi!
Hvað þvi veldur, er bágt að
segja, nema þá ef það hefði
veriö fyrir naglaskapinn að
vera að telja eftir þann gjald-
eyri, sem landbUnaðurinn
óneitanlega hefur þörf fyrir, til
þess aö geta vélvætt sig m.a. og
komið bUskaparháttum að öðru
leyti i nýtizku horf.
En vitanlega má öllu ofgera,
og þaö er nU hreint ekki sama
hvernig að vélvæöingunni er
staðið. Undanfarin tvö rosa- og
rigningasumur hafa birt heldur
ömurlega mynd af þeim hlutum
á aðal regnsvæðunum.
Það kemur nefnilega i ljós, að
vélvæðing bændanna hefur fyrst
og fremst beinzt aö vélum, sem
að gagni koma til verkunar
þurrheys, og þvi auðvitað komið
að takmörkuðum notum i
undangengnu veðurfari.
Það myndi vitanlega taka
verulegan sjxJn Ur aski SIS,
Globusar og hvað þær nU heita
allar þessar „sjoppur”, sem
harka á bændunum meö fagur-
yrtum auglýsingum um hey-
bindivélar, heyhleðsluvagna og
allt það, ef bUskapurinn yröi
meira samhæfður við skyn-
samlega heyverkun og óháðari
veðri og vindum. En þaö er
önnur saga.
Hitt má fullyrða, aö gjald-
eyrir, sem er fenginn með þvi aö
greiða niöur mat fyrir silspik-
aða Utlendinga og jafnvel fólk,
sem við stöndum i opinni styrj-
öld við, er dýrkeyptur.
Liklega hefur nUverandi land-
bUnaðarráðherra risiö þar hæst
i orðfæri, þegar hann talar um
„geldeyri”, sem þannig er
fenginn!
Er nU ekki kominn tlmi til
þess, aö skyggnast eftir öðrum
leiðarmerkjum en eftir hefur
veriöstýrt I þessum málum? Er
ekki kominn timitil aö hugleiða,
hvort við ættum ekki fremur aö
nota Utflutningsuppbæturnar til
að jafna verð bUvara innan-
lands? Skeð gæti, aö það orkaði
nokkuö á dýrtiöina og þar meö
orðið liður i baráttunni við verð-
bólgudrauginn. Þetta ættum við
að geta haft i okkar höndum.
Rannsóknarstofnun land-
bUnaöarins vinnur merkilegt
þjóðnytjastarf. Og ef draumur
ráöamanna þar um Iblöndun
innlendra efna I t.d. heyköggla,
rætist, mætti vel svo fara, aö viö
yrðum áðúr en langur timi liður
aö mestu óháöir kjarnfóðurs-
innflutningi. Róm var vitanlega
ekki reist á einum degi. En hún
heföi heldur aldrei veriö reist, ef
það verk heföi ekki veriö hafið!
Þaö er engum efa bundið, að
allar tilraunir til þess aö viö
getum bUið að okkar og þurfum
ekki aöra brauös að biðja, eru
I HREINSKILNI SAGT
nema gúmmiið, sem er á fót-
stiginu). Reikningurinn var sem
vonlegt var svimandi hár.
Þegar ég fékk bilinn aftur.fór
ég að heyra ýmiss kynleg hljóð,
sem kunnugir segja að eigi ekki
að heyrast i bilum af þessari
gerð. A verkstæðið þori ég ekki
með bilinn aftur I bráð, hver
veit nema þeir skipti um vél,
eða hreinlega segi aö billinn sé
ónýtur og bjóðist til að taka
hann i varahluti. Auk þess eru
ýmsar aðrar greiðslur, sem bil-
eigandi þarf að inna af hendi,
svo sem tryggingar,
umskráning, vetrardekk (ég bið
og vona að það snjói ekki i
vetur) o.s.frv.
Það er greinilega ekki allt
búið, þótt bUiö sé að snara Ut Ut-
borguninni.
Bfll til sölu
Égvilhér með nota tækifærið
til að koma með smá
auglýsingu: Einstaklega fal-
legurbill tilsölu. Vel með farinn
og I góðu lagi, Margt nýlegt eða
nýtt, tii dæmis ný tengsli (kUpl-
ing). Vél gæti þarfnast still-
ingar.
A sama stað óskast keypt
reiðhjól, helzt girahjól með
handbremsum.
Axel Amniendrup
Axel Ammendrup
j
eitt þýðingarmesta framtiðar-
máiið.
Við veröum lika að hafa það
hugfast, aö taumhaldslitil
ánauð á landið er alvörumál,
sem ekki má vanmeta. Þaö væri
illa, ef algerlega væri skellt
skollaeyrum við varnaöar-
orðum þeirra, sem sjá og segja
okkur að enn gangi á gróðurinn.
Skynsamleg hagnýting hans og
fyrst og fremst fyrir okkar þjóð
er trúlega meira sjálfstæöismál
en margir vilja vera láta, enda
stöndum við frammi fyrir þvi,
að sifjölgandi fer hér munnum,
sem þarf aö metta.
Heimafenginn bagginn mun,
eins og löngum fyrr, verða holl-
astur, aö minnsta kosti ef ekki
er til hans kostað meiru en hóf-
legt má kallast á hverjum tima.
•Oddur A. Sigurjónsson
✓