Alþýðublaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 14. október 1976 3BX?
6
Athugasemd Einars Más Jónssonar vegna greinar Jóns Vals Jenssonar
Vegna fullyrðinga
um rítstuld
Hr. ritstjóri,
t grein eftir Jón Val Jensson,
sem birtist i blaöi þlnu föstu-
daginn 8. október, er litillega
vikið að greinaflokki, sem ég
skrifaði I Þjóðviljann fyrir
tveimur árum, og fer höf. um
hann þessum oröum:
„....greinaflokki, sem Einar
Már Jónsson birti I Þjóðviljan-
um en var upphaflega kominn
úr danska blaðinu Infor-
mation.” Þar sem hér er verið
að drótta þvi að mér að ég hafi
birt undir eigin nafni greinar úr
öörum blöðum, en það er athæfi
sem kallað er ritstuldur I venju-
legu máli, get ég ekki látið hjá
liða aðgera nokkra athugasemd
við þessi orð.
Eins og flestum er kunnugt
eru ekki gerðar til blaðamanna
kröfur um neinn sérstakan
frumleika, heldur er það hlut-
verk þeirra að koma á framfæri
þeim upplýsingum, sem þeir
vita réttastar. Oft eru þessar
upplýsingar af skornum
skammti og verður þá að
byggja á fáum aðalheimildum.
Við samningu greinanna um
Chile reyndi ég þó að leita sem
víðast til fanga og sótti m.a. all-
miklar upplýsingar i bókina
„The Triumph of Allende” eftir
Richard E. Feinberg, svo langt
sem hún náði. Svo var mjög
mikill stuðningur að greinum
sem birst höfðu smám saman
um atburði líðandi stundar i
franska mánaðarritinu „Le
Monde diplomatique”. Loks
gluggaði ég mikið I ýmis alþýð-
leg rit um Chile og Rómönsku
Ameriku og einnig fjölmörg
blöð og timarit, einkum til að fá
sem beztar fréttir um þær upp-
ljóstránir, sem þá voru nýjast-
ar og sönnuðu hlut Bandarlkja-
manna I valdaráninu I Chile —
og vörpuðu jafnframt nýju ljósi
á atburði fyrri ára. Ég man ekki
lengur hvort ég leit I „Infor-
mation” en hafi svo verið er
óliklegt að það blað hafi haft
nokkru við að bæta þær upplýs-
ingar sem fáanlegar voru ann-
ars staðar. Starf mitt var siðan I
þvi fólgið að setja þessar upp-
lýsingar i sem skýrast sam-
hengi i ljósi þess sem þá var
best vitað.
Fullyrðing Jóns Vals Jensson-
ar um að ég hafi ekki gert annað
en birta greinaflokk „sem upp-
haflega var kominn úr Infor-
mation”, er þvi algerlega til-
hæfulaus og gerð i þeim tilgangi
einum að ófrægja þá sem eru
á öðru máli en hann, og gefa I
skyn að þeir geti ekki kynnt sér
málin á sjálfstæðan hátt.
Jón Valur Jensson hefur sjálf-
ur unnið sér óbrotlega frægð
með grein sinni „Sigur lýð-
ræðisins”, sem enginn efast um
að hafi verið frá hjarta hans
komin. Við verðum þó að vona unnað öðrum sannmælis.
að þessi frægð stigi honum ekki Virðingarfyllst
svo til höfuðs að hann geti ekki Einar Már Jónsson.
Skýringar ráðherra á
sex embættaveitingum
Alþýöublaðinu hefur borizt
eftirfarandi frá Vilhjálmi
Hjálmarssyni, menntamálaráð-
herra:
Vegna blaðaskrifa um veitingu
embættis aðstoðarskólastjóra við
Fjölbrautaskólann i Breiðhoiti,
hef ég þegar gert opinbera grein
fyrir viðhorfi minu tilþessa móls.
Blöðum hefir einnig orðið tið-
rætt um meðferð fyrri umsókna
dr. Braga Jósefssonar um stöður
á vegum menntamálaráðuneytis-
ins. Eitt blaðið segir þær um-
sóknir orðnar tólf og mörg fara
hörðum orðum um afgreiðslu
þeirra, þó án teljandi skil-
greiningar.
Að athuguöu máli þykir mér
rétt að greina frá staðreyndum,
ekki slzt vegna þess að Alþýöu-
blaöið, sem B.J. starfar við, hefir
nýverið kvartað undan þvi, að
menntamálaráðherra gefi „enga
skýringu á þvi hvers vegna dr.
Bragi hefir ekki komiö til greina i
þær tólf stöður, sem hann hefir
áður sótt um.”
Þá er þess fyrst að geta, aö
fyrri umsóknir B.J. um stöður á
vegum menntamálaráöuneytis-
ins á umræddu timabili munu
„aðeins” vera sex og skal ég
greina hverja fyrir sig.
1) Deildarstjóri fræðsludeildar.
umsókn dags. 28.4. 1975. Sama
staða og B.J. gegndi áður i
menntamálaráðuneytinu.
2) Lektor i uppeldisfræði við Há-
skóla Islands. Dómnefnd innan
deildar taldi Guðnýju Guðbjörns-
dóttir hæfasta. Við atkvæða-
greiðslu i deild fékk hún 16 at-
kvæði og B.J. 2 atkvæði. G.G. var
sett til eins árs.
3) Fræðslustjóri i Reykjanesum-
dæmi. Við atkvæðagreiðslu i
fræðsluráði fékk Helgi Jónasson 3
og Kristin Tryggvadóttir 2 at-
kvæði. Tveir fræðsluráðsmenn
skiluðu bókunum, annar þeirra
mælti með B.J.
4) Fræðslustjóri i Vesturlands-
umdæmi. Afgreiðsla fræðsluráðs
var sú, að samstaða varð um að
mæla með Snorra Þorsteinssyni.
5) Fræðslustjóri i Suðurlandsum-
dæmi. I fræðsluráði hlaut Jón
Hjálmarsson 3 og Sigurður K.G.
Sigurðsson 2 atkvæði.
5) Fræðslustjóri i Norðurlands-
umdæmi vestra. Sveinn
Kjartansson hlaut 3 atkvæði i
fræðsluráði og Valgarður
Runólfsson 2.
Þessi f jögur embætti og raunar
allar fræðslustjórastöður hafa nú
verið veittar i samræmi við til-
lögur fræðsluráöa, þár sem ráð-
herra sá ekki ástæðu til frávika
neins staðar. Vert er að vekja at-
hygli á þvi, að fræðsluráðin mæla
oftast með heimamönnum og I
fjórum tilvikum með þeim, sem
gegnt hafa likum störfum áður.
Af marggefnu tilefni þótti mér
rétt að rifja þetta upp. En eins og
áður segir veit ég ekki til að dr.
Bragi Jósefsson hafisóttum fleiri
störf hjá menntamálaráöuneyt-
inu.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Nýtt úrskák-
heiminum
David Levy hefur það eftir
kunningja sinum aðSovétmenn
muni ekki taka þátt i Olympiu-
mótinu i Haifa i Israel og — ekki
heldur mótinu, sem haldið verð-
ur i Libýu. Libyumótið er haldið
i mótmælaskyni við tsraels-
mótið. Levy segir kunningja
sinn hafa þetta eftir sovéska
stórmeistaranum Kotov, sem
nýlega var i London.
Bandariski stórmeistarinn
Samuel Reshevsky fékk hjarta-
áfall i annað skiptiö á skömm-
um tima, þegar hann tók þátt í
sjö minútna hraðskákmóti i
Marshallsklúbbnum nýlega.
Hann storkaði örlögunum þarna
þvi svo skammt var um liðið frá
fyrra áfalli hans....
Fyrrverandi heimsmeistari
Spassky mun dvelja eitt ár i
Frakklandi. Sagt er að hin nýja
franska eiginkona hans hafi
ekki fengið vegabréfsáritun
aftur til Sovétrikjanna þegar
þau komu frá skákmótinu á
Filipseyjum.
Hroðaleg
yfirsjón
stórmeistara
Hér átti Hubner leikinn og
sást yfir mát i fjórum leikjum.
Hubner lék hér 37. g3??
Petrosjan
Húbner
Stöðumynd 1.
Furðulegt þar sem hann átti
eftir fimm minútur af um-
hugsunartimanum og er einn af
slyngustu hraðskákmönnum
heimsins i þokkabót. Mátið er
svona: 37. De8+, Kg7. 38.
He7 + , Kh6. 39. Df8 + , Kh5. 40.
Robert Hubner.
Hxh7 Mát. Petrosjan slapp fyrir
horn! Hubner tapaði skákinni
skömmu siðar. Ef hann hefði
unnið þá hefði hann verið jafn
Larsen i efsta sæti og haldið
áfram i Kandidatakeppnina.
Petrosjan er þekktur fyrir að
vera harður i horn að taka við
skákborðið og einnig fyrir skap-
stillingu sina. T.d. hefur hann
aðeins tapað einni skák af 120 I
niu siðustu Olympiumótum.
Þetta gerði sigur Castrós frá
Kolumbiu enn eftirminnilegri
og sætari, þegar hann sigraði
Petrosjan i Biel. Castró var
yngsti keppandi mótsins.23 ára
gamall.
Skák þeirra var skringileg að
mörgu leyti. Petrosjan fékk
fljótlega vinningsstöðu. Fremst
meðal áhorfenda sat Baturinkij
fararstjóri sovétmanna og
virtist ánægður með frammi-
stöðu Petrósjans, Castró hafði
nefnilega unniö það óhæfuverk
að vinna Geller fyrr i mótinu,
svo nú átti að taka piltinn til
bæna.
Skyndilega tóku duiarfuiiir
atburðir að ske.
Petrosjan, sem alltaf er
öruggur i vinningsstöðu tók að
slaka á klónni. Gagnsókn
Castrós valt eins og hraun-
straumur i sivaxandi eldgosi.
Petrosjan sá sér hag i að bjóða
jafntefli, en gerði það á rangan
hátt.
Hann þurfti auðvitað að leika
sinn leik á borðinu, en gerði það
ekki. Castró benti honum á þessi
glöp.
Nú skeði hið ótrúlega,
„Steinklumpurinn” Tigran
Petrosjan brá skapi: Þarna sat
andspænis honum óreyndur
ungiingur og leiðrétti hann.einn
keppnisvanasta stórmeistara
heimsins. Þvilik andskotans
ósvifni!!!
Petrosjan lék leik sinum með
miklum tilþrifum og svo vel
heyrðist um skáksalinn. Castró
spurði nú varlega, hvort jafn-
teflistilboðið stæði enn?
Akveðin handahreyfing
skýrði svo frá að það væri ekki.
I biðstöðunni nokkrum leikj-
um siðar var Kolumbiumað-
urinn með unna skák.
Kortsnoj
sendi 100
dollara
Úr þessari stöðu vann Castró
á eftirfarandi hátt:
41. He7, Bxf6. 42Rxf6, Kg7.43.
Dc7, Ha8. 44. De5, KÍ8.45. Dd6,
Db4. 46. He8+ + Kg7. 47. Hxa8,
Petrosj an
ÉÉÉ E w
'W'i wá n Hlf W\ A
. WM i i
k i
A
■ ÉH w* E
iíé 1
íéí € &
Castro
Stöðumynd 2.
Dxd6. 48. Re8 + , Kh7.49. Rxd6,
a4. 50. Re4, b4. Rc5, a3. 52. Rb3,
gefið.
Táningastelpurnar , sem
fylgdust með Castró æptu upp af
hrifningu, en Baturinskij dapr-
aðist sýn.
Daginn eftir fékk krafta-
verkamaðurinn Castró frá
Kolumbiu óvænta sendingu frá
Amsterdam, KORTSNOJ
SENDI HONUM 100 DALA
AVÍSUN.
Oscar Castró.
Úrslitin i Biel:
1. B. Larsen 12,5 v.
2-4. Petrosjan 12v.
2-4 Portisch 12 v.
2-4 Tal 12 v.
Þri'r siðast töldu tefla um
sætið i-Kandídatakeppninni þar
sem aðeins þrir halda áfram
Svavar Guðni Svavarsson