Alþýðublaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 7
alþýöu-
blaöió
Fimmtudagur 14. október 1976
STJðRNMÁL 7
Aðalfundur kjör-
dæmisráðs Alþýðu-
flokksins i Vesturlands-
kjördæmi var haldinn á
sunnudaginn var. Fjöl-
menni var á fundinum
og urðu miklar umræður
um ástand þjóðmála.
Framsöguræður fluttu
þeir Benedikt Gröndal,
formaður Alþýðuflokks-
ins, og Arni Gunnarsson,
ritstjóri. —
A fundinum voru samþykktar
nokkrar ályktanir, sem fara hér á
eftir:
Skipta verður
um stjórnarstefnu
Kjördæmisráö Alþýöuflokksins
i Vesturlandskjördæmi telur full-
ljóst, aö núverandi hægristjórn
Sjálfstæöisflokks og framsóknar
er andstæö mikilvægustu hags-
munum alls launafólks i landinu.
Rikisstjórninni hefur gjörsam-
lega mistekizt þaö meginmark-
miö sitt aö ráöa bug á veröbólg-
unni og geigvænleg skuldasöfnun
hefur átt sér staö út á viö. Svo til
sama óstjórnin á sviði efnahags-
mála rikir enn sem á tima vinstri
stjórnarinnar.
Alvarlegast viö stjórnar-
stcfnuna er, aö lifskjör almenn-
ings hér á landi standa nú langt
aö baki þvi, sem gerist i ná-
grannalöndunum og vinnutimi
hvergi jafn iangur.
I skiptum sinum viö samtök
launafólks hefur núverandi
hægristjórn sýnt dæmalausa
óskammfeilni. Öpinberum starfs-
mönnum eru skammtað svo
smátt, aö ýmsir hópar þeirra
grípa nú til örþrifaráöa. Nýja
vinnulöggjöf viröist rikisstjórnin
ætla aö knýja i gegn — andstæöa
vilja verkalýöshreyfingarinnar.
Og meö tilefnislausum bráöa-
birgðalögum, sem brjóta gegn
stjórnarskránni, er vegið að
samningsrétti sjómanna.
Kjördæmisráöiö hvetur til
öflugs viönáms gegn þessari
ihaidsstefnu, sem núverandi
stjórn fylgir og telur þaö brýnast
allra verkefna I islenzkum stjórn-
málum, aö hiö fyrsta takist aö
brjóta þessa stjórnarstefnu á bak
aftur.
Landbúnaður
í vanda
Óþurrkar i heilum landshlutum
og skipulagsleysi af hálfu stjórn-
valda veldur landbúnaöinum al-
varlegum erfiöleikum um þessar
mundir. Af þessum sökum er nú
talinn framundan á komandi
vetri stórfeldur skortur á
mjólkurvörum meöan fram-
leiðsla sauöfjárafuröa fram yfir
þarfir þjóöarinnar á sér stað.
Kjördæmisráö Alþýöuflokksins
i Vesturiandskjördæmi álitur, að
sameiginlegir hagsmunir bænda
og neytenda kref jist þess aö tekin
veröi upp breytt vinnubrögð, er
felist m.a. i eftirfarandi:
1) Finna veröur leiðir til að
heyverkun veröi ekki jafn háö
veöurfari, eins og nú erog þarf aö
efla stórlega rannsóknir á þessu
sviöi og auövelda bændum að
taka upp nýjar heyverkunaraö-
ferðir.
2) Aöstööu þeirra bænda sem
stunda mjólkurframleiöslu þarf
aö bæta m.a. meö þvi aö létta hiö
bindandi vinnuálag, sem á þeim
hvilir.
3) Landinu þarf aö skipta i
framleiöslusvæði eftir búgrein-
um, er taki mið af markaösaö-
stööu i þéttbýlinu og búnaöar-
möguleikum héraöanna.
4) Meö aögeröum.sem aö haldi
mega koma, verður aö sporna
gegn braski meö jaröir, sem
leiöir til þess, aö góöar bújarðir
eru ekki nýttar til tjóns fyrir viö-
komandi sveitarfélög og þjóöar-
heildina.
Frá fundi kjördæmisráðs Alþýðu-
flokksins í Vesturlandskjördæmi
Núverandi ríkissljórn er
andstæð mikilvægustu
hagsmunum launafólks
K jör dæ m is ráðiö tekur
eindregiö undir þá ályktun
siöasta aöalfundar stéttarsam-
bands bænda, að nauösyn beri til
að marka heildarstefnu I búvöru-
framleiöslu, sem höfð sé til viö-
miöunar um framleiöslumagn og
telur aö aldrei hafi veriö jafn
brýn þörf á slikri stefnumörkun
og eimnitt nú.
Kjör aldraðra hafa
stórversnað
Kjör aldraöra hafa fariö stór-
versnandi á siöustu árum. t óða-
veröbólgunni hefur kaupmáttur
ellilifeyris minnkað aö mun
miðaö viö þróun verölags og
sparifé aldraöra brunniö á báli
verðbólgubraskaranna.
Kjördæmisráö Alþýöuflokksins
i Vesturlandskjördæmi telur
þessa þróun óverjandi og að
þegar veröi aö koma á verð-
tryggöu lifeyriskerfi fyrir alla
landsmenn.
Stuðningur
við smíði
dvalarheimila
fyrir
aldraða verði
tekinn upp á ný
Kjördæmisráö Alþýöuflokksins
i Vesturlandskjördæmi telur, aö
þaö hafi verið skref aftur á viö,
þegar Alþingi ákvað á s.l. vetri aö
hætta þátttöku rikisins i bygg-
ingarkostnaði dvalarheimila
fyrir aldraða. Bitnar þetta
haröast á byggðum dreifbýlisins,
þar sem mest þörf er mikils átaks
á þessu sviöi til aö bæta aöbúnaö
aldraöra.
Kjördæmisráöið beinir þvi til
þingmanna Alþýöuflokksins aö
beita sér fyrir þvi þegar á næsta
þingi, að þessi mistök veröi leið-
réttog fyrri ákvæöi um þessi efni
verði lögleidd á ný.
Viö væntanlegan stuöning rikis-
valdsins viö byggingu dvalar-
heimila aldraðra veröi lögð
áherzla á smiöi slikra heimila
sem viðast um landiö.
Hitaveitur verði
ekki skattlagðar
til ríkissjóðs
Mörg byggöarlög m.a. á
Vesturlandi standa nú frammi
fyrir þvi aö hefja framkvæmdir
við hitaveitur, sem munu spara
þjóðinni erlend oliukaup. Kjör-
dæmisráö Alþýöuflokksins i
Vesturlandskjördæmi vill i þvi
sambandi benda á, aö meö öllu er
óviöunandi, aö rikisvaldiö leggi
stórfelldar álögur á hagnýtingu
innlendrar orku i formi tolla og
söluskattsá efni til hitaveitna. En
gjöld þessi eru yfirleitt ekki lögö á
efni i raforkuver eða orku-
flutningslinur frá þeim.
A sinum tima fengu þingmenn
Alþýöuflokksins samþykktar
lagaheimildir til að fella þessi
gjöld niður. Ef rikisvaldið ætlar
ekki að notaþessarheimildirer sú
hætta fyrir hendi, aö fjölmenn
byggðarlög sjái sér engan hag af
þvi að gera hitaveitur, sem þó
væru þjóöhagslega mjög hag-
kvæmar.
Skorar kjördæmisráöið á þing-
menn Alþýöuflokksins aö fylgja
þessu máli fast eftir.
Úrbætur í dóms-
og skattamálum
þola ekki bið
Kjördæmisráö Alþýðuflokksins i
Vesturlandskjördæmi telur, aö
Alþingi veröi að gera gagngerar
úrbætur á dóms- og skattamálum
þjóðarinnar. Sú alda fjárglæfra
oggrófra afbrota, sem riðið hefur
yfir að undanförnu kallar á
tafarlausar endurbætur á fyrir -
komulagi réttarfars og óöms-
mála sem hefur reynzt van-
megnug á margan hátt, aö fást
við þessi iskyggilegu vandamál.
Ástand skattamálanna felur i
sér einn alvarlegasta brest i is-
lenzku þjóðlifi. Hiö grófa misrétti
sem á sér staö á þessu sviöi
veröur aö leiðrétta.
Styrkja þarf stöðu
Snæfellsness
Kjördæmisráö Alþýðuflokksins
í Vesturlandskjördæmi átelur
hvaö gerö Vesturlandsáætlunar
hefur dregizt óhóflega á langinn.
Þar sem nokkur hreyfing viröist
nú komin á þetta mál vill kjör-
dæmisráðið minna á, aö eins og
nú er ástatt er sérstaklega
árföandi aö styrkja stööu byggö-
anna á Snæfelisnesi og þar ber
m.a. aö hafa eftirfarandi I huga:
1. Raforkumálum verði komið í
fullnægjandi ástand og
ernauösynlegt aö þvi marki veröi
náð hið fyrsta-
2. Hinn hái kostnaöur viö upp-
hitun húsnæöis krefst þess, aö
jarðhitaleit verði hraöaö svo úr
þvi fáist skoriö, hvort nýtanlegur
jarðhiti er tiltækur fyrir hitaveit-
ur.
3. Astand vega stendur langt aö
baki þvi, sem gerist viöast annars
staðar. Þarf að byggja upp allt
vegakerfiö á Snæfellsnesi og
leggja áherzlu á aö tengja þétt-
býlisstaöina saman meö full-
komnum varanlegum vegi.
4. Efla veröur verulega ýmsa
félagslega- og opinbera þjónustu.
Bæta þarf simakerfið og auka
möguleika til framhaldsnáms
heima fyrir.
5. Grundvöll atvinnuvegana,
sem fyrir eru veröur að treysta.
Útgerö á Snæfellsnesi viröist nú
standa á tímamótum og er nú
einkum brýnt aö tryggja hrá-
efnisöflun til fiskvinnslu-
stöövanna t.d. meö útgerö togara.
Einnig er mikil þörf á aö finna
leiöir til að auka fjölbreytni i at-
vinnulifi á Snæfellsnesi.
Kjördæmisráðiö vill sérstak-
lega undirstrika, aö samhliða
gerö Vesturlandsáætlunar veröi
aö fylgja ákvaröanir um útvegun
fjármagns og raunhæfar fram-
kvæmdir aö öörum kosti er slfk
áætlun harla litils viröi.