Alþýðublaðið - 15.10.1976, Side 5

Alþýðublaðið - 15.10.1976, Side 5
FRÉTTIR 5 fflsr Föstudagur 15. október 1976 Ráðstefna Kaupmannasamtaka Islands: Um málefni smásölu- verzlunarinnar - var haldin nú um helgina Um helgina gengust Kaupmannasamtök íslands fyrir ráðstefnu um málefni smásölu- verzlunarinnar i land- inu. Fundinn sóttu um 80 manns og ráðstefnu- stjóri var Magnús E. Finnsson. A laugardag voru haldin 3 erindi. Þar töluöu Gunnar Snorrason formaður Kaup- mannasamtakanna um málefni smásöluverzlunarinnar, Albert Guðmundsson um innheimtu smásöluverzlunarinnar á opin- berum gjöldum (söluskatti), og Georg ölafsson um ný viðhorf til verðlagsmála Eftir fyrirlestraflutninginn voru settirá stofn 3 umræðuhópar sem fjölluðu um efni fyrirlestr- anna. Að morgni sunnudags voru siðan frjálsar umræður og fyrir- spurnir um það efni sem um var rætt i fyrirlestrunum. Þá komu fram ritstjórar dag- blaðanna og skýrðu frá viðhorfi sinu og blaðs sins til smásölu- verzlunarinnar. Eftir þær greinargerðir urðu snarpar um- ræður. Þá voru bornar upp ályktanir og ráðstefnunni siðan slitið. Nánar verður greint frá efni til- lagnanna siðar. ES. Nýr vagn í bílaflotann Nýr og giæsilegur stærtisvagn hefur bætzt i bilaflota Strætis- vagna Kópavogs. Þetta er vagn af Leyland-gerð og er framleiddur i Danmörku. Yfirbygging vagnsins er úr áli. A1 þetta er keypt hjá svissneska álfélaginu, og þvi meira en mögulegt, að þetta sé islenzkt ál. Vagninn er allur hinn rúmbezti, sætin þægileg og rúmt fyrir fæt- urna. Vagninn tekur 83 farþega, 43 i sæti en 40 i stæði. Alþýðublað- ið óskar Strætisvögnum Kópa- vogs til hamingju með þennan glæsilega farkost. —ATA Félag sem vinnur að málefnum vistmanna á Kópavogshælinu 1 sumar var stofnað Foreldra og vinafélag Kópavogshælis. Tilgangur félagsins er að vinna að málefnum Kópavogshælis, hagsmunum vistfólks foreldra og aðstandenda, og efla samheldni foreldra, aðstandenda og starfs- fólks. Sildveiðar Norðmanna i Norðursjó meiri en á sl. ári. Heildarsíldveiðar Norðmanna á Norðursjávarsild námu hinn 12 september sl. samtals 31.410 smál. en 26.581 smál. á sama tima i fyrra. Sfldin hefir verið nýtt sem hér segir: 242 smál. isuö til útflutnings 23.360 smál. hraðfryst til manneldis 6.413 smál til söltunar 1.394 smál. til bræðslu. Fram til 15. ágúst höfðu Norð- menn flutt út samtals 42.380 tunn- ur af saltaðri sild. Sildársöltun Hollendinga. Hinn 4. september s.l. nam heildarsöltun Hollendinga 102.112 „fiskipökkuðum” tunnum. A sama tima 1975 nam söltun Holl- lendinga 127.141 tunnum. Félagið stóð fyrir útiskemmtun á Kópavogshæli þann 14. ágúst i sumar og tókst það með miklum ágætum. Ætlunin er að slikar skemmtanir verði árlegur viðburður á komandi árum. Ákveðið hefur verið að hafa kynn- ingarkvöld i Bjarkarási laugar- daginn 16. október kl. 8:30 til að efla kynni félaganna. Félagsmenn eru nú orðnir um 200 talsins, og'óskar félagið eftir að nýir félagar bætist i hópinn á kynningarkvöldinu. Seinni hlut- ann f nóvember er áætlað að hafa fræðslufund og fengnir hafa verið sérfræðingar til að svara fyrir- spurnum. Vonast er til að hægt verði að halda fleiri slika fundi i vetur. Hreint É {£&land I fagurt I land I LANDVERIMD Umræðuhópur á ráðstefnu Kaupmannasamtaka íslands V. Alyktun ráðstefnu Kaupmannasamtaka íslands 9.-10. október I. Verðlagsmál. Núverandi verðlagsákvæði verði þegar leiðrétt til hagsbóta fyrir þær greinar smásölu- verzlunarinnar, sem verst eru settar. Alþingi setji nýja verð- lagslöggjöf á næsta þingi, sem feli i sér frjálsa verðmyndun. Ráðstefnan skorar á alla for- 'N svarsmenn frjálsrar verzlunar, sem sitja á Alþingi, að stuðla eftir mætti að framgangi þessa máls. II. Fjármál. Sett verði löggjöf um lang- lánasjóð verzlunarinnar þannig að hún sitji við sama borö og aðrir atvinnuvegir þjóðfélags- ins. III. Skattamál. Skattalöggjöfin verði endur- skoðuð, með það sem markmið, að skattlagning allra verzlunar- fyrirtækja, hvort heldur þau eru rekin i félagsformi eða sem einkaverzlun, verði á sama hátt. LAUGAVEGI 103 SIMI 26055 Húseigendatryggingin innifelur eftirfarandi tryggingar: Vatnstryggingu Glertryggingu Foktryggingu Brottflutnings- og innbrotstryggingu Húsaleigutryggingu Sótfallstryggingu Ábyrgðartryggingu húseigenda I húseigendatryggingunni eru sameinaðar i eina tryggingu fasteignatryggingar, sem hægt hefur verið að kaupa sérstak- lega undanfarin ár. Með þessari sameiningu hefur tekist að lækka iðgjöld verulega. ATH.: 90% af iðgjaldi er frá- dráttarhæft við skattframtal. Kynnið yður hin hagkvæmu tryggingarkjör. Brunabótafélag íslands

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.