Alþýðublaðið - 15.10.1976, Qupperneq 7
alþýðu1
biaðiA Föstudagur 15. október 1976
LISTIR/MENNING 7
Það eru hlaup og snúningar og næt-
urvinna að undirbúa frumsýningu
t gærkvöldi frumsýndi Litli
Leikklúbburinn á Isafirði finnska
nútimagamanleikinn „Við
byggjum baðhús” eftir Johan
Bargum, og var þessi sýning
frumflutningur á verki þessa
finnska höfundar hér á landi.
t fréttabréfi frá Kára Halldóri
Hálfdáns, sem barst fyrir frum-
sýninguna segir m.a.:
„Það er i mörg horn að lita sið-
ustu vikuna fyrir frumsýningu
fyrir þá sem starfa með L.L., og
það sem gera þarf verður aðeins
gert i fristundum þvi að allir eru
jú i vinnu annars staðar. ÖLL
tækifæri eru notuð, matartimar,
kvöld og jafnvel nætur til að
mála, smiða, lita og sauma. Þó
að skellinaðran hafi loksins feng-
ist að láni, þá á leikmunavörður
eftir að finna þessa réttu skó á
frk. Pajölu og Lind vantar ennþá
jakka o.fl. o.fl.
Smiðirnir eru að leggja siðustu
hönd á Sánuna (baðhúsið), ljósa-
menn að hengja upp kastara,
tengja og finna þá liti sem þarf I
lýsinguna. Framkvæmdastjóri er
á höttum eftir aðstoðarfólki fyrir
hin mannfrekari undirbúnings-
störf. Verið er að undirbúa leik-
skrá fyrir prentun, taka myndir,
vinna auglýsingaspjöld. Hljóð-
færaleikarinn æfir sig og leikar-
amir stunda æfingar af kappi.
En auðvitað verður öllu þessu
að vera lokið fyrir frumsýningu.”
I fremstu röö
Höfundurinn Johan Bargum
(1943) er talinn i fremstu röð
ungra rithöfunda i Finnlandi i
dag. Fyrsta bók hans, smásagna-
safnið „Svart hvitt” kom út árið
1965 er hann var aðeins 22 ára.
Siöan hegur hann sent frá sér
skáldsögur og þrjú leikrita hans,
sem öll voru frumflutt á „Lilla
Teatern” I Helsingfors, hafa ver-
ið gefin út i bókarformi, eftir að
hafa hlotið hinar beztu viðtökur
leikhúsgesta og gagnrýnenda um
alla Skandinaviu.
í riti finnska bókasafnsfélags-
ins „Finnskar bókmenntir frá
1965” sem kom út á sibast liðnu
ári, segir um Johan Bargum:
„Styrkur hans felst i hinum
hversdagslegu og hnitmiðuðu
samtölum og skyldi þá engan
furða að hann hafi einnig hlotið
mikið lof sem leikritahöfundur I
skandinaviskum leikhúsum”.
Fyrir utan að hafa skrifað sög-
ur og leikrit, hefur Bargum
skrifað Kabarett-þætti ásamt
Clars Anderson (Fjölskyldan,
„Lilla Teatern”. Einmitt þessa
dagana, þegar „Við byggjum
Baðhús” er frumsýnt hér á Isa-
firði eru beir Bargum og Ander-
son að skrifa enn einn Kabarettinn
Borgþór S. Kærnested hefur þýtt
VIPPU - BIlSKURSHORÐIh
Aðrar *U»rðir. smiSaðar eftir beiðné
QLU64AS MIÐJAN
Síðumúla 2(1, simi 38220
Lagerstæráir miðað vi3 jnúrop:
Haeái 210 sm x brekki: 240 sra
310 - x - 270 sra
leikritið fyrir Litla Leikklúbbinn
og kunnum við honum beztu
þakkir fyrir það og tillit hans við
hinn báborna fjárhag klúbbsins.
Námskeið í leiktækni
Leikstjórinn Kári Halldór er
L.L. ekki ókunnur með öllu, þvi
að áður en æfingar hófust i byrjún
september, var hann með nám-
skeið í leiktækni sem stóð
yfir i 2 vikur. Kári hefur fengist
við alhliða leikhússtörf hér heima
og erlendis m.a. við leikhús i
Kaupmannahöfn og stundað
framhaldsnám við Rikisleik-
listarskólann I Stokkhólmi og sl.l.
vetur kenndi hann við Leiklista-
skóla islands.
Leikarar eru Ásthildur
Þórðardóttir, Birgir Edvardsson,
Finnur Gunnlaugsson, Guðni
Asmundsson, Guðrún Eiriksdótt-
ir, Hansina Einarsdóttir, Jón
Oddsson, Magnús J. Magnússon,
Margrét Geirsdóttir, Reynir
Ingason, Sarah Vilbergsdóttir og
Trausti Hermannsson,.en alls eru
það 25 manns sem vinna að þess-
ari uppsetningu.
Vegna mikils áhuga vina og
velunnara Litla Leikklúbbsins
sunnanlands, er i bigerð að skipu-
leggja leikhúsferðir vestur á
tsafjörð frumsýningarheigina.
Hljómtæki sem allir vilja eignast
BEO-
SYSTEM
1800
Útvarp með FM stereo, 4 stöðvar fast-
stillanlegar, Mjög hagkvæmt þegar
jarðstöð kemur. Magnari 2x22 sín vött.
Bjögun minni en 0,5%.
Plötuspilarinn er með Magnesium
armi, sem er léttari, en aluminum, og
gæðin eru einstök, með léttasta tón-
haus í heimi.
2 Uni-Phase hátalarar fylgja. Kynnið
yður hvað Uni-Pase er.
Verð 219.965.
buðirnar
NÓATÚNI, SÍMI 23800
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800