Alþýðublaðið - 15.10.1976, Síða 11

Alþýðublaðið - 15.10.1976, Síða 11
alþyou- b!aöíó Föstudagur 15. október 1976 FRÉTTIR 11 Ólöf K. Harðardóttir Fær styrk til söngnáms - úr minningarsjóði Kjartans Sigurjónssonar Nýlega var veitt úr minningar- sjóöi Kjartans Sigurjónssonar söngvara kr. 90.000, til styrktar við söngnám ólafar K. Harðard. söngkonu, sem nú stundar nám i Vínarborg. Minningarsjóöur þessi mun vera um 30 ára gamall. Sjóðinn stofnaði Bára Sigurjónsdóttir til minningar um mann sinn er lézt ungur aö árum frá söngnámi. Aður hefur verið veitt nokkrum sinnum úr sjóðnum til styrktar söngvurum. Meðal styrkþega má nefna Arna Jónsson, Erling Vig- fússon, Sigurveigu Hjaltested og Sigriði E. Magnúsdóttur. Allir styrkþega hafa stundaö áfram- haldandi söngnám erlendis. Asamt umsókn um styrk verður umsækjandi að senda inn með- mæli, og tekur Bára Sigurjóns- dóttir siðan ákvörðun um hver styrkinn skuli hljóta. Þeim sem styrkja vilja minn- ingarsjóðinn er bent að snúa sér til Báru Sigurjónsdóttur I verzluninni hjá Báru, Hverfisgötu 50, R. Þar liggja frammi minn- ingarspjöld, og einnig er tekið á móti gjöfum á sama stað. —AB Starfsemi Mjölnis f miklum blóma Starfsemi skákfélags- ins Mjölnis hefur verið með miklum blóma und- anfarið, og er nú vetrar- starf að hefjast. Fyrir skömmu gekkst skákfé- lagið fyrir hraðmóti, sem haldið var til fjár- öflunar vegna væntan- legrar komu stórmeist- arans M. Taimanovs, en hann mun væntanlega þjálfa skákmenn á veg- um félagsins. Þátttak- endur voru um 30 tals- ins, en sigurvegari varð Magnús Sólmundarson. Vetrarmót Mjölnis hefst mánu- dagskvöldið 25. október n.k. en þaö er einn af meginþáttum starf- semi félagsins. Veröur teflt einu sinni i viku, en mótinu lýkur seinni hluta vetrar. A hraðskák- móti, sem haldiö veröur mánu- dagskvöldið 18. okt. veröur hægt að láta skrá sig á vetrarmótiö. Einnig má tilkynna þátttöku i sima 42367 og 27320. öllum er heimil þátttaka, og sama máli gegnir um aöra starfsemi félags- ins. A fimmtudagskvöldum gengst félagið fyrir svokölluðum ,,15 minútna mótum” i skákstofunni við Hagamel og á laugardögum sér það um unglingastarfsemi á vegum æskulýðsráös i Fellahelli. Þá mun Mjölnir taka þátt i deildakeppni Skáksambands ís- lands, eins og verið hefur. JSS N0RRÆN MENNINGARVIKA í KÓPAV0GI Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, kvöldvökur, fyrirlestrar og ráðstefnuhald ÞráNdheimur 'ANGMAGSSALIK TAMPERE KLAKKSVÍK marieham^ OHj Á morgun hefst i Kópavogi norræn menningarvika. Aðdragandi vikunnar er sá, segir i frétt frá framkvæmdanefnd að á sl. ári bauð Norræni menningar- sjóðurinn i Kaup- mannahöfn fram styrk meðal sveitarfélaga á Norðurlöndum, til þess að efla kynningu á sviði menningarmála þeirra á milli. Hlaut Kópavogs- kaupstaður styrk frá sjóðnum til þessa, og fól bæjarstjórn Kópa- vogs fulltrúum frá Leikfélagi Kópavogs, Lista- og menningar- sjóði Kópavogs, Nor- ræna félaginu i Kópa- vogi og Tómstundaráði Kópavogs að annast framkvæmd og skipu- lagningu vikunnar, ásamt bæjarstjóranum i Kópavogi. Sú hugmynd kom fljótlega fram, aö bjóöa vinabæjum Kópavogs á Norðurlöndum þátttöku i vikunni, og þáðu þeir allir boðiö, en þeir eru Ang- magssalik á Grænlandi, Klaks- vik i Færeyjum, Mariehamn á Alandseyjum, Norrköping i Svi- þjóð, Odense i Danmörku, Tampere i Finnlandi og Þránd- heimur i Noregi. Meginþættir menningarvik- unnar verða sýning að Hamra- borg 1 frá fyrrnefndum vina- bæjum og ráðstefna i Félags- heimili Kópavogs um tóm- stundamálefni og hlutdeild sveitarfélaga i þeim. Veröa fyrirlesarar frá öllum vinabæj- unum og kynna þeir framlag sinna sveitarfélaga til tóm- stundastarfsemi. Til ráöstefn- unnar er boöið fulltrúum allra félaga i Kópavogi, auk ýmissa annarra. Ráðstefnan, sem er opin almenningi til áheyrnar eftir þvi sem húsrúm leyfir, veröur á sunnudag. Grafik sýning verður að Hamraborg 1 (neöri sal) meö verkum eftir listamenn frá Norrköping, Odense og íslandi. Sýning þessi er tilkomin vegna samvinnu Lista- og menningar- sjóðs viö Norrköpings Museum og Fyns stiftmuseum i Odense og hafa verkin veriö sýnd á þeirra vegum i Norrköping og Odense. Ýmislegt annað veröur um aö vera i vikunni i Félagsheimili Kópavogs. Laugardaginn 16. októberfrum- sýnir Leikfélag Kópavogs verk Williams Heinesens, „Glataðir snillingar”. Sunnudaginn 17. októberveröur norræn kvöldvaka meö dagskrá um Angmagssalik, Klaksvik, Mariehamn og Kópavog. Mánudaginn 18. október verður kvikmyndasýning og sýnd danska myndin „Man sku’være noget ved musikken”. Þriöjudaginn 19. október verður norræn kvöldvaka meö dagskrá um Norrköping, Odense, Tamp- ere og Þrándheim. Miövikudaginn 20. októbersýnir leikflokkur Þjóðleikhússins Inúk. Fimm tudaginn 21. október verður önnur sýning Leikfélags Kópavogs á Glötuöum snilling- um eftir William Heinesen. Föstudaginn 22. október verður seinni sýningin á dönsku kvik- myndinni „Man sku’være noget ved musikken”. Mánudaginn 17. október flytur Clifford Long fornleifafræöing- urerindiá vinabæjarsýningunni að Hamraborg I um fornleifa- uppgröft i Þrándheimi. I tengslum viö menningarvik- una efnir Norræna félagiö i Kópavogi til ritgerðarsam- keppni um vinabæina meðal skólanema i Kópavogifrá 11 ára aldri. Einstaklingar og félög hafa gert sitt til að gera „Norrænu menningarvikuna” i Kópavogi mögulega. Þaö er von þeirra, sem aö vikunni standa, að hún megi verða til aö stuöla að auknum kynnum og vaxandi samvinnu hinna norrænu þjóða, og er þvi ástæða til að hvetja sem flesta til aö kynna sér þáð, sem þar er boöiö fram. KVIKMYNDA- SÝNINGAR Menningarstofnun Bandarikjanna verður með kvikmyndasýn- ingar með nýju sniði i vetur. Hverjum mánuði verður tileinkað sérstakt efni: t.d. i oktober verða sýndar myndir sem eru tengdar dansi og tónlist - nóvember verður um kvikmyndagerð, og desember um ferðalög. Ennfremur verður sýnd aöra hvora viku, biómynd tengd aðal efni mánaöarins t.d. i okt veröur sýnd „The Wisard of Oz” meb Judy Garland — ein af frægustu söngleikamyndum sem gerö hefur veriö. Myndirnar veröa sýndar alla þriðjudaga kl. 17.30 og 20.30. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá er sem hér segir: Október 19. „The Wizard of Oz” (Judy Garland) 26. „Classical Ballet”, „Dance Theater of Harlem” og „Western Symphony” November 2 „Nanook of the North” „Kinestasis”. „The making oof Butch Cassidy and the Sundance Kid”, og „White House Festival of Art” 16 „Charlie Chaplin’s Essanay Films” 23 „ART3 The Gift of Ourselves og „Origins of the Motion Picture” 30 „The Hustler” (Paul Newman) 7 „So Sights of San Francisco”,, „A Trail for All Seasons” og „Yellowstone” 14 Those Magnificent Men in Their Flying Machines Innréttingabúðin í nýtt húsnæði Gítarskóli Yamaha Fyrir einu ári hóf Orgelskóli Yamaha starfsemi sina. Kennir hann eftir sérstöku kerfi, sem byggist á þvi, aö nemandinn sjái sjálfur sem fyrst árangur af nám- inu og öðlist sem fyrst leikni til aö geta leikiö sjálfstætt á hljóöfæriö. A bessu eina ári hafa hátt á fimmta hundrað nemendur öðlazt fyrstu leiðsögn i hljómlistarnámi með ágætum árangri. Nú mun Gitarskóli Yamaha hefja starfsemi sina. Forstöðu- maður þess skóla er Kjartan Eggertsson gitarkennari. Mun hann kenna eftir hinu þaulreynda Yamaha-kerfi þar sem allt nám og öll vinna fer fram I litlum hóp- um, þvi þar er auðveldara að nema frumatriði tónlistarinnar. Stjórnandi hvers hóps er tónlist- arkennari, sem hlotiö hefur sér- þjálfun fyrir Yamaha-kerfið. Hann skipuleggur samvinnuna og vinnur með hverjum einstökum þátttakanda. Kennt verður eftir sérstakri Yamaha-kennslubók i gitarleik, sem nýkomin er út á is- lenzku. Er hún að mestu leyti þýdd eftir norskri kennslubók, sem starfað hefur verið eftir I mörg undanfarin ár. Innréttingabúðin, sem undanfarin 9 ár ( frá stofnun) hefur verið til húsa að Grensásvegi 3, hefur nú flutt starfsemi sina að Grensásvegi 13, sem er nýbygging á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Hin nýja verzlun, sem er i alla staöi hin glæsilegasta, er senni- lega stærsta sérverzlun landsins meö gólfteppi. Þar má velja á milli rúmlega 70 mismunandi gerða og lita af gólfteppum af breiðum rúllum, sem sýndar eru á rafknúnum sýningarstöndum og dregnar fram á gólfið ef óskaö er. Innréttingabúðin hefur ávallt kappkostaö aö veita viöskipta- vinum sinum fyrsta flokks þjón- ustu og mun það kjörorö áfram i hávegum haft. Vanir teppalagn- ingamenn annast ásetningu gólf- teppa frá verzluninni. Aðgangur allur aö verzluninni er auðveldur og i þvi sambandi flyzt hefur m .a. verið hugsað fyrir þörf fatlaðra til aö komast i verzl- unina. Bygging þessa mikla húss tók aðeins 15 mánuöi. Forstjóri Innréttingabúðar- innar er Viðir Finnbogason, en framkvæmdastjóri er Jón' H. Karlsson. — ATA. Jón H. Karlsson, framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Þórhallsson, byggingarstjóri, og Viðir Finnbogason, forstjóri, fyrir framan nýja húsnæöi Innréttingabúöarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.