Alþýðublaðið - 10.11.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.11.1976, Blaðsíða 3
blaðfð1' AAiövikudagur 70. nóvember 1976 VERKALÝOSMÁL 3 Reyna að forða starfsmönnum frá að þrúgast undir ofurvaldi vélanna Volvoverksmiðjurnar hafa nú brugðið á það ráð, að koma upp nýju kerfi í einni verksmiðju sinni í Kalmar. Flestum verður á að hugsa, þegar þeir heyra talað um bílaverksmiðjur, að hér sé raðað upp fólki með ákveðnu millibili, þar sem hver og einn framkvæmir nokkur handtök, þegar færibandið flytur verkefnið til hans. Þetta sama endurtaki sig svo allan þann tíma, sem hver maður er starfandi. Engum blandast hugur um það, að minnsta kosti ekki hér á landi, að þessi verkháttur er í hæsta lagi ákaf lega andlaus, þó því sé auðvitað ekki að neita, að menn geta náð hreint ótrúlegum afköstum á þennan hátt. En eins og maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, hefur það komið i ljós, að sliku verkháttur, sem hér er að ofan getið, er ótrúlega lýjandi, og þótti engum mikið. Markmiðiö með þessari nýju verksmiðju Volvo i Kalmar er að bæta verulega úr, bæði þeirri ein- angrun, sem hver starfsmaður er raunverulega i meðan á verkinu stendur, og ekki siður hitt, að foröa mönnum frá, að skrúfa all- an daginn samskonar skrúfu! Það hefur þvi orðið að ráði, að mynda smá starfshópa um nokk- ur mismunandi handtök, þar sem menn geta skipzt á um verkin. Hér eiga menn þess kost að blanda dálitið geði saman og einnig að lita augnablik upp frá verki án þess komi að sök. Gera þurfti talsverðar skipu- lagsbreytingar frá hinu hefð- bundna færibandasniði, til þess að koma þessu i framkvæmd. I stað þess að menn standi kyrrir og biði eftir aö sinni verkefninu, sem að berst, er vinnuhópurinn látinn vera á hreyfanlegum pöll- um og verkefnin eru drjúgum lengur i hans höndum en meðan einn og einn sinnti sinu sérstaka verki. Sagt frá at- hyglisverðri tilraun sænsku Volvo- verksmiðjanna Heppilegast hefur reynzt, að hafa 15-20 manna hópa, og helzt af öllu af blönduðum kynjum. Þó telja menn að ekki sé vert aö hafa aðeins eina dömu, heldur verði þær að vera minnst 2, af hverju sem það stafar. Raunin er sú, að i starfsmannahópnum i heild eru um 11% konur. Forráöamenn verksmiðjanna telja hiklaust, að með þessum háttum uni fólk miklu glaðara við sitt og vinnist sizt verr. Þetta er tilraun til þess að bæja frá mann- inum þrúgun af ofurvaldi vélanna og leggja aðaláherzlu á gildi þess mannlega i starfinu. Hver starfs- hópur ber svo fulla ábyrgð á, að Verkpallur í nýju Volvoverksmiðjunni í Kalmar. þau verk, sem hann vinnur, séu fyrsta flokks. Forráðamenn segja, að þó verkbólið hafi kostað um 10% meira en hin hefðbundnu, telji þeir þessa tilraun hafa verið betur gerða en ógerða, og að hún hafi þegar sannað ágæti sitt. Ýmsar aðrar bilaverksmiðjur viða um lönd hafa þegar fest augu á þessari sænsku tilraun, enda kemur i ljós, að frávik frá vinnu vegna veikinda eru þarna fátið, og minni en áður tiðkaðist. Þetta er fyrst og fremst þakkað mann- eskjulegra umhverfi og kosti á mannlegum samksiptum langt fram yfir það, sem eldri kerfin höfðu. Það er semsé tilraun til þess að forða manninum frá þvi að finn- ast hann bara vera hjól i ein- hverri ómennskri vél og i þess stað finna til sin sem manns. 1BRENNIDEPLI Skólinn og samfélagið Skólinn sem vinnustaður. A Al- þingi Islendinga var samþykkt þingsályktunartillaga fyrir ná- lega 3 árum þess efnis að rann- saka skyldi vinnuálagið i skólum landsins og aðstöðu nemenda til likamsræktar. Hvað dvelur orminn langa? Ekkert hefur heyrzt um fram- kvæmd þessarar tillögu. Um leið ætti að athuga vinnuaðstöðuna, samfelldni i starfi, aðstæður til mötuneytis og kröfur i heima- námi. Það er ekki minni þörf á að rannsaka þessi mál nú en þegar fyrrnefnd tillaga var samþykkt. Það kæmi margt athyglisvert i ljós ef grannt væri skoðað. Og skyldi það ekki geta orðið ofurltil lexia fyrir þá sem ábyrgð bera á byggingu skólamannvirkja og búnaðar þeirra? Areiðanlega hef- ur vakaö fyrir löggjafanum að úr yrði bætt ef i ljós kæmu verulegir vankantar i atriðum þeim sem tillagan nefnir. Það sætir furðu hversu litil gagnrýni kemur fram frá al- menningi á það margs konar sleifarlag sem viðgengizt hefur i byggingarmálum skólanna. Ef t.d. foreldrar væru betur bakandi i hverfum þeim þar sem skóla- byggingar virðast geta staðið yfir i 10 til 20 ár hefði þróunin oröið önnur. Og hverjir gjalda svo þessa ástands? Fyrst og fremst börnin. Allt kemur þetta meira og minna nið- ur á skólastarfinu og heimilislif- inu. Tvi- og þrisetnir skólar eru svo sannarlega ekki i þágu skóla- manna, en slikt sparar samfélag- inu ómælkar f járhæðir i byggingu og rekstri skóla. Hins vegar er tvi-og þrisetningin einhver mesti bölvaldur islenzka skóians i dag og stendur honuni fyrir þrifum á öllum sviðum. Ekkert hámarksákvæði er i grunnskólalögunum um stærð skóla. Það er fráleitt. Kunnur sænskur skólamaður var spurður að þvi hvað þeir gerðu ef nemendafjöldi i hverfinu væri umfram ákveöna stærð skólans. Hann sagði: „Þessi skóli er ætlaður fyrir til- tekinn fjölda nemenda og það er lagaleg skylda yfirvalda að sjá um skólagöngu þeirra barna sem ekki komast i hann. Það er þeirra mál — ekki okkar.” Svo mörg voruþau orð. Stundum hefur okk- ur sem i skólunum vinnum við hin erfiðustu skilyrði dottið i hug að fara sömu leið og Sviar i þessum efnum. Það skilst kannski nú hvers vegna ekkert hamarks- ákvæði er i grunnskólalögunum um nemendafjölda. Eru einhverjir þingmenn reiðu- búnirtil að láta reyna á hvort slik "breytingartillagavið lögin hlyti náð fyrir augum þingsins? Ef háttvirtir þingmenn þurfa á vitneskju að halda um heppilega hámarksstærð grunnskóla þá ræðið málið við reynda skóla- menn eða samtök kennara og skólastjóra. Það er gerðar óteljandi kröfur til grunnskólans i lögunum um hann, en hvorki lagasmiðunum né alþingismönnum virðist hafa komið til hugar að setja það ákvæði i lögin sem var og verður grundvallarforsenda fyrir eðli- legri þróun og viðgangi skólans. Nemendum skal samkvæmt lögum hrúgað inn i skólann nán- ast eins og fé i rétt, en litt skeytt um innri þarfir og manneskjuleg- ar aðstæður. Lognmollan i mál- efnum skólanna er orðin óþol- andi, áhugaleysi almennings yfir- þyrmandi og skilnings- og athafnaleysi yfirvalda slikt að i óefni stefnir ef ekki er breytt um stef nu. Hér gildir ekkert minna en al- gjör hugarfarsbreyting þings og þjóðar, rikis og sveitarfélaga. Einsetinn skóli er markmiöið. Allt annað er kák. Annað hvort er að stefna að þvi af mann- dómi og festu eða afnema skóla- skyldu að öðrum kosti. Guðmundur Magnússon

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.