Alþýðublaðið - 10.11.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.11.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMAL Miðvikudagur 10. nóvember 1976 alþýóu- blaöiö alþýöu- blaðió Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeiid, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Kennarar: Jafnrétti og mannréttindi Á síðari árum hafa stöðugt verið gerðar meiri kröfur til íslenzkr- ar kennarastéttar. Þess- ar kröfur eru ekki ein- göngu bundnar við nýja kennslutækni, meiri menntun kennara og betri árangur við f ræðslustarf- ið. Kröfurnar hafa fullt eins mikiðbeinzt að upp- eldislegu hlutverki skól- anna, en þeirri þróun stjórnar aukin vinna for- eldra utan heimilis. „Skólarnir eiga ekki síður aðvera uppeldisstofnan- ir en fræðslustofnanir", segja margir, og færa þau rök fyrir þessari skoðun, að börn og ungl- ingar séu fleiri klukk- ustundir í skólum dag hvern en á heimilum sín- um. Að undanförnu hefur þessi stétt kvartað mjög undan kjörum sínum og meðal annars fellt niður kennslu einn dag til að vekja athygli á óskum um úrbætur. Mest er óánægj- an meðal þeirra grunn- skólakennara, sem eru i Sambandi íslenzkra barnakennara. — Guð- mundur Magnússon, skólastjóri, hefur sagt í Alþýðublaðinu, að ó- ánægjan snúist ekki ein- göngu um launakjör, heldur miklu fremur um spurninguna um mann- réttindi og jafnrétti. í þessu sambandi nefnir hann tvö atriði. í fyrsta lagi er hinn mikli munur á skyldu- kennslu kennara á grunn- skólastigi. Kennarar í 6 til 12 ára bekkjum hafa frá og með 1. desember næst komandi þriggja stunda kennsluskyldu á viku um- fram kennara eldri bekkjanna. í þessum efn- um sitja kennarar ekki við sama borð, þótt þeir í mörgum tilvikum hafi sömu menntun, svipaða starfsreynslu, starfi í sömu stofnun og vinni samskonar störf. Það er fráleitt og hættuleg skoðun að miða eigi laun grunnskóla- kennara við aldur nem- enda. Sú spurning hlýtur að vakna hvort það sé minni vandi og minni ábyrgð að leggja undir- stöðurnar en byggja við og ofaná. í öðru lagi er hið mis- jafna mat, sem lagt er á almennt kennarapróf eft- ir því á hvaða tíma það er tekið. Réttindin eru þau sömu, svo og skyldurnar og starfið. Er ekki verið aðniðast á þeim,semhafa þessa hluti í lagi miðað við þær kröfur og þau lög, sem í gildi voru, er próf ið var tekið. Hér, eins og oft áður, er ríkisvaldið seinheppið í gerðum sin- um og býr beinlinis til óþarfa vandamál. Um þetta segir Guð- mundur Magnússon, skólastjóri: „Með harka- legum og ósanngjörnum ákvæðum hefur réttlætis- tilfinningu mikils meiri- hluta kennarastéttarinn- ar verið misboðið og metnaður hennar særður. Viðbrögð hennar verður að skoða í Ijósi þeirrar staðreyndar. Ég leyfi mér hér með að skora á hæstvirtan menntamálaráðherra að beita sér nú þegar fyrir því að þessi mál verði tekin til gaumgæfilegrar athugunar með viðunandi úrlausn í huga. Grunrv skólinn stendur nú frammi fyrir miklum vanda i fjölmörgum efn- um. Til hans eru gerðar margvíslegar kröfur í margbrotnu samfélagi nútímans, og er það út af fyrir sig eðlilegt. En hann hlýtur að gera sínar kröf- ur á móti á jafnréttis- grundvelli. Skólinn stendur og fell- ur með starfi kennarans. Hróplegt misrétti, lág laun og sífelldar deilur um kaup og kjör starfs- manna skólans eru hættu- merki á vegferð hans, sem verður að sneiða hjá, ef ekki á illa að fara." —ÁG— EIN- DALKURINN Veizluföng kerfisriddar- anna Ilagblaöið fjallaöi nýveriö. I leiðara um mútukerfiö og telur tsland á sumum sviöum standa jafnfætis mörgum hinna ný- frjálsu Afrikurikja. Þaö sem viða kallist mútur þyki mörgum opin- berum embættismanninum hér næsta sjálfsagt. Blaöið rekur efni þings- ályktunartillögu Alþýöuflokksins um samningu afdráttarlausari iagaákvæða er banni opinberum starfsmönnum að veita viötöku umtalsverðum gjöfum umfram þaö, sem starfsréttindi kveöi á um. DB segir orðrétt i lokin: Flestir munu þekkja dæmi um Nigeriuhátterni sumra forystu- manna kerfisins. Þeir hafa, sum- ir hverjir, fengiö góöan stuöning hjá viöskiptamönnum sinum, svo sem við bilakaup eöa húsmuna- eöa húsakaup. „Jólaglaöningur” á ýmsum árstimum hefur ekki verið skorinn við nögl. Þetta er auöskiliö hjá gefendunum. Hjá þeim eru tugir og hundruö milljóna I veði, svo aö fórnirnar eru smávægilegar i samanburöi. Haft er við orð um suma kerfis- riddarana, að hjá þeim fáist ekki fyrirgreiðsla, nema þeim sé hald- iö uppi með stöðugum át- og drykkjarveizlum. Svo mætti lengi telja. Meginatriðið er, hversu kerfiö er gagnsýrt af þessum viðhorfum og hversu litiö þaö þykir ámælis- vert að færa sér smugurnar I nyt. Miklu skiptir i þvi efni, aö viö er- um vanþróaðir i mikilvægum efn- um, og að þvi leyti er ekki aö furða, aö svipur finnist meö okkar kerfi og kerfinu i Nigeriu. Vegna þess hve rotiö kerfiö er, veröur aö setja hér strangari reglur en viöa gilda um þetta efni. Vonandi gripa alþingismenn feg- ins hendi þaö tækifæri, sem nú búöst. Hrafn Bragason, borgardómari: r, ,1.,, ii , DÓMSTÓLASKIPUNIN FYRSTI HLUTI I.Kafli 1 2. gr. stjórnarskárinnar seg- ir m.a.: „Dómendur fara meö löggjafarvaldiö”. Sama grein hefur að geyma ákvæöi um lög- gjafarvaldiö og framkvæmdar- valdiö. Greinin sýnir, aö stjórn- skipun Islands byggir á hinni nærri 200 ára gömlu kenningu um þrigreiningu rikisvaldsins. Hérerum grundvallarhugmynd aö ræða, sem stjórnskipun ekki aðeins Islands, heldur og þeirra rikja sem okkur eru skyldastar aö menningu byggir á. I nokkr- um fleiri greinum stjórnar- skrárinnar eru ákvæöi um dómsvald og dómendur, einkum i V. kafla stjórnarskrárinnar. Sammerkt þessum ákvæöum er, aö þar er reynt aö tryggja sjálfstæöi dómenda gagnvart öörum valdhöfum. Dómarar vinna starf sitt i stofnunum, sem kallast dómstólar, þar fara þeir með dómsvald. Þaö er verkefni þessa erindis aö fjalla um skipulag þessara stofnana. Jónatan Þórmundsson, prófessor, hefur i erindi, sem hann flutti á Norræna lögfræð- ingamótinu, sem haldiðvar hér sumarið 1975, sett fram tilraun til skilgreiningar á, hvaö sé dómstóll. Þar segir: „Dómstól- ar eru rikisstofnanir, sem i samræmi viö réttarreglur taka sjálfstætt og endanlega ákvörö- un um tiltekinn réttarágreining eða leggja viðurlög viö broti, , sem framið hefur veriö eöa er yfirvofandi”. Hvort sem skil- greining þessi. veröur talin nákvæm eða ekki, er af henni ljóst, hve mikiö er i húfi varö- andi gott skipulag dómstóla. I 59 gr. stjórnarskrárinnar segir, að skipun dómsvaldsins veröi ekki ákveðin nema meö lögum. Heildarlög um dóms- stólakerfið eru ekki hér til. Dómstólarnir skiptast i undir- rétti og áfrýjunardómstóla, i einkamáladómstóla og saka- máladómstóla, i almenna dómstóla og sérdómstóla, i staðbundna dómstóla og dómstóla, fyrir landið allt. Dómstólarnir eru: 1. Afrýjunardómstólar 1.1. Hæstiréttur Islands, sbr. lög nr. 75/1973 (almennur dömstóil) 1.2. Synodalréttur, sbr. lög nr. 75/1973, 3. gr. (sérdómstóll) 2. Sérdómstólar, sem fjalla um mál sem fyrsta dómstig, án þess aö dómum þeirra veröi áfrýjaö. 2.1. Landsdómur, sbr. lög nr. 3/1963 2.2. Félagsdómur, sbr. lög nr. 80 1 1938 um stéttafélög og vinnudeilur, IV. kafli. Dóm- um og úrskurðum Félags- dóms um viss formsatriði má skjóta til Hæstaréttar, sbr. 67. gr. laga nr. 80/1938. 3. Sérdómstóll, undirréttur, fyrir landið allt. 3.1. Siglingadómur, sbr. VIII. kafla laga nr. 52/1970 um eftirlit meö skipum. 3.2. Dómur i ávana- og fikni- efnamálum, sbr. lög nr. 52 / 1973 4. Almennir undirréttir i einka- málum 4.1. Bæjarþing, sbr. 38. gr. eml. 4.2. Manntalsþing, sbr. sögu gr- 4.3. Aukadómþing (auka- þing), sbr. sömu gr. 4.4. Fógetadómur, sbr. eink- um 2. gr. laga um aöför nr. 19/1887, 2. gr. laga um kyrr- setningu og lögbann nr. 18/1949, 29. og 223. gr. eml. 4.5 Uppboðsdómur, sbr. eink- um 2. gr. laga nr. 57/1949 um nauöungaruppboö sbr. eink- um 29. og 223 gr. eml. 4.6. Skiptadómur, sbr. einkum 29. og 223.fgr. eml. 4.7. Þinglýsingardómur, sbr. Hrd. XXXIX 1136. 5. Sérdómstólar i einkamálum I héraöi. 5.1. Sjó- og verzlunardómur, sbr. XVI. kafla eml. Fer einn- ig með opinber mál, sbr. 8.1. 5.2. Fasteignadómar 5.2.1. Merkjadómur i Reykja- vi'k, merkjadómur á Akureyri, sbr. lög nr. 35/1914 og 16/1951. 5.2.2. Landamerkjadómur, sbr. lög nr. 41/1919 um landa- merki o.fl. II kafla og lög nr. 29/1965. 5.2.3. Vettvangsdómur, sbr. sömu lög III. kafla. Nafn dómstólsins er ekki lögbund- iö, og er hann stundum nefnd- ur fasteignamáladómur, þegar mál eru rekin i kaupstöðum, sbr. Hrd. XXXIV 63, eða áreiöar- og vettvangsdómur, sbr. Hrd. XXXIV 238 5.3. Stjórn Lögmannafélags Islands, sbr. iög nr. 61/1942 um málflytjendur 1. og 8 gr. 6. Sáttanefndir, sbr. 2. og 21,—26. gr. eml. 7. Almennir undirréttir i ópin- berum málum 7.1. Sakadómur, sbr. lög um meðferð opinberramála nr. 74/1974 8. Sérdómstólar i opinberum málum I héraöi Hrafn Bragason borgardómari flutti í til- efni hátíðardags órators, félags laganema, á síö- asta ári ræðu um dóm- stólaskipunina. Grein þessi, sem hér birtist er að stofni til það erindi. Hún verður birt í köflum næstu daga. 8.1. Sjó- og verzlunardómur, sbr. 5.1. 8.2. Verðlagsdómur, sbr. lög um verölagsmál nr. 54/1960 11.—18. gr. 8.3. Kirkjudómur, sbr. 7. gr. laga nr. 74/1974. Dómstóli er almennur, ef hann hefur heimild til aö fara meö öll mál, sem ekki eru sér- staklega skilin undan lögsögu hans. Dómstóll er sérdómstóll, ef hann hefur aöeins heimild til þess að fara með þau mál, sem sérstaklega hafa veriö lögö til hans meö lögum. Hér veröur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.