Alþýðublaðið - 10.11.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.11.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. nóvember 1976 ÍÞRÖTTIR 7 Bikarkeppni Sundsambands- ins hefst um aðra helgi Bikarkeppni Sundsambands ís- lands 1976, sem haldin verður i Sundhöll Reykjavikur, hefst 19. nóvember klukkan 20. Keppni i fyrstu deild verður sem hér segir: 19. nóvember klukkan 20. 20. nóvember klukkan 17. 21. nóvember klukkan 19. Keppni i annarri deild verður sem hér segir: 3. desember klukkan 20. 4. desember klukkan 17. 5. desember klukkan 15. Keppnisgreinar i báðum deild- um verða þessar: 1. dagur: 1. grein: 400 m bringusund kvenna. 2. grein: 400 m bringusund karla. 3. grein: 800 m skriðsund kvenna. 4. grein: 800 m skriðsund karla. 2. dagur: 5. grein: 200 m fjórsund kvenna. 6. grein: 200 m fjórsund karla. 7. grein: 100 m skriösund kvenna. 8. grein: 100 m baksund karla. 9. grein: 200 m bringusund kvenna. 10. grein: 100 m bringusund karla. 11. grein: 100 m flugsund kvenna. 12. grein: 200 m skriðsund karla. 13. grein: 200 m baksund kvenna. 14. grein: 4x100 m fjórsund karla. 15. grein: 4x100 m skriðsund kvenna. 3. dagur: 16. grein: 200 m fjórsund karla. 17. grein: 200 m flugsund kvenna. 18. grein: 100 m skriðsund karla. 19. grein: 100 m baksund kvenna. 20. grein: 200 m bringusund karla. 21. grein: 100 m bringusund kvenna. 22. grein: 100 m flugsund karla. 23. grein: 200 m skriðsund kvenna. 24. grein: 200 m baksund karla. 25. grein: 4x100 m fjórsund kvenna. 26. grein: 4x100 m skriðsund karla. Þátttökutilkynningar þurfa að vera skriflegar á timavarðakort- um og berast stjórn Sundsam- bandsins fyrir laugardaginn 13. nóvember (1. deitd) og laugardag 27. nóvember (2. deild). A timavarðakortum sé getið bezta löglega tima á árinu i 25 m braut (ef löglegur timi er ekki til, skal skrifa æfingatima innan sviga svo og brautarlengd) einnig skal tilgreina fæðingarár kepp- enda. Niðurröðun i riðla fer fram á skrifstofu SSl, Iþróttamiöstöð- inni, Laugardal, laugardaginn 13. nóvember klukkan 14 (1. deild), og laugardaginn 27. nóvember klukkan 14 (2. deild), og er óskað eftir að fulltrúar félaganna verði viðstaddir. — ATA ENSKA KNATTSPYRNAN Aftasta röð frá vinstri: Ian Scanlon, Mick Vinter, Brian Stubbs, Les Bradd. Miðröð: Jack Wheeler, (þjálfari), Dave McVay, Eric McManus, Pero Richards, FrankLane, Ian Bolton, Colin Addison ( þjálfari), Roy Fennton (framkvæmdastjóri) Fremsta röð: Dave Smith, Steve Carter, DaveNeedham, Arthur Mann, Ray O’Brian. NOTTS C0UNTY UÐ VIKUNNAR: t dag kynnum við annarrar deildar liðið Notts County. Framkvæmdastjóri: Ron Fenton. Stofnað: 1862 (elzta liðið i deildarkeppn- inni). Varð atvinnumannalið: 1885. Heimavöllur: Meadow Lane, sem tekur 40.000 áhorfendur. Bezta frammistaða i deildar- keppni: Þriðja sæti i 1. deild 1890-91. Sigur i bikarkeppninni: 1894. Mesti sigur: 15-0, gegn Thornhill United i bikarkeppninni árið 1885. Mesta tap: 1-9, gegn Blackburn i 1. deild 1889, Aston Villa i 1. deild árið 1888 og Portsmouth i 2. deild áriö 1927. Flest mörk á einu keppnistíma- biii: Tom Keetley, 39, i 3. deild 1930- 31. Flest mörk i allt: Tony Hateley, 109,1960-63 og 1970—72. Flestir landsleikir: Bill Fallon (9) fyrir Irland. Flestir deildarleikir: Albert Iremonger, 564,1904- 1926. Mestu kaup: Ray O’Brian, frá Manc. United fyrir 45. 000 pund 1974. Mesta saia: Don Mason, til QPR fyrir 100.000 pund 1974. Leikmenn: Markverðir: Eric McManus, Frank Lane. Varnarleikmenn: David McVay, David Needham, Pedro Richards, Brean Stubbs, Tristan Benjamin, Ray O’Brian, Steven Towie. Miðvallarleikmenn: Steve Carter, Arthur Mann, Eric Probert/ Lloyd Richards, Dave Smith. Sóknarleikmenn: Ian Bolton, Les Bradd, Mick Vinter, Ian Scanlon, John Sims. Markaskorarar 1975-76: Þetta leiktimabil skoraöi félag- ið 67 mörk i deild og bikar. Markakóngur liðsins var Les Bradd, 19mörk,Ian Scanlon 14 og John Sims 8 mörk. Framtiðarhorfur: A siðasta keppnistimabili leit lengi vel út fyrir, að Notts County myndi vinna sig upp i 1. deild. A lokasprettinum varð liðið þó að gefa eftir og lenti i fimmta sæti. Liðið verður erfitt hvaða liði sem er i vetur, þó að sérfræðingar eigi ekki von á þvi, aö það spili sig upp i 1. deild i ár. Liðið hefur of marga veika hiekki, auk þess sem fjárhagurinn leyfir ekki endurn- ýjun mannaflans. Þaö koma nefnilega sjaldan meira en 10- 12.000 manns að sjá elzta deildar- lið Englands á heimavelli sinum, en það er of litil aðsókn til þess að skapa fjárstreymi i peningakass- ann. Þaö er þvi spá vor, aö liðið verði ofarlega i annarri deild, án þess þó að verða eitt af þremur efstu. —ATA Ráðstefna KSÍ St jórn KSI hefur ákveðið að halda ráöstefnu fyrir 1. og 2. deildar félögin um málefni þessara deilda. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 13. nóvember og hefst klukkan 13.30 aö Hótel Esju. Eftirfarandi mál verða tekin til umræðu: 1. Mótafyrirkomulag 1976 og 1977. 2. Landsliðsmál. 3. Unglingamál. 4. Dómaramál. 5. Aganefndarmál. 6. Tækninefndarmál. 7. Uppgjör og skýrslugerðir. 8. Kannanir á leikdögum og aðgöngumiða verði. 9. Samingar atvinnumanna. Stjórn KSI æskir þess, að viðkomandi félög sendi einn fulltrúa á ráðstefnuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.