Alþýðublaðið - 01.12.1976, Side 4

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Side 4
4 FBÉTTIR 302. ártíð séra Hallgríms: Vandasamasti hluti í smíði Hallgríms- kirkju framundan Allt frá stofnun Hallgrlms- safnaöar fyrir 35 árum hefur ártiðardagur séra Hallgrims Péturssonar, 27. október, veriö haldinn hátiðlegur i söfnuöinum meö sérstakri hátiðarguðsþjón- ustu. Eru þá sungnir sálmar eftir séra Hallgrím, messu- söngur er með sama sniði og tiðkaðist á þeim tima er hann þjónaði sem prestur, og sunginn er lofsöngurinn ,,Te Deum”, — „Þig, Guð vor göfgum vér.” Svo verður einnig aö þessu sinni er minnst verður 302. ártiðar séra Hallgrims I Hallgrimskirkju i dag, miðviku- dag klukkan 20:30. Þar mun séra Ragnar Fjalar Lárusson predika, séra Karl Sigurbjörns- son þjóna fyrir altari, kirkju- kórinn undir stjórn Páls Hall- dórssonar, organista, syngja og Hljómeyki flytur islenzka kirkjutónlist. Við kirkjudyr verður tekið á móti gjöfum til kirkjubyggingarinnar. Kirkjusmíðin. Fyrir réttu ári var steyptur fyrsti áfangi efrihluta kórs kirkjunnar, og eru nú kórveggir uppsteyptir i fullri hæð, og á næsta ári er vonast til að kórinn góðar undirtektir bæjarbúa. Til frekari fjáröflunar málefninu gengst klúbburinn fyrir ELD- EYJAR-BINGÓ i Kópavogsbió fimmtudaginn 2. desember kl. 8.30. Meöal verömætra vinninga er sólarlandaferð, heimilistæki o.fl. Guðfræði- nemar þjóna Hátiðahöld stúdenta i tilefni af fullveldisdeginum 1. des. hefjast samkvæmt venju með stúdentamessu i kapellu H.l. kl. 11. Séra Arni Pálsson þjónar fyrir altari, stud. theol. Flóki Kristinsson Dredikar. Guöfræöi- nemar, undir stjórn dr. Hall grlms Helgasonar syngja. Máni Sigurjónsson leikur undir á orgel. Þetta er almenn guðsþjónusta og allir hjartanlega velkomnir. Níels P. til Austurríkis Hinn 26. nóvember 1976 af- henti Niels P. Sigurðsson Rudolf Kirchschlaeger, forseta Austur- rikis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Austurriki. Karl tekur við af Barða Aðalfundur Stangaveiöifélags Reykjavikur var haldinn sunnu- daginn 21. nóvember. Barði Friöriksson, sem verið hefur formaöur félagsins und- anfarin 5 ár, baðst undan endur- kosningu. Voru honum þökkuð mikil og heilladrjúg störf I þágu félagsins. Formaöur félagsins var kos- inn Magnús ólafsson, læknir,.en aðrir i stjórn eru Karl ómar Jónsson verkfræðingur, vara- formaöur: Karl Guðmundsson, ritari: Þórður Jasonarson, gjaldkeri: Eyþór Sigmundsson, Runólfur Heydal, Sverrir Þor- steinsson og Ólafur G. Karlsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Friðrik D. Stefánsson, viöskiptafræöingur. Forseti Kiwanis Bjarni B. Asgeirsson, skrlf- stofustjóri, hefur verið kjörinn forseti Evrópustjórnar Kiwanishreyfingarinnar, og tók hann við þvi starfi 1. október siöast liðinn. Bjarni er annar is- lendingurinn, sem er kjörinn til þessa starfs. Páli H. Pálsson, forstjóri, gegndi starfinu fyrir nokkrum árum. Bjarni Magnússon, banka- stjóri, tók við starfi sem um- dæmisstjóri fyrir island 1. októ- ber siðast liðinn. Eldey safnar fyrir augn- lækninga- tækjum Kiwanisklúbburinn Eldey safnar nú fé til kaupa á augn- lækningatækjum í Heilsugæslu- stöð Kópavogs. Hafa klúbbmeö- limir meöal annars gengiö i hús i Kópavogi og selt Kiwanis-jóla- kertitilágóða fyrir málefniö við veröi fullgerður. Afanginn, sem nú er framundan er vandasam- asti og seinunnasti hluti kirkj- unnar. Er þaö vegna hinnar flóknu stuðlasmiði á mörlnam kirkjuskips og kórs, svo og hjálmurinn yfir kórnum. Framkvæmdahraöi verksins ákvaröast af þeim fjármunum, sem fást til þess á hverjum tima. AAiðvikudagur 1. desember 1976 Hrafnista reist fyrir sjómenn alls staðar að af landinu Siðastliðinn laugardag boðaði Sjómannadags- ráð blaðamenn og ýmsa velunnara til samkomu vegna þess að nú er Hrafnista II, bygging dvalarheimilis aldraðra sjómanna, fokheld. 1 langri og itarlegri ræðu formanns Sjómannadagsráðs, Péturs Sigurðssonar, alþingismanns, var rak- in saga þessarar bygg- ingar. Engin leiö er að rekja þá ræðu að neinu marki. En þaö kom 1 ljós, að byggingin hefur gengið nægilega vel til þess, að hún er nokkuö á undan áætlun. Þakkaði ræðumaður öllum, sem að henni hafa unnið með þessum árangri. Ræöumaður dvaldi nokkuð við framkvæmd þeirrar hugmyndar, sem upphaflega lá til grundvallar stofnunar dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Hann benti á, að þótt Hrafnista I væri á sinum tima reist i Reykjavik, væri viðs fjarri þvi, að þar ættu ekki aðgang að aðrir en ibúar höfuð- borgarinnar. Þaö hefði heldur aldrei verið ætlunin. Þetta væri, hiklaust að segja, heimili fyrir aldraða sjómenn hvaðan af land- inu sem væri. Sama yröi um hið nýja hús, sem nú væri að risa. Að visu benti ræðumaöur á, að það gæti vitanlega verið ýmsum þvert um geð, að þurfa að hverfa frá íslenzkur heimilisiðnaður 25 ára: Góður iðnaður - þjóðinni til hags íslenzkur heimilisiðnaöur er 25 ára um þessar mundir. Stofnend- ur islenzks heimilisiðnaöar voru i upphafi Ferðaskrifstofa rikisins og Heimilisiðnaðarfélag Islands. Markmiöiö hefur frá upphafi verið aö efla Islenzkan heimilis- iðnað, og er reynt að gera það á sem fjölbreyttastan hátt. Félagið gengst fyrir námskeiðum i islenzkum heimilisiðnaði sem hafa veriö vel sótt og gefið góða raun. Hugur og hönd er blað sem islenzkur heimilisiðnaður gefur út og e r það að koma út um þessar mundir. Einnig er starfandi einn ráöunautur á vegum félagsins. Auk þess eru starfræktar tvær verzlanir i Reykjavik, Hafnar- stræti 3, og Laufásvegi 2. Aö sögn Gerðar Hjörleifsdóttur verzlunarstjóra hefur áhugi ungs fólks á handunninni vöru farið mikið vaxandi siðustu ár. Islenzka ullin er alltaf vinsælust, enda segir Gerður hana alveg einstaka. Mikið er um aö útlend- ingar versli i islenskum heimilis- iðnaði og hefur vöruúrval og vörugæði aukist til muna undan- farin 5—10 ár, og segist Gerður þakka það ýmiss konar nám- skeiðum og þess háttar fólk fær meiri hugmyndir og vipnukraftar heimilisiðnaðarins hafa óþrjót- andi hugmyndaflug og skortir sizt áhugann. Gerður tók þaö skýrt fram að i verksmiðjunum ynnu ekki eingöngu gamlar jonur heldur væri mikið um ungar kon- ur lika og almennt fólk á öllum aldri. Islenzkur heimilisiönaður hefur um nokkurt skeið rekið sérstaka norræna deild. Þar er aö finna margvislegan norrænan iönaö en mest er um garn og þess háttar fyrir handíðir. 1 tilefni 25 ára afmælisins mun verzlunin að Hafnarstærti 3 sinum heimahögum á gamals aldri, en á hinn bóginn væri á eng- an háttfært að dreifa um of kröft- unum, og sú aðbúð, sem öldruðu fólki væri fyribúin i dvalar- heimilunum, meira en kæmi i stað þess saknaðar, sem spynnist af þvi að þurfa að flytja sig um set. Dvalarheimilismál aldraðra sjómanna og ástvina þeirra, sem eiga aðgang að framhaldandi samvistum við þá á heimilunum, hafa verið rekin meö miklum myndarskap. Þvl miður er aöbúð að öldruðu fólki engan veginn i þvi lagi sem skyldi hér á landi, en vel sé öllum þeim, sem að þvi vinna og hafa unnið, að bæta lifi við árin hjá fólki, sem slitið hefur kröftum sinum, til þess aö byggja upp þetta fagra en harðbýla land. -OS. stækka og mun þá norræna deild- in fá meira rými. Hjá islenzkum heimilisiðnaði starfa nú 12 manns. Upphaflega var ráðin til starfa einn starfs- kraftur, Sigrún Stefánsdóttir og starfar hún hjá félaginu enn þann dag i dag. A stofnfundi voru laun Sigrúnar ákveðin 2000 krónur á mánuði, og fjárráð voru ekki meiri en það aö fá þurfti lánað fyrsta skrifborðið. En allt hefur gengið vel og á nú Islenzkur heimilisiönaður sem fyrr segir 25 ára afmæli. —AB Myndarlegt Iðnaðarblað komið út: 16.400 manns störfuðu að iðnaði árið 1975 - fiskiðnaður og byggingaiðnaður ekki talinn með Frjálst íramtak hefur nú byrjaö útgáfu á myndarlegu blaði um iðnað, og heitir það Iðnaðarblað- ið. Þetta er sérrit um iðnaöarmál og er fjallað um þessa atvinnu- grein á innlendum og erlendum vettvangi, sagt frá tækninýjung- um, markaösmálum, fræöslu-og félagsmálum. Aður en ráðist var i útgáfu blaðsins var haft samband við þá er starfa við hinar ýmsu greinar iðnaðarins og áhugi þeirra á sliku blaði kannaöur. Mikill áhugi kom i ljós og var það samdóma álit, að brýn þörf væri á útgáfu sliks blaös, þar sem sjónarmið iönaö- arins, og þeirra, sem að honum standa, beint eöa óbeint, kæmu fram. 16.400 manns. Iönaðurinn gegnir mjög vax- andi hlutverki i atvinnulffi Islend- inea. 1 forvstugrein, sem Arni Vilhjálmsson, prófessor, skrifar segir hann, aö árið 1972 hafi iðn- aðurinn fyrir utan fiskiðnað oe byggingariðnað, veitt 15.700 manns atvinnu og um 16.400 manns árið 1975, sem þá hafi numið 17,5% af samtals 93.500 i starfi, miðað við full ársverk. „Þessi iönaður stendur mjög vel fyrir sinum hlut I þjóðarfram- leiðslu. Hann er orðinn ómissandi i gjaldeyrisöflun, en að megin- stofni fæst hann þó enn viö gjald- eyrisspörun, sem ekki er siður mikilvæg”, segir Arni i forystu- grein sinni. Otgefandi segir, aö blaðið muni taka þeim breytingum, sem kröf- ur timans segi til um— Iönaðar- blaðið er þriðja sérritið um islenzka atvinnuvegi, sem Frjálst framtak hf. gefur út. Hin blöðin eru Frjáls verzlun og Sjávarfrétt- ir. Aö auki er Iþróttablaðið gefiö út i samvinnu við ISI. Þessi blöö eru gefin út I 23 þúsund eintökum. — Ritstjórar Iönaöarblaðsins eru Jóhann Briem og Reynir Huga- son. Fyrsta tölublaðið er 100 blað- síður.Þar er meöalannarsfjallaö um matvælaiönað, stóriðju, þró- un og rannsóknir, byggingariðn- aö, islenzka iönkynningu, ullar- og skinnaiönað, fjallaö er um Tækniskóla tslands, Iðnskólann i Reykjavik og Iðnskóla Austur- lands. —AG—

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.