Alþýðublaðið - 01.12.1976, Page 9

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Page 9
iWlÝrtll) Miðvikudagur 1. desember 1976 s Miðvikudagur 1. desember 1976 alþýöu- 'hlaöiö VERKALÝDSMÁL 9 F ALÞYÐUSAMBANDSÞINGi ,,Held þetta verði kröftugt þing'' — sagði Guðjón Jónsson AF ALÞYÐUSAMBANDSÞINGi Guöjón Jónsson, formaöur Fé- lags járniönaðarmanna sagöi,að það væri ýmislegt setn væri að brjótast um i hugum fólks. „Þessi umbrot geta leitt til góðs,” sagði Guðjón, ,,Og þannig gæti þetta þing og þaö sem hér er að gerast, orðiö til þess aö efia starfið og færa nýjan kraft i baráttuna.” Guðjón sagði, að kjaramálin væri mál númer eitt, fyrst og sið- ast. Hann lagði einnig áherzlu á að ákveðin hæta fylgdi þvi að skil- greina launahópa eftir starfs- greinum. Sagði Guðjón að hér ætti auðvitað að ganga úr frá um- sömdum kauptöxtum. Guðjón sagðist vera ánægður með þingið og upphaf þess. „Eg held að þetta verði kröftugt þing og við þurfum þess með,” sagði Guðjón Jónsson að lokum. Björgvin Sigurðsson. Þjóðstjórnarsam vinnan í Alþýðu sambandinu Björgvin Sigurðsson, forseti Al- þýöusambands Suðurlands, sagði á Alþýöusambandsþingi í gær, að þjóöstjórnarsamvinnan I Alþýðu- sambandinu virkaði deyfandi á öll störf þess. „Það er nauðsynlegt að gera hlut láglaunafólks meiri heldur en hann er,” sagði Björgvin Sig- urðsson. Hann sagði að mikil þörf væri á að gera samband hins al- menna félaga við miðstjómina sterkara og nánar. „Þettaerpólitísktstarf sem við erum að vinna og þess vegna fer ekki hjá þvi að verkalýðshreyf- ingin taki pólitiskar ákvarðanir,” sagði Björgvin. ' \ Vv' 1 ■ V : lV' v-r'' Ólafur Hannibalsson. Margrét Auðunsdóttir Það þarf að ókveða lóg markslaun „Þetta eru grundvallaratriði, sem menn verða að skilja og þess vegna er nauðsynlegt fyrir verka- lýðshreyfinguna að ná sem mestri pólitiskri samstöðu,” sagði forseti Alþýðusambands Suðurlands þegar blaðamaður Alþýðublaðsins ræddi stuttlega við hann á Hótel Sögu i gær. Margrct Auðunsdóttir, fyrrvcr- andi formaður Sóknar og núver- andi miðstjórnarmaður, sagði, að sér hefði fundist setning þingsins takast mjög vel og allt fara þar virðulega fram. „Dagurinn i gær skilaöi mikilli vinnu,” sagði Mar- grét. „Annars veit ég ekki hvort þetta þing verður eitthvað öðru- vísi en hin. Og þó. Þaö á að ræða um stefnuskrána. Og þetta er pólitisk stefnuskrá, sú fyrsta frá þvi Alþýðusambandið og Aiþýðu- flokkurinn voru eittog hið sama.” — Er eitthvað meira um rót- tækar raddir nú en áður? „Nei, þaðheld ég ekki. Róttæk- ar raddir hafa alltaf verið á Al- þýðusambandsþingi og ég vona að svo verði áfram,” sagði Mar- grét Auðunsdóttir. „Það er mikið talað um lág- launahópa og Island sem lág- launasvæði. Lifsgæðakapphlaup- ið heldur áfram, fólk vill þetta og fólk vill hitt og samt erum við með lægstulaun sem þekkjast. Ég held að þetta ástand stafi ekki bara af þvi að við höfum slæma rikisstjórn. Ég held að sökin liggi einnig hjá okkur sjálfum,” sagði Margrét Auðunsdóttir. V Margrét sagðist vera san|ifærð um að nauðsynlegt væri að ná samstöðu um ákveðin lágmlarks- laun. „Við þurfum að gera þajð að stefnuskrárkröfu að sett jyerði lágmarkslaun. Þetta tekst ein- ungis með þvi að verkalýðshreyf- ingin standi einhuga saman.” Margrét sagðist telja,að ef ekki næðist samstaða um þetta mundu sterku hóparnir halda áfram aö fá sinu framgengt, en þeir sem verst stæðu yrðu undir. „Ef verkalýðshreyfingin verö- ur ekki fyrri til þá mun ihaldið ná undirtökunum og setja lágmarks- laun,” sagði Margrét. „Þaðer þess vegna nauðsynlegt að verka- lýðshreyfingin haldi vöku sinni og krefjist þess skijj ðislaust að sett verði lágmarkasiun.” Hefur farið vel af stað Ólafur Hannibalsson, skrif- stofustjóri ASÍ, var mjög ánægð- ur með upphaf þingsins. „Ég held að þetta hafi farið nokkuð vel af stað,” sagði Ólafur, en benti jafn- framt á að margar hendur hefðu unnið mikið og gott starf við und- irbúning þingsins. Þegar blaðamaður spurði Ólaf hvort nokkuð sérstakt hafi borið til tiðinda fyrsta dag þingsins nefndi Olafur allsherjaratkvæða- greiðsluna um Múrarasamband- ið. Það var Pétur Sigurðsson frá Sjómannafélagi Reykjavikur, sem óskaði eftir allsherjarat- kvæðagreiðslunni, en eins og áður segir var aðild Sambandsins felld með 30.625 atkvæðum gegn 10.900. Eitt félag var tekið inn i ASÍ, en það er Félag leiðsögumanna.. Enginn ágreiningur varð um inn- töku þess félags. Forsetar þingsins voru kjörnir Eðvarð Sigurðsson, Karl Steinar Guðnason og Auður Torfadóttir, en ritarar þau Gretar Þorleifs- son, Hafnarfirði, Björk Thomsen, VR.,Hannes Helgason Trésmiða- félagi Reykjavikur og Halldóra Sveinsdóttir, Sókn. Sigfinnur Karlsson, Guðjón Jónsson og fleiri Það á ekki að beita láglaunafólki fyrir vagninn Sigfinnur Karlsson var i ræðu- stól þegar blaðamaður og Ijós- myndari Alþýðublaðsins litu inn á Aiþýðusambandsþing I gærmorg- un.Sigfinnur var að senda fram- sóknarmönnum tóninn. Hann sagði að það væri eitt dálitið sér- stakt með framsóknarmenn og það væri að það væri aldrei hægt að treysta þeim. Þeir hefðu tckiö þátt i rikisstjórnum til hægri og vinstri, cn hlaupið af hólmi þegar þeir hefðu talið sér það hcppilegt. Þegar blaðam. spurði Sigfinn hvort hann teldi ekki að einhverj- ir „réttlátir” kynnu að finnast i röðum framsóknarmanna, brosti hann við og sagði: „Jú auðvitað finnast þar lika ýmsir ágætis menn.” Það var auðheyrt á umræðun- um i gærmorgun að stjórnmálin voru komin á dagskrá. Yfirgnæf- andi meirihiuti þingfulltrúa litur svoá.aðá tslandi sitji nú duglaus og mjög slæm rikisstjórn. En meðal fulltrúa á Alþýðu- sambandsþingi eru einnig raddir sem eru að burðast við að réttlæta gjörðir stjórnarinnar. En allar eruþærmeira ogminna hjáróma. „Ég held að þetta þing verði mjög mótandi fyrir nýja stefnu i kjaramálunum,” sagði Sigfinnur. „Það á ekki að beita láglauna- fólki fyrir vagninn til þess að draga alla aðra upp. Ég er á móti sliku,” sagði Sigfinnur Karlsson, forseti Alþýðusambands Austur- lands. Sigfinnur sagði að raddir fólks- ins utan af landi hefðu ekki heyrst nógu vel. „Þetta fólk hefur ýmis- legt tilmálanna aðleggja, og þeir sem stjórna hafa gott af þvi að hlusta á hvað þetta fólk hefur að segja.” „Það er þó alger misskilningur að stjórn Alþýðusambandsins hafi á einn eða annan hátt brugð- ist láglaunafólki. En það þarf meira samband og meiri skiln- ing.” Ásmundur Stefánsson meö starfsfólki þingsins. Undirbúningsstarf- ið í fullum gangi Undirbúningurinn fyrir 33. þing Alþýðusambandsins hefur staðið yfir allt frá þvi i sumar. Hagræð- ingarnir Bolli Thoroddsen og Sig- urþór Sigurðsson éru hér við störf ásamt Sigurði Guðgeirssyni, starfsmanni hjá Dagsbrún. Það er t.d. ekki svo litil vinna i þvi að koma 390 fulltrúum fyrir i Súlnasalnum. Á borðunum má lesa nöfn þeirra verkalýðsfélaga, sem þar eiga fulltrúa Þarna má sjá nöfn eins og Félag mat- reiðslumanna, Bilst jórafélag Rangæinga, Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki, Verkalýðsfé- lag Stykkishólms, Verkamanna- félagið Hlif, Hafnarfirði og Verkakvennafélagið Snót, Vest- mannaeyjum. Sum þessara félaga eiga marga fulltrúa á þinginu, eins og t.d. Verzlunarmannafélag Reykja- vikur, sem telur 6.429 félags- menn, Dagsbrún með 3.814 og Iðja i Reykjavik með 2.627 félags- menn. Þegar allsherjaratkvæða- greiðsla fer fram á ASl þingi þurfa starfsmenn þingsins að hafa sig alla við. Að visu hafa öll gögn verið útbúin fyrirfram, en samt er mikið stúss og stapp i kring um þetta allt saman, sögðu þeir Bolli og Sigurþór. Vægihvers félags er i samræmi við félagaf jölda og er lægsta vægi 25 en hámarksvægi 175. Vægið er reiknað út með þvi að deila fjölda fulltrúa i félagafjölda og hleypur vægið á tölunni 25. Þannig eru t.d. VR, Dagsbrún og Iðja i Reykjavik öll með há- marksvægi 175. VR. er með 35 íulltrúa, Dagsbrún með 22 og Ið.ja 16. Ef litið er á þetta frá hinni hliðinni er t.d. Bilstjórafélag Rangæinga með lágmarksvægið 25, einn fulltrúa, en félagar i þvi félagi eru einnig 25 talsins. Bók- bindarafélag Islands er með 159 félagsmenn og tvo fulltrúa. Vægi þess félags við allsherjarat- kvæðagreiðslur er 75. Það sem hér hefur verið sagt frá er tiltölulega einfalt. En það er langt frá þvi að það sé auðvelt að vinna úr svona uppsetningu þótt við hendina séu bæði hag- fræðingarog mikill fjöldi annarra góðra starfskrafta. Og svo er það skrifstofustjóri ASt, Ölafur Hannibalsson. Hann er búinn að vera á eiiifum þönum út af undirbúningi þingsins. Hann hefur einnig orðið að hafa ofanaf fyrir, og aðstoða. erlendu fulltrú- ana, sem mættir eru á þinginu. Einnig hefur komið i hans hlut að veita ýmiss konar almennar upp- lýsngar, bæði til fulltrúanna utan af landi og svo auðvitað til forvit- inna fréttamanna, sem áhuga hafa á störfum þingsins. 1 einum hliðarsal á annarri h.æð HótelSögu rákust blaðamaður og Ijósmyndari Alþýðublaðsins á hóp manna, sem unnu við frágang gagna til þingfulltrúa. Þarna mátti sjá, auk Asmundar Stefánssonar, hagfræðings ASt, þau: Auði Styrkársdóttur, Björn Björsnsson, Úlfar Hjörvar, Berg- ljótu Stefánsdóttur og Kristinu Mantyla. Þarna var greinilega allt á fullu og ekki ástæða til að tefja mannskapinn frá þvi að koma út skýrslum, ræðum og öðr- um gögnum þingsins. “ya ■ Bolli Thoroddsen, Sigurþór Sigurðsson og Sigurður Guogeirsson. Myndir: Axel T. Ammendrup

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.