Alþýðublaðið - 15.12.1976, Side 11
UTLÖNDll
ElþýðU'
blaöiö
AAiðvikudagur 15. desember 1976
SOVETRÍKIN EFLA TENGSL SÍN
VIÐ KHADDAFI í LÍBYU
Heimsókn Khadaffis leiðtoga
Libýumanna til Sovétrfkjanna
fyrirskömmu er liklega gerð til
þess að undirstrika samskipti
rikjanna tveggja, sem hafa
verið i vinsamlegra lagi að
undanförnu. Libýa var löngum i
nánu sambandi við Vesturlönd,
eða þar til fyrir 7 árum, þegar
Idris kóngur var settur af. Sfðan
hefur stjórn Libýu hallazt æ
meira í austurátt. Sumir segja
að það sé i taktiskum tilgangi
gert, fremur en að um sé að
ræða tiltakanlega hrifningu
ráðamanna Libýu af stjórnar-
fari i Austur-Evrópu.
Norskur blaðamaður, Jens
Nauntofte, segir nýlega frá þvi,
erhann var á ferð i Libýu fyrir
þremur árum og hitti þá m.a. að
máli sjálfan Khaddafi. Leiðtog-
anum var þá tiðrætt um hinar
skörpu andstæður á milli risa-
veldanna tveggja, Bandarikj-
anna og Sovétrikjanna. — Við
eigum ekki, fremur en önnur
lönd i þriðja heiminum, að
treysta á annað hvort risaveld-
anna, sagði hann. Þau reyna
alltaf að treysta hagsmunasam-
bönd og efla áhrif sin. Khaddafi
viðraði hins vegar þeim mun
meira kenningu sina um stjórn-
mál þriðja heimsins. Að sögn
norska blaðamannsins, var þar
um að ræða mjög svipaðar
kenningar og Nassar og Nehrú
héldu á lofti, kryddaðar
múhameðstrúarboðskap
leiðtogans sjálfs. Hann hélt þvi
fram, að visdómur Kóransins
ætti að breiðast út sem viðast og
sérstaklega væri hans þörf á
Vesturlöndum. Hann virtist hins
vegar hafa minni von með frels-
un sálnanna i austri. Hann gaf
svo blaðamanninum eitt eintak
af Kóraninum þegar leiðir
PÖ3gorny forseti var mættur á
Moskvuflugvellitil þess að taka
á móti leiðtoga Libýu. Handa-
bandið var látið nægja, enda
Khaddafi iitt kyssilegur maður.
þeirra skildu, þannig að sálar-
heill ljins siðarnefnda ætti að
vera borgið.
Sovézkir sérfræðingar
og vopn
Sovétrikin sjá Libýu fyrir
vopnabúnaði, sem greiddur er
með hluta af oliuauði landsins.
Einnig er vaxandi straumur
sovézkra sétfræðinga til Libýu,
likt og var til Egyptalands um
1972. Hér eru þvi greinilega á
ferðinni gagnkvæmir hagsmun-
ir landanna. En hvað um hlut-
levsisstefnu Libýu?
Það fyrsta sem gestir i Libýu
sjá á flugvellinum i Tripolis, er
libýskt veggblað sem sýnir
sjálfan Khaddafi á þeysispretti
á hesti sinum og er hann að þvi
kominn að reka sverð sitt i gegn
um heimsvaldasinnaða ófreskju
iliki Sáms frænda. Sámur hefur
dollara i augnatóftunum og er
hinn tætingslegasti i útliti.
Libýa hefur veitt mörgum
baráttuhreyfingum aðstoð,
meðal annars frelsissamtökum
palestinumanna. Stjórnkerfið i
sjálfri Libýu er i veigamiklum
atriðum ólikt þvi sem gerist i
Egyptalandi, en það sver sig
hins vegar mjög i ætt við
evrópskan sósialisma. Megin-
einkenni stjórnkerfisins er
einka-kapitalismi, en mikil
spilling er i kerfinu sjálfu.
Viðhorf Khaddafis til félags-
legs réttlætis, sem hann heldur
svo m jög á lofti, á sér ekki rætur
i Kommúnistaávarpinu, heldur i
bedúinaheimi barnæskunnar og
kenningum Kóransins um
þjóðfélagið. Heimsókn hans til
Moskvu mun ekki leiða til veru-
legra breytinga innanlands eða
breytingar á utanrikisstefnu,
heldur er miklu fremur stað-
festing á þvisem vitað var áður.
Libýa er Sovétmönnum afar
mikilvægur hlekkur í áhrifa-
keðju þeirra i Afriku. Landið er
mikilvægt af mörgum orsökum,
ekki sízt vegna valdaaðstöðu
Libýu sem mikils oliufram-
leiðslulands.
Fyrirmyndar lýðræðis-
riki
Khaddafi nýtur þess mjög að
dásama stjórnkerfið i Libýu,
sem að hans áliti er hið
lýðræðislegasta allt frá dögum
Grikklands hins forna. — Hér er
það fólkið sem ræður ferðinni i
krafti grund vallaratriða
lýðræðisins, segir hann. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að
mjög litill hópur manna fer i
raun með allt ákvörðunarvald i
meirháttar málum, svo sem i
utanrikismálum, landvarnar-
málum, oliuiðnaði og fleirú.
Siðan er gefin út tilkynning um,
að svona og svona skuli þessum
málum háttað. í Libýu eru nú
600.000-700.000 erlendir verka-
menn, flestir frá Egyptalandi.
Palestinu, Súdan, Chad, Túnis
og Alsir. Þeir hafa lagt grunn-
inn að þessu „afriska efnahags-
undri” sem oft er lofað á
Vesturlöndum. Libanska yfir-
stéttin lifir i miklum vellysting-
um og hefur byggt sér voldugt
skrifræðisbákn til styrktar
drottnun sinni. Egyptar kalla
Libýumenn stundum herraþjóð.
En vald Libýu byggist á oliu-
auðnum og með sinni dollara-
pólitik og aðild að samtökum
oliuframleiðslurikja, OECD,
hefur landið mikil áhrif i Afriku.
Sovétmenn hafa lagt mikla
áherzlu á að efla tengsl sin við
ráðamenn i Tripolis siðan
stjórnirnar i Egyptalandi og
Súdan settu þeim stólinn fyrir
dyrnar.
I Moskvu var þvi rætt um
vopnakaup, oliuverð og málefni
Afriku, en hugmyndafræðin
lögð til hliðar. Kórarinn verður
eftir sem áður það sem
Khaddafi notar sem sina heiztu
hugmyndauppsprettu.
(Byggt á grein eftir Jens
Nauntofte i Arbeiderbladet)
— ARH
Fréttir frá Sameinuðu þjóðunum
Nr. 9. Nóvember 1976.
Ný ríki í öryggisráðið.
A Allsherjarþinginu voru
nýlega kjörin fimm riki til að taka
sæti i öryggisráðinu til næstu
tveggja ára, frá og með 1. janúar
1977. Þessi riki eru: Cariada, Ind-
land, Mauritius, Venezúela og
Vestur-Þýskaland. Þau fimm riki
sem hverfa úr öryggisráðinu um
áramótin eru: Sviþjóð, Guyana,
ttalia, Japan og Tanzania. Enn
önnur fimm riki, auk þeirra sem
þar eiga fast sæti eiga svo sæti i
öryggisráðinu, en það eru Belgia,
Libýa, Pakistan, Panama og
Rúmenia, Kjörtimabil þeirra
rennur út i lok ársins 1977.
Waldheim vill
halda áfram
Um miðjan október tilkynnti
Kurt Waldheim aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, að hann gæfi kost á sér
til að gegna áfram stöðu aðal-
f r a m k væ m d a s t j ór a , ef
samkomulag yrði um það i
öryggisráðinu, en fimma ára
kjörtimabili Waldheims lýkur nú
um áramótin. Hann kvaðst telja
það i senn „forréttindi og
heiður”, ef hann yrði beðinn um
að gegna starfinu áfram. Er
Waldheim tilkynnti þessa
ákvörðun sina greindi hann jafn-
framt frá tilmælum frá fjölda
þjóða og samtaka, er honum
hefðu borizt um að gegna starfi
aðalframkvæmdastjóra áfram.
Þar á meðal voru tilmæli frá
Einingarsamtökum Afrikurikja,
OAU, og höfðu þau verið sam-
þykkt i einu hljóði.
Fleiri eru þeir sem gefa kost á
sér til þessa starfs. Þeirra á
meðal er Shirley Hamilton Amer-
ashinge, forseti Allsherjar-
þingsins, en hann hefur um árabil
verið fastafulltrúi Sri Lanka hjá
Sameinuðu þjóðunum, og er auk
þess forseti Hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur
Echeverra, Mexikóforseti, einnig
tilkynnt að hann gefi kost á sér
sem aðalframkvæmdastjóri.
Niðurstöður Efnahags-
málakönnunar.
Nýlega voru birtar niðurstöður
meiriháttar athugunar, sem
hefur verið gerð á vegum Sam-
einuðu þjóðanna á hagvexti i ver-
öldinni, og framtiðarhorfum fram
til ársins 2000. Þessa könnun
gerði hópur sérfræðinga undir
stjórn nóbelsverðlaunamannsins
Wassily Leontief frá Banda-
rikjunum. Skýrslan er löng og
itarleg, en i niðurstöðum hennar
kemur það fram að ef
gripið verður til réttra
aðgerða, þá ætti að vera unnt að
minnka bilið milli riku og fátæku
þjóðanna um helming frá þvi sem
nú er um næstu aldamót, og halda
samt áfram að bæta lifskjör i
auðugu rikjunum.
í skýrslu sérfræðinganna er
lögð megináherzla á, að i
þróunarlöndunum verði að eiga
sér stað gifurlegar breytingar,
svo og verði að koma á nýskipar.
efnahagsmála i veröldinni i heild.
Að öðrum kosti muni greiðslu-
hallavandamál standa i vegi fyrir
eðlilegum vexti og viðgangi i
þróunarlöndunum næstu tuttugu
og fimm árin.
Það kemur fram i skýrslu sér-
fræðinganna, að sá ógnvaldur,
sem margir hafi óttast einna
mest, mengunin, sé viðráðanleg
og kostnaður við að halda henni i
skefjum þurfi ekki að verða svo
gifurlegur að hann hamli
eðlilegum hagvexti. Þá kemur
það fram, að ekki þurfi að óttast
að málmar eða verðmæt jarðefni
þverri fyrir aldamót, jafnvel þótt
þróunin verði allör.
Eitt mikilvægasta atriðið i
þessar skýrslu, en Hollendingar
kostuðu gerð hennar að lang
mestu leyti, eru þeir útreikn-
ingar, sem þar er að finna og
tillögur um það hvað gera þurfi i
verðlags- og viðskiptamálum til
þess að mjókka bilið milli tekna á
hvern ibúa i auðugu löndunum og
i þeim fátæku.
Fimmtán efnahagsmálasér-
fræbingar úr öllum álfum komu
saman til fundar i New York i
byrjun þessa mánaðar til að fjalla
um niðurstöður skýrslunnar og
frekari notkun tölvukerfanna,
sem saman voru sett er verið var
að, vinna að gerð hennar.
Vopnasölubanni hafnaö.
Eftir umræður, sem samtals
stóðu i þrjár vikur urðu fulltrúar i
Oryggisráðinu að sætta sig við
það i þriðju viku október, að þar
gat ekki orðið um aö ræða sam-
komulag, er allir gætu við unað.
Þrjú af vesturveldunum, Banda-
rikin, Bretland og Frakkland,
beittu neitunarvaldi gagnvart
tillögu þar sem kveðið var á um
algjört bann við vopnasölu til
Suður-Afriku. Fulltrúar Japan og
ítaliu greiddu ekki atkvæði, en
hin tiu rikin I öryggisráðinu,
þeirra á meðal Sviþjóð greiddu öll
atkvæði með tillögunni. I til-
lögunni var meðajv annars komist
þannig að orði, að áframhaldandi
stjórn Suður-Afriku i Namibiu
væri ógnun við heimsfriðinn.
Fulltrúar vesturveldanna, sem
beittu neitunarvaldi, gerðu allir
grein fyrir atkvæði sinu og voru
orð þeirra mjög á eina lund, að
þótt svo riki þeirra seldu ekki
vopn til Suöur-Afriku, þætti þeim
tillagan eins og hún var orðuð
ekki timabær á þessu stigi
málsins, og töldu að viðleitni
bandariska utanrikisráðh. Henry
Kissingers til að koma af stað
samningaviðræðum i suðurhluta
Afriku gæti orðið til þess að Sam-
einuðu þjóðirnar næðu settu
marki i Namibiu málinu með þvi
að fara samningaleiðina. Þvi
væri ekki timabært að samþykkja
þessa tillögu. Svipað sögðu
fulltrúar Japans og ítaliu, sem
eins og áður sagði greiddu
ekki atkvæði.
Þeir sém studdu þessa tillögu
létu hinsvegar svo ummælt að
nauðsynlegt væri að þrýsta
ennfrekar á stjórn Suður-Afriku i
þessu máli. Ekki aðeins hefðu
Suður-Afrikumenn hertökin á
Namibiu á undanförnum vikum
og mánuðum, heldur hefðu þeir
einnig notað Namibiu sem
stökkpall til að fara með ýmis-
konar ófriði á hendur öðrum
rikjum i þessum hluta álfunnar.
Fulltrúar margra rikja gagn-
rýndu Bretland, Frakkland og
Bandan harðlega fyrir að beita
neitunarvaldinu i þessu tilviki, og
sögðu að það gæti aðeins orðið
stjórninni i Pretoriu hvatning til
þess að halda áfram á sömu
braut.
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Sillli 7 1200 — 7 1201
0»* ®
P0STSENDUM
TRULOFUNARHRINGA
jtfMíííjjSh jloli.iunts llnisson
TBjMgaP l.iug.ibrgi
SS'iuu 10 200
>
DÚflA Síðumúla 23 /ími 84200
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Ó.ðinstotg
Símai 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 11463
onnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerum upp gömul huepopn