Alþýðublaðið - 15.12.1976, Side 14
14 USTIR/MENNING
Miðvikudagur 15. desember 1976
alþýðu-
blaðið
Nýjar plötur
VANDAÐIR GÖTUSKÓR
Skógerð Spilverks þjóðanna hefur
heppnazt með ágætum
tJt er kominn á veg-
um Steinars h.f. ný
hljómplata, með Spil-
verki þjóðanna hin
þriðja i röðinni, en Spil-
verkið skipa þau, Val-
geir Guðjónsson, Egill
Ólafsson, Sigurður
Bjóla og Sigrún Hjálm-
týsdóttir.
Platan sem ber heitið Götu-
skór hefur aö geyma 15 lög öll
samin og útsett af Spilverkinu.
Textar við lögin eru allir á is-
lenzku og eru þeir samdir af
þeim Spilverksmönnum, utan
einn sem Spilverkið hélt vera
eftir Þorstein Valdimarsson,
en reyndist þegar til kom hafa
skolast allverulega til i höndum
þeirra. Engu að" siður veitti
skáldið góðfúslega leyfi sitt til
að hinn breytti texti birtist, en
fyrirmyndin er þó birt til hlið-
sjónar.
Upptakan fór fram i Hafnar-
firði i september og október sið-
astliðnum og voru notaðir til
hennar rúmlega 200 upptöku-
timar sem mun vera allmikið á
islenzkan mælikvarða.
Auk Spilverkanna koma fram
á plötunni ýmsir valinkunnir
hljóöfæra leikarar sem aðstoða
við flutning, má þar nefna
Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu-
leikara og konsertmeistara,
NinuFlyer, selló, GunnarEgils-
son, klarinett, Gunnar Ormslev,
saxófón, Guömundur Stein-
grímsson, trommur, Sigurður
Karlsson, trommur, Lárus
Grimsson, orgel, Þóröur Ama-
son, gitar og Helgi Guömunds-
son, munnharpa.
Greinilegt er aö Spilverkið
hefur lagt mikla vinnu og alúð i
gerö þessarar plötu. Ber þá
fyrst að nefna tónlistina sem er
kunnáttusamlega samin auk
þess að vera vel flutt.
Eins og tyrr sagði eru allir
textar á islenzku og er það á-
nægjuleg breyting frá fyrri plöt-
um, mun Sigurður Bjóla eiga
mestan — ef ekki allan heiður af
þeim. í heildina eru textarnir
góðir og sumir hverjir mjög
góðir. En það ber að hafa I huga
þegar verið er að fjalla um texta
sem þessa, að þeir eru fyrst og
fremst samdir við ákveðnar
laglinur og stef og ber þess
vegna að lita á lag og texta sem
eina heild.
Engu að siður er freistandi að
taka nokkra valda texta út úr og
stilla þeim upp sem fullgildum
ljóðum, en það er önnur saga.
Ekkiersvohægtaðskrifa svo
um plötu þessa, að ekki sé
minnst á plötuumslagið sem
Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur
unnið og minnist blaöamaður
þess ekki að hafa séð annað
eins, utan um islenzka plötu.
Sem sagt, GOTT!!
— GEK
SPEGLUN
þrumuplata frá Eik
Hljómsveitin Eik
sendi frá sér fyrstu
hljómplötu sina fyrir
siðustu helgi. Hér er
um að ræða þrumugóða
rokkplötu með sjö lög-
um, sem utan eitt eru
eftir félaga i hljóm-
sveitinni.
Eitt lagið, Stormy Monday, er
hinsvegarerlent, gamalþekkt, I
prýðisgóðri útsetningu Eikarfé-
laga en eftir Aaron Walker.
Hljómsveitina Eik skipa þeir:
Lárus H. Grimsson, hljómborð
og flauta, Þorsteinn Magnús-
son, gitar, Sigurður K. Sigurðs-
son, söngur, Haraldur Þor-
steinsson, bassi og Ólafur J.
Kolbeins, trommur.
Það sem vekur mesta athygli
við þessa frumraun Eikar i
plötuútgáfu eru „instrúment-
al”-lögin á henni. Siðari hliðin
er eingöngu spiluð og er óhætt
að segja, að betri tónlist af þvi
tagi hafi ekki komið á hljóm-
plötu islenzkrar hljómsveitar.
Sama má segja um spiluðu kafl-
ana i siöasta lagi fyrri hliðar,
Keep on gion’. Skemmtilegur
flautuleikur setur svip sinn á
þess lög likt og hjá hljómsveit-
inni Jethro Tull, þótt að öðru
leyti sé engan veginn hægt að
likja þessum tveim hljómsveit-
um saman.
Lögin á plötunni heita:
Stormy Monday, Memories,
Funky Beat, Lullaby og Keep on
Goin’ á fyrri hliö, en á seinni
hlið eru aðeins tvö lög, „instru-
mental”, eins og fyrr er sagt,
Hugsýn og Speglun, en platan
ber einmitt nafn þessa siðasta
lags.
Sem rokkplata er þessi Eikar-
frumraun skinandi góö. Byggist
að sönnu upp á rokkfrösum að
miklu leyti, en þeir félagarnir
fara mjög vel með þá. öll spila-
mennska er mjög góð og þótt
flautuleikurinn hafi verið tekinn
út úr hér að framan, ber ekki að
lita svo á að hann sé að neinu
Fyrst áröngunni heit-
ir ný hljómplata sem
gefin er út af GB-útgáf-
unni, en að baki þeirri
skammstöfun felast
þeir Gunnlaugur Mel-
steð og Birgir Viðar
Halldórsson.
Gunnalugur er söngvari og
bassaleikari i hljómsveitinni
Haukum en það er einmitt hún
sem flytur tónlistina á þessari
plötu. Aðrir i hljómsveitinni eru
Rafn Jónsson, trommari, Rúnar
Þórisson gitaristi og Magnús
Kjartansson hljómborösleikari.
Góða aðstoð viö upptökuna
veittu siðan þeir Rafn Haralds-
son trommuleikari og Sven
Arve gitarleikari og blásari, en
þeir voru báðir félagar f Hauk-
um hér á árum fyrr, auk reynd-
ar Sveins Guðjónssonar sem
raddar nokkur lög
leyti alráður á þessari plötu,
vakti aðeins athygli blaða-
mannsins. En textarnir eru
skelfilegt þrugl, sérstaklega
textinn Funky Beat, sem auk
þess að vera fáránlegur i sjálfu
sér, á engan veginn við lagið
sjálft. — Auk þess fara enskir
textar i finu taugarnar á undir-
rituðum, þegar islenzkar hljóm-
sveitir eiga i hlut.
En i stuttu máli: Þetta er góð
plata og þeir sem hafa gaman
að góðu rokki ættu að fá sér
hana. —hm
Þessi nýja plata þeirra félag-
anna er ekki á neinn hátt tónlist-
arlegt afrek, enda er það ekki
tilgangurinn að sögn þeirra.
Þetta er dæmigerð Haukaplata,
létt og skemmtileg lög, þokka-
lega spiluð og umfram allt fjör-
ug. Sem sagt plata sem maöur
hlustar á sér til skemmtunar en
ekki til að „pæla i”. Mætti jafn-
vel með sanngirni segja að
þarna sé á ferðinni kjörin partý-
tónlist, enda á hún áreiðanlega
eftir að seljast sem slik.
Höfundar laga eru nokkrir
valinkunnir, Schubert, ómar
Óskarsson, Otis Blackwell, Jó-
hann G. , Magnús Kjartansson,
Jóhann Helgason og Lilli Popp,
sem mun vera 17 ára náttúru-
barn i tónlist vestur á Patreks-
firði, að sögn Hauka. Hins vegar
vissu þeir ekki hvaö hann heitir
réttu nafni, þótt ærin ástæða
væri til, þar sem lagið hans,
Kvartmiluklúbburinn, er prýði-
legt. Um kveðskapinn sjá Krist-
inn Kristinsson, Jóhann Helga-
son, Jóhann G., Magnús Kjart-
ansson og Þorsteinn Eggerts-
son. Hreint ekki dýr kveðskap-
ur, en glettin og ætlað það hlut-
verk að bæta geð manna sem
hann gerir yfirleitt.
Eins og fyrr ségir er hér um
hreina Haukaplötu að ræöa og
það raunar svo mjög að ekki
hefur þótt ástæða til aö fegra
rödd Gunnlaugs Melsteð á
nokkurn hátt. Enda væri það
ekki i HáukastiFaö gerá rödd
hans tæra og það er hún sannar-
lega ekki. —HM
Fyrst á röngunni:
EKTA HAUKAPLATA
Gagnrýnendur velja myndir:
RJÓMINN AF ÍS-
LENZKRI MYNDLIST?
A laugardag var opnuð nýstár-
leg listsýning á Kjarvalsstöðum.
Listgagnrýnepdur völdu 75 lista-
verk af sýningum liðins árs og
settu upp sýningu, þannig að lita
má á þessa sýningu sem rjómann
af islenzkri myndlist siðasta árs
af einka- og samsýningum.
Listamennirnir sem þarna sýna
eru 16 og eru 3-7 verk eftir hvern
TRULOF-
HRINGAR
Fljót afgreiösla
jSendum gegn póstkröfu
Guðmundur Þorsteinsson
gullsmiöur
^Bankastræti 12, Reykjavik. j
þeirra. Þeir eru :Gunnar örn,
Kristján Daviðsson, Ragnheiður
Ream, Haukur Dór, Hjörleifur
Sigurösson, Asgeröur Búadóttir,
Sigurjón Ólafsson, Torfi Jónsson,
Richard Valtingojer, Þórður
Hall, Kristján Kristjánsson,
Ragnheiður Jónsdóttir, Magnús
Kjartansson, Karl Kvaran, Jó-
hannes Geir og Magnús Péturs-
son.
—hm
Tækni/Vísindi >
1. Rannsóknir þær sem nú eru
gerðar á Veddelselnum snúast
aöallega um hæfni hans til þess
að vera lengi i kafi súrefnislaus
og köfunargetu hans.
Leyndardómur Veddel selsins 2.
2. Visindamenn frá Skripps
hafrannsóknarstofnuninni i San
Diego rei stu rannsóknarstöö á
heimskautaiSnum.
79S-2.
4. Niöurstööur þessara rann-
sókna sýndu aö dýr þessi eru
fær um aö gera hluti, sem
visindin geta ekki enn skýrt svo '
viðunandi sé. _.
3. Visindamennirnir veiddu
seli lifandi, settu á þá sendi og
mælitæki og gátu þvi fylgst meö
sundhraöa og dýpinu sem
selirnir voru á.