Alþýðublaðið - 21.01.1977, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 21.01.1977, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9 ssssr Föstudagur 21. janúar 1977. íslendingar duglegir við tékkaskriftir: 147 ÞÚSUND TÉKKAR ÚTGEFNIR SÍÐ- USTU TVO DAGA DESEMBERMANAÐAR - Áætlað framleiðsluverð á hverju ávísanablaði 23 krónur Sam vinnunefnd banka og sparisjóöa auglýsti i gær hækk- un á verði tékkhefta. Kosta 25 blaða hefti hér eftir kr. 375, en 50 blaða hefti kr. 750. Hækkuninni er ætlað að stuðla að breyttri notkun ávísana, þannig að menn dragi úr útgáfu ávisana með lágum upphæðum og þannig fækki ávisunum i umferð. Samvinnunefnd banka og spari- sjóða gerði könnun á dreifingu bókfærðra tékka á Reiknistofu bankanna dagana 30. og 31. des- ember 1976 og kom i ljós að hvorki meira né minna en 19% tékkanna voru útgefnir á lægri upphæb en kr. 500! Samanlagð- ur fjöldi ávisa þessara er 18.646, þannig að ljóst er að áköf ávisanaútgáfa veldur starfs- fólki bankanna miklum erfið- leikum I reikningshaldi. Islend- ingar virðastmikiltékkaþjóð, ef dæma má af ótrúlegum fjölda ávisana sem þeir skrifa daglega — oft meira af kappi en forsjá. Þannig var samanlagður fjöldi útgefinna tékka þessa tvo sið- ustu daga siðasta árs 142.921! Prentkostnaður ávis- ana mikill Björn Tryggvason formaö- ur Samvinnunefnda banka og sparisjóða sagði i samtali við Alþýðublaðiö, að áætlaður prentunarkostnaður eins 25 blaða tékkheftis væri kr. 575 eða 23 kr. pr. eyðublað. Þegar heftin kostuöu 150 kr., eða 6 kr. per blað, var bilið á milli fram- leiðslukostnaðar og söluverös afar breitt. Samkvæmt nýju gjaldsklránni kostar hvert eyðu- blað 19 kr., þannig að enn vant- ar 4 krónur upp á að reiknings- hafi greiði að fullu framleiðslu- kostnaðinn á ávisunum sem hann notar. —ARH SAMVINNUNEFND BANKA OG SPARISJÓDA DREIFING TÉKKAUPPHÆDA BÓKFÆRDRA TÉKKA HJÁ REI ÁViSANAREIKNINGAR VIKMÖRK UPPHÆDA FJÖLDI TEKKA % 0 - 500 18.696 19.0 501 - 1.000 15.356 15,6 1.001 - 2.000 15. W6 15,9 2.001 - 3.000 8.579 8,7 3.001 - (1.000 9.812 5.0 9.001 - 5.000 5.873 6.0 5.001 - EDA MEIR 29.759 30,3 98,166 100 l ISTOFU BANKANNA DAGANA 30. OG 31.' DESEMBER 1976 HLAUPAREIKNINGAR FJÖLDI TEKKA 7 SAMTALS FJÖLDI TÉKKA 7 3.392 6,9 21.988 15,0 2.256 9,6 17,612 12,0 2.992 6,0 18.088 12,3 2.192 9,9 10.716 7,3 1.993 3.1 6.305 9.3 1.573 3.2 7.996 5.1 35.007 71.8 69.766 99,0 98.755 100 l 196.921 100 l Kven rétti ndaf élag Islands minnist 70 ára afmælis síns Kvenréttindafélag ís- lands verður 70 ára 27. janúar n.k. Þá mun fél- agið efna til fundar um skattamálin, þar sem sköttun hjóna verður sérstaklega tekin fyrir en einnig önnur atriði skattafrumvarpsins. Sólveig ólafsdóttir formaður Kvenréttinda- félags Isiands sagði i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að félagið mundi minnast þessa merkis- afmælis með þvi að boða til umræðufundar um skattafrumvarpið með aðilum vinnumarkaðar- ins. Sagði Sólveig að Kvenréttindafélag Is- lands hefði boðið átta aðilum að taka þátt i þessum umræðum og senda fulltrúa. Þeir eru: Alþýðusam- band íslands, BSRB, BHM, Stéttarfélag bænda, Vinnuveitenda- samband íslands, Kven- félagasamband íslands, Jafnréttisráð og Fjár- málaráðuneytið. —BJ Ráðherra skipar nefnd: Athugar rekstur og þjónustu flóabátanna Samgönguráöherra hefur skip- að nefnd til að gera athugun á rekstri og þjónustu flóabátanna. Nefndin skal athuga reikninga bátanna.sérstaklega hvaö varðar launagreiðslur og annan út- gerðarkostnað, svo og hvort tekjustofnar þessara abila séu eðlilegir miðað viö tilkostnað. Jafnframt er nefndinni faliö að kanna möguleika á endurskipu- lagningu samgangna til og innan einstakra svæða i þvi skyni að ná sem ódýrastri tilhögun flutninga fyrir samfélagið i heild, með eöa án opinberra styrkja. t nefndinni eru Halldór S. Kristjansson, deildarstjóri, sem jafnframt er formaður hennar: Friðjón Þóröarson, alþm., Guömundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar rik., Jón Helga- son, alþm., og Tómas H. Sveins- son, viðskiptafræðingur, i áætl- anadeild Framkvæmdastofnunar rikisins. Samgönguráðherra skipar nefnd: A aðsemja frumvarp til laga - um stofnlánasjóð Á grundvelli þings- ályktunar sem sam- þykkt var á Alþingi sl. vor hefur samgönguráð- herra nú skipað nefnd til að semja frumvarp til iaga um stofnlánasjóð vegna kaupa á vörubif- reiðum, langferða- bifreiðum og stórvirkum vinnuvélum. 1 nefndinni eru Ólafur S. Valdi- marsson, skrifstofustjóri, sem jafnframt er formaður hennar, Agúst Hafberg, framkvæmda- stjóri, Bjarni Bragi Jónsson, hag- fræöingur, Guðmundur Olafsson, forstöðumaður, Gunnlaugur M. Sigmundsson, fulltrúi, Jón G. Halldórsson, framkvæmdastjóri, Ólafur Daviðsson, hagfræðingur, og Stefán Pálsson, framkvæmda- stjóri. Frá Navimor, Póllandi Tveggja þilfara línuveiðarar, neta og togskip Helztu mál: lengd 32.50. breidd 7.60, dýpt frá efra þilfari 5 70 Byggð í klassa + 1A1 Norsk Veritas úthafsísklassa ,7c". ' ' (búðir fyrir 15 menn. Fiskilest_ 185fúmm. Frystilest 19 rúmm. Aðalvél MWM 810 hp á 750 snún. Tvær hjálparvélar 70 KVA 3x380 v. Háþrýstidekkbúnaður frá KarmöyMek. Verksted. Fullkomnustu f iskileitar-, siglinga- og f jarskiptatæki. Verð m|og hagstætt og afgreiöslutimi stuttur, samskonar skip eru í smíðum Ti|á Navimor fyrir Færeyinga. Leitið nánari upplýsinga GUNNAR FRIÐRIKSSON Garðastræti 6 — Símar 1-54-01 & 1-63-41

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.