Alþýðublaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 6
6 ÍÞROTTIR Þriðjudagur 8. marz 1977 Fjórða einvígisskákin: Reykjavíkurmótið í badminton: Hér útskýrir Bjarni Guönason fjórOu einvigisskák þeirra Spasskýs og Horts fyrir vinisinum Halldóri E.Sigurössyni, ráðherra. Ab.m mvndir- GEK jafntefli. Fjórðu skákina tefldi Larsen full frjálslega, fórnaði tveimur mönnum og lék skemmtilega skák. En á móti mönnum eins og Portisch er er- fitt að komast upp meö þaö aö fórna tveimur mönnum. Af sálarstriðinu er það helzt að frétta, aö aöeins tveimur skákum er lokiö og báðum með jafntefli. Svo sem kunnugt er talast þeir Petrosjan og Kortsr ij ekki við og báðir stunda mikinn sálarhernaö og mæta ekki til leiks nema endr- um og eins. Vegna veikinda Meckings hafa aöeins tvær skákir verið tefldar i einvigi hans og Poluga- jewskys, sú fyrri varö jafntefli en Polugajewsky vann þá siðari. —ATA t Ráðstefnusal Hótel Loftleiða var mikill fjöldifólks og komust færri að en vildu. / Spáð f stöðuna frá vinstri, Sigurður Sigurðsson, dtvarpinu, Guðmundur Sigurjónsson.IngiR.Helgason, Helgi ólafsson og Mar- geir Pétursson. Núerfjórum skákum I einvígi þeirra Horts og Spasskýs lokið og er staðan þannig, að Spasský gefur 21/2 vinning en Hort hefur 1 1/2 vinning. Fjórðu skák þeirra, sem tefld var á sunnu- daginn lauk með jafntefli eftir 25 leiki. Var skákin nokkuð æsi- leg á köflum, skákmennirnir fóru ekki vel troönar slóðir, sér- staklega iékSpasský, sem hafði svart nokkra óvenjulega leiki. Þegar skákinni lauk hafði svartur örlitið skemmtilegri stöðu. Næsta skák veröur tefld I dag. Staðan i hinum einvigunum er þessi: Eftir fjórar umferðir hefur Portisch 21/2 vinning en Larsen 11/2. Af þessum f jórum skákum hefur aðeins einni lokiö með Fjöldi manna kom með eigin vasatöfl og reyndu með aðstoð þeirra að glöggva sig á stöðunni. JAFNTEFLI í SPENNANDI SKÁK SIGFÚS ÆGIR REYKJAVÍKURMEISTARI í EINLIÐALEIK Þessi hlutu fyrstu sæti á Reykjavlkurmótinu f badminton. Talið frtf vinstrl: Atll Hauksson, Þorsteinn Þórðarson, Reynir Guðmundsson, Hanna Lára Pálsdóttir, Haraldur Kornelfusson, Steinar Petersen, Lovisa Sigurðardóttir, SigfUs Ægir Arnason, Jórunn Skúladóttir, Sigriöur M. Jónsdóttir og Gunnar Aðalbjörnsson. (Ab-mynd: —ATA) Umhelgina var Reykjavikur- mótiö i badminton haldið I Laugardaishöllinni. Mótið fór i alla staði hið bezta fram margir stórkemmtilegir leikir en sorg- lega fáir áhorf. voru vitni að þeim. Nokkra keppendur, sem hefðu getað sett strik i reikning- inn heföu þeir verið með, vant- aði vegna Norðurlandamóts unglinga, sem haldið var sömu helgina. Við skulum nú lita á helztu úrslitin. Úrslitaleikurinn i einliðaleik karla, meistarafiokki, var geysiskemmtilegur og spenn- andi. Þann leik léku Sigfús Ægir Árnason og Haraldur Korneliusson, sem viröist vera að komast í betra form aftur. í undanúrslitum sigraöi Sigfús Ottó Guðjónsson næsta örugg- lega og hafði ekki mikiö fyrir því. Hinn undanúrslitaleikurinn var mun jafnari og skemmti- legri. Þar áttust við gömlu keppinautarnir Haraldur og Sigurður Haraidsson. Haraldur vann eftir mikla og harða keppni I oddaleik og var nokkuð af köppunum dregið eftir þann leik. 1 fyrstu lotu úrslitaleiksins sigraði Sigfús 15-9 og hafði hann undirtökin allan timann. önnur lotan var nokkuð undarleg. Sigfús komst I 6-3. Þá tók Haraldur við sér og staðan varð 14-7. Nú var mjög dregið af Haraldi og Sigiús 'naiabi inn hvert stigið af öðru og náði að jafna, 14-14. Atti Haraldur nú kost á þvi aðhækka upp I 17. Er hann var spurður sagöist hann ekki hafa þrek til þess. Harald- ur hafði það þó af að sigra, 15-14. Nú var tekið til við oddalotuna. Sigfús komst I 11-0 þegar Haraldur vaknaði. Tók hann að saxa á forskotið, en báöir voru ótrúlega þreyttir. Með harð- fylgni hafði Sigfús það af aö sigra, 15-11. Þessi úrslit benda til þess að Haraldur sé aftur að ná sér á sirik, en hann hefur verið i öldudal að undanförnu. Það var aldrei vafi i þessum leik hvor var sterkari. Steinar Petersen og Haraidur Komeliusson komu mjög sterk- ir út úr mótinu og sigruðu Sigurð Haraldsson og Kjartan Magnússon I úrslitum, 15-8 og 15-9. Kjartan Magnússon er fað- ir Jóhanns Kjartanssonar, sem hefur leikiö með Sigurði að undanförnu, en Jóhann var I Danmörku á Norðurlandamóti unglinga er Reykjavlkurmótið fór fram. Kjartan, sem kominn erá fimmtugsaldur stóð sig með mikilli prýöi svo og Sigurður, sem gekk ekki heili til skógar, var meiddur á fæti og gekk halt- ur. Lovlsa Siguröardóttir sýndi það og sannaði enn einu sinni að hún ber höfuð og herðar yfir aörar Islenzkar badmintonkon- ur. Hún sigraði Hönnu Láru Pálsdóttur i úrslitaleik, 11-8 og 11-0. 1 tviliöaieik unnu þær Lovísa og Hanna Lára Svanbjörgu Pálsdóttur og Ernu Franklln, 15-9 og 15-7. I tvenndarleik unnu svo þau Steinar - Petersen og Lovisa Haraid og Hönnu Láru 7-15, 15- 12 og 15-8. Þetta var síðasti leik- ur mótsins og var Haraldur að niöurlotum kominn, hafði leikið 5 leiki af þeim 14 sem leiknir voru á sunnudaginn. tJrslit í A-flokki 1 einliðaleik karla léku til úr- slita tveir KR-ingar, þeir Reynir Guðmundsson og Björg- vin Guðbjörnsson. Reynir sigr- aði eftir langan og spennandi leik, 15-11, 9-15 og 15-12. I tviliðaleik karla léku þeir Reynir og Björgvin við Viking- ana Þorstein Þórðarson og Atia Hauksson og unnu þeir slðar- nefndu 15-10 og 15-12. Með þess- um sigri flytjast þeir Þorsteinn og Atli að öllum llkindum upp i meistaraflokk og eignast Vík- ingar þar meö sina fyrstu meistaraflokksmenn. Sigriður M. Jónsdóttir lék sama leikinn I A-flokki og Lovlsa i meistaraflokki. Hún var þrefaldur Reykjavlkur- meistari. 1 einliðaleik sigraði hún Ásu Gunnarsdóttur, Val, með 11-7 og 11-3. I tviliðaleik sigruðu þær Sigriður og Jórunn Skúladóttir Hlaögerði Laxdal og Þyri Lax- dal, KR. með 15-19 og 15-8. 1 tvenndarleik vann Sigrlöur siöan ásamt Gunnari Aðal- björnssyni þau Walter Lentz TBR, og Hlaðgeröi Laxdal KR, með 15-9 og 15-9. Allir keppendur, sem nefndir voru leika fyrir TBR nema ann- að hafi veriö tekið fram. Leikirnir á Reykjavikurmót- inu voru alls 82. -ATA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.