Alþýðublaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 14
alþýðU’ Þriðjudagur 8. marz 1977 niaAiA 14 SIÓNARMID Rabb um bjór og bjórleysi Eitt er þaö mál, sem hefur skoriö sig úr öörum málum hvaö afstööu fólks snertir, en þaö er bjórmáliö. 1 þessu málí er afstaöa fólks mjög skýr og afdráttarlaus annaö hvort meö eða á móti og ábyrgöartuiinn ing fólks er einnig afar sterk er þaö tekur afstööu til málsins. Þetta hefur komiö mjög skýrt fram í umræöum fólks um bjór- inn og i skoöanakönnun, sem undirritaöur tók þátt i fyrir blaöiö, varö hann mjög var viö þessa ábyrgöartilfinningu. En af hverju skiptast menn frekar I tvo svona andstæöa hópa? Þeg ar kjaramál alþýðunnar koma til umræöu hefur mikill hluti fólks enga skoöun myndaö sér, þegar rætt er um dvöl erlends herliös á isa köldu landi hefur stór hluti manna enga skoöun og þegar hleypa á erlendum auö- hringum inn f landiö til aö reisa mengunarverksmiöjur þá er öllum sama. En þegar rætt er um bjórinn hafa állir myndað sér skoöun, á vinnustööum og heimilum veröa hávaöarifrildi þegar minnst er á áfengt öl. Hver er ástæöan? Af hverju kom frum- varpið fram núna? Þaö er ekki gott aö átta sig á áhuga manna og einarðlegri af- stööu meö eöa á móti bjórnum. Hins vegar er ljóst, aö þessi af- staöa hefur verið fyrir hendi lengi. Þegar þaö er haft i huga má velta fyrir sér af hverju frumvarpib kom fram einmitt á þessum tima. Eftilgangur Jóns Sólnessmeö frumvarpinu hefur veriö sá aö ■beina athyglinni frá mistökun- um viö Kröflu þá hefur þaö tek- izt aö mörgu leyti. Fyrir nokkr- um vikum tengdist nafn hans ósjálfrátt Kröfluævintýrinu en nii segja menn „góöi gamli Sól- nes” eöa „bullan hann Sólnes, sem ætlar aö drekkja tslandi í bjór” allt eftir þvf hvort þeir eru með eöa á móti bjór. Þaö er annars furðulegt aö frumvarpiökemur fram einmitt þegar kjaramál verkamanna eru til endurskoöunar. Þessar deilur manna hafa haft trufl- andi áhrif á baráttuna fyrir bættum kjörum, þvf ætíö þegar kjaramálin eru rædd (sem og önnur mál) þá kemur bjórinn einhvern veginn til tals og þá eru aðrar umræöur úr sögunni i þaö skiptið. Launþegar hafa hreinlega ekki tfma til aö hugsa um kjör sin vegna bjórmálsins. Kannski liggur ekkert aö baki bjórfrumvarpinu annaö en löng- un I bjór. Kemst ekki i gegn Hvaö sem þvf líöur þá er næsta vfst aö bjórfrumvarpiö nær ekki fram aö ganga eins og þaö er fram sett, jafnvel þó llk- ur séu til þess aö meirihluti kjós enda sé samþykkur þvf. „Er þá ekki hægt að bera fram breytingartillögu viö frum- varpið, þannig aö þaö nái fram að ganga?” spyrja margir. Jú, aö sjálfsögöu er þaö hægt en þaö bara gerir það enginn, þaö þorir enginn aö láta stimpla sig bjór- mann opinberlega, vegna stöðugs áróöurs sem templarar hafa rekiö gegnum árin. Frum- varpiö er þvi dæmt til að falla. Litið spjall um bjórinn Nú skulum viö ræöa ögn um bjórinn, hvaöa rök eru meö og á móti. Nú ætla ég mér ekki þá dul aö halda aö tilkoma bjórsins muni draga eitthvað úr áfengisneyzlu Islendinga. Neyzlan mun sjálf- sagt aukast en þaö eru drykkju- venjurnar sem von er til aö breytist, en þó er þaö alls ekki víst og kemur ekki í ljós fyrr en á hefur reynt. Þaö er nefnt, aö bjór myndi stórauka áfengisdrykkju barna og unglinga og Sviþjóö er nefiid sem dæmi um þaö. Þessu er hægt aö svara á ýmsan hátt. 1 Bjórdrykkja i hófi hreint ekki óholl Margir segja: „Bjórinn mundi ekki draga úr neyzlu annarra áfengra drykkja, menn myndu bara fá sér bjór á kvöld- in og bættist hann viö aöra á- fengisneyzlu”. Þetta getur staö- ist i sumum tilfellum, en segiö mér, hvaö er aö þvi aö fá sér einn bjór aö kvöldi dags? Er ef til vill betra aö fá sér gosdrykk? Megininnihald bjórsins er maltextrakt (fyrir utan vatniö aö sjálfsögöu) og sykurmagniö er tiltölulega li'tib. Maltextraktið er holl fæöa enda er ungabörnum gjarnan gefiö þaö og ekki eitra menn viljandi fyrir börnin sin. 1 gosdrykkjum er litil næring en mikil sykur- leöja, sem ekki getur talizt holl fæöa þegar á þaö er litiö aö ein Mér finnst þaö vera eins og aö V byrgja brunninn þegar barniö er dottiö ofan f aö banna bjórinn af þessum ástæöum. Þaö ætti hvergi aö selja bjórinn nema á áfengisútsölum, a.m.k. ekki fyrstu árin. Alkóhólistarnir myndu hugsa sig tvisvar um áö- ur en þeir færu f „Rikiö” til aö kaupa sér bjór, þeir myndu átta sig á þvf hvaöa skref þeir væru aö stiga. Bjórstéttir — forréttindastéttir Aö banna bjórsölu og leyfa brennivinsölu er hreinlega ekki samrýmanlegt. Að leyfa aöeins létt vin og bjór en banna brenni- vin og aöra sterka drykki, þaö væri kannski ekki skynsamlegt en þó rökrétt. Aö leyfa eingöngu sterka drykki en banna veika drykki og bjór væri heimskulegt fyrsta lagi má minnast á þaö, aö tfmabiliö sem um er rætt i sænskum skýrslum.er tfmabiliö eftir aö öliö var selt I annarri hverri verzlun. Aöur haföi þaö veriö selt I áfengisútsölum en llka aöeins I áfengisútsölum. Sem sagt, áfengt öl var selt I Svíþjóö löngu fyrir þann töna sem skýrslan nær til, eina breytingin var sú aö sala ölsins var flutt úr áfengisútsölum i matvöruverzlanir. 1 ööru lagi má minna á þaö, aö áfengisneyzla unglinga hefur aukizt stórkostlega mikiö hér á Islandi undanfarin ár og er þar bjórnum ekki um aö kenna. Er undirritaöur var I unglingaskóla (fyrir um aö bil 10 árum sföan) þá þekktist þaö ekki aö krakk- arnir væru undir áhrifum á skólaböllum og reykingar voru stranglega bannaöar. Nú kvarta skólastjórar margra unglinga- skóla undan þvi aö varla sé hægt aö halda skemmtanir á vegum skólans vegna drykkjuláta nemenda. Neyzluvenjur fólks i neyzlu- þjóöfélagi nútimans hafa breytzt mikið, drykkjuvenjur ekki siöur en aörar og vfnaldur- inn færist stööugt neöar, hvaö sem bjór llður. ( aöalmeinsemd hins vestræna heims er offita. „Offita”, segja margir, „gott hann minnist á hana. Er bjórinn kannski ekki fitandi? Fá menn kannski ’ ekki bjórvömb af þvl aö drekka bjór? „öllu má of- gera, maður getur llka belgt sig út á því'aö drekka vatn, sé þess neytt I nægilega miklu magni. Maöur sem drekkur einn bjór á kvöldi.hann er ekki maöurinn sem fær bjórvömb, drekki hann einn kassa á dag (24 flöskur) eöa meira þá fitnar hann örugg- lega. Sé bjórs neytt f hófi er hann hreinlega hollur. öhóf er til I öllu, maöur sem þambar mikinn bjór, hann er óhófsmaö- ur hvort eö er, hann myndi bara belgja sig út á einhverju ööru. Hvað með alkóhólistana? Einu rökin gegn bjór, sem ég hef haft samúð meö eru staö- reyndirnar meö alkóhólistana. Þaö er vitað, aö einn bjór getur kveikt nægilega mikiö f alkóhól- ista til þess aö hann lendi á margra vikna fyllirli. Þeir segja sem svo, „ég ætla ekki aö veröa fullur en einn bjór skaöar ekki”. Þá er voöinn vis. en rökrétt. Aö leyfa pilsner sem nær 2 1/4% styrk, banna drykki meö styrkleika frá 2 1/4% og upp i 10% en leyfa siðan drykki með styrkleika frá 10% og upp I 45%, það er algerlega órökrétt og fáránlegt i þokkabót. Hver sá maður sem hefur reynt að út- skýra bjórmáliö fyrir útlending- um, veit hvaö þaö er að fá kinn- roöa. Þeir sem ekki eru aldir upp viö þetta ástand — halda aö það sé veriö aö gera grln aö þeim þegar þeim er sagt að ekki sé hægt að kaupa bjór hérlendis (á löglegan hátt) en samt sé hægt að kaupa brennivin i kassatali án þess að nokkur segi orö. En þaö eru ekki allir á Islandi sem eru bjórlausir. Flugmenn, flugfreyjur og sjómenn mega taka með sér visst magn af bjór I hvert sinn sem komið er I land. Þaö vita allir aö margir þessara rhanna selja varninginn I landi og slá þá ekki af veröinu. Þaö eru þvl aöeins efnamenn sem geta keypt sér þennan bjór. Fleiri hafa bjór á íslandi en þaö eru sendiráösmenn. Af hverju mega þeir hafa bjór en ekki hinn almenni Islendingur. Þegar Islendingar komast I bjór erlendis, þá drekka þeir margir hver jir eins og berserkir fyrstu dagana, en svo fá þeir leiö á bjórnum, það leikur sér nefnilega enginn aö þvl aö drekka sig fullan af bjór þegar hann hefur reynsluna af þvl hvernig liöanin er daginn eftir. Islendingar drekka svona mikiö fyrsta daginn vegna forvitni, þeir mega ekki drekka bjór I heimalandi sínu, þvl veröur hann forvitnilegur. Menn sem umgangast bjór daglega drekka hann yfirleitt I hófi. Leyfum bjór, seljum hann i rikinu Eftir þessar vangaveltur allar hlýtur maöur aö komast aö þeirri niöurstööu, aö leyfa eigi bruggun og sölu á áfengu öli hérlendis en eingöngu eigi aö selja það i áfengisútsölum og veitingahúsum, sem hafa vín- veitingaleyfi. Ég tek ekki undir það sjónarmiö, aö tilkoma fjölda kráa breyti nokkuö á- fengismálum okkar íslendinga. Hins vegar myndu krárnar breyta veitingahúsamenning- unni og veitti ekki af. Ef þú ætlar út meö kunningj- um þlnum, þá er ekki um auö- ugan garö aö gresja. Þú getur fariö I kvikmyndahús, leikhús eöa á dansleik. A tveimur fyrr- nefndu stööunum má ekki tala og á siöarnefnda staðnum er ekki hægt aö tala saman vegna hávaöa. Viljiröu fara á einhvern huggulegan staö til aö rabba viö kunningja þína, þá er sá staöur hreinlega ekki fyrir hendi. A dansstaö hérlendis er ekki hægt að fara og fá sér eitt glas, annaö hvort drekkur þú þig full- an og veröur eins og allir hinir eða ferö alveg ódrukkinn og fylgist meö athöfnum drukkinna þjóðbræðra þinna en þaö getur veriö býsna fróölegt á stundum. Það vantar staöi, þar sem hægt er að setjast niöur.hlusta á þægilega og hæfilega hátt stillta tónlist, fá sér einn bjór eöa glas af léttu vlni-og leysa Hfsgátuna I rólegu rabbi viö kunningja slna. Aö svo mæltu gef ég oröiö laust. Axel Ammendrup Ritstjórn Alþýðu- blaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 Sjúkrahótel RauAa kroaaina aru á Akurayri og i Raykjavik. RAUÐIKROSSISLANDS Tækni/Vísindi I þessari viku: Rannsóknir á olíumengun 1. Oliumengun viö strendur ýmissa rikja hefur I vaxandi mæli beint athygli fólks aö þvi hvernig varna megi þvi aö olfa berist á land eftir t.d. skipbrot. Tilvist mikils magns hráoliu I sjónum og það hve erfitt er aö ná henni af hverju þvi sem hún kemst f snertingu veriö er mikiö tæknilegt vandamál. Margir vísindamenn vinna nú að þróun nýrra aðferða við að brjóta niður þennan mikla mengunarvald. Þeir hyggjast nota sólarljósiö, sem i upphafi skapaöi oliuna. SHugvissamlegar aðferðir sem komið hafa fram til þess aö ná upp oiiubrák af sjónum eöa eyöileggja hana hafa tii þessa ekki reynst nægilega árangurs- ■rikar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.