Alþýðublaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 13
- rt f 5232'* Þriðjudagur 8. marz 1977 Wtvarp Þriðjudagur 8. marz 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl 7.30, 8.15 (og forustu- gr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blá- lilju” eftir Olle Mattson (24). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Gyorgy Sandor leikur á pianó „Tuttugu svipmyndir” op. 22 eftir Sergej Prokofjeff / Pierre Penassou og Jacqueline Robin leika á selló og pianó „Imaginées” II eftir Georges Auric og Noktúrnu eftir André Jlivet / Borodin-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 11 i f-moll op. 122 Dmitri Sjostakovitsj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Spjall frá Noregi. Ingólfur Margeirsson tekur til meðferðar starfsemi neðan- jarðarblaöa á stfiðsárunum. Lesari með honum: Börkur Karlsson. Fyrri þáttur. (siðari þáttur á dagskrá á föstud. kemur) 15.00 Miðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Lamoureux- hljómsveitin leika Fiðlukonsert I d-moll nr. 4 eftir Niccolo Paganini: Franco Gallini stjórnar. Filharmoniusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 8 I h- moll, „Ofullgerðu hljóm- kviðuna” eftir Schubert: Istvan Kertesz stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn GuörUn Guðlaugsdóttir stjórnar timanum. 17.50 Á hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hver er réttur þinn? Þáttur I umsjá lögfræðinganna Eirlks Tómassonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar. 20.00 Lög unga fólksins Sverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Hjálmar Arnason og Guðmundur Árni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.30 Einsöngur i Utvarpssal: Ellsabet Eriingsdóttir syngur lög eftir Þórarin Jónsson og fimm ný lög eftir Herbert H. ÁgUstsson. GuðrUn A. Kristins- dóttir leikur á pianó. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (26) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guðmundsson les Ur sjálfsævi- sögu hans og bréfum (4) 22.45 Harmonikulög Will Glahe leikur. 23.00 A hljóðbergi. Or fangelsis- brefum Rósu Luxemburg. Gisela May les á frummálinu. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 5 skák. Dagskrárlok um kl. 23.50. Sjjótfarp Þriðjudagur 8. mars 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigið 20.45 ÞingmálÞáttur um störf Al- þingis. Umsjónarmaður Har- aldur Blöndal. 21.30 Colditz Bresk-bandarlskur framhaldsmyndaflokkur. Kaldar kveðjur Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.20 Utan úr heimiÞáttur um er- lend málefni. Umsjónarmaöur Jón Hákon MagnUsson. 22.50 Dagskráriok Er það rétt sem sagt er, að þú sért búinn að fá þér nýja spittkerru Brandur?? Tókstu eftir hve fljótt við náðum 140 km hraða á tikinni, Hrollaug min? ...TILKVðLOS 13 Frakklandsbanki ræður myntfalsara Banque de France réði nýlega gamlan myntfalsara til starfa viö þá deild bankans sem hefur meö falska seöla og mynt aö gera. Maöurinn heitir Czeslav Bojarski og er einn af þekktustu fölsurum Frakklands. Þess má geta til dæmis um hæfni Bojarskis aö hann „framleiddi" falska eins franka seðla i fjórtán ár áður en komst upp um hann. Er hann var handtekinn neit- aði hann allri hlutdeild að mál- inu, en þegar lögreglan fann fullt koffort af fölskum pening- um i hirslum hans játaði hann loksins. Sérfræðingar frá Banque de France voru viðstaddir yfir- heyrzlur yfir Bojarski, þar sem hann lýsti vinnubrögðum sinum og hvernig hann kom seðlunum i umferð. Sérfræðingarnir urðu svó frá sér numdir af snilli glæpamannsins að hann hefur nú verið ráðinn til bankans og hlutverk hans verður að greina á milli faskra seðla og hinna ekta. Hún málar kjóla Brezka listakonan Edith Le Breton er þekkt- ust fyrir myndir sem hengja á upp á vegg. En nú hefur sú gamla snúið sér að því að mála myndir á föt. Nýlega kom á markað- inn ný gerð lita frá efna- fyrirtækinu ICI. Le Breton komst að því að auðvelt var að mála með litum þessum á venjulegt tau. Nú geta viðskiptavinir frú Le Breton farið að ganga um f listaverkum hennar í staðinn fyrir að hengja þau upp á vegg. Á myndinni sést frúin við einn af kjólum þeim sem hún hefur málað. Gúmmíbáturinn á meðfylgjandi mynd er knúinn díselvél og getur náð allt að 25 hnúta hraða. Kunnugir segja að farartækið láti nokkuð vel í sjó og auðvelt sé að stjórna honum. Bátur þessi mun hafa verið byggður til björgunarað- gerða. Það fylgir sögunn að farartækið muni ekk sökkva jafnvel þótt gat komi á byrðinginn. UPPBLASINN 0G DÍSILKNÚINN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.