Alþýðublaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL
Þriðjudagur 8. marz 1977 ^aöuT
alþýðu-
blaöið
Útgefaadi: Alþýöuflokkurinn. j
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og óbyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson.
Aösetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — sími 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu.
1200 milljón króna
taprekstur á Kröflu
Það er kannski að bera
í bakkafullan lækinn að
tala meira um Kröflu-
virkjun. Nú hefur Al-
þýðublaðið hins vegar
birt upplýsingar um
reksturskostnað virkjun-
arinnar, ef hún fer þá
einhverntímann í gang.
Þar kemur fram, að mið-
að við almennt verðlag á
raforkuverði að minnsta
kosti 1200 milljón króna
taprekstur á Kröfluvirkj-
un á næsta ári. Þar fer
eitt söluskattsstig fyrir
litið.
Þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa á Alþingi
spurzt fyrir um reksturs-
áætlun virkjunarinnar, en
í Ijós hefur komið að hún
hefur aldrei verið gerð.
Slík áætlun hefur þó frá
upphafi verið eitt af
verkefnum Kröflunefnd-
ar samkvæmt skipunar-
bréfi. Fulltrúar i Kröflu-
nefnd og iðnaðarráðherra
hafa aldrei viljað svara
hreint út um reksturs-
kostnað Kröflu; aðeins
svarað með samanburði á
rekstri annarra virkjana.
Til samanburðar við
rekstrarhal la Kröflu-
virkjunar má minna á, að
tjónið af völdum gossins
á Heimaey var talið nema
2,2 milljörðum króna. Til
að greiða það tjón var
lagt á þjóðina viðlaga-
gjald 2% ofan á sölu-
skattinn. Tapreksturinn á
Kröflu mun þannig nema
um 1 söluskattsstigi.
Þetta er eingöngu
rekstrarlegur halli og af-
borganir af lánum ekki
teknar með í dæmið.
Talið er, að vaxta-
greiðslur virkjunarinnar
verði 800 milljónir króna
á næsta ári, laun, viðhald
og viðhaldsefni er áætlað
ar-svæðisins eingöngu, en
hins vegar að hún þjóni
Norðurlandi öllu. Laxár-
virkjunarsvæðið mun
skorta 25 gígavattstundir
á þessu ári, og má gera
ráð fvrir að þeim hafi
fjölgað i 30 á næsta ári.
Ef virkjunin á að þjóna
öllu Norðurlandi bætist
við 20 gígawattstunda
sé óumf lýjanlegur í
þessu tilviki. Spurningin
er því hvað kílówatt-
stundin þyrfti að kosta
f rá Kröf lu, ef koma ætti í
veg f yrir tap. Ef miðað er
við Laxárvi rk j una r-
svæðið eitt þyrfti kíló-
wattsundin að kosta rúm-
lega 44 krónur til að
standa undir rekstrinum.
Þá er miðað við að þörf in
hafi aukist upp í 30 gíga-
wött. Ef hins vegar
Norðurlandið allt er tekið
með inn í dæmið verður
þörfin 50 gígawatt-
stundir, og þá þarf kíló-
wattstundin að kosta 26
að kosti um 200 milljónir
króna og um það bil 4%
afskriftir verða 320
milljónir króna.
Rekstrarútgjöld verða
því 1320 milljónir króna.
Tekjumöguleikar eru
bundnir við tvö atriði.
Annars vegar að virkjun-
in verði notuð til að mæta
orkuþörf Laxárvirkjun-
þörf Norðurlands vestra,
en þá er byggðalínan úr
sögunni. Ef miðað er við
að virkjunin verði notuð
eins og hægt er og að hún
þjóni Norðurlandi öllu
verða tekjur hennar 150
milljónir króna, miðað
við núverandi orkuverð.
En nú vill enginn stef na
I taprekstur, þótt hann
krónur og 40 aura. Til
samanburðar má geta
þess, að verð á rafmagni
til heimilisnota I Reykja-
vík er um 13 krónur kíló-
wattstundin. — Þetta
dæmi í heild rennir enn
einni stöðinni undir rétt-
mæti þeirrar gagnrýni,
sem komið hefur fram á
Kröflu. —ág
Ungir sjálfstæðismenn
VITJA LEGGJA SKIPAIJT-
GERÐ RÍKISINS NIÐUR
„Báknið burt" nefnist
blað sem ungir Sjálf-
stæðismenn hafa gefið út
og f jallar um hugmyndir
þeirra um samdrátt í
rikisbúskapnum. I frétt
frá aðstandendum blaðs-
ins segir m.a., að tildrög
útgáfunnar megi rekja til
ályktunar um samdrátt f
ríkisbúskapnum, sem
gerð hafi verið á þingi
S.U.S. f Grindavík haustið
1975. I ályktuninni hafi
komið fram gagnrýni á
útþenslu ríkisbáknsins og
hiö aukna miðstjórnar-
vald sem hún hefði í för
með sér, enda væri það
ósamrýmanlegt þeirri
frjálshyggju og vald-
dreifingu sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði að
leiðarljósi. Segir og að
ungir Sjálfstæðismenn
telji markvissan niður-
skurð ríkisútgjalda eitt
alvarlegasta og brýnasta
viðfangsefni, sem núver-
andi rfkisstjórn beri að
framkvæma.
A fyrrnefndu þingi S.U.S. var
kosin nefnd sem gera skyldi út-
tekt á rikisumsvifum og leggja
fram tillögur um samdrátt i
rikisbúskapnum. 1 nefndina
voru svo skipaðir þeir Þorsteinn
Pálsson ritstjóri, Baldur Guð-
laugsson og dr. Þráinn Eggerts-
son lektor. S. 1. sumar vann Vil-
hjálmur Egilsson viðskipta-
fræðinemi með nefndinni og
skilaði itarlegri greinargerð um
ýmsa þætti málsins. S.U.S. og
Heimdallur stefna aö blaðaút-
gáfu og fundarhöldum um málið
á ýmsum stöðum á landinu og
einnig er fyrirhuguð ráöstefna
þar sem efni þetta verður rætt.
„Burt með tilfærslur —
hagkvæma fjárfestingu"
í „Bákninu burt” má meðal
annars íesa, að i „rikisfyrir-
tækjum á tslandi” riki
hagnaðarsjónarmiðiö ekki
nema stundum og þvi þurfi
skattborgarinn að borga brús-
ann af þátttöku rikisins. Fjölda
fyrirtækja sem nú séu i rikis-
eign gætu einstakliugar rekið.
Þá myndu ráða hagkvæmis-
sjónarmið i stað forsjárstefnu.
Nefnd eru nokkur fyrirtæki sem
rikið ætti ekki að reka, Lands-
smiðjan, Rikisprentsmiðjan
Gutenberg, Lyfjaverslun rikis-
ins, Sildarverksmiðjur rikisins,
Siglósíld og Bifreiöaeftirlitið.
Og enn spyrja ungir sjálfstæðis-
menn hvers vegna rikið eigi
hlutabréf i þessum fyrirtækj-
um: Drangi, h.f., Baidri h.f.,
Eimskipafélagi Islands h.f.,
Flugleiðum eöa tslenskum
Aðalverktökum svo dæmi séu
nefnd.
Þá er lagt til að Skipaútgerö
rikisins veröi hreinlega lögö
niður, en aöilar i þeim landshlut-
um sem strandferðaskipin eigi
að þjóna stofni skipafélög um
þau. Þá verði viðkomustööum
strandferðaskipanna fækkað, en
bilar notaöir til að flytja
varning út frá þeim. Samvinna
verði á milli skipafélaga og eig-
enda flutningsbifreiða um að ná
sem mestri hagkvæmni. Far-
þegaflutningar með skipunum
verði aðeins i undantekningar-
tilfellum.
Um Rikisprentsmiðjuna
Gutenberg er sagt, að hún hafi
verið stofnuð meö þvi að skjóta
inn lið i fjárlögin viö lokaum-
ræðu þeirra og að Sjálfstæðis-
flokkurinn „flokkur einstakl-
ingsfrelsis og einkaframtaks”
hafi ekki frekar en aðrir stjórn-
málaflokkar reynt að koma lög-
um yfir fyrirtækið eins og þeir
hafi þó gert með Skipaútgerð
rikisins.
„Harmsaga"
Sigló-sild er enn einn þáttur-
inn i harmsögu siglfirsks at-
vinnulifs. Fyrirtækið er einn
hluti i hinni miklu rikisforsjá i
atvinnulifi Siglfiröinga sem
dregið hefur i dróma allan
framtaksvilja heimamanna og
mótað það viöhorf til atvinnu-
Framhald á bls. 10
A Islandi
þarf fast-
mótaða
orkustefnu
A miðsvetrarfundi Sambands
islenzkra rafveitna flutti Aðal-
steinn Guðjohnsen, rafmagns-
veitustjóri Reykjavikur, fróðlegt
erindi um fjármál raforkuiðnaðar
á Islandi. Þar kom meðal annars
fram, að á næstu árum mun hvila
gifurleg greiðslubyrði á raforku-
fyrirtækjum. 1 framhaldi af upp-
lýsingum Aðalsteins hafa spunn-
izt talsverðar umræður um,
stefnuna I orkumálum, en sjálfur
sagði Aðalsteinn i erindi sinu:
„Orðum þessum lýk ég með að
leggja áherzlu á brýna nauðsyn
þess að stjórnvöld beiti sér fyrir
þvi, að sameinazt verði um
ákveðna fastmótaða ORKU-
STEFNU A ISLANDI!....” Vafa-
laust eru þetta orð i tima töluð, og
Aðalsteinn veit hvað hann talar
um.
Hann gat þess meðal annars i
erindi sinu, að varðandi fjárfest-
ingu raforkufyrirtækja i framtið-
inni yrði sérstaklega að taka mið
af breyttri stefnu i húshitunar-
málum, m.a. með tilkomu æ fleiri
jarðvarmaveitna, svo og hug-
mynda um fjarvarmaveitur, sem
svo hafa verið nefndar. — Aðal-
steinn nefndi einu nafni þesar
veitur hitayejtur, hvort sem orku-
gjafinn væri jarðvarmi eingöngu
eða eitthvert sambland jarð-
varma, oliu og rafmagns.
Hann sagði, að á allra siðustu
árum hefði komið i ljós, að jarð-
varmi væri nýtanlegur á mun
fleiri stöðum á landinu en áður
hefði verið talið. Það sætti tals-
verðri furðu, að boranir eftir
heitu vatni skyldu ekki hafa verið
stórefldar mun fyrr en raun heföi
orðið á, svo mjög sem jarð-
varmaveitur lækkuöu hitunar-
kostnað. Þess I stað hefði verið
lagt ofurkapp á beina rafhitun i
húsum, sem seld væri of lágu
verði, og kallaði á umfangsmikl-
ar og dýrar framkvæmdir i
dreifikerfi, ekki sizt hjá
Rafmangsveitum rikisins. Bein
rafhitun krefðist auk þess mikils
varaafls i diselvélum.
Aöalsteinn sagði ennfremur, að
notkun varmadæla hefði hvergi
nærri verið gefinn sá gaumur, er
skyldi, en þar væri um að ræða
leið, sem leitt gæti til umtalsverðs
sparnaðar i húshitun. Allmikil
reynsla myndi komin á varma-
dælur erlendis, t.d. i Þýzkalandi
Gg BándaríkjUnum.
Aðalsteinn sagði, að húshitun
væri veigamikill þáttur i orkubú-
skap Islendinga, og þvi bæri að
leggja höfuðáherzlu á farsæla
lausn þeirra mála, bæði með
réttu vali á hitunarksrfi, svo oe
með ýmsum sparnaðaraðgerð-
um, t.d. notkun varmadæla þar
sem það hentaði og aukinni
áherzlu á góða einangrun húsa.
Hann sagði, að finna þyrfti leiðir
til að hvetja fólk til að bæta
einangrun, bæði með áróðri og
jafnvel fyrirgreiðslu i einhverri
mynd.
Aðalsteinn benti á, að lifskjör
Islendinga i dag Dyggðust i rikum
mæli á mikilli notkun orku, bæði
innfluttrar og orku, sem fram-
leidd væri með innlendum orku-
gjöfum. Innflutningur eldsneytis
kostaði þjóðina yfir 10 milljarða
króna og orkuvinnsla úr vatns-
föllum og jarðvarma, ásamt
dreifingu orkunnar kostaði einnig
miklar fjárhæðir i erlendum
gjaldeyri.
Aðalsteinn taldi, að full ástæða
virtist til að hefja samræmdar
aðgerðir til að draga úr aukningu
á raforkuþörf og auka hverskonar
hagkvæmni i raforkunotkun. Með
þvi móti væri unnt að dreifa fyrir-
hugaðrifjárfestingu I orkumálum
á lengra timabii, en gert hefði
verið ráð fyrir, án þess að Hfskjör
yrðu skert.