Alþýðublaðið - 12.03.1977, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 12.03.1977, Qupperneq 3
Laugardagur 12. marz 1977 FBÉTTIB 3 Skrúfudagur Vékskólans er í dag: Sffelld þörf ð vélstjórum — en skólinn getur engan veginn annad eftirspurn eftir skólapiássi 1 dag halda nemendur Vél- skóla Islands árlegan Skrúfu- dag til kynningar námi sinu og þeirri starfsemi sem fram fer innan veggja skólans. t Vélskóla tslands eru nú um 400 nemendur og af þeim eru um 350 i Reykjavik en aðrir i deild- um úti á landi, svo sem á Akur- eyri, ísafirði, Sigiufirði og i Vestmannaeyjum. I þessum deildum úti á landi læra menn til 1. og 2. stigs, en i Reykjavik er kennt i öllum fjórum stigun- um og útskrifaðir fuligildir vél- stjórar. Þess má geta hér að i undirbúningi er stofnun deilda á Kefiavik auk þess er vélstjóra- braut i Fjölbrautarskóianum i Keflavik og i undirbúningier að setja sllkar brautir af stað i f jöl- brautarskólunum i Neskaupstað og á Akranesi. Mikil aðsókn hefur verið að Vélskólanum undanfarin ár og hefur uppbygging hans engan veginn heidizt i hendur við aukna eftirspurn eftir skóla- plássi. Þannig varð að neita 30 umsækjendum um skólavist i haust sem leið og fyrirsjáanlegt að það muni endurtaka sig næsta haust, ef ekki verður breyting á. En þrátt fyrir þessa miklu eftirspurn eftir skólavist, er si- felldur skortur á vélstjórum á islenzka flotanum, sérstaklega minni skipunum, sögðu tals- menn skólans okkur Alþýðu- blaðsmönnum þegar við heim- sóttum þá á miðvikudaginn. — Til dæmis blasir sú staðreynd við að á öllum flotanum eru 60% vélstjóra réttindalausir. Afskiptur skóli 1 samræðum við þá Andrés Guðnason skólastjóra, Þór Sævaldsson úr Nemendaráöi og Torfa Karlsson ritara Skólafé- lags Vélskóla Islands'kom fram, að þeir telja aö verkmenntun hér á landi sé mjög vanmetin miðað viö bóklega menntun. Þarna sé Vélskólinn engin und- antekning enda sé mikil vöntun á tækjum til kennslu viö skól- ann. Sem dæmi nefndu þeir, aö á fjárlögum yfirstandandi árs séu skólanum ætlaöar átta milljónir króna til vélakaupa. Hve langt það hrykki mætti ráða af þvi aö fest hafi veriö kaup á tveim rennibekkjum og kostuðu þeir tvær milljónir, eöa fjórðung fjárveitingarinnar. Það kom svo aftur fram aö kennarar skólans hafa verið mjög iönir við að smiða tæki til kennslu og sparað þannig mill- jónir I útgjöld fyrir rikið. Þá kom fram hjá þeim félög- um að mötuneyti skólans og heimavist væru fyrir neðan all- ar hellur og engin sundaðstaða væri við skólann. Þannig væri mötuneytið ekki starfandi nema til hádegis og rými Vélskólans i heimavist væri fyrir 25 manns, en nemar utan af landi eru um 200. Einnig væri krafizt sund- kunnáttu af vélstjórum og þvi skyti skökku við þegar ekki væri hægt að sjá þeim fyrir kennslu I þeirri grein. Erfitt nám Þaö kemur fram hjá þremenningunum að nám i Vé- stjóraskólanum er mjög erfitt og fallprósenta milli stiga mjög há. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á félagslifi i skólanum, en að sögn þeirra hefur það aðal- lega einkennzt af peningaþörf 4.-stigs nema á þessu námsári. Astæða þessarar þarfar er sú, að nemendur fjórða stigs fara i náms- og kynnisferð til Dan- merkur, Þýzkalands og Eng- lands siðar i þessum mánuði. Að sögn þeirra félaganna standa islenzkir vélstjórar fag- lega jafnfætis vélstjórum ann- arra Norðurlanda, enda eru sömu námsbækur notaðar aö miklu leyti og auk þess hafa ls. lendingar og Danir til dæmis skipzt á prófum fyrir vélstjóra- nema. Þvi ætti að vera ljós nauðsyn þess aö efla fjárhags- lega getu skólans til að afla sér húsnæðis og tækja, þar sem skortur á þessu hvoru tveggja stæði skólanum mjög fyrir þrif- um. Þeir bentu á, að þeir sem út- skrifuðust úr Vélskólanum væru fagmenn til lands jafnt sem sjá- var, vegna þess iðnnáms sém þeir stunda jafnhliða vélstjóra- námi. Engar orkustöðvar væru reistar hér svo ekki þyrftu vél- stjórar aö starfa þar, og jafnvel á sjúkrahúsum væru þeir sem hlypu með súrefniskúta um ganga vélstjóralærðir. — Þörfin er sem sagt mikil fyrir vélstjóra, sögðu þeir, — en okkur vantar tilfinnanlega næga aðstöðu til að fullnægja henni. —hm Myndir: Axel Ammendrup

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.