Alþýðublaðið - 12.03.1977, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 12.03.1977, Qupperneq 7
„Doktor Idi Amln yfirmarskálkur og forseti fyrir lffstið” f Uganda hefur gaman af þvi aö láta taka af sér myndir. Hér er hann I körfu- bolta meb hermönnum sinum. Amin hefur oft veriö likt viö annan stjórnmálamann sem einsetti sér aö byggja upp þiisund ára rfki noröar á jarökúlunni, herra Adolf Hitler. ÚTLOND 7 sssx Laugardagur 12. marz 1977 Idi Amin Dada: eftir Björn Hansen FLETT OFflN AF BRJÁLÆÐINGI Fregnin frá Uganda, aö Idi Amin forseti hafi viöurkennt, aö eitt herfylki hafi gert upp- reisnartilraun, benda til aö mót- staöa gegn honum eflist, og hann sé engan veginn eins fast- ur i sessi eins og hann hefur ver- iö alltaf frá þvi aö hann hrifsaöi völdin fyrir sex árum. Þaö má vekja furöu, aö á þessum tima hefur Amin heppnazt aö veröa einn þekkt- astirikisleiötogi f veröldinni. Aö visu hefur valdaferill þessa 52ja ára einræðisherra vakiö viöbjóö og hryllingu i vestrænum lönd- um vegna ógnarstjórnar. En þvi er ekki aö neita aö i hluta þriöja heimsins hefur þessi rumur i hershöfðingja- klæönaði (hann er 1,93 cm á hæö og 130 kg á þyngd) oröiö aö þjóö- sagnapersónu sem hetja! Það vakti geysilega athygli þegar Amin lét 4 hvfta menn bera sig á burðarstóli til þings Afrikurikja —OAU, táknræn athöfn fyrir hégómagirni hans! Hér á Vesturlöndum er Amin þekktastur fyrir sitt taumlausa sjálfshól og ofsóknaræöi, og þaö er ekki auövelt aö kynnast hon- um, ef einhver heföi áhuga á, siztfyrirhvíta menn. Þetta hef- ur þó einum heppnazt, franska kvikmyndahöfundinum Barbet Schröeder. Honum tókst fyrir 2- 3 árum aö fá persónulegt leyfi forsetans, til aö gera kvikmynd um hann. Niðurstaðan er ein af beztu heimildarmyndum, sem hafa séö dagsins ljós. Kvikmyndin hefur veriö sýnd um allan heim, (en af einhverjum duld- um ástæöum ekki í Noregi). 'Nafn hennar er Idi Amin Dada og hún gefur allt i senn upplýs- andi, hrollvekjandi og gagntak- andi mynd af þessari marg- klofnu persónu. Sennilega er Amin gæddur öllum tegundum stjórnmálafá- vizku, sem þekktar eru Ur sögn- um um einræðisherra frá fyrsta til siöasta tima. Kröfur hans um skilyröis- lausa undirgefni eru blandaöar einstökum ruddaskap á frum- stæöasta hátt. Hvergi er að finna i stjórnarstörfum hans neitt, sem jaðrar viö mála- miölun, ekkert sem skyggir á takmarkalaust vald hans og vilja til ruddalegustu harö- stjórnar. Minnissamur er einn af siöustu þáttunum um áheyrn fulltrúa lækna hjá honum. Sjálfur situr hann auövitaö i forsæti gneypur á svip, kóf- sveittur og dregur andann þungt, og hinir sitja skjálfandi á beinunum, vitandi aö minnstu mistök kosta þá lifiö. Or öörum þætti, seiú sýndi rikisráösfund, varö aö klippa verulega, þvi ella hótaöi Amin aö láta myröa franska borgara iUganda, hvar sem þeir fyrirfyndust. Hér orgaöi einræöisherrann á utan- rikisráöherra sinn og hellti yfir hann blóöugum, bullandi skömmum fyrir aö hann geröi ekki nóg til aö fá heiminn til aö elska Uganda! En myndin sýnir einnig aöra hliö á Amin. Þar er á ferö hinn heillandi landsfaöir, forsetinn á skemmtigöngu niöur á árbökk- um, önnum kafinn við aö bjóöa villifilum og krókódilum góöan daginn! Hún sýnir einnig hinn kærleiksrika 18 barna föður, hinn virta og dáöa þjóöhöfö- ingja, sem stigur allt I einu niöur úr þyrlu sinni, til þess aö taka viö aödáun þegnanna. Hér sést einnig hinn mikli herfor- ingi, sem æfir vandíega sigur- stranglegar árásir á tilbúnar „Golanhæðir”, og loks góöláti heimsborgarinn, sem hlær drynjandi hlátri aö öllum upp- átækjum sinum og asna- stykkjum! En sé grafið nokkru dýpra en i yfirboröiö, kemur fljótt I ljós hinn frumstæöi haröstjóri, sem er tilbúinn til hvers sem vera skal, hvenær sem er, og er ger- samlega óútreiknanlegur! I raun og veru er ekkert dularfullt viö Amin. Hann er aö- eins afsprengi evrópiskrar ný- lendustefnu i naktri mynd, maö- urinn úr sveitaþorpinu, sem lénsherrarnir þjálfuðu til aöeins eins hlutar — til að drepa. Þegar Amin brauzt til valda 1971, álitu Bretar, aö nú heföu þeir fengið vin á valdastól 1 Uganda og loks væru þeir lausir við óþægindin af hinum óstýri- láta Milton Obote. Haföi hann ekki veriö liösforingi i Kings rifles? En Amin lét Breta ekki lengi velkjast i vafa. Eitt af fyrstu verkum hans var aö reka brott úr landi 40 þús. Asiumenn, sem Bretar voru reyndar skyldugir til að sjá farborða! Kvikmyndin Idi Amin Dada er stórbrotið listaverk i afhjúp- un á þessum brjálæöingi. Hún er aö visu bundin við skilyröi ein- ræöisherrans, en einnig tekin af listamanni, sem fær var um aö sjá i gegnum blekkingarvef, túlka og skilgreina. Þannig mun hún veröa, eins og áöur segir, einhver merki- legasta heimild um eitt stórkostlegasta manndýr allra alda, Idi Amin. Lausl. þýtt O.S.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.