Alþýðublaðið - 12.03.1977, Page 4

Alþýðublaðið - 12.03.1977, Page 4
4 VETTVANGUR Laugardagur 12. marz 1977 Ekki veit ijósmyndarinn h vaö þessar tvær ágætis konur voru aö lesa I miöri mannþrönginni I göngugöt- unni í Austurstræti, en þaö hlýtur aö hafa veriö eitthvaö mikilvægt. ótruflaöar af aögangshöröum ljós- myndurum, iásu þær skjaliö til enda, stóöu þá upp og gengu brott. Augnabliks- myndir úr bæiarlífinu Þetta er innlegg vort til andreykingarherferöar. Hugsaöu þig tvisvar um áöur en þú ,,kveikir”í næstu „rettu”. (Ab-myndir: ATA) Fátt er eins skemmtilegt myndefni og fólk. Gamalt fólk, börn, i starfi, aö leik. Gangandi fólk, sitjandi fólk, aivarlegt fólk, glaölegt fólk. En fyrst og fremstfólk, sem hefur einhvern svip. Sumir Ijósmyndarar sérhæfa sig i aö ná hreyfingum, göngu- lagi manna, á filmur sinar, aör- ir taka gjarnan hópmyndir, þar sem margir þekkjast, myndir sem verða dýrmætar er fram liða stundir. Aörir taka andlits- myndir, ekki hrein „portret”, heldur einskonar augnabliks andlitsmyndir, þegar sá Ijös- m vndaði vissi ekki af ljósmynd- aranum, enda gjarnan djúpt hugsi. Af þessu tagi eru mynd- irnar hér á siðunni. Mennirnir ólikir og svipbrigðin einnig Slik Ijósmyndun er mjög timafrek, en skemmtileg enda býöur hún upp á marga mögu- leika. Mennirnir eru jafn ólikir og þeir eru margir og svipbrigði hvers manns eru jafnmörg og dagar ársins (ertu glaöur, leiöur.vonsvikinn, ástfanginn, meö fjárhagsáhyggjur, i hags- munabaráttu, á fjöldafundi, aö verzla, i göngutúr..) Myndirnar hér á slöunni hafa verið teknar af mönnum for- spuröum, fæstir vissu af myndavélinni, og vonum viö aö birting þeirra særi engan. Sum- ar myndirnar voru teknar i vik- unni, aörarum jólin, enn aörar I haust. Það skiptir Uka minnstu máli hvenær þær voru teknar. Næst þegar þú gengur niöur í bæ, taktu þér þá tima til aö lita i kringum þig, þér liggur ekki eins mikiö á og þú heldur. Hiö eilifa og endalausa lifsgæöa- kapphlaupfær fólk tilaö gleyma þvi aö lifa. Seztu niöur og slapp- aöu af, þvi þá getum viö aumir Ijósmyndararnir, sem höfum svo mikið aö gera, tekiö af þér mynd. Viö megum nefnilega ómögulega vera aö þvi aö biöa lengi. —ATA.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.