Alþýðublaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. marz 1977
VIÐHORF 5
„Ég beld bara þeir séu búnir ab missa vitglóruna. Kaffipakklnn kom-
inn upp f 370 krónur”.
„Þeir heföu nú getaö málaö Lúsiö I einhverjum öörum lit fyrst þeir
voru aö þvi á annaö borö.”
Dr. Jóhannes Nordal:
Ávöxtun fjár
í verdbólgu
Þarflaustættiaö vera aö eyöa
möi gum oröum að þvi að lýsa
fyrir islenzkum lesendum, hver
áhrif stórfelld veröbólga hefur á
ávöxtun fjár og hag sparifjár-
eigenda. Til þess er reynsla
undanfarinna fjögurra ára allt
of nærtæk, en á þvi timabili hef-
ur verðlag meira en þrefaldazt
og leitt af sér verulegan flótta
fjár af sparifjárreikningum yfir
i kaup á fasteignum, bifreiðum
og i alls kyns eyöslu. Sér-
staklega var þetta áberandi á
árinu 1974 og á fyrstu mánuöum
ársins 1975, en á þvi timabili
reis alda veröbólgunnar hæst og
raunverulegir vextir af sparifé
voruneikvæöirum nálægt 20%.
Lék ekki á tveim tungum, aö
áframhald þeirrar þróunar
hefði á skömmum tima riöið
eðlilegri starfsemi fjármála-
stofnana hér á landi aö fullu.
Svo fór þó ekki i það sinn, þar
sem aögeröir til viðnáms gegn
veröbólgu samfara hækkun
vaxta og breytingu lánskjara,
til dæmis með aukinni noktun
verðbóta á útlánum lifeyris-
sjóða og fjárfestingarlánasjóöa,
komu smám saman meiri
stöðugleika og ró á þróun fjár-
magnsmarkaösins. A árinu 1976
háöist sá árangur, aö aukning
sparifjár hélzt í fyrsta skipti
siöan 1971 i hendur viö aukningu
þjóðartekna. Má vafalaust
þakka hinum nýju vaxtaauka-
innlánum þennan árangur 'að
nokkrum hluta, en i árslok voru
vaxtaaukainnlán oröin einn
fimmti af öllum sparifjárinn-
lögnum. Þótt óheillaþróun
undanfarinna ára hafi þannig
stöðvazt i bili, fer þvi fjarri, að
um viöunandi ástand sé enn aö
ræöa i þessum efnum. Um þaö
tala eftirfarandi tölur skýrustu
máli.
A timabilinu 1961 til 1971 voru
spariinnlán tilt(3ulega stööugt
hlutfall heildarverömætis
þjóöarframleiöslunnar á hverj-
um tima. Voru spariinnlán að
meðaltali nálægt 29% af verö-
mæti þjóöarframleiðslunnar, og
varö hlutfalliö á þessu timabili
hæst 31%, en lægst 27%. Eftir
1971 fer svo á*< siga á úgæfuhliö.
enda fór verðbólga vaxandi og
raunvextir uröu sifellt neikvæö-
ari. A árinu 1975 var hlutfallið
komiö niöur i 18%, en viröist
siðan hafa byrjaö aö hækka
aftur á siöara helmingi ársins
1976. Sú mikla rýrnun á raun-
verömæti þess sparnaðar, sem
um hendur bankakerfisins fer,
sem átti sér stað á árunum
1972—1975, hefur haft afdrifarik
áhrif á útlánagetu þess. Ef
sparifé hefði i lok ársins 1976
numiö sama hlutfalli af þjóöar-
framleiöslu og þaö geröi aö
meöaltali á siðasta áratug, væri
ráöstöfunarfé bankakerfisins
hvorkimeira né minna ai um 40
milljöröum króna hærri fjárhæö
en þaö er i raun og veru. Þessi
samdráttur i innlendum sparn-
aði hefur svo komið fram meö
ýmsum óheillavænlegum hætti,
svo sem i alvarlegum skorti á
lánsfé, viðskiptahalla viö útlönd
og erlendri skuldasöfnun , sem
að verulegu leyti á rætur aö
rekja til skorts á innlendu fjár-
magni.Þessa mynd veröa menn
að hafa skýrt fyrir augum, þeg-
ar rætt er um ávöxtun sparifjár
og hlutverk vaxta og verðtrygg-
ingar á peningamarkaönum.
Reynsla Islendinga á undan-
förnum árum er hin sama og
allraannarraþjóöa, sem isama
vanda hafa rataö, og hún sýnir,
að án eðlilegrar jákvæörar
ávöxtunar þorna fyrr eöa siöar
upp þær lindir fjármagns, sem
eru heilbrigöum, gróandi at-
vinnurekstri lifsnauösyn. Aö-
eins um skamma hriö er unnt aö
brúa bilið meö erlendu lánsfé,
en sföan tekur viö stöönun eöa
þvingaöur sparnaður i formi si-
vaxandi skattbyröar. Allar
þjóðir, sem búa við svipaö hag-
kerfi og Islendingar, hafa oröiö
að horfast i augu viö þennan
vanda á undangengnu verö-
bólguskeiöi. Þóttháir vextir séu
að sjálfsögðu ekki vinsælli hjá
lántakendum erlendis en þeir
eru hér á landi, og þrátt fyrir þá
háu vexti, sem íslendingar búa
við, er hvergi i Vestur-Evrópu
nú aö finna lægra vaxtastig i
hlutfalli viö þá veröbólgu, sem
rikjandi er.
Hækkun vaxta og endurskoð-
un lánskjara hefur ekki hér á
landi frekar en annars staðar
gengiö hljóðalaust fyrir sig, og
hafa lántakendur aö vonum
kvartaö yfir áhrifum þeirra á
framleiöslukostnað og afkomu.
Bak viö þetta býr sú hugsun, að
meö lægri lántökukostnaöi megi
lækka framleiöslukostnaö fyrir-
tækja og annaö hvort draga úr
veröhækkunarþörf þeirra eða
gera þeim kleift aö taka á sig
meiri kauphækkanir. Þótt vafa-
laust sé eitthvaö til i þessu, má
ekki gleyma hinu, aö fjárhags-
legur ávinningur af þessu tagi
fæst ekki án þess aö einhver
greiði fyrir hann. Meö lægri
vöxtum er engu létt af þjóöar-
búinu, heldur er aöeins veriö aö
flytja úr einum vasa i annan,
sem i þessu dæmi þýðir að bæta
hag skuldarans á kostnaö þess,
sem sparar.
Og hverjir eru það, sem
myndu greiöa fyrir slika
breytingu? Þaö eru eigendur
sparifjár, margt af þvi eldra
fólk, sem horfir á eignir sinar
verða eldi verðbóigunnar að
bráö. Þaö eru lifeyrissjóðir,
sem ekki geta ávaxtað sam-
eiginlega sjóöi launþega, þannig
að þeir geti greitt viðunandi
eftirlaun. Og þaö eru fjár-
festingarlánasjóðir og aörir
sameiginlegir sjóðir þjóðar-
innar, sem ekki geta haldið
áfram aö gegna lögboönum
hlutverkum sinum, nema meö
sivaxandi skuldasöfnun erlend-
is. Er réttlátt eöa skynsamlegt
að ganga sifellt á hlut þessara
aðila, til þess að aukinn sé verö-
bólguhagnaöur þeirra, sem
mest hafa af lánsfé þjóðarinnar
á milli handa og treysta þvi, að
verðhækkun fasteigna og ann-
arra fjármuna, sem þeir hafa
aflað með tiístyrk lánsfjár,
tryggi þeim öruggan peninga-
legan ágóöa, hvort Sem rekstur
þeirra skilar raunverulegum
hagnaði eöa ekki?
Er ekki rétta svarið við þess-
um spurningum neitandi? Þaö
er óskynsamlegt aö ganga um of
á hag þeirra, sem leggja þjob-
félaginu til þann peningalega
sparnab, sem heilbrigður rekst-
ur og efnahagsleg uppbygging
þarf svo nauðsynlega á aö
halda. Og það er lika óréttlátt
frá félagslegu sjónarmiöi, þvi
meö þvi er vafalaust fyrst og
fremst verið aö hygla þeim
efnameiriá kostnaö almennings
og sameiginlegra sjóða.
Sannleikurinn er sá, aö enn
hefur ekki verið komið á láns-
kjörum hér á landi, sem tryggja
jákvæöa raunvexti af sparifé. 1
þessu efni hefur vissulega veriö
reynt aö taka tillit til stöðu at-
vinnuveganna, eftir þvi sem
frekasthefur veriö unnt. En það
má alls ekki einblína á þá hlið
málsins og gleyma bæði mikil-
vægi heilbrigös sparnaðar fyrir
þjóöarbúskapinn og hagsmun-
um þeirra, semþegarhafa oröiö
fyrir þyngstum búsifjum af
völdum veröbólgunnar, en þaö
er hinn almenni sparifjáreig-
andi.
J.N.
(Úr siöustu Fjármálatiöindum)
L