Alþýðublaðið - 15.03.1977, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 15.03.1977, Qupperneq 16
BYRJUNARVIÐRÆÐUR ASÍ OG RÍKISSTJ ÓRNARINNAR Fundur með samn- inganefnd ASt og ríkis- stjórninni var haidinn i gær i ráðherrabústaðn- um og stóð hann i 1 1/2 klukkustund. Björn Jónsson forseti ASl sagði að loknum fund- inum i gær, að þetta hefði verið byrjunar- viðræður, þar sem samninganefnd Alþýðusambandsins hefði farið yfir helztu kröfur sinar gagnvart stjórnvöldum og lagt áherzlu á skjótar að- gerðir af hendi rikis- stjórnarinnar. Björn sagöi að forsætisráö- herra heföi tekið vel ábending- urr. samninganefndarinnar án þess aö vfkja aö einstökum atriöum. Sagöi Björn, aö for- sætisráöherra heföi sagt aö til- lögur og ábendingar samninga- nefndarinnar yröu skoöaöar - meö opnum huga. Auk forsætisráöherra mættu á fundinum þeir Olafur Jóhannes- son, Gunnar Thoroddsen, - Matthías Mathiesen og Halldór E. Sigurösson. Þá mættu einnig, auk ráðherranna og samninga- nefndar ASI, sáttasemjari og forstööumaöur Þjóöhagsstofn- unar. Ekki hefur veriö ákveöiö um framhald þessara viöræöna viö rlkisstjórnina, en sáttasemjara faliö aö setja upp áætlun um frekari meöferö málsins og áframhaldandi viöræöur. — BJ. Heilbrigðisyfirvöld: ALLT GERT TIL AÐ BÆTA VINNU- AÐSTÖÐU OG HEIBRIGDISEFTIRLIT í STRAUMSVÍK alfarið fullyröingum um aö þau studdum og ekki til þess föllnum hafi verið „dragbitar á þvi sem aö bæta samvinnu þeirra aöila þurft hefur aö bæta f Straumsvik” sem mál þessi varöa. sem ábyrgðarlausum og órök- —AB. — Voru ekki dragbítar á því sem þurft hefur að bæta þar, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða Heilbrigðiseftirlit rik- isins vill vekja athygli á 38. gr. 4 i heilbrigðis- reglugerð fyrir ísland frá 1972, vegna yfirlýs- inga fulltrúa þeirra launþegafélaga sem að- ild eiga að kjara- samningum við Islenzka Álfélagið i Straumsvik, og fram komu á fundi með fréttamönnum ekki alls fyrir löngu. I heilbrigöisreglugerö þar sem vitnaö er til, segir svo: Sérstakur fulltrúi verkafólks „umsjónarmaöur vinnustaöa” eða varamaður hans, tilnefndur af fulltrúaráöi eöa fjóröungssam- bandi skal eiga þess kost að sitja heilbrigöisnefndarfundi meö málfrelsi eöa tillögurétti. Þar sem ekki starfa sérstakir heilbrigöisfulltrUar skal „umsjónarmaður vinnustaöa” i heilbrigöisnefnd hafa meö hönd- um eftirlit vinnustaða undir yfir- umsjón héraöslæknis.Jafnan skal hann hafa samráö viö trúnaöar- mann verkamanna um allt sem aö bættum aðbúnaöi og hollustu lýtur og gefa honum kost á aö fylgjast meö þvi hvaö umbótum liöur. Heilbrigöiseftirliti rikisins er ekki kunnugt um aö fyrrnefnd launþegasambönd hafi notfært sér þessi réttindi sin til þess aö hafa áhrif á og fylgjast meö framkvæmd heilbrigðis- og hollustumála við Aiveriö I Straumsvik. Heilbrigöisyfirvöld hafa ætiö gert allt sem i þeirra valdi hefur staöiö til aö fá fram bætta vinnu- aöstöðu og heilbrigöiseftirlit viö Álveriö I Straumsvik og mótmæla ALÞÝÐUSAMBAND VESTURLANDS VÍTIR RÍKISSTJÓRNINA Stofnfundur Alþýðu- sambands Vesturlands haldinn i Borgarnesi 12. marz 1977 lýsir fyllsta stuðningi við kröfur Alþýðusam- bands íslands i þeim kjarasamningum sem nú eru hafnir, og heitir þvi að standa sem órofaheild að þvi að fullur árangur náist. Jafnframt vitir fund- urinn harðlega þá kjaraskerðingastefnu sem núverandi ríkis- stjórn hefur rekið gagnvart öllum laun- þegum i landinu. Fundurinn heitir á samninganefnd Al- þýðusambands íslands að standa fast á kröf- unni um 100 þúsund króna lágmarkslaun og fullar visitölubætur. Norræna verkalýdssambandið: Samningar og kjaramál efst á baugi Næsti fundur verður I siöustu viku var haldinn I Kaupmannahöfn stjórnarfund- ur Norræna verkalýössam- bandsins, en Alþýöusamband Islands er aðili aö sambandinu ásamt sjö öörum samböndum á hinum Noröurlöndunum. Full- trúar ASÍ á þessum fundi voru þeir óskar Hallgrimsson og Ólafur Hannibalsson. Olafur sagöi aö Kjaramál og samningamál aöildarlandanna heföu veriö ofarlega á baugi, en samningar væru nú útrunnir I öllum hinum löndunum og mundu renna Ut hjá okkur I mai, sem kunnugt væri. ólafur Hannibalsson sagöi aö umræöur um samningamál hinna aöildarrlkjanna væru mjög gagnlegar, enda væri til- gangurinnfyrstog fremst sá, aö menn bæru saman bækur sinar. Viöfangsefnin væru auk þess svipuö, enda þótt aöstæður og skipulag væru meö ýmsum hætti I hverju landi um sig. Annað höfuömál fundarins varöandi málefni Suöur-Afriku, og gerði stjórn Norræna verka- lýössambandsins samþykkt um það. Samþykktin um málefni Suöur-Afriku mun birtast I blað- inu á morgun. I viötali Alþýöublaösins við ólaf Hannibalsson kom fram aö næsti stjórnarfundur Norræna verkalýðssambandsins hefur veriö ákveðinn I júni n.k. og veröur sá fundur haldinn I Reykjavik. Norræna verkalýðssam- bandiö var stofnaö áriö 1972 og hefur Alþýöusamband lslands veriö þátttakandi I sambandinu frá upphafi. 1 ræöu sem Richard Trælnæs, fulltrúi Norræna verkalýös- sambandsins, flutti á 33. þingi í Reykjavík í júní ASl s.l. haust komst hann svo aö oröi um markmiö og verkefni NVS: „Stefnu okkar i þessu samstarfi hefur hingaö til veriö skipt niöur I þrjá aöalþætti. I fyrsta lagi upplýsingaskipti og samvinna milli heildarsamtak- anna, sem I raun þýöir skipti á hugmyndum, skoöunum, af- stöðu og lausnum á einstökum vandamálum, I tengslum viö þaö aðalverkefni sem þessi heildarsamtök glima viö á hverjum tima. I ööru lagi hefur þörfin á hag- ræöingu gagnvart hinum ýmsu stofnunum Norðurlanda stööugt veriö aö færast I aukana. Hér er aöallega um aö ræöa Norrænu Ráðherrafundina, Noröur- landaráö, Norrænu Menningar- málaskrifstofuna og hinn ný- stofnaða Fjárfestingarbanka Noröurlanda. 1 þriðja lagi hagræðingin á afstööu norrænu samtakanna til annarra alþjóölegra félagssam- taka. Hér er átt viö Evrópska verkalýðssambandiö og Alþjóöasamband frjálsra verkalýðsfélaga og fjölda ann- arra félaga og stofnana.” í þessari ræöu á Alþýöu- sambandsþingi lýsti fulltrúi Norræna verkalýössambands- ins þvi hvernig dagleg störf heildarsamtakanna heföu leitt til umfangsmikilla ályktana- geröa og stefnumótunar, m.a. varöandi vinnuumhverfi, at- vinnustefnu, fjölskyldumál og fjölþjóöaauöhringa. Dagskrá fundarins, sem haldinn verður I Reykjavik I júni hefur enn ekki verið ákveöin, en telja má vist, aö þar veröi tekin til umræöu málefni, sem varöa kjör og llfs- afkomu islenzks verkafólks. —BJ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 alþýðu blaðiðl Tekiö eftir: Aö síöustu vik- ur hefur Alþingi veriö nánast verklaust. Þar hef- ur verið f jallað um nokkur minni háttar mál, en að ööru leyti hefur doði og verkefnaskortur einkennt störf þess. Viö eölilegar aö- stæöur heföi veriö hægt aö ljúka störfum á þingi fyrir páska. En allt strandar á þvi, aö stjórnarliöið getur ekki komiö sér saman um skattafrumvarpiö, þaö damlar I nefnd og enginn árangurer sýnilegur. Þá er einnig ljóst, aö samninga- málin hafa mikil áhrif á orö og geröir þingmanna og ráöherra. * Séö: I Lögbirtingablaöinu, aö staða vitavaröar Reykjanesvita er laus til umsóknar. Umsöknar- frestur er til loka þessa mánaðar, og vafalaust munu margir sækja um, enda Reykjanesviti ekki eins einangraöur og margir vitar landsins, þar sem verðir eru. Tekið eftir: Einnig I Lög- birtingablaöinu, að menntamálaráöuneytiö hefur veitt Jakobi Benediktssyni lausn frá starfi forstööumanns oröa- bókar Háskólans fyrir aldurs sakir frá 1. janúar á næsta ári aö telja. Þetta hljóta aö vera nokkur tiö- indi, þar eö Jakob hefur veriö lifiö og sálin I starfinu viö Oröabókina. ☆ Séö: Og enn i Lögbirtinga- blaöinu, aö um siöustu ára- mót sótti Union Carbide Corparation, 270 Park Avenue, New York, Banda- rikjunum um einkaleyfi hér á landi á aöferö til aö bæta strontium I málm- blendi. Þetta var eftir aö samningar viö þetta bandariska fyrirtæki um smiöi járnblendiverk- smiöju fóru Ut um þúfur. Hins vegar er ljóst, aö Union Carbide ætlar aö tryggja aö hér veröi ekki notaöar neinar þær að- feröir ókeypis, sem félagið hefur einkarétt á. Þaö hefur sem sagt haft trú á því aö fyrirtækiö myndi rlsa. En heldur er óhugn- anlegt aö lesa orðiö STRONTIUM I þessu sam- bandi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.