Alþýðublaðið - 29.03.1977, Síða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1977, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ Langur vinnudagur lítið kaup Könnun gerd á aðstædum Sóknarkvenna Meðalvinnutimi einhleypra Sóknar- kvenna er 37,4 klukku- stundir á viku, en giftra kvenna 31.9 klukku- stundir á viku. Meðal- vinnutimi maka Sóknarkvenna er tals- vert lengri eða 46.6 stundir á viku. Þessar upplýsingar koma fram ikönnun sem Auöur Styrk- ársdóttir, nemi I ÞjóBfélags- fræðum gerði á lífskjörum og högum Sóknarkvenna og var hún gerð i október- og nóvem- bermánuði 1976. Náði könnun in m.a. til tekna Sóknarkvenna, lengdar vinnutima, barnagæzlu, húsnæðis, menntunar o.fl. þátta, sem varpað geta ljósi á aðstæöur verkakvenna, meöal- tekjur einhleypra kvenna — rúm 66 þús. Við útreikning á tekjum komu 48 einhleypar verkakonur til greina. Reyndust samanlagðar tekjur þeirra nema samtals 3.201,793 kr. sem þýðir, aö meðaltekjur einhleypra Sóknar- VERKAKONUR KAUPA DÝRUSTU GÆZLUNA Það er kunnara en frá þurfi að segja, að verkakon- ur eiga i erfiðleikum með að koma börnum sinum fyrir ef þær vinna sjálfar úti. Ýmsir vinnustaðir t.d. sjúkrahús reka þó eigin harnaheimili, en þar fá Sóknarkonur ekki inni með börn sin. A barna- heimilum Sumargjafar ganga börn námsmanna og einstæðra foreldra fyrir, og biðlistar hrannast upp. i könnuninni sent gerð var á högum Sóknarkvenna kom fram að stór hluti kvennanna kaupir börnumsinum gæzlu i heimahúsum fyrir 20—25 þús. á mánuöi. Ails áttu 18 konur i úrtakinu börn á aldr- inum 0—6 ára, og komu 5 þcirra börnum sinum fyrir i einkagæzlu, 8 kvennanna höfðu börn sln hjá foreldrum eða ættingjum, en hinar komu þcim fyrir með ýmsu móti. —JSS. Verkfall við Kröflu: Ófremdarástand ef ekkert gerist næstu Stór hluti starfsmanna við Kröflu um 30 manns hefur ekki mætt til vinnu á Kröflusvæðinu siðan aðfaranótt fimmtudags- ins. Ástæðan er deilur um kjara- og aðbúnaðarmál. — Það sem greinir á um meðal annars, er að ekki hefur fengizt greiðsla fyrir þá daga sem starfsmenn hafa verið fjar- verandi úr vinnu, vegna gos- hættu, sagði Helgi Guömunds- son formaður Trésmiöafélags Akureyrar i samtali við Alþýðu- blaðið i gær. Þá sagði Helgi ýmsan aðbún- að starfsmanna i miklum ólestri. Til að mynda væri sal- ernisaðstaða oft fyrir neðan all- ar hellur, sökum vatnsskorts. Hafa Heilbrigðiseftirlit rikisins og heilbrigðisnefnd Mývatns- sveitar gert kannanir i þeim efnum, en Helgi sagðist ekki vita um niðurstööur þeirra kannana. Helgi sagðist vilja taka það fram að um verkfall i eiginlegri merkingu væri ekki að ræða. Þeir málmiðnaðarmenn sem störfuðu við Kröflu, á vegum Slippstöðvar Akureyrar neituðu að vinna við Kröflu, en þeir neit- uðu ekki aö vinna við Slippstöö- ina, og hefðu þeir nú hafið störf þar. Um trésmiði þá sem hætt hafa störfum sagði Helgi að þeim hefði verið sagt upp störfum. Hefði þeim siðan verið boðin endurráðning, en þeir ekki þeg- ið hana. — Þannig að þeir eru ekki i ólöglegu verkfalli, eins og Framhald á bls. io. kvenna eru 66.704 krónurá mán. Þessar konur höfðu, auk sjálfra sin, 18 manns á framfæri. Tekjur giftra kvenna reynd- ust að meöaltali talsvert lægri, eöa kr. 53,043. Tekjur maka voru kr. 95.252 á einstakling. Tekjur 42ja hjóna voru samtals kr. 6.229.889 sem þýöir að hver einstaklingur hafi ‘ i laun kr. 74.165 á mán. 70 konur höfðu hlotið einhverja menntun umfram barnaskóla eða skyldu- nám. Flestar þeirra, eða 25 höfðu numið i húsmæðraskóla, og 20 reyndust hafa gagnfræða- próf. Hinar höföu flestar farið i iðngreinar eða kvöldskóla. Einhleypar konur reyndust vera 52 af þeim 119 sem könnun- in byggðist á, og eru þvi 43,7% kvennanna einu fyrirvinnur heimila sinna. Langflestir makar þeirra kvenna, er tóku þátt i könnun- inni reyndust vera verkamenn að atvinnu. 12 unnu iðnaðar- störf, og 5 voru öryrkjar eða sjúklingar. Þá voru 8 konur gift- ar afgreiðslumönnum eða skrif- stofumönnum. Konurnar voru spurðar hvort þær byggju i leiguhúsnæöi eða eigin húsnæöi. Leigjendur voru jafnframt spurðir hvort þeir væru öruggir með þetta hús- næði, eða hvort þeir gætu átt von á uppsögnum með litlum fyrirvara. 71 kona reyndist búa i eigin húsnæði en 32 eða 26,9% i leigu húsnæði.Hjá foreldrum eöa ætt- ingjum bjuggu 16. Mikill meiri hluti kvennanna eða 68.8% kvaðst myndi halda áfram að vinna, þó þær ættu þess kost að hætta. Astæðurnar sem konurnar nefndu voru eink- um þær, aö vinnan gæfi þeim tækifæri til að umgangast fólk og væri tilbreyting frá heimilis- störfunum. JSS Verkalýðsfélag Akraness: STYÐUR KRÖFUR UM ÍOO ÞÚS. KRÓNA LÁGMARKSLAUN Fundur sem haldinn var i kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness fyrir skömmu sam- þykkti að skora á Alþingi að samþykkja frumvarp það tii laga sem Svava Jakobsdóttir hcfur lagt fram til breytingar á lögum um atvinnuleysis- tryggingar. Felur breytingin i sér afnám skerðingarákvæða vegna há- markstekna maka og segir i fréttinni að skerðing þessi hafi nær eingöngu beinzt gegn konum varðandi atvinnuleys- isbæturog fæðingarorlof. Telji konurréttsinnhafa verið fyrir borö borinn vegna þessara ákvæða og vænti þess, að al- þingismenn leiðrétti þetta nú og afnemi skerðingarákvæðin i báðum tilvikum. Þá samþykkti fundurinn aö lýsa yfir fyllsta stuðning viö takmark verkalýðshreyfingar- innar i yfirstandandi samn- ingum, að lægstu laun hækki i kr. 100 þús. á mánuði og önnur laun fái sömu krónutölu- hækkun. A sama hátt komi fullar visitölubætur á laun sem reiknist út mánaðarlega. Frá þessu marki megi ekki kvika undir neinum kringum- stæðum, þar sem kjör lág- launahópanna séu löngu orðin óviðeigandi. —JSS Rætt við Guðrúnu Jónsdóttur formann Torfu- samtakanna um framtíð Bernhöfts- torfunnar eftir brunann á laugardag bls. 8 Stefnuskrá Alþýdu- flokksins er komin út Sjá bls. 9 Þórður á Sæbóli er 75 ára í dag bls. 16 I blaðinu í dag er sagt frá heimsókn í Félags- málaskóla alþýðu I Ölfusborgum Sjá bls. 4 og 5 Svar Alþýðuflokksins til Samtakanna á Vestfjörðum. Sjá 16. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.