Alþýðublaðið - 29.03.1977, Page 2
2 STJÓRNMÁL/ FRÉTTIR
alþýöu-
Þriðjudagur 29. marz 1977blaöiA
Útgefa.idi: Alþýðuflokkurinn. i
Reksíur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 —simi 14906.
Asknftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu.
MORGUNBLAÐIÐ, DRAMBSEMI
OG KENNINGAR UM VALD
Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins líkjast æ
meir véfréttum, svörum
goðanna, sem skilja má á
hvern þann veg, er menn
helzt kjósa. Einn rauðan
þráð má þó finna í
Reyk javíkurbréf inu í
fyrradag. Hann er þessi:
Valdið er Morgunblaðs-
ins, orðum þess ber að
hlýða. Fyrr hafa þessar
staðhæfingar sést i blað-
inu, en aldrei eins grimu-
lausar og nú. Vart er hægt
að flokka þessi skrif
blaðsins undir annað en
stærilæti og taumlausa
trú á því valdi, sem blaðið
telur sig hafa. En
Morgunblaðið skyldi hafa
hugfast, að það er vanda-
samt að fara vel með
völd. Að gleyma því hef-
ur orðið mörgum að f alli.
Þessi kenning um vald-
ið kemur bezt fram í
þeirri staðlausu fullyrð-
ingu Morgunblaðsins, að
það sé ekki flokksblað.
Það beri ekki fram nein
,,bónorð'' fyrir Sjálf-
stæðisf lokkinn. Hann
verði að sjá um sín
,,brúðkaup"sjálfur og síð-
an sé það hlutverk
Morgunblaðsins að vega
og meta, hvort til þeirra
sé stofnað á réttum for-
sendum og taka afstöðu
til þess hvort ,,hjóna-
bandið" sé þjóðinni til
heilla og blessunar eða
ekki.
Það er löngu Ijóst, að
Morgunblaðið er litt hrif-
ið af núverandi ,,hjóna-
bandi" Sjálfstæðisf lokks-
ins og Framsóknar. Hins
vegar hefur blaðið ekki
gripiðtil sinna ráða til að
slita eða binda enda á þá
sambúð. Þó er berlega
gefið í skyn í Reykja-
víkurbréf inu, að slíkt sé á
valdi blaðsins. Þetta
sannar einfaldlega að
Morgunblaðið er fyrst og
fremst flokksblað Sjálf-
stæðisflokksins. Enda er
hætt við að völd þess yrðu
fljótlega skert, ef það
sýndi flokki sínum ekki
hollustu. Skrif Morgun-
blaðsins um sjálfstætt líf
þess, óháð flokknum, eru
einbert stærilæti, sem á
sér enga stoð í raunveru-
leikanum.
Morgunblaðið segir, að
Viðreisnarstjórnin hafi
verið góð stjórn og blaðið
hafi stutt hana vegna at-
hafna hennar og verð-
leika, en ekki vegna þess
hverjir tóku þátt í henni.
Trúi þvi hver sem vill, að
Morgunblaðið hefði snú-
ist gegn Viðreisnarstjórn-
inni og ráðherrum Sjálf-
stæðisf lokksins i henni, ef
athafnir hennar hefðu
ekki verið blaðinu að
skapi. Eða minnist þess
einhver að Morgunblaðið
hafi i alvöru snúist gegn
þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins og ráðherrum.
Tilraunir blaðsins til að
sanna lesendum sínum að
það lifi frjálst og óháð
utan valdsviðs Sjálf-
stæðisf lokksins eru
dæmdar til að mistakast.
Það getur ekki afneitað
föður sínum og lífgjafa.
En í síðasta Reykja-
víkurbréfi eru þó ennþá
hættulegri kenningar á
ferðinni en sú um vald
Morgunblaðsins. Blaðið
ræðir nú meir og meir,
oftar og oftar um ,,bákn-
ið" nauðsyn þess að halda
því niðri og ef la reisn ein-
staklingsins. Alþýðublað-
ið óttast mjög, að þarna
séað skjóta upp kollinum
tilhneiging til að gera lítið
úr jöfnun lífskjara og
nauðsyn frelsis frá ótta
um afkomu og lífsbjörg,
sem er markmið trygg-
ingakerfisins. Á meðan
Morgunblaðið útskýrir
ekki nánar hvað það á við
með ,,bákninu" verður
önnur ályktun ekki dreg-
in.
Efling reisnar einstak-
lingsins verður aldrei
byggð á því að draga úr
því öryggi, sem nauðsyn-
legt er að veita hverjum
og einum frá vöggu til
grafar, öryggi vegna
áfalla af slysum, sjúk-
dómum og öðrum erfið-
leikum, sem ógna af-
komu fólks. Verði það
öryggi skert yrði reisn
einstaklingsins unnið
óbætanlegt tjón. Frum-
skógarlögmálið um að
hinn sterkasti muni halda
velli fær vonandi aldrei
verulegan hljómgrunn
hér á landi, þótt stundum
heyrist í aðdáendum
þess.
Tryggja verður að hinn
veikari geti einnig lifað
með fullri reisn. Þar í
hópi er aldrað fólk, sem
stritað hefur hörðum
höndum og lagt grundvöll
að þeirri velferð, sem is-
lendingar búa við, a.m.k.
í veraldlegum efnum. Sé
,,báknið" þau vesælu
laun, sem þetta fólk fær í
gegnum tryggingakerfið,
þá má reisn einstaklings-
ins, eins og Morgunblaðið
túlkar hana, fara veg
allrar veraldar.
Alþýðuf lokkurinn hef-
ur lagt á það áherzlu, að
tryggingakerf inu verði
gert kleift að greiða ríf-
legan ellilífeyri, sjúkr-
akostnað, slysabætur, ör-
orkulífeyri, makabætur,
f jölskyldubætur, mæðra-
laun og fæðingarorlof.
Um leið v i 11 Alþýðu-
flokkurinn að girt verði
fyrir misnotkun trygg-
inganna. Tryggingakerf-
ið má ekki bjóða heim
tortryggni og auka hættu
á misnotkun. Það á að
vera auðskilið og að-
gengilegt. — Morgun-
blaðið spyr hvort Alþýðu-
flokkurinn sé reiðubúinn
til að draga úr ríkisbákn-
inu. Ef í þessari spurn-
ingu felst hugmynd um
að rýra tryggingakerfið
er svarið bláft nei.
Alþýðuf lokkurinn vill
efla það og styrkja, en
bendir um leið á að rik
ástæða er nú til þess að
endurskoða öll trygginga-
málin. Það sem var gott
og gilt fyrir nokkrum ár-
um kann að vera úrelt í
dag.
En um leið og Alþýðu-
flokkurinn vill af öllum
mætti verja trygginga-
kerfið, hefur hann marg-
oft lýst yfir því, að sterk
f jármálastjórn og festa í
fjármálum, sé bezta
tryggingin gegn óstjórn í
opinberum rekstri. Þar
vegur þungt skynsamleg
fjárfesting, aðhald í
rekstri stofnana ríkisins
og stöðvun skattsvika.
Þessa festu og þetta að-
hald hefur skort í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar. Ef
þetta er ,,báknið", sem
Morgunblaðið talar um,
getur Alþýðuf lokkurinn
tekið undir orð þess. Og
þá er lika stutt fyrir
Morgunblaðið að fara til
að óska lagfæringa.
—AG
Rey ki aví kurbréf
Laugardagur 26. marz
Einstaklingurinn
og
Alþýðuflokkurinn
Þetta sama Reykjavíkurbréf
fjallaði öðrum þræði um Anthony
Crosland og skrif formanns Al-
þýðuflokksins, Benedikts Gröndal
um hann. Þeir Alþýðuflokksmenn
tóku Reykjavíkurbréfið sem ein-
hvers konar bónorð til krata um
nýja Viðreisnarstjórn og verða
, þeir að meta það, hver með sfnum
t hætti. Hitt er annað mál, að
i Morgunblaðið er ekki flokksblað
} og getur ekki borið fram neitt
bónorð fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins. Hann verður að sjá um
sín ,,brúðkaup“ sjálfur og síðan
er það hlutverk Morgunblaðsins
að vega og meta, hvort til þeirra
sé stofnað á réttum forsendum og
taká afstöðu til þess, hvort
„hjónabandið“ sé þjóðinni til
heilla og blessunar eða ekki.
Morgunblaðið sagði, að áreiðan-
lega mundi reyna á það fyrr en
siðar, hvort Alþýðuflokkunnn
vildi efla einstaklinginn í vel-
ferðarþjóðfélagi okkar og gefa
honum möguleika á þeirri reisn,
sem blaðið ög Sjálfstæðisflokkur-
inn stefna að og telja, að sé þjóð-
inni fyrir beztu.
Morgunblaðið og formaður Al-
þýðuflokksins eru sammála um,
að „Viðreisnarstjórn Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
var rismikil, enda óvenjulegt
tækifæri fyrir lítinn flokk til að
EIN-
DÁLKURINN
Jer orð, er
lum munn líður”
,,Af prentfrelsi og fundafrelsi
| leiðir frelsi manna til að koma
saman, tjá hugsanir sinar, gera
(ályktanir og koma þeim á
framfæri opinberlega.”
„Það er nokkuð rik venja, að
félagsskapur, sem eitthvað vill
| láta að sér kveða, geri ályktanir
um sitthvað, sem hann telur máli
(skipta og vill þoka að ákveðnu
marki, og er ekkert nema gott um
(slikt að segja. Oft ber þetta
framtak þann árangur, sem að er
(stefnt”.
Engan veginn verður þó fram
1 haldið, að ályktanir funda og fé-
laga veki allajafna þá athygli,
sem ætlazt er til og oft á tiðum
væri maklegt. Svo er komið, að
margir mega helzt ekki heyra á
slikt minnzt og velja „ályktana-
faraganinu” miður vinsamleg
orð, svo að ekki sé meira sagt.”
Þannig kemst Páll Lindal,
I formaður Sambands islenzkra
sveitarfélaga að orðið i leiðara i
.siðasta hefti Sveitarstjórnar-
mála.— Hann segir að þetta eigi
,sér að vissu leyti eðlilegar
skýringar, þvi að þessi stjórn-
I skipulegi réttur, sem áður var
nefndur, hafi verið misnotaður
, um langt skeið. Fámennir hópar
eða klikur innan stórra samtaka
i hafi fengið samþykktar i nafni
samtakanna ályktanir, sem allur
, þorri félagsmanna vilji ekki við
kannast. Forráðamenn sumra
I samtaka vilji falla i þá freistni að
láta samþykkja sýknt og heilagt
, ályktanir um alla skapaða hluti
og ekki sizt þá, sem samtökin hafi
i ekki aðstöðu til að fjalla um frem-
ur en hver annar. Það geti þvi
I verið skiljanlegt að slik vinnu-
brögð komi óorði á samþykktir
funda og félaga yfirleitt, og ekki
siður það, þegar verið sé að gera
ályktanir um hluti, sem allir séu
sammála um og skipti þvi engu
máli til framhags eða fjalli um
innri málefni samtaka, sem
öðrum komi ekki við. Og þetta
reyni menn að fá birt og gangi
misjafnlega.
Páll Lindal segir, að hitt sé öllu
| verra, að ályktanir um mikilvæg
málefni, gerðar af bærum aðilum
] með formiega réttum hætti,
virðist oft ekki njóta öllu meiri
| virðingar. Hann segir, að sér
virðist ástæðan til þessa nokkuð
augljós i flestum tilfellum. Þegar
á fund komi hætti mönnum mjög
til þess að gera alltof margar
ályktanir og hafi þær oft alltof
ýtarlegar, geri ekki mun á aðal-
atriðum og aukaatriðum.
Siðan segir Páll Lindal orðrétt:
„Þvi held ég, að þeir sem veita
forystu félagsskap, þeir, sem
vilja vekja athygli á máli, er þeir
telja nokkurs virði, ættu að leggja
höfuðáherzlu á það að hafa
ályktanir færri, en markvissari
að sama skapi.”
„íslendingasögur hafa að
geyma margar meitlaðar
setningar, sem seint gleymast. 1
Vopnfirðingasögu er sú, sem er
fyrirsögn þessa greinarkorns :
„Fer orð, er munn liður ” tþ.e.
orð berst áfram, er munn sleppir
eða þegar mælt hefur verið). -
Ályktun er eitt form, sem nota má
til þess að láta orð berast áfram,
en misjafnlega gengur að koma
þeim til skila, eins og ég hef
minnzt á. Það skyldu menn þvi
gera sér ljóst, að ein stuttorð
ályktun, markviss að efni og bún-
indi, vekur hugann fremur og er
þvi málstaðnum til meiri styrktar
en margar langlokur um sjálf-
sagða hluti.”
Alþýðublaðið vill i einu og öllu
taka undir þessi orð Páls. Blaða-
menn, sem þurfa að vinna úr
margvlslegum ályktunum, er
blöðunum berast, hafa orðið illi-
lega varir við tilgangsleysi sumra
þessara ályktana. Stundum getur
orðið fullerfitt að meitla úr þeim
skiljanlega niðurstöðu, og fjöldi
ályktana þjónar engum tilgangi.