Alþýðublaðið - 29.03.1977, Qupperneq 4
4VETTVANGUR
Þriðjudagur 29, marz 1977
í Ölfusborgum er nú
nýlokið tveggja vikna
námskeiði á vegum
Félagsmálaskóla
alþýðu, en námsstjóri
skólans er Karl Steinar
Guðnason. Félags-
málaskóli alþýðu er,
rekinn\af Menningar- og
fræðslusambandi
alþýðu og er skólinn
kostaður af verkalýðs-
hreyfingunni auk þess
sem hann fær styrk frá
Alþingi. Varla getur sá
styrkur talist stórkost-
legur, en hann nam á
siðasta ári 1300 þúsund
krónum.
Félagsmálaskólinn skiptist nú
i tvær annir, og er ætlunin aö
bæta viö þriðju önninni næsta
haust. Fyrstu önninni má likja
við að kikt sé á glugga, svo not-
uð séu orð fræðslustjórans, þ.e.
á henni er fólk upplýst um ýmis
undirstöðuatriði svo sem réttar-
stöðu sina, skipulag verkalýðs-
hreyfingarinnarog sögu hennar
o.s. .frv.
A annari önn er siðan veitt
fyllri fræðsla og væntanlega
farið dýpra niður i einstök at-
riði.
A siðasta ári var gefin út
Handbók verkalýðsfélaga á
vegum MFA og er hún nú upp-
seld. Ætlunin er að fljótlega
verði bókin endurskoðuð og gef-
in út á nýjan leik. Þá er i bigerð
að gefa út sérstaka handbók
fyrir trúnaðarmenn á vinnu-
stöðum.
Að sögn Karls Steinars hefur
fjárskortur háð starfsemi MFA
til þessa og er ein af kröfunum i
verðandi kjarasamningum að
0,25% af launum verkamanna
renni i fræðslusjóð. Verður þessi
krafa væntanlega sett þannig
upp að f jármagnið verði tekið af
launaskattinum.
Er blaðamaður Alþýðublaðsins
heimsótti Félagsmálaskólann,
að ölfusborgum siðast liöinn
fimmtudag var 1. önn D að
ljúka. Þessa önn sátu skólann 21
fulltrúi frá 25 verkalýðsfél.
viðsvegar að af landinu.
Viðamikil stundaskrá
önnin hófst með þvi að
Gunnar Arnason sálfræðingur
tók allan hópinn i svokallað hóp-
efli og var varið rúmum tveim
dögum i þennan þátt. Slöan var
varið samtals einum degi i leið-
beiningu í skráningu minnis-'
atriða og undirstöðu i ræðu-
flutningi og sáu um þá þætti þeir
Bolli B. Thoroddsen og Magnús
L. Sveinsson. Félags og fundar-
störf voru einnig tekin fyrir
og sáu þeir Tryggvi Þór Aðal-
steinsson og Karl Steinar
Guðnason um þann þátt.
Gunnar Eyjólfsson leikari
dvaldihálfan dagi ölfusborgum
og æfði framsögn. Guðrún
Helgadóttir hjá Trygginga-
stofnun rikisins sá um dag-
skrárliö sem nefndist ,,Hver er
réttur þinn” þar sem mönnum
voru kynnt helztu atriði i
tryggingarlöggjöfinni. Af öðr-
um fyrirlestrum má nefna
fyrirlestur um Sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar, Trúnaöar-
manninn, Heilbrigðiog öryggi á
vinnustað, Samvinnuhreyfing
og kjarabarátta, Skipulag ASf
og Stefnuskrá ASl.
Þá kom Björn Th. Björnsson
eitt kvöldið og kynnti nemend-
um myndlist og einnig kom
Bónustrióið úr Hafnarfirði og
skemmti með visna-og baráttu-
söng. Siðasta kvöldið sáu nem-
endur um kvöldvöku með ýms-
um skemmtiatriðum sem þeir
fiuttu sjálfir.
GEK
MIKIÐ GAGN AF SKÓLANUM
— Segir
Jónína
Óskarsdóttir
frá Ólafsfirði
Jónina öskarsdóttir formaöur
Ólafsfjarðardeildar verkalýös-
félagsins Iðju á Akureyri er ein
þeirra sex kvenna sem á nám-
skeiðinu voru. Við byrjuðum á
þvi aö spyrja hana af hverju svo
fáar konur sæktu námskeiðið.
,,Ég held að konur telji sér ai-
mennt trú um að þær eigi
erfiðara með aö sækja slik nám-
skeið en karlar, þær bera þvi
við, að þær komist ekki vegna
barnanna og heimilishaldsins,
sem er fráleit afsökun”.
„Skólinn hér hefur aö minu
mati verið til mikils gagns og
það er fyrst núna sem maöur
gerir sér grein fyrir hvað van-
kunnáttan var mikil. Það er
lögð mikil áherzla á að ber ja úr
mönnum hræðslu og feimni sem
hefur háð öllu félagsstarfi mjög
mikið. Þaö er enginn vafi á þvi
Jónfna óskarsdóttir
að við eigum mjög gott fólk i
verkalýðshreyfingunni sem
feimnin hefur haldið niðri. Eitt
af þvi sem heppnaðist mjög vel
hérna var hópeflið sem Gunnar
Amason, sálfræðingur var með
fyrsta tvo og hálfan daginn. Með
hópeflinu þjappaðist hópurinn
saman og er nú eins og ein stór
fjölskylda. Viö höfum faigið
mjög góða þjálfun i að punkta
niður minnisatriði og mætti
jafnvelleggja enn meiri áherzlu
á það atriði.
Einnig mætti að skaðlausu
verja meiri tima i framsögnina
sem Gunnar Eyjólfsson ieikari
þjálfaði okkur i og tókst mjög
vel og menn höfðu mikið
gagn af. Gunnar lagði áherzlu á
að allir tækju tilmáls og eftir aö
hann var búinn að vera með
okkur i sinum timum fann ég
greinilegan mun á þvi hve allir
voru óþvingaðri og viljugri að
tala.
Það er oft rætt um félagslega
deyfð innan verkalýðsfélaganna
en hún stafar meðal annars af
þvi hvað fólkið er hrætt við að
fara upp i ræðustól og tala. Nú
þá er vinnuálagið viðast hvar
það mikið að menn hafa hrein-
lega ekki úthald i að setja sig
inn i málin og þegar við bætist,
hvað fundirnir eru formfastir og
þungir i vöfum þá er náttúru-
lega ekkivomtilþess að fólk sæki
þá. Ég held að það væri mikil
bót ef reynt væri að lifga svolitið
upp á þessa fundi, til dæmis
meö því að byrja þá með fjölda-
söng. Við eigum til ágæta
baráttusöngva. Vegna þess
hvað það eru haldnir fáir
almennir fundir i flestum
verkalýðsfélögunum verður
hver fundur of langur, sem
þýðir, að þegar á aö tala um þau
málefni sem skipta mestu og
oftast eru höfö siðast á dag-
skránni, þá eru flestir farnir af
fundinum. 1 minu félagi voru
kjaramálin til dæmis tekin fyrir
á aðalfundi. Þegar kom að þvi
að ræða þau höfðu aðrar
umræður dregist svo á langinn
að ekki var eftir nema um helm-
ingur fundargesta, þó heföi ég
haldið að menn biðu eftir þvi að
ræða kjaramálin. Þetta er ekki
gott.”
Og hvernig skyldu kjara-
samningarnir leggjast i Jóninu?
„Samningarnir leggjast svo
sem engan veginn i mig, ég tel
að mönnum hafi almennt ekki
verið kynnt nógu rækilega hvað
séum að vera. En hvað um það,
það verður án efa harka I
þessum samningum, en vonandi
ekki löng verkföll.” —GEK