Alþýðublaðið - 29.03.1977, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 29.03.1977, Qupperneq 5
Þriðjudagur 29. marz 1977 VETTVAMGUR 5 VERKALÝÐSFÉLÖGIN ÆnU AÐ KYNNA SÉR BETUR ÞAÐ SEM HÉR FER FRAM Rætt við Garðar Steingrímsson ,,Það er mikill haf- sjór af fróðleik sem við höfum innbyrt hér og ef framhaldið verður af sama toga er enginn vafi á þvi að ég mun reyna að komast hingað aftur.” sagði Garðar Steingrimsson starfsmaður hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar i samtali við blaða- mann. Ástæðuna fyrir þvi að hann fór á nám- skeiðið kvað Garðar vera þá, að þegar hann var kjörinn trúnaðar- maður á sinum vinnu- stað fannst honum hann ekki vera nægilega vel i stakk búinn að leysa það starf vel af hendi. Fyrirrennari hans i starfinu hafði verið mjög fær og staðið sig vel og þvi hefði verið erfitt að taka við er sá féll frá. Hann leitaði til félaga sins sem sótt hafði námskeið sem þetta áður á vegum Dagsbránar og hvatti *! 1 Garðar Steingrimsson. hann Garðar eindregið til aö sækja námskeiðið. „Svona námskeið á náttúr — lega heima hvar sem er, en að minu mati þyrfti að stytta vega- lengdirnar fyrir menn með þvi að halda námskeiðin viðar um landið. Ég mæli eindregið með þvi að verkalýðsfélögin öll fari að gera sér grein fyrir þvi sem hér fer fram og á ég þá bæði við þau sem teljast hægri og vinstri sinnuð, þvi hér eru engir flokka- drættir það er eitt sem víst er.” Að lokum spyrjum við Garðar hvernig kjaras'amningarnir sem framundan eru leggist i hann. „Nú, þeir leggjast nú svona og svona i mann, maður vonar bara að það verði nógu sterk samstaða innan verka- lýðshreyfingarinnar um þær kröfur sem settar hafa verið fram, þvi þær eru að minu mati mjög hógværar.” —GEK SJÓNDEILDARHRINGURINN HEFUR VÍKKAÐ — Rætt við Guðbjart Jónsson, verkamann frá Flateyri Af hverju skyldi Guðbjartur Jónsson, verkamaður á Flateyri hafa sótt þetta nám- skeið? ,,Mér fannst ég vera fáfróður um réttarstöðu mina og ýmis atriði varðandi starf mitt sem trúnaðarmaður og þvi nauðsynlegt að leita mér fræðslu. Hérna hefur sjóndeildar- hringurinn óneitanlega vikkað og þó maður læri kannski ekki nein ósköp þá veit ég nú um ýmis undirstöðuatriði sem ég á eftir að hafa gagn af seinna meir. Annars er erfitt að segja til um það strax hvað maður hefur haft nákvæmlega út úr þessu, þvi það á eftir að koma betur i ljós siðar. Eitt af þvi sem ég held að eigi eftir að koma okkur til góða er ágæturkunningsskapursem hér hefur myndast. Hérna kemst maður i kynni við ýmsa menn sem standa I verkalýðsbarátt- unni og á sá kunningsskapur örugglega eftirað hjálpa okkur i félagsstarfinu.” Erum ekki siður að selja heilsuna Hvernig gengurað halda uppi félagsstarfi i þinu félagi? ,,Þaö gengur ekki allt of vel enda kannski ekki við þvi að búast i litlu sjávarþorpi þar sem menn verða að vinna 10-16 tima til að hafa ofan i sig. Ég er sannfærð- ur um að ef skepnur væru látnar sæta þeirri meöferð sem verka- fólk þarf sum staðar að búa við, þá væri fyrir löngu búið að kæra það til viökomandi dýravernd- unarfélags. Það er ekki nóg með að menn séu að selja vinnu sina oft á tiðum erum viö ekki siður aö selja heilsuna. Það væri til dæmis fróðlegt að fá að sjá skýrslurnar sem Fisk- matið hefur gertum ástand fisfe- verkunastöðva á landinu, af Guðbjartur Jónsson. hverju skyldum við ekki fá að sjá þessar skýrslur? Hér á námskeiðinu komst ég til dæmis að þvi að ýmiss efni sem við erum að handfjatla i vinnunni geta valdið húðsjdk- dómum og ofnæmi, ekki hafði ég hugmynd um þetta. Þannig vantar verkafólk og ekki sizt trúnaðarmenn þess oft fræðslu um þau efni sem það er meö i höndunum og helstu at- vinnusjúkdóma, sem hlýtur að vera frumskilyrði þess að menn geri sér grein fyrir hættunum sem efnunum eru samfara og að hægt sé að bregðast rétt við ef slys verður.” Hvernig leggjast kjarasamn- ingarnir i þig? „Ef árangurinn verður svipaður og i siðustu kjarasamningum lizt mér illa á þá, en ég hef trú á að almennt muni nást betri árangur núna. Allavega vona ég að krafan um 110 þúsund króna lágmarks- launin nái fram að ganga, þvi hún er siður en svo of há. Við þurfum ekki annað en að hringja i Hagstofuna til að fá að vita að talið er að fjögurra eða fimm manna fjölskylda þurfi 160 þúsund krónur sér til fram- færis. —GEK Texti: Gunnar Kvaran Kvaran myndir Félagsmáiaskólinn er til húsa 1 orlofshúsunum I ölfusborgum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.