Alþýðublaðið - 29.03.1977, Page 7

Alþýðublaðið - 29.03.1977, Page 7
Þriðjudagur 29. marz 1977 UTLÖIMD 7 Mótmælaradd- irnar mega ekki þagna Höfundur þessarar greinar er pólskur flóttamaður, sem um 7 ára skeið hefur verið búsettur i Danmörku á vegum dönsku flóttamannahjálparinnar. Hann er blaðamaður aö mennt. „Gleymið ekki, að hagsmunir fólksins i austri og vestri eru of samtvinnaðir i mannréttinda- málum, til þess að vestrænir borgarar megi daufheyrast við baráttu austantjaldsmanna”, segir Gurfinkel. Þýðingarmikill stuðn- ingur Stuðningur Vestur-Evrópubúa við andófsmenn austan tjaids er þeim meira virði en margur hyggur. Danska verkalýðs- hreyfingin hefur nú tvivegis mótmælt kröftuglega framferði austantjalds yfirvalda þeim pólsku og tékknesku gegn and- ófsmönnunum, sem sendu stjórn sinni réttindaskrána 77. Þessar raddir mega ekki þagna, þvi það er staöreynd, að einungis viðtækar umræður og stuðningur á Vesturlöndum við baráttu andófsmannanna, getur bægtfrá þeimallskyns harðræð- um, sem stjórnvöld myndu ann- arsbeita. Um þetta mtti, ef þörf þætti, nefna fjölmörg dæmi. Ef hins vegar Vestur-Evrópu- búar þegja, og taka ekki undir með andófsmönnum austan- tjalds, munu rikkisstjórnirnar eystra taka þaö sem þegjandi samþykki á geröum sinum! Ekki þarf lengi að fletta i Helsinki sáttmálanum, til að sjá, að sérhver, sem undir hann hefur skrifað, hefur rétt til að vekja athygli á þvi og andæfa, ef MANNRÉTTINDII AUSTRI OG VESTRI SAMTVINNUÐ hann er brotinn, þó sönnunar- skylda hvili að visu á þeim, sem kvartar. En slika samninga má ekki meðhöndla sem marklaust oröagjálfur, og það er fásinna, að réttmætar umkvartanir um brot á samningnum, geti skoö- ast sem ótimabær afskipti af innanlandsmálum þeirra, sem á er deilt! Mótmæli Málgagn verkalýðssam - bandsins hefur átt viðtal við Gurfinkel i tilefni af umsögn hans um, að danska sambandið hefði sent mótmæli austur tvi- vegis, eins og áöur er getið. Rétt upp úr siöasta nýári voru ólsk- um stjórnvöldum send harðorð mótmæli gegn þvingunum á hendur pólsku verkafólki, sem tók þátt i andófsaðgerðum sum- arið 1976. I febrúarbyrjun sendi sam- bandsstjórnin tilkynningu til K.B. Andersens, utanrikisráð- herra, sem óskað var að komið væri á framfæri viö tékknesk stjórnvöld. Orðsendingin var svohljóðandi: „Stjórn lands- sambands verkalýðsfélaganna i Danmörku lýsir fullri og óskor- aðri samstöðu með þeim sem berjast fyrir mannréttindum, og eindreginni andúð á stjórn- völdum, sem iðka brot á þeim, eins og nú er ljóst að gerist I vaxandi mæli i Tékkóslóvakíu, Póllandi, Sovétrússlandi og Austur-Þýskalandi, þar sem fólkinu er neitað um þann grundvallarrétt að mega tjá sig i mæltu eða rituöu máli. Stjórn landssambandsins bendir á, að landssambandið er aðili að hinni Frjálsu verkalýöshreyf- ingu ásamt samtökum i 90 rikjúm og með 52 milljónum fé- laga. Frjáls verkalýðshreyfing hef- ur ætið varið mannréttindi og þar með félagafrelsi, hvort sem brot á þeim hafa stungið upp kollinum i austri, vestri norðri eða suðri”. Ofsóknir Danska þjóðin, eins og raunar aðrar þjóðir, sem búa við frjálsa fréttamiðlun, getur nú fylgzt með ofsóknum, sem tékk- neska rikisstjórnin hefur framið á hendur þeim, sem undirrituðu og sendu henni réttindaskrá 77. Þetta skjal gerði kröfu til að stjörnin hefði i heiöri þær skuld- bindingar sem hún hefur undir gengizt, bæði i Helsinki og eins innan Sameinuðu þjóðanna um tjáningarfrelsi borgara lands- ins, ásamt pólitiskum réttindum þeirra. Tvivegis — 23. desember 1975 og 23. marz 1976 — hefur tékk- neska stjórnin gengið með til- skipunum þvert á 19. grein Hel- sinkisáttmálans, og framferði hennar gegn andófsmönnunum þar birtist i fangelsunum þeirra, eða brotttekstri úr störf- um. Mál Sameinuðu þjóð- anna Verkalýðshreyfing Danmerk- ur mótmælir kröftuglega þess- um sáttmálarofum. Hún hvetur utanrikisráðherrann til að krefjast uppfyllingar 19. gr. með hliðsjón af 41. gr. mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur hefur verkalýðssambandið kært til Alþjóðasambands verkalýðsfé- laga og krafizt þess að það beiti sér fyrir þvi, að skipuð verði rannsóknarnefnd i málinu. 1 lok erindisins til utanríkis- ráðherrans danska lýsir stjórn verkalýössambandsins þvi yfir, að hún muni fylgjast rækilega með framferði tékknesku stjórnarinnar gegn þeim, sem undirrituðu réttindaskrá 77, svo og öðrum, sem ekki hafi full mannréttindi i heiðri! Frelsun Bukovskys og Corvalans Spjall um mannréttindi og mannhelgi Aðalritstjóri tíma- ritsins CGT, Robert Telliez, og René Duha- mel, einn af forráða- mönnum sama tíma- rits, ræða saman um mannréttindi og mann- helgi, sem timaritið styður óhvikult. Telliez: „Nú hafa þeir Corvalan og Bukovsky nýlega verið leyst- ir úr haldi f heimalöndum sfn- um. Hvað viltu segja um það?” Duhamel: „Við höfum ætið talið það sjálfsagðan hlut, að berjast gegn öllum árásum á mannrétt- indi og mannhelgi. Við kröfð-. umst á sinum tima, ásamt öðr- um lýðræðissinnuðum samtök- um, að Corvalan væri leystur Ur haldi i Chile. A sama hátt og af sömu orsökum kröfðumst við lausnar Bukovskys, sem einnig Plyutsch og annarra pólitiskra fanga, sem hnepptir voru og eru i fangelsi í heimalöndum sinum. Þetta er ekki bundið við neitt eitt rfki. Við krefjumst frelsis fyrir alla, sem þannig er ástatt um f hvaða rfki sem er. Auðvitað gleðjumst við af lausn þeirra Corvalans og Bukovskys. En það er athyglis- vert við þessi skipti, að það er i fyrsta sinn, sem Sovétmenn hafa í reynd játað, að hliðstæður séu með einræðisstjórn Pinochets i Chile og þeirra stjórnarhátta, sem rikja i Moskvu. Þetta hefur aldrei fengizt fram áður. En það er rétt, að taka það fram —og það er raunar aðalat- riði hjá okkur — að við getum ekki á nokkurn hátt sætt okkur við þá stefnu, að menn, sem eru andsnúnir stjórnarháttum og gagnrýna þá, séu hraktir úr heimalandi sfnu, þar eru lífs- rætur þeirra, og þar eiga þeir að fá að heyja baráttu sina og geta lifað frjálsir, en ekki vera með- höndlaðir eins og t.d. aust- ur-þýzki söngvarinn Bierman, sem nýlega var gerður land- flótta.” Telliez: „Er þetta ný stefnu- mörkun, sem samtökin eru að taka upp?” Duhamel: „Nei, alls ekki. Sam- tök okkar (CGT) samanstanda af stéttarfélagsskap vinnandi fólks á mjög breiðum grunni. Þar er að finna mjög mismun- andi skoðanir og lífsviðhorf. Einstökum deildum og einstak- lingum innan þeirra er i sjálfs- vald sett, að taka sinar ákvarð- anir um, hvernig fram fylgja eigi aðalmarkmiðinu — mann- réttindunum. Að visu voru nokkuð skiptar skoðanir um, hvernig ætti að snúast við atburðunum i Ung- verjalandi 1956, innan CGT, þá voru sumar deildir harðari i af- stöðu en aðrar. Hinsvegar voru allir einhuga um að fordæma innrás Varsjárbandalagsins i Tékkóslóvakiu 1968. Við höfum náið samband milli deildanna um að snúast hart gegn, ef við álítum að mannréttindi séu fót- um troðin einhversstaðar og tjáum okkur opinberlega þar um. Við erum og hljótum að vera fjandsamlegir þeim stjórnac. háttum, að fólk sé hneppt i fang- elsi eða sett á geðveikrahæli, þar sem vafasamrar — að ekki sé meira sagt — lækningaað- ferðir eru viðhafðar! Við getum ekki fallist á, að verkafólk sé sett i fangelsi eða þvingunarvinnu, þó það geri verkfall, eins og gert var i Pól- landi fyrir nokkrum mánuðum. Verðhækkanirnar, sem voru undirrót verkfallanna og stjórn- völd neyddust til að falla frá, vegna þeirra gera i okkar aug- um stöðu pólsks verkalýðs nokkuð óljósa. Pólska verka- lýðssambandið hefur neitað okkur um útskýringar, þrátt fyrir eftirleitan, svo þaðan er ekki að vænta raunverulegra uppiýsinga. Við litum svo á, að það sé og eigi að vera hlutverk samtaka verkalýðsins, hvernig sem stjórnarhættir eru i hlutaðeig- andi riki, að berjast gegn öllum réttarskerðingum, hvaðan sem þær koma, og rétturinn til andófs sé algerlega grundvall- arréttindi. Þetta er samstiga við for- dæmingu okkar á brottrekstri Bukovskys og sviptingu borgararéttar af Bierman.” Telliez: „Viltu bæta hér ein- hverju við?” Duhamel: „Já. Frjálsræðið er fyrir okkur svo dýrmætt, að við getum ekki þolað, að þvi sé ógn- að eða það skert neins staðar i heiminum. Við krefjumst fulls skoðana- og tjáningarfrelsis öll- um til handa. Það er eðli einræðisstjórna, hvar sem fyrirfinnast, að stööva framrás frjálsræðisins. Sósial- isminneralger andstæða þessa. Sé hann iðkaður réttilega, er hann upðfylling allra raunveru- legra frelsis- og lýðræðishug- mynda. Við höfum ekki misst sjónar á þvi hlutverki, sem Sovétrikin höfðu að frelsa Evrópu frá naz- ismanum. Við vitum að þess vegna hefur sósialismi getað þróast utan Sovétrikjanna, til blessunar fyrir þá, sem hafa getað notið þess, þó að hafi ekki fallið þegnum þeirra sjálfra i skaut. Þannig hafa hin sönnu sósiölsku riki getað verið þess umkomin að rétta vanþróuðum þjóðum hjálparhönd og þar með aukið á lifshamingju þegna þeirra. En þetta gefur Sovétrikjunum auðvitað engan rétt til að undir- oka þegna sina, sizt i nafni sósialismans. Við trúum þvi staðfastlega, og þykjumst hafa rök fyrir, sem ekki verður mótmælt, að ein- mitt sósialskt frelsi sé það sem korna skal. Hver sá, sem haml- ar gegn þvi á einn hátt eða ann- an, er okkar andstæðingur, og þröskuldur i vegi fyrir þvi, að mannkynið geti horft fram á hamingjusama daga.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.