Alþýðublaðið - 29.03.1977, Side 14
Þriðjudagur 29. marz 1977 biaSuS1'
Véladeild
Sambandsins
óskar eftir að róða
1. Bifvélavirkjaá bifreiðaverkstæðið að
Höfðabakka 9.
2. Ryðvarnarmann á bifreiðaverkstæð-
ið að Höfðabakka 9.
Upplýsingar gefur GuOmundur Helgi GuOjónsson
verkstjóri á staönum.
3. Afgreiðslumann i varahlutaverslun.
Starfsreynsla æskileg.
Umsóknir sendist starfsmannastjora fyrir 2. aprfl
n.k.
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
ODYRT
Þakjórn —
Tækifæriskaup
Seljum næstu daga litið gallað paneljárn i
lengdunum 10, 12, 14, 24, 25, 26, 27, 28, 30
fet.
Verð 125 kr. pr. fet án söluskatts.
VERZLANASAMBANDIÐ HF
Skipholti 37 — Simi 3-85-60
Auglýsing um styrk
úr Rannsóknarsjóði IBM vegna Reikni-
stofnunar Háskóla íslands
Fvrirhugaö er aö önnur úthlutun úr sjóönum fari fram i
mai næstkomandi.
Tiigangur sjóðsins er aö veita fjárhagslegan stuðning til
visindalegra rannsókna og menntunar á sviöi gagna-
vinnslu meö rafreiknum.
Styrkinn má meðal annars veita:
a. til greiðslu fyrir gagnavinnslu viö Reiknistofnun Há-
skóla tsiands.
b. tii framhaldsmenntunar I gagnavinnslu aO loknu há-
skóiaprófi.
c. til vfsindamanna, sem um skemmri tfma þurfa á
starfsaöstoö aö halda til aö geta lokið ákveönu rann-
sóknarverkefni.
d. til útgáfu vísindalegra verka ogþýöingu þeirra á erlend
mál.
Frekari upplýsingar yeitir ritari sjóösins Jón Þór Þór-
hallsson i sima: 25088
Umsóknir, merktar Rannsóknarsjóöur IBM vegna
Reiknistofnunar Háskóla tslands, skulu hafa borist fyrir
20. apríl, 1977 i pósthólf 1379, Reykjavik.
Stjórn sjóðsins.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir —Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen I altflestum litum. Skiptum á
einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö
viöskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Tf
Breióholti
siini 7 rjoo --
I 1201
* P0STSENDUM
TRULOFUNARHRINGA
7(oImiiiic5 Unl550n
U.iii(j.iucc!i 30
á>iiiii 10 200
ÞAÐ ER OFT ERFITT AÐ
VERA LÍTILL
sérstaklega í stórum
stofnunum
Stórar stofnanir i
Reykjavik, hvort sem
það eru bankar, verzl-
anir eða önnur fyrir-
tæki gera ekki alltaf
ráð fyrir yngstu kyn-
slóðinni í viðskiptum
sinum. Það vill oft
henda að hún verði út-
undan og fullorðna
fólkið sé tekið framyf-
ir.
Það henti eina litla dömu hér i
bæ ekki alls fyrir löngu að þurfa
að gera smá bankaviðskipti.
Litla stúlkan safnaði sér aurum
I bauk sem hún geymdi allan
veturinn þangað til hann varð
fullur og til þess að fylla hann
neitaði hún sér oft um blóferðir
og annað sem börn gjarnan láta
eftir sér fái þau aura í hendurn-
ar.
Þegar baukur litlu stúlkunnar
var orðinn fullur fór hún með
hann f banka og vildi fá hann
tæmdan. 1 bankanum lét hún
baukinn af hendi við gjaldker-
ann, sem sagði henni aö koma
daginn eftir og sækja peningana
sina þvi þá yrði búið að telja þá.
Er litla stúlkan kom heim,
varð hún gripin vonleysistilfinn-
ingu um að hún fengi nokkurn
tima baukinn sinn aftur, og lét
fallast niður i stigann i fjölbýlis-
húsinu heima hjá sér, hágrát-
andi.
Ekki segir frekar af viðskipt-
um hennar við bankann né hvort
hún fékk peningana sina aftur
sem vafalaust hefur nú verið.
1 viðtali við gjaldkera i banka
þeim sem þessi „viðskipti” áttu
sér stað, kom fram að venjuleg-
asta aðferðin við að afgreiða
bauka sem komið er með í
bankann, er að telja peningana
meðan beðið er. Þó vill það oft
veröa ef mjög mikið er að gera
að fólk er beðið að koma aftur
daginn eftir, þar sem baukar
eru ekki teknir fram yfir önnur
viðskipti í bankanum og ekki
hefur þótt ástæða til að gefa
kvittanir fyrir innkomnu fé. Af-
greiðsla þeirra getur tafið mjög
afgreiðslu annarra mála, þar
sem i mörgum útibúum eru
seinvirkar talningavélar og
sums staðar jafnvel engar.
Þetta litla dæmi ætti að sýna
okkur að það er oftast nauðsyn-
Tegt að fara varlega þegar
yngsta fólkið á i hlut. Það er við-
kvæmara en stóra fólkið og þvi
verður að taka tillit til þess og
tilfinninga þeirra.
—AB
F órnar-
lambið
Hann hlaut að finna, hvaö hún var
óróleg, og vonandi gat hann eytt
fáeinum mínútum til að róa
hana.... A morgun var laugardag-
ur.Hún fengi ekki bréfiö fyrr en á
mánudag, þó að hann svaraði um
hæl. Þess vegna beið hún i ofvæni
alla helgina, en á mánudags-
morgun kom pösturinn með bréf
frá Sebastian. Hendur hennar
skulfu, egar hún opnaði bréfið: ,
„Kæra Drú! Hélztu, að þú
hefðir eitthvað i fréttum ? Ég
ráölagði Evu sjálfur að gera
þetta, og það furðar mig mest,
hvað hún var lengi að þvi, en
Davið er vfst seigari, en hann llt-
ur út fyrir að vera. Ég óska þeim
báðum innilega tilhamingju. Þau
verða aðdáunarverð saman. Svo
þú réðir gátuna? Segöu engum
ráðninguna, ef þú elskar mig
ennþá. Slæmt, að þú last
„Draumastúlkuna” fyrst, hún er
fyrsta bókin og bannsett ástar-
veila. Kveöja, Sebastfan.”
18. kafli
Nokkrum vikum seinna fékk
Dnisilla aftur bréf frá Sebastian
og ljómaði út aö eyrum eftir lest-
urinn.
— Hvað kom fyrir? Það er engu
likara, en þú hafir erft stórauð'.
sagði Katrin.
— Nei, þetta er enn betra! sagði
Drúsilla og leit upp. — Þetta er
um bókina hans Sebastians.
— Hefur hann loks komið bók á
framfæri? spuröi Eva vantrúuð.
— O, þær voru tuttugu áöur en
þessi kom út, svaraði Drdsilla.
— Hvað? öll fjölskyldan staröi
á hana eins og hún tryði ekki sin-
um eigin eyrum.
— Þaö er satt, en það er þessi
nýja... tuttugasta og fyrsta bók-
in.. sem „sló I gegn” eins og
Sebastian segir. Stórkostlegt!
Húnselzti tug þúsui.d eintökum...
og hann seldi kvikmyndaréttind-
in fyrir stórfé, bætti Drúsilla stolt
viö.
F ramhaldssagan
Allir gripu andann á lofti. — Ég
trúi þessu ekki! sagði Eva. —
Sebastíangeturekkiskrifað neitt,
sem er mörg þúsund punda virði!
— Hann er búinn að þvi! Og nú
seljast hinar bækurnar hans lika
betur, sagði Drúsilla hlæjandi. —
Það bendirallttilþess, aö hann sé
meira virði en þú, Konráð. Það
litur út fyrir, að hjartaö beini á
rétta braut ekki síöur en gáfurn-
ar.
Konráð glápti bara á hana. —
Þetta er ótrúlegt! sagði Maud og
herpti saman varirnar. — En
þetta er vist bara dægurfluga.
— Og hún falleg! sagði Georg
og brosti breitt. — Hef ég ekki
alltaf haldið þvi fram, að það væri
mikiö spunnið i drenginn? Þú
tókst framkomu hans bara of
nærri þér!
— Nú óskar Eva þess, að hún
hefði tekið honum, sagði Katrin
hæðnislega. — Hún er orðin dauð-
leið á elskunnihonum, Davfð. Það
er svo erfitt að eiga að vera
„sæta, litla elskan” alla tíð. Hann
nefnir hana þaö, þegar hann
skrifar henni.
— Þegiðu! sagöi Eva fúl. — Þú
ert afbrýöisöm af þvi, að hann
vildi þig ekki!
— Ég reyndi ekkert til að ná i
hann, vinan, sagði Katrin. —
Glottu ekki of breitt, Drúsilla!
Skemmtu þér i einrúmi!
— Sebastian segist koma hing-
að i kvöld til að halda þetta hátið-
legt, sagöi Drúsilla dreymandi. —
Ó, ég vona, að hann komi með
eintak af bókinni sinni! Ég hef
ekki náö i hana á bókasafninu
enn, þvi aö hún er svo eftirsótt.
— Hvað heitir meistaraverkið?
spurði Konráö.
— Ég get ekki sagt þér það...
það er leyndarmál, svaraði Drús-
illa brosandi.
— Þetta er sjálfsagt mesta
vella! sagöi Konráð fyrirlitlega.
— Hverju skiptir það, ef hann
stórgræðir á þvi? sagði Katrln
hreinskiínislega.
— Hingað til hef ég ekki heyrt
neitt ykkar óska Drúsillu til
hamingu sagði Georg Chepney
bliðlega. — Þessar óvæntu tekjur
hafa lika áhrif á framtið hennar.
— Eflaust, sagöi Eva. — Svo
Sebastian kemur i mat I kvöld?
— Svo segir hann, svaraði
Drúsilla, án þess að leggja eyrun
við...
19. kafli
Þaö reyndist vera Katrin, sem
benti Drúsillu á óvænt viöbrögð
Evu. Hún kom til hennar, ákveðin
á svip, eftir teiö. — Veiztu, hvaö
Eva er? spurði hún.
— Hvernig ætti ég aö vita það?
svaraði Drúsilla.
— Sástu, aö hún kom ekki i te?
— Við hvað áttu? Hún er oft
úti....
— Hún ætlaöi ekkert i dag, en
klæddi sig upp og fór út.
— Og? sagði Drúsilla skilnings-
sljó.
— Mig langar ekkert til að
koma upp um Evu, en við höfum
ekki veriö alltof elskuleg viö þig,
Drú, og nú... nú óttast ég, aö Eva
sé á höttunum eftir Sebastian.
— A höttunum eftir honum?
Katrin kinnkaöi kolli. — Ætli
hún hafi ekki farið heim til hans i
London. Þá veröur hann að aka
henni hingaö, og Eva er snör i
snúningum, ef. mikið liggur við.
— Þetta er fáránlegt! Eva. er
trúlofuð Davið, og Sebastfan mér,
sagði Drúsilla eins og i vörn.
— Eva er orðin hundleið á
Davið, og henni hefur aldrei þótt
vænt um neinn nema Sebastian.
Hún tekur hann frá þér, ef hún
getur.
— Til hvers er að segja mér
það?
— Ég vildi aðvara þig! Ég færi
ekki aö biöa úti eftir Sebastian i
þinum sporum. Eva heldur hon-
um jafnlengi úti og hún frekast
getur, en þú skalt ekki rifast við
hann út af Evu. Hann er unnusti
þinn. Haltu þér við hann. Um leið
og Katrin sagöi þessi carð, snéri
hún sér á hæli og fór út.
Drúsilla sat eftir I þungum
þönkum. Katrin vildi sjálfsagt vel
meö aðvöruninni, en til hvers var
það? Þaö var of seint aö stöðva
Evu, ef hún var farin til London.
eftir JAN TEMPEST
duba
Síðumúla 23
/íffli 84200
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óöinstorg
Símai 25322 og 10322
Sprengingor
Tökum að okkur fleygun,
borun og sprengingar.
Véltœkni hf.
Simi á daginn
84911 á kvöldin 27924.