Alþýðublaðið - 29.03.1977, Page 16

Alþýðublaðið - 29.03.1977, Page 16
ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 Þordur á Sæbóli er 75 ára í dag Þetta er sagan um Kópa- vog allt frá því að tvær manneskjur settust þar að til að yrkja moldina Hann Þórður á Sæbóli er 75 ára í dag. Það var þess vegna sem blaðamaður Alþýðublaðsins leit inn hjá Þórði i gær til þess að spjalla við hann i til- efni afmælisins. Þórður Þorsteinsson er fæddur i Vigur i ísa- fjarðardjúpi 28. marz 1902. Móðir hans var Jensina Guðmunds- dóttir sem lengstaf var vinnukona hjá séra Sigurði Stefánssyni. Faðir Þórðar var Þorsteinn Ólafsson. Þórður ólst ekki upp hjá móður sinni i Vigur en lenti strax á allmiklum flækingi manna á milli, allt þar til hann var kominn á tiunda ár, að hann fluttist aftur i Vigur og var þar siðan áfram til 23 ára aldurs. ,,Ég var fluttur að Litlabæ i Skötufirði strax eftir fæðingu. Þaðan var ég svo sendur til föðursystur minnar Mariu Ölafsdóttur á Isafirði og var þar nokkur ár. Þá var ég sendur til ömmu minnar á Langeyri i Alftafirði. Þaðan var ég lánaöur sem smali á tiltekinn bæ i tæp tvö ár.” Þórður sagði að meðferöin á þeim bæ hefði verið hin versta og hefði hann verið sjúkur lengi eftir að hann slapp úr dvölinni þeirri. En eftir að Þórður kemur aft- ur i Vigur breytist hans hagur mjög fljótt. Hann var bráð- þroska og áhugasamur við öll störf. Sextán ára var hann orð- inn formaður á bát og stundaði sjóróðra i Vigur þar til hann flutti til Reykjavikur og réði sig á togara. Þórður segist hafa haft mik- inn áhuga á sjómennskunni. ,,Og það var nú ef til vill vegna þess, að ætt min var mikil fiski- mannanætt, að ég var dubbaður upp i formann svona ungur,” segir Þórður. A þessum árum voru venju- lega þrir bátar gerðir út frá Vig- ur og þá bjuggu i eynni allt upp i 40 manns. Bátarnir voru litlir, svona 5 til6 manna för, að þvi er Þórður segir. Þegar Þórður var búinn aö vera nokkur ár á togurum fór hann i Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi. Arið eftir varð hann fyrir slysi sem leiddi til þess að hann varð að leggja sjómennskuna algerlega á hill- una. Þau Þórður og Helga Sveins- dóttir giftust árið 1926. Helga var mikil áhugakona um garð- rækt, og það var ef til vill þess vegna sem Þórður snéri sér að garðræktinni eftir að hann hætti á sjónum. „Við byrjuðum með 100 fermetra kálgarð þar sem Landspitalinn er núna,” sagði Þórður. Svo vék hann sér að Helgu og sagði: ,,Þú byrjaðir þarna meðeina kartöflu Helga, var það ekki?” Og Helga brosti við og samþykkti, að það hefði vist byrjað einhvernveginn þannig. Þórður á Sæbóli er sennilega fyrsti maðurinn sem fær leyfi bæjarstjórnar Reykjavíkur til þess að selja úti. „Það var I kringum 1932 sem ég fékk þetta leyfi,” sagði Þórður. ,,Þá man égeftirþviaðkona nokkurhafði orð á þvi hvort mér þætti ekki skömm að þvi að vera að selja kartöflur úti á götu. Þetta var á Lækjartorgi. Þannig var hugs- unarhátturinn i þá daga.” Arið 1935 fluttu þau i Kópavog og reistu sér húsið Sæból. í heil þrjú ár voru þau einu ibúar þessa byggðarlags, sem nú er stærsti kaupstaður landsins, að höfuðborginni einni undantek- inni. „Hér vorum við ein, vatns- laus, ljóslaus og vegalaus. Við vorum búin að vera með garöa i Sogamýrinni, en höfðum áhuga á aö gera dálitið betur, svo við ákváðum að flytja hingað. Við fengum hérna um 12 hektara erfðafestuland og hér erum við enn i dag.” Þórður segist hafa flutt græn- metið á sendiferðahjóli fyrstu árin. Þvinæst keypti hann bil á 100 krónur. Að lokum skipti hann á bilnum og fékk hest i staðinn. „Ég held að þetta hljóti að vera i eina skiptið sem maður hefur skiptá bil og hesti,” segir Þórður. „En þetta var lika góður hestur.” Helga var eitthvað farin að brosa að samtalinu og minntist á hundinn Kát. Hún sagði aö Þórður og Bleikur og hundurinn Kátur hefðu verið eitt i þá daga. Og maður sá einhvernveginn fyrir sér i huganum mynd af manni með hestvagn á leið niður á Lækjartorg til að selja grænmeti, og svo kom hundur- innKáturtritlandi á eftir. Og þá flaug manni ósjálfrátt i hug máltækið, milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Þórður á Sæbóli var fyrsti og eini hreppsstjóri i Kópavogs- hreppi. „Og þá var nú fjör i pólitikinni,” sagði Þórður og glampa brá fyrir i augunum. „Þetta var dálitið hávaðasamt á köflum. Annars voru þetta allt ágætis menn.” Þórður segir að sér hafi alltaf fundizt það hafa verið einkenni á fólki sem flutti i Kópavog á þessum fyrstu árum, aðþað hafi verið fullt af sjálfsbjargarvið- leitni. „Þetta var allt áhuga- samt og duglegt fólk,” sagði Þórður. „Og nú er ég hættur að hugsa um pólitikina og hugsa bara um plönturnar minar. Það þarf að sýna þeim mikla nærgætni. Ef maður gleymir plöntunum úti eina nótt þá geta þær féngið kvef. Þetta er nú svona með þetta starf eins og reyndar flest önnur, að menn verða að sýna nærgætni og umburðarlyndi i nærveru allssem lifir og hrærist i kringum mann.” Þeir sem þekkja Þórð vita að hann gat verið hvass og harð- skeyttur þegar hann vildi það við hafa i orðaskiptum við pólitiska andstæðinga. Og þá vaknar sú spurning hvort plönturnar og blómin hafi mildandi áhrif á hugarfarið. Hvað sem þvl líður munu flestir sammála um, að Þórður á Sæbóli er sérstakur og mjög athyglisverður persónuleiki, sem býr yfir stórum leyndar- dómi, sem er sagan um Kópa- vog allt frá þvi að tvær manneskjur settust þar að til að yrkja moldina. —BJ. Svar flokksstjórnar Alþýduflokks til Samtakamanna: Reidubúinn til samstarfs undir merkjum flokksins Klokksstjórn Alþýðuflokksins fjallaði i gær um bréf Karvels Pálmasonar alþingismanns um hugsanlegar viðræður fulltrúa Alþýðuflokksins og Samtaka- manna um samstarf á Vestfjörð- um. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: „Um leið og flokksstjórn Alþýðuflokksins fagnar bréfi Karvels Pálmasonar, alþingismanns, fyrir hönd Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum, samþykkir hún eftirfarandi: Flokksstjórn Alþýðuflokksins ályktar, að flokkurinn sé reiðubú- inn til samstarfs við alla þá, er vilja berjast fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar undir merkj- um flokksins innan ramma 19. greinar flokkslaganna. Samkvæmt 19. greininni er Fimm fulltrúar tilnefndir í vidræðu- nefnd fyrirskipað opið prófkjör um val frambjóðenda flokksins. Kjör- gengi til prófkjörs til alþingis kosninga hafa þeir, er hljóta með- mæli minnzt 50 flokksbundinna Alþýðuflokksmanna i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi, en 25 i öðrum. öllum, sem eru 18 ára og eldri og ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum, er heimil þátttaka i prófkjöri Alþýðuflokksins i viðkomandi kjördæmi eða sveitarfélagi. Til að eiga þær viðræður, sem kjördæmisráðstefna Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum hefur óskað eftir við fulltrúa Alþýðuflokksins, hafa verið tilnefndir Agúst H. Péturs- son, formaður kjördæmisráðs Aiþýðuflokksins á Vestfjörðum, Gunnar Pétursson, varafor.maður kjördæmisráðsins, Elias H. Gpðmundsson, stjórnarmaður i kjördæm isráðinu, Björgvin Sighvatsson, formaður upp- stillingarnefndar i siðustu kosningum og Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins. Flokksstjórn Alþýðuflokksins fagnar hverju skrefi i áttina til aukinnar samstöðu jafnaðar- manna á Islandi og væntir þess, að ofangreindar viðræður geti hafizt sem fyrst.” Þessi ályktun var samþykkt samhljóða. Spasský skorinn upp Boris Spasský stórmeist- ari var i gærdag fluttur á Landsspitalann vegna veik- inda þeirra sem hann kenndi á sunnudag að lokinni 12 ein- vlgiskákinni. 1 eftirmiðdag- inn i gær var siöan gerður á honum uppskurður og rcynd- ist vera um að ræða bráða botnlangabólgu og munaöi litlu aö botnlanginn hefði sprungið. Uppskurðurinn gekk að óskum og dvaldist Spasský á gjörgæzludeild- inni I nótt. i gærkvöld var ekki Ijóst hvað yrði um framhald ein- vigisins, en Spasský mun ekki geta sinnt skákiþrótt- inni a.m.k. næsta mánuöinn. Skáksambandið boðaði dóm- ncfnd einvigisins til fundar i gærkvöldi til að fjalla um þetta mál og verður væntan- lega haft samráð viö FIDE, alþjóöasambandið um það. —GEK alþýðu blaðið Heyrt: í tilefni frétta um slæman fjárhag útvegs- banka Islands: Hér eitt sinn fyrir löngu lét það orð á, að „bisnisinn’ i Útvegs- banda-útibúinu á Akureyri væri litill og tregur. Eitt sinn átti maður nokkur leið i bankann. Hann opnaði dyrnar, leit á gólfið og sið- an á útibússtjórann, sem stóð innan við afgreiðslu- borðið, og sagði: Heyrðu, ég kem frekar á morgun. Þú þarft þá ekkert að láta þvo i kvöld. Lesið: 1 Frjálsri verzlun: „Það vakti athygli er flug- málastjórinn lýsti þvi yfir við opinbert tækifæri fyrir skömmu að hann labbaði sig oft niður á skrifstofur rannsóknarlögreglunnar til að skoða þar skýrslur um afbrotaferil fólks, sérstak- lega ungra manna, sem lent hefðu á glapstigum. Enginn efast um, að flug- málastjóra sé trúandi fyrir persónulegum upplýsing- um um menn, sem lög- regluyfirvöld hafa afskipti af. En af þessu tilefni velta menn þvi fyrir sér, hvaða reglur gildi hjá lögreglunni almennt um aðgang að slikum gögnum og hvaða trúnaður eigi að rlkja um lögreglumál hér, stór og smá.” Frétt: Að mikilreiði ríki nú meðal grásleppukarla þar eð þeim er gert að greiða 2000 krónur fyrir leyfi til grásleppuveiða. Þetta mun vera i fyrsta skipti að mönnum er gert aö greiða fyrir að veiða fisk I sjónum á Islandi, þ.e. fyrir leyfi. Gaman væri að velta þvi fyrir sér hvað útgerðar- menn loðnu veiðiskipa þyrftu að greiða fyrir leyfi til loðnuveiðar ef það yrði i réttu hlutfalli við aflaverð- mæti á grásleppuveiðun- um. Kannski er þetta upp- haf auðlindaskatts á ís- landi. Tekið eftir: Að Vestfirska fréttablaðið fer stöðugt stækkandi og efni þess verður sifellt vandaðra. Blaöið er offsetprentað, og i siðasta tölublaði auglýsir það eftir blaðamanni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.