Alþýðublaðið - 28.04.1977, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1977, Síða 3
alþýði blaöid u- ió Fimmtudagur 28. apríl 1977 FRÉTTIR 3 Ferðafélag íslands 50 ára: Oterkominn 50. árgangur Ár- bókar Ferðafél. Islands en 27. nóvember n.k. er liðin hálf öld frá stofnun félagsins. t tilefni afmælisársins er bókin með nokkuð öðru sniöi en veriö hefur undanfarin ár. M.a. var leitaö til nokkurra þekktra rithöfunda og vlsindamanna og þeir beðnir að rita þætti um sjálfvalið efni, þó á því sviði sem tilgangur félagsins markar. Þá mun félagiö minnast afmælisins með því að efna til nokkurra gönguferða á Esju I mal og júní. Einnig veröur haldin sýning í Norræna hiisinu og er ætlunin aö kynna fólki það nýjasta og bezta sem hægt er að fá til útbúnaðar i ferðalög um óbyggöir og enn fremur ýmislegt um ferða- mennsku áöur fyrr. Loks var Haraldur Matthías- son menntaskólakennari fenginn til að rita sögu Ferða- félagsins og er fyrirhugað að hún birtist I næstu árbök sem gefin verður út. Fleira er I þvl af eigin raun. Til að auðvelda fólki þessi feröalög, hóf félagiö að reisa sæluhús I óbyggðum og gefa út árbækur, þar sem lýst var héruðum og landshlutum. Eru skálarnir nú orönir 17 að tölu og árbækurnar 50, eins og áður sagði. Fyrsti skálinn sem Ferða- félagið reisti var byggður áriö 1930 í Hvltárnesi við Kjalveg. Hefur hann látiö nokkuö á sjá á þessum tima og mun það verða eitt aðalverkefni félagsins á þessu sumri að endurbyggja hann. Þá mun verða settur niður skáli I Hrafntinnuskeri til aö auðvelda göngumönnum aö ferðast milli Landmannalauga og Þórsmerkur, en á sl. ári var samskonar skáli settur niöur á Emstrum. Þegar þessi skáli hefur verið settur niöur á sinn stað, sem væntanlega mun verða siðari hluta sumars, verður unnt aö ganga þessa leið I þrem áföngum og gista I skálunum á leiðinni. Stjórn Ferðafélags tslands á blaðamannafundi sem haldinn var I tilefni afmælisárs og útkomu árbókar félagsins. Gönguferðir á Esju og sýningar á ferðaútbúnaði í tilefni afmælisins undirbúningi til að minnast þessara merku tlmamóta í sögu félagsins og verður nánar greint frá þvl slðár. Sem kunnugt er hefur Ferða- félag Islands stuölað mjög að þvl, að menn tækju séjr ferðir á hendur um landiö og kynntust I sumar mun Ferðafélagiö gefa landsmönnum kost á mörgum og fjölbreyttum ferðum um landið, svo sem verið hefur undanfarin ár. Auk sumarleyfisferðanna, sem eru 20 samtals, eru á áætlun félags- ins fjöldamargar helgarferðir til ýmissa þekktra staða, og stuttar gönguferöir I nágrenni Reykjavikur. Er leitast viö að hafa ferðirnar sem fjölbreyti- legastar, svo að allir geti fundið eitthvaö við sitt hæfi. A laugardögum verða t.d. farnar fræðslu- og kynnisferðir eftir þvl sem tilefni gefast. Er fyrirhugað aö fá ýmsa sérfróöa menn til leiðsagnar hverju sinni. Tilgangurinn meö feröum sem þessum er að gefa fólki kost á fræðslu um afmarkað efni, svo sem sögustaði, jaröfræði, llf I fjöru o.þ. Er nánar getiö um þessar feröir, svo og aðrar sem farnar eru á vegum félagsins I ferðaáætlun, sem út kom sl. feb- rúar, og aö auki eru þær aug- lýstar I fjölmiölum hverju sinni. Sem fyrr sagði, hefur Ferða- félag Islands ákveðið að minn- ast 50 ára afmælis slns með þvl aö efna til gönguferöa á Esju, nú I vor. Verður lagt upp frá Mó- gilsá, gengið upp á Þverfells- horn og þaöan á Kerhólakamb. Er áætlaöur göngutlmi 6-7 klukkustundir, og geta þátttak- endur ekið á eigin bllum að Mógilsá, og slegist þar I hópinn, eða mætt viö umferðamiöstöö á auglýstum tíma. 1 upphafi göngunnar fá göngumenn I hendur eyöublaö, þar sem þeir rita nöfn sin, aldur o.fl. upplýsingar. 1 lok göng- unnar afhenda þeir fararstjóra blaðið og fá f staöinn skjal til staöfestingar þvi, aö þeir hafi tekið þátt I göngunni. Nafn- seölar þátttakenda verða síðan geymdir þar til gönguferðunum erlokið, þá verða dregnir út þrlr seðlar og fá eigendur þeirra I verölaun frlmiða I eina af helgarferöum Feröafélagsins, aö eigin vali. —JSS Frá Húsavík; verzlunarhús Kaupfélags Þingeyinga. Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga Heildarvelta 1976 tveir og hálfur milljarður 96. aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga var haldinn dagana 19. og 20. aprll i félagsheimilinu á Húsavik. Fundinn sátu 114 full- trúar, en auk þeirra kaupfélags- stjóri, stjórn K.Þ. og ýmsir trúnaðarmenn. Formaður kaupfélagsstjórnar, Teitur Björnsson, og kaupfélags- stjórinn, Finnur Kristjánsson, fluttu skýrslur um starfsemi félagsins á árinu 1976 og kaup- félagsstjóri las reikninga þess og skýrði þá. Sú nýbreytni hafði verið tekin upp á árinu að fulltrúi starfs- manna K.Þ. tók sæti á stjórnar- fundum með málfrelsi og tillögu- rétti. Vefnaðarvörudeild flutti I nýtt húsnæði i annarri hæð i versl- unar- og skrifstofubyggingu félagsins, og gjörbreyttist að- staða hennar til batnaðar við það. Þá flutti einnig efnalaug félagsins i nýtt húsnæöi. Unnið var að ýms- um fleiri lagfæringum á aðstöðu félagsins á Húsavik. Heildarvelta Kaupfélags Þing- eyinga varö á árinu 1976, tveir og hálfur miljaröur króna. Þegar tekið hafði verið tillit til löglegra afskrifta á eignum félagsins, var tekjuafgangur á rekstrarreikningi þess tvær og hálf milljón króna. Rekstrarkostnaður hafði vaxið mjög frá fyrra ári, vaxtakostnað- ur t.d. um helming. 1 vinnulaun haföi félagiö greitt á árlnu um tvöhundruð tuttugu og átta milljónir króna. Innstæður félagsmanna i viðskiptareikning- um og innlánsdeild höfðu vaxið. Skuldir I viðskiptareikningum voru meö meira móti um áramót, en n. 1. helmingur af aukningu þeirra hefir nú verið greiddur. A fundinum voru gerðar Framhald á bls. 10 Bandalag kvenna í Reykjavík: ELLI- OG ÖR0RKULÍFEYR- IR ALDREI LÆGRI EN 70% DAGSBRÚNARKAUPS Fyrir nokkru var haldinn aðalfundur bandalags kvenna I Reykjavik. Á fundinum voru m.a. samþykktar ályktanir um áfengismál, og lýsti fundurinn undrun sinni á framkomnu frumvarpi Jóns Sólness al- þingismanns, um framleiöslu og sölu áfengs öls á Islandi. Mót- mælir fundurinn öllum fram- kvæmdum i þá átt og skorar á Alþingi að vísa þessu frumvarpi frá. Er i þessu sambandi vísaö til reynslu annarra Norðurlanda- þjóða af framleiðslu og sölu svo- nefnds milliöls, en hún sé svo slæm, að Sviar hafi ákveðið að banna slikt á sumri komandi. Eins skorar aðalfundurinn á viðskiptaráöherra að láta þeg- ar i stað banna innflutning á bruggtækjum þeim og tilbúnu ölefni, sem er til sölu I verzlun- um og notað hefur verið til framleiðslu á áfengu öli i heimahúsum. Er það álit fundarins, að af slikum varningi skapist auðveldlega misnotkun, sem sé sérlega hættuleg ungu fólki. A fundinum voru og rædd mál- efni þroskaheftra barna og er þeirri áskorun beint til viökom- andistjórnvalda að komið verði hið bráðasta upp ráðgjafar- og greiningarstöð fyrir þroskaheft börn. Eins veröi komið upp i borginni fósturheimili fyrir þroskaheft börn utan af landi, sem ekki geti dvalið I heimahús- um vegna vanheilsu. Þá bendir fundurinn á þá breytingu sem átt hefur sér staö i þjóöfélaginu, að aldrað fólk sé stöðugt vaxandi hluti sam- félagsins. Fólki sem nái 70 ára aldri muni stöðugt fjölga á næstu áratugum, og eigi þau vandamál, sem af þessari þróun geti skapast rætur aö rekja til tveggja meginþátta: heilsufars- ástands hinna öldruðu og félagslegra aðstæðna þeirra. Án fyrirhyggju og breytinga á þessum tveim sviðum, séu geig- vænleg > vandamál fyrirsjáan- leg, en með réttum ráðstöfunum og fyrirhyggju sé hægt að af- stýra þessum vanda. Þvi beinir fundurinn þeim tflmælum til viðkomandi ráðamanna, aö auka þurfi og endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu fyrir aldr- aða og tengja hana betur félags- legu þjónustunni, og miðað heildarskipulag við að aldraöir geti dvaliö sem lengst á heimil- um sinum. Þá vill aðalfundurinn endur- taka margflutta tillögu sina um að ellilaun verði greidd hjónum sem tveim einstaklingum, út á sin nafnskirteini eins og öðrum þegnum þjóðfélagsins. Gerir fundurinn þá lágmarkskröfu, aö elli- og örorku- og ekkjubætur verði aldrei lægri en 70% Dags- brúnarlaun. Loks beinir fundurinn þeirri áskorun til Alþingis, að efla og styrkja iðnfræðslu og aka verk- menntun á tslandi með það fyrir augum að tryggja þjóðinni hæf- an starfskraft á þessum sviðum sem öðrum. Einnig beri að stuðla að aukinni samvinnu hins opinbera, skóla og yfirvalda menntamála við atvinnufyrir- tæki i Iandinu. —JSS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.