Alþýðublaðið - 10.08.1977, Page 4

Alþýðublaðið - 10.08.1977, Page 4
4 STJÚRNMÁL/ FRÉTTIR Miðvikudagur 10. ágúst 1977 sasr (Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Rlaöaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur I lausasölu. Meira frelsi - minni hömlur Áfengisböl er djúpstæður og vanda- samur sjúkdómur í islenzku samfélagi. Eng- inn getur lokað augunum fyrir því. Áfengisbölið hef ur lagt einstaklinga og fjölskyldur i rúst, og oft skilið eftir sár, sem ógræðanleg eru. Menn greinir hins vegar á um leiðir til urbóta. Hugmyndir þeirra sem fylgjandi eru algeru áfengisbanni hafa reynzt ferleg mistök. Áfengisbann, hvort heldur hér heima, í Bandaríkjum Norður- Ameríku eða annars stað- ar, urðu einasta lög sem fæstir virtu og uppspretta af brotahreyf ingar að auki. Þó svo enginn heilvita maður afneiti áfengisböl- inu og hrikalegum afleiðingum þess, hefur það samt margsinnis sýnt sig að hömlur og bönn eru ekki leiðintil úrbóta. Slíkt einasta elur á eðlilegum þráa í fólki, og visast elur það einnig á lögbrotum. Áf engislöggjöf ætti þess vegna að verða frjálslegri heldur en hún er. Vínföng ætti að selja víðar, samkvæmt þeirri einföldu meginreglu, að fólki er treystandi. Einn matsölustaða í Reykjavík hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að selja létt vín með mat. Samkvæmt kenningum hörðustu hömlumanna ættu matargestir að velta út dauðadrukknir að loknum slíkum máltíðum. En það gerist einfaldlega ekki. Umhverfið er menningarlegt og fólki er treyst. Það er allt og sumt. í Reykjavík er einungis hægt að kaupa áfengi í þremur ríkisreknum út- sölum. Á föstudögum, þegar f jölmargir fá laun sín, og fjölmargir hafa enn fremur í hyggju að neyta áfengra drykkja, er slík örtröð í þessum útsölum, að helzt minnir á fjárrétt á hausti. Fólk beinlínis treður hvert á öðru. Hins vegar er eðli- legt að slík kaup fari fram rétt fyrir helgar. Fjölmargir vilja ekki, vegna barna, vegna eigin veikleika eða af öðrum ástæðum, eiga vínföng heima hjá sér. Slikt er einkamál fólks. En þessi örtröð á áfengisútsölun- um er hneisa. Þar er vissulega ekki við starfs- fólk að sakast, það er hreinlega ekki hægt að ráða við að afgreiða mannfjöldann með góðu móti. Það væri ekkert við það að athuga að leyfa verzlunum að selja áfengi, með hóflegri álagningu. Slikt yrði auðvitað að fara eftir ströngum reglum. Ríkis- reknu áfengisútsölurnar yrðu þá eins konar ^ heildarsölur þar sem fólk gæti keypt þessa vöru, ef það vill hana, fyrir lægra verð. Ef það vill borga eitthvað meira, og spara sér sporin, þá á það að geta farið inn í venjulega verzlun, en sem uppfyllir sett skilyrði. Sparað sér tíma og óþægindi. Frjálsræði og eðlileg umgengni er alltaf til bóta, í áfengismálum sem öðrum efnum. Með þessu er á engan hátt ver- iðað gera lítið úr áfengis- bölinu eða þeirri skelf- ingu sem af því getur hlotizt. Eins og svo víða liggur leiðin til lífsins samt ekki i gegn um hömlur. FREEPORT Fjölmargir íslend- ingar, sem hafa átt við áfengisvandamál að etja, hafa leitað til Freeport- sjúkrahússins, sem er í New York ríki í Banda- rikjunum. Þar hefur tek- izt heilbrigt samstarf sem skilað hefur ótrúleg- um árangri, eins og oft hefur komið fram í f jölmiðlum. Joseph Pirro, forstöðu- maður þessa sjúkrahúss hefur komið í heimsókn hingað til lands á vegum ríkisstjórnar og flutt hér fræðsluerindi. Er það áreiðanlegt að þessi sramskipti hafa þegar haft mikil áhrif til bóta, og eiga eftir að skila enn meiri árangri. Nútímalegri viðhorf gagnvart hinu ægilega áfengisböli eru aðriðjasér til rúms, hér á landi og annars staðar. Megin- hugmyndin er sú að ofneyzla áfengis sé sjúkdómur, og eigi að fá meðhöndlun í samræmi við það. Upplýstari viðhorf almennings, meðhöndlun lækna óeigingjarnt starf áhuga- fólks, og fyrirbyggjandi aðgerðir hvers konar verður aldrei metið að verðleikum. En lausnin á þessum vandamálum, eins og flestum vandamálum öðrum, felst samt i meiri upplýsingu og ekki í hömlum. —VG. ÚR YMSUM ÁTTUM HLUTFALUÐ LÆKKAR STÖÐUGl Lifur í sjóinn? I siðasta tölublaði Sjávar- frétta er fjallað nokkuð um lýs- isvinnslu og þá erfiðleika sem að slikri vinnslu steöja. Þar kemur fram að þaö, sem virðist einna helzt standa lýsisvinnsiu fyrir þrifum, er sú staðreynd, að sjómenn eru hættir aö hirða lif- ur nema i undantekningartilvik- um, enda er verðið sem fyrir lifrina er greitt svo lágt, aö það svarar engan veginn kostnaöi þeim sem hirðingu er samfara. Sama er um hrogn að segja, þótt það sé annað mál. Sá sem þetta skrifar getur borið það af eigin reynslu, að það hvarflar blátt áfram ekki að sjómönnum á neta- eða trollbát- um að hirða lifrina úr fiskinum sem veiðast. Til þess er fyrir- höfnin of mikil og réttlætist eng- an veginn af verðinu, sem eru ekki nema 21 króna fyrir kílóiö, eöa langtum minna en fyrir nokkra aðra sjávarafurö. Enda segir bórarinn Guðbergsson út- gerðarmaður i Garöi i þessu sambandi: „Verðið á lifrinni hefur veriö svo lágt, aö það hefur ekki svar- að kostnaði að hirða hana, og jafnvel þegar gert er að fiskin- um i landi hefur henni verið hent. Við hirtum svolitiö af lifur i vetur... en hins vegar er það töluverð fyrirhöfn aö hiröa lifr- ina og koma henni til lands, þannig aö þetta verð greiðir ekki þann kostnað, sem leggja þarf i viö lifrarhirzluna.” Þótt það kunni að virka sem öfugmæli i þessu sambandi, þá kemur það eigi að siöur fram i þessu tölublaði Sjávarfrétta, aö lýsismarkaður er sterkur er- lendis og veðrið tiltölulega gott, mun hærra en það var i fyrra. Pétur Pétursson hjá Lýsi hf, segir i þvi sambandi i viötali viö Sjávarfréttir: „Markaðurinn hefur verið mjög sterkur að undanförnu, og þá ekki sizt fyrir iðnaöarlýsið. Það hefur hækkað mjög veru- lega i verði á tiltölulega skömmum tima og fást nú 560 dollarar fyrir tonnið (cif), en i fyrra var verðið um 420 dollar- ar. Markaðurinn fyrir þetta lýsi er jafnnægjanlegur, en spurn- ingin er fremur um verðið, — það hefur verið sveiflukennt eins og á öðrum sjávarafurð- um... Hæsta verðið fæst fyrir meöalalýsiðen þar er hins vegar kostnaöur viö vinnsluna hæst- ur....” Framleiðsla lýsis scm hundraðshluta af afla hcfur aldrci vcrið cins lítill og á árinu 1976, cn þá komst framlciðslan niður fyrir 1% af afla. Frá árinu 1961, hcfur þessi tala komist hæst í 3,86% áriö 1962, cn mesta lýsisframleiðslan var árið 1964, cn þá voru framleidd samtals 10.270 lcstir. Aflamagn þorsks og ufsa og þorskalýsis- framlciðsla hefur verið scm hcr scgir á ncfndu tlmabili: Aflamagn þorsks Þorskaljsis- Lýal% Kr og ufsa þús. fonn framleiðsla fonn af afla 1961 205,0 6.948 3,39 1962 189,5 7.311 3,86 1963 249,5 7.753 3,11 1964 302,5 10.270 3,40 1965 268,3 7.602 2,83 1966 252,4 6.457 2,56 1967 233,4 4.530 1,94 1968 272,7 4.575 1,68 1969 340,4 4.564 1.34 1970 372,2 5.403 1,45 1971 315,2 4.216 134 1972 288,6 4.666 1,62 1973 284,5 4.102 1,44 1974 3063 3.936 1,29 1975 326,7 3.939 1,20 1976 3383 3.300 0,98 Svona mikill kostnaður? í þessum orðum Péturs Pét- urssonar kemur fram, að heimsmarkaðsverð á lýsi er 560 dollarar fyrir tonnið, en þaö jafngildir um það bil 110.880 krónum islenzkum, sem aftur þýða um 110 krónur fyrir kilóið. Þarna er býsna mikill munur á markaðsverði og verði til sjó- manna, sem samkvæmt þvi sem aö framan er sagt frá 21 krónu fyrir kilóið. Hér er vissulega gefið upp heimsmarkaðsverð þegar kostnaður, trygging og farm- gjöld hafa verið reiknuö inn i dæmið og þau gjöld eru vissu- lega óþekkt stærð i þessu dæmi. Þó hlýtur manni að fyrirgefast, þótt maður velti þvi fyrir sér, hvort ekki væri hægt aö greiða sjómönnum betra verö fyrir lifrina, til þess að tryggja að hún sé hirt. Ef markaðurinn er góður og verðið fer hækkandi, hvi þá ekki að nota sér þær að- stæður til að tryggja hráefni? Undarleg staðreynd Undarleg staðreynd kemur rauoar einnig fram i skrifum Sjávarfré'tta um lýsisvinnsl- una. Hún er sú, að i þeim togur- um, sem keyptir hafa verið til landsins undanfarin ár, skuttog- urunum glæstu, er ekki gert ráð fyrir hirðingu lifur. Þar eru engir tankar til slikra hluta. 1 þessum gömlu góðu gufutog- urum, sem endað hafa ævi sina i brotajárni á Spáni og viöar und- anfarin ár, var ævinlega gert ráð fyrir lifrarhirðingu og meira að segja sérstakir menn um borð sem bræddu lifur, bræðslumenn. Siðan var lýsinu dælt i land þegar aö var komiö. Þar voru verðmætin metin. Ekki skal um það sagt hér, hvort verðið á lýsinu eða lifrinni gerir það að verkum að útgerð- armenn sjú ekki akk i þvi aö geyma hana um borð. Það er ekki óliklegt. En hvaö sem þvi liðurþá er hér vissulega um aft- urför að ræöa og verðugt ihug- unarefni, hvort ekki ætti aö reyna að sporna þarna við. Gera hirðingu lifrarinnar þann tekjustofn fyrir sjómenn, að þeir hætti að henda henni fyrir borð með slóginu en hirði hana þess i stað. —hm

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.