Alþýðublaðið - 18.08.1977, Síða 9

Alþýðublaðið - 18.08.1977, Síða 9
Fimmtudagur 18. ágúst ...TIL KVÖLDS 9 SEK EÐA SAKLAUS? eftir: D.Y.Cameron hennar til Kynance Grove eftir að sjúkrahúsheimsókninni var lokið, en þau Corinne fengu nauman tima til að vera ein... og alls ekki til að hann gæti sagt eitthvað af viti. Harold mátti ekki vera að þvi að snæða kvöldverð með þeim, þvi aö hann átti að hjálpa föður sinum að laga til i búðinni að venju, auk þess sem þeir tóku alltaf upp nýjan varning á kvöld- in. — Hvenær sé ég þig aftur? spurði Corinne, þegar Margaret frænka var farinn inn i húsið. Hann hikaði. — Ég spyr bara, þvi að ég er dálitið bundin núna, meðan Margaret frænka er hér, eins og þú hefur séð i dag. — Já, auðvitað! Ég... ja... ég vil fá aðtala viðþig, en... hvenær sem er hentar mér. Hún tók um hönd hans inn um bilgluggann. — Mig langarlika til að tala við þig, sagði hún ástúð- lega. — Nú, já... jæja... sagði hann og dk af stað. Svo fór hún inn og pabbi hennar hélt á símtólinu. — Þetta er Corinne, sagði hún og tók simann. — betta er sá leiðinlegi aftur, sagöi Tim. Corinne varð fegin að heyra í honum. Hana langaöi til að tala við hann um Jack Millar og þaö, sem hann hafði sagt um Katy. Hún hafði brotið heilann um orð hans og fannst, að hún yrði að ræða þau við einhvern. Kannski var eitthvað samband milli þeirra og innbrotsins á heimili Katys. Fyrst töluðu þau saman i glettnislegum tón um heima og geima, en svo hvarf glaðværðin og hann sagði alvarlegur: — Eitt er grin... annaö alvara, ég var að fá fréttir af bilnum min- um og bifvélavirkinn vill fá að tala viö mig um hann, svo að ég neyðist til að koma. og... ég... — Gott! sagði hún. — Er þér alvara? — Já,miglangarlika tilaðtala við þig, og það er, mjög áriðandi! — Þá kem ég að vörmu spori! Veðrið er svo gott. Heldurðu, aö við getum gengið upp á hæðina? Corinne vildi þaö gjarnan, svo Útvarp Fimmtudagur 18. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veðurfregn- ir kl. 7.00, 8.15. og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.., 9.00 og 10.00. Morgun- bæn kl. 7.50. . Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigrún Sig- urðardóttir les söguna „Komdu aftur, Jenný litla” eftir Marga- retu Strömstedt (3). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Léttlögmilli at- riða. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson kynnir skýrslu rannsóknar- nefndar sjóslysa. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Orazio Frugoni, Eduard Mrazek og Pro Musica hljóm- sveitin i Vin leika Konsert i E- dúr fyrir tvö pianó og hljóm- sveit eftir Felix Mendelssohn: Hans Swarowsky stj. / Fil- harmoniusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 1. i D-dúr eftir Franz Schubert: Istvan Kert- esz stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Verðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Sigrún Siguröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Föndrar- arnir” eftir Leif Panduro örn Ólafsson les þýðingu sina (9). 15.00 Miödegistónleikar Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Munch- en leikur Tvö sinfónisk ljóð eft- ir Bedrich Smetana: Rafael Kubelik stjórnar. Konsertge- bouw hljómsveitin i Amster- dam leikur Svitur nr 2 „Dafnis og Klói” eftir Maurice Ravel: Bernard Haitink stjórnar. NBC Sinfóniuhljómsveitin leikur „Furutré Rómaborgar” hljóm- sveitarverk eftir Ottorino Re- spighi: Arturo Toscanini stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt.Helga Þ. Steph- ensen kynnir óskalög barna innan 12 ára. 18.00 Tónleikar. Tilkynninga. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki.Tilkynn- ingar. að húnfórút til að gá að Margaret frænku, sem var aö koma inn um hliðið með Dick Ellington. — Hr. Ellington var svo góður að fylgja mér heim, sagði frænka hennar. —Ég fór aðeins skamm- an spöl héöan, en ég sver, að ég rataöi ekki heim! — Þér eruö ratvis hér af ókunnugum að vera, sagði Corinneog leit á hann. — Vinkona min á heima i Blenheim Cottage. — Já, já, ég held, að ég viti hvar... er það ekki húsið hjá stóra eplatrénu? svaraöi Dick Elling- ton án þess að láta nokkuð á sig fá. —Voru þessihús ekki öll i eigu strandvarðarins? — Þér verðið að spyrja pabba um það? — Já, komið inn fyrir, herra Ellington, sagði Margaret frænka. — Ég hef einmitt réttu bókina handa yður. Hún er um fortið Pendetruins. — En gaman! Hann fór inn ásamt Margaret frænku,enCorinnebaðþauum aö hafa sig afsakaöa og flýtti sér þangað, sem þau Tim höfðu mælt ser mót. Hann kom skömmu seinna og nú gengu þau yfir flisa- lagt torgiðog i áttina að hæöinni. Um leið birtist Gavin frændi ásamt Dick Ellingham. beir höfðu vist báðir verið að koma frá Númer Tiu. Gavin frændi veifaði og gekk stórstigur leiðar sinnar, en Dick Ellington elti hann til þeirra. — Sæl, vinan! Sæll, Tim! Fréttuð þið ekki, að Dick fylgdi Margaret frænku heim? Þau niógu öll, en Corinne veitti þvi eftirtekt, að Gavin frændi hafði kallað Ellingham fornafni hans. — Funduð þér vin yðar? spurði Dick Ellingham Corinne. — Vin minn? — Já, kölluðuð þér hann ekki Jack Millar? Þér hélduð, að ég væri hann. — Já, hann, sagði Corinne og rétti úr sér. 19.35 Daglegt mál Gisli Jónsson menntaskólakennari flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar. Ármann Halldórsson safnvörður talar um Dyrfjöll. 20.05 „Fremur hvitt en himinblátt" — trió fyrir klarinettu, seiló og pianó eftir Atla Heimi Sveinsson. — Verkið er samið að tilhlutan NOMUS-nefndarinnar fyrir Den fynske Trio, og hljóðritað er það var frumflutt i Eger- skovhöllinni á Fjóni 19. marz s.l. 20.25 Leikrit: „Hver er maðurinn?” eftir Alexander Vampilof Þýðandi Arni Berg- mann Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Flutt af leikurum i Leikfélagi Sauðárkróks. Kalosjin Kári Jónsson Potapof Hafsteinn Hannesson, Rúkósúéf Kristján Skarphéð- insson, Kamaéf Olafur H. Jóhannsson, Marlna Elsa Jóns-. ddttir, Viktoria Kristin Dröfn Amadóttir, Iþróttafréttamaður Haukur Þorsteinsson. 21.15 Divertimento nr. 3 eftir kanadiska tónskáldið Murray Adaskin Taras Gabora, Georg Zukerman og Barry Tuckwell leika á fiðlu, fagott og horn. 21.30 „Sjónaukinn”, smásaga eftir Simon Grabowski Anna Jóna Kristjánsdóttir islenzk- aði. Jón Júliusson leikari les fyrri hluta sögunnar. (Siöari hluti á dagskrá á laugardags- kvöld). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir, Kvöldsagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guðna- son les (31) 22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Flokksskrifstofa Alþýöuf lokksins hefur gef ið út Handbók Alþýðu- f lokksins. Þar er að finna allar upplýsingar um stjórn flokksins/ nefndir á vegum hans á landsvísu og í einstökum byggða- lögum. Eins eru þar allar upplýsingar um kjörna fulltrúa á vegum f lokksins. Ahugafólk getur fengið handbókina afhenta á skrifstofu flokksins/ Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. ALÞYÐUHUSINU HVERFISGÖTU 8- SÍMI 29244 HANDBÓK ALÞYÐU- FLOKKSINS 1977 HVER ER MAÐURINR eftir Alexander Vampilof Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20.25 verður flutt leikritið,,Hver er maðurinn?" eftir Alexander Vampilof, í þýðingu Árna Bergmanns. Leikstjóri er Gísli Halldórsson. Með hlutverkin fara eftirtaldir leikarar úr LeikfélagiSauðarkróks: Kári Jónsson, Kristin Dröfn Árnasóttir, Hafsteinn Hannesson, Elsa Jónsdóttir, Kristján Skarp- héðinsson, ólafur H. Jóhannsson og Haukur Þorsteinsson. Flutningur leiksins tek- ur um 50 minútur. Leikurinn gerist í herbergi á sveitahóteli. Þar býr Viktoría, stúlka um tvitugt. Hún fær óvænta heimsókn,þegar annar hótelgestur, Potapof, ber að dyrum og vill óður og uppvægur fá að hlusta á knattspyrnulýsingu i útvarpinu. Þegar leikurinn stendur sem hæst birtist hótelstjórinn og tekur heldur óþyrmilega á aumingja Potapof. En honum lizt ekki á blikuna, þegar hann fréttir að Potapof sé „layout- maður" frá Moskvu. Hótelstjórinn veit ekkert hvað það er og ímyndar sér, að það sé einhvers konar útsendari yfirvaldanna. Þetta leikrit er úr flokknum „Skrítlur úr dreifbýlinu", en útvarpið flutti fyrr á þessu ári annað leikrit úr sama flokki, og nefndist það „Tuttugu mínútur með engli". Höfundurinn Alexander Vampilof, drukknaði á bezta aldri, en skrifaði heil- mikið, sem vakið hefur óskipta athygli, enda kann hann þá list að blanda saman þjóðfélagsádeilu og gamni, og hæfilegum skammti af hvoru fyrir sig. „Hver er maðurinn" minnir að sumu leyti á „Eftirlitsmenn" Gogols, og má segja að þar sé ekki leiðum að líkjast.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.